Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Mánudagur 9. desember 1974. vísissm: Ertu búinn að fara á skíði í vetur? Glsli Wium, nemandi: — Nei, ég fer sjaldan á skíöi. A&alástæöan er sú, a6 ég á engin sklöi. Þa6 væri nú ekki amalegt aö fá ein slik I jólagjöf. Garðar Guönason, verkamaður: — Nei, og ég býst ekki viö aö fara á skiöi i-vetur og ekki á skauta heldur. Ég hef bara ekki tlma til þess. Gunnar Þorsteinsson, verkamað- ur: — Nei, ég hef bara ekki áhuga á aö fara á skiöi og ætla ekki I vet- ur. Nei, ég stunda engar vetrar- Iþróttir. Jóna H. Kristjánsdóttir, nemi: — Ég á engin sklöi. En ég heföi ekkert á móti þvi að fara á skíöi, ef ég ætti þau. Þegar ég fer með krökkunum, renni ég mér bara á sleöa. Sigrún Krlstjánsdóttir, nemi: — Ég á ekki sklöi til aö fara á. Ég átti sklöi, þegar ég var minni, og þegar ég var I Borgarfirði eystra á veturna, fór ég mun frekar á skföi en þegar ég er hérna i höfuð- borginni. Maður fór meira að segja á skiðum i skólann. JOLAGETRAUNIN (5) A) Ragnheiður biskupsdóttir B) David Copperfield C) Börn Grants skipstjóra Þá er jólagetraunin hálfnuð. Skáld dagsins er Charles Dickens, sem fæddist árið 1812 og dó 1870. í æsku var Dickens bláfátækur, þar sem hann bjó i London. En hann náði þvi að verða einn af frægustu rithöf- undum heims. Æska Dickens mark- ar margar bækurnar, sem hann skrifaði. Hann hefur lýst á meistaralegan hátt fá- tækt og eymd, og þvi volæði sem sliku fylgir. ★ Krossið fyrir framan það svar, sem þið teljið rétt. Safnið siðan seðl- unum saman og geym- ið þá, þar til getraun- inni er iokið. Þá á að senda þá ásamt nafni og heimilisfangi til Vis- is. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Ókrœsileg bjúgu Leigubílstjóri kom að máli við biaðið með tætlur af kjötpoka meðferðis: „Þetta tók ég út úr mér viö kvöldveröarboröiö. Ég keypti 2 bjúgu innpökkuö I gær og þau voru elduð I kvöldmat- inn. En þegar ég var farinn að tyggja matinn, fannst mér hann eitthvað torkennilegur undir tönn. Þaö var þá að ég tók þetta rifrildiafkjötpoka útúrmér. Aö sjálfsögöu misstu allir viö borö- iö matarlystina þetta kvöldiö. Þaö stendur á umbúöum bjúganna, að þau séu unnin úr úrvals hráefnum. Ég efa þó, aö þetta „hráefni” sé meðtalið. Nú ætla ég meö kjötpokatætl- una til Heilbrigðiseftirlitsins. Ég vonast til, að sú stofnun láti framleiöandann fá orö I eyra fyrir að láta svona nokkuð koma fyrir”. ----------------------------> Þetta er kjötpokatætlan, sem var inni I bjúganu. Miðinn er á um- búðunum, sem bjúgun voru seld I. Ljósm: BG. „Það er orðið dýrt að drekka" „Litill drengur stóö upp i stór- um hópi fólks um daginn og svaraöi spurningu ræöumanns meö þessum oröum: „Brenni- vlnsflaskan hans pabba kostar 1300 krónur.” Síöan hefur hún hækkaö I veröi allt að 100 krónum. Þaö er þvi orðinn dýr dropinn I útlögöum eyri, þótt ekki séu nú óbeinu gjöldin, sem honum fylgja, talin með. Til eru þau heimili og ekki mjög fá, þar sem flaska er keypt á degi hverjum að meðal- tali og margar miklu dýrari en flaskan, sem pabbi þessa fimm ára drengs kaupir. Mundi láta nærri, aö 40 þús. færu I þessa fjárfestingu á mán- uöi eöa um hálf milljón árlega. ÞaÖ þætti dálaglegur skildingur á gamlárskvöldi til væntanlegra framkvæmda á næsta ári. En væri svo viðbætt vindlingafárið, sem nú er i lág- marki einn pakki á dag — um 130 krónur? Hver verður þá upphæðin sú i 365 daga — og svo áfram ævilangt? Þaö er því engin fjarstæða, aö nú sé orðið dýrt að drekka. Og óþarfi er fyrir þjóö, sem hefir efni á slikri eyöslu til eitur- kaupa, aö krefjast og kvarta endalaust. Litli drengurinn var kannske hreykinn af pabba, en þó var eins og eftirsjá I rómnum. Fannst honum nú þegar nærri sé höggviö? Hart er þaö hjarta og lokaður er sá hugur sem ekki sér neitt athugavert við slika eyðslu fólks, sem er samt bæði gáfað og gott fólk en blindað af venjum og vitfirringu fjöldans i anda orðanna, sem einu sinni voru sögð af einum æðsta manni íslands: „Hvaö flestir gjöra gjörir hún eins svo viti aðrir hún ei vitlaus sé.” Samt gæti einhver látiö segj- ast, þegar að sjóðnum þjarmar. Pyngjan er viðkvæm, ef gjaldið heitir skattur. En er ekki brennivinið ógeðslegasti og andhælislegasti skattur Islend- inga? Þessar 1300 krónur sem vatn á- svikamyllu og voru einu sinni 30 silfurpeningar? Árelius Nfelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.