Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Mánudagur 9. desember 1974. Vlsir. Mánudagur 9. desember 1974. 5 Vísir vísar á viðskiptin Jorðtil sölu í Pennanum fásf jarðlíkon í mörgum sfærðum og verðflokkum, Sfórkosfleg jólagjöf handa börnum og eiginmanninum. Sérsfök afhygli skal vakin á raflýsfum jarðlíkönum sem sýna meir en hingað fil hefur þekksf. Gerið vini og vandamenn að jarðeigendum um þessi jól. CHIMÞ- REjJTER útlÖND í MORGUN ÚTL.ÖND SOYUZ 16 VAR SÍÐ- ASTA PRÓFUNIN FYR- IR SOYUZ-APOLLO Síðasta mannaða geim- far Rússa, Soyuz-16, lenti heilu og höldnu í gær eftir 6 daga hringsól um jörðina. Láta Sovétmenn vel af feröinni og segja, aö öll tæki og búnaöur, sem notaöur skal svo aftur, þegar Soyuz á aö mæta apollogeimfari i júli næst, hafi reynzt prýöilega. Soyuz-16 var sendur á loft gagn- gert til aö reyna nýjan tæknibún- aö Sovétmanna til þess aö Soyuz- geimfar geti tengzt bandarisku apollogeimfari úti i geimnum. Tveir geimfarar Rússa, þeir Filipchenko og Rukavishnikov, voru i Soyuz-16. Voru þeir ágæt- lega haldnir, þegar þeir lentu mjúkri lendingu á hásléttu i Norö- ur-Kazakhstan. Mikið skal til mikils vinna Frú Marva Drew, sem er 51 árs húsmóöir I Waterloo i Iowa, hefur nú lokiö viö aö vél- rita talnarununa frá einum og upp I eina milljón. Það tók hana fimm ár og 2,473 vélritunararkir. Þaö haföi hún upp úr þvi aö taka áskorun sonar sins, Daryl, sem nú er orðinn 23-ja ára. Hann haföi komiö úr skólanum einn daginn og haft þá sögu aö segja, aö kennarinn hans héldi þvl fram, aö enginn gæti talið upp I eina milljón. — Sá hefur ekki þekkt frú Drew. | MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson GRIKKIR HOFNUÐU KONUNGI SlNUM Mikill meirihluti Grikkja greiddi því at> kvæði í gær, að sett yrði á laggirnar lýðveldi í land- inu undir stjórn forseta, og höfnuðu þannig konungsveldinu, sem komið var á fyrir 144 ár- um. Þjóðin kaus, að hinn 34 ára konungur, Konstantín, afkomandi Georges 1., danska prins- ins, sem lagði grundvöll- inn að völdum Glucks- burgarættarinnar, sneri ekki aftur heim til valda. Mikil fagnaðarlæti voru i Aþenu i gærkvöldi og tóku 100 þúsund Aþeningar þátt I hátiöa- höldunum á götum borgarinnar. Lýðveldissinnar hömpuðu mjög á lofti spjöldum með áletrunum, eins og „Þjóðverjinn er dauð- ur”, en þar er visað til þýzks ætternis Friðriku drottningar. Sex milljónir manna voru á kjörskrá. Þegar um 90% at- kvæða höfðu verið talin, kom i ljós, að 2.889.282 höfðu greitt at- kvæði með lýðveldisstofnun eöa 68,8%. En 1,318,827 höföu greitt þvi atkvæði, að Grikkland yrði konungsriki áfram, en það er um 31,2%. Þetta er i annað sinn, sem griska þjóðin hafnar Konstantin konungi, þvi að i júli i fyrra studdi meirihlutinn stjórnar- skrárbreytingar herforingja- stjórnarinnar um að setja konungsveldið af. Karamanlis forsætisráðherra sagði, að atkvæðagreiðslan hefði örugglega upprætt þá óvissu, sem rikt hefði um fram- Kanellopoulos fyrrum forsætis- ráðherra þykir lfklegastur fyrsti forseti nýja lýðveidisins. tiðarstjórnskipun Grikklands. Skoraði hann á þjóðina að virða niðurstöðu atkvæðagreiðslunn- ar og standa saman i framtið- inni. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar fögnuðu úrslitunum. Þingið kemur saman i dag til fundar, og var við þvi búizt, að Karamanlis legði þar fram stefnu stjórnar sinnar, en siðan mundi fara fram atkvæða- greiðsla um traustsyfirlýsingu til handa stjórn hans. Konstantin sem dvelst i London hafði ekkert látið frá sér fara i morgun um niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Panayotis Lambrias, sá ráðu- neytisstjóri, sem er blaðafull- trúi grisku stjórnarinnar, hafði eftir Karamanlis, forsætisráð- herra, að það væri óskynsam- legt fyrir hinn afsetta konung að snúa aftur heim til Grikklands Konstantln konungur — I annaö sinn afneitaði griska þjóðin hon- um. sem óbreyttur borgari i bráð. Sennilegast þykir nú, að Phædon Ghizikis, hershöfðingi, sem farið hefur með forsetaem- bættið, segi af sér til þess að greiða götu þess, að þingiö til- nefni nýjan borgaralegan for- seta. Sá, sem liklegastur þykir til að njóta þess trausts, er Panayotis Kanellopoulos. Hinn 72 ára gamli Kanello- poulos var forsætisráðherra 1967, þegar herinn gerði bylting- una. Hann var ávallt ákafur andstæðingur herforingjaklik- unnar og var margsinnis hnepptur i stofufangelsi fyrir gagnrýnisyfirlýsingar sinar. Solzhenitsyn í Stokkhólmi Sovézki rithöfundurinn, Alexander Solzhenitsyn, kom til Stokkhólms i gær til þess að verða viöstaddur af- hendingu Nóbelsverölaunanna. Myndin var tekin af honum og konu hans. Nataja, þar sem þau eru að skoða glermuni I Skansen. Fjórburar í fyrra en nú sexburar 26ára gömul kona, sem hef- ur verið á frjósemislyfjum, ól sexbura i gær — aðeins ári eft- ir að hún átti fjórbura. Charlotte Lange, sem býr i San Jose i Kaliforniu, eignað- ist fjóra drengi og tvær telpur, en einn drengjanna dó skömmu eftir fæðingu. — Talsmaður sjúkrahússins seg- ir hvitvoðungana vera i súrefnistjaldi og gaf ekkert út á það, hvernig horfur væru með þá. Fjórburarnir, sem konan átti I fyrra, dóu allir fljótlega eftir fæðingu._________ Saudi Arabía kaupir upp olíufyrírtœk- ið,,Aramco" // Líklegt, að önnur olíuútf lutningsríki fari svipað að með fyrirtœki, sem selja þeirra olíu Ahmed Zaki Yamani, sheik frá Saudi Arabíu og olíumálaráöherra þeirra, kom í gær til Lundúna, þar sem hann mun eiga við- ræöur viö f jögur bandarisk olíufyrirtæki um yfirtöku Saudi Arabíu á fyrir- tækjunum. Stjórn Saudi Arabiu hefur gert tilboð um að taka alveg yfir „Arabian american oil company” (Aramco), sem er samsett úr fjórum fyrirtækjum, Exxon, Texaco, Mobil Oil og Standard Oil i Kaliforniu. — Stjórnin keypti ekki alls fyrir löngu viðbót i fyrir- Þjófarnir notuðu rafreikni Tilraun til þess að stela 2,5 milljónum dala úr borgarsjóði Los Angeles meö aöstoö rafreiknis fór út um þúfur um heigina, þar sem einhver hafði slúðrað i lögregluna. Talsmaður borgarinnar segir, að um hafi verið að ræða þaul- hugsaðan þjófnað, sem fólst i þvi að láta rafmagnsheila borgarsjóðs skrifa út ávisanir handa hinum og þessum fyrir- tækjum, er ekki voru til. Það mikil skipulagning lá að baki þessu, að liklegast þykir, að Mafian hafi átt þarna hlut að máli. Tveir ollumálaráöherrar Araba, Abdesselam frá Alsir og Yamani frá Saudi Arabiu. tækjunum, svo að hún ræður nú þegar yfir '60% þeirra. Fyrirtækin hafa sætt sig við, að Saudi Arabia þjóðnýti Aramco með þessum hætti, en ætlunin er á fundinum i Lundúnum að reyna að fá breytta skilmála. Ef af þessu verður, þykir mjög liklegt, að önnur oliuútflutnings- riki fari að fordæmi Saudi Arabiu og reyni að slá eign sinni á oliu- fyrirtækin, sem selja oliu þeirra. Yamani oliumálaráðherra mun að loknum þessum viðræðum fljúga til Vinar, þar sem haldinn verður ráöherrafundur OPEC (samtaka oliuútflytjenda), en fyrir dyrum stendur hjá þeim að ákveða oliuverðið fyrir fyrsta ársfjórðung 1975. Tveir menn voru handteknir á laugardag, þegar þeir yfirgáfu hótel eitt i Beverly Hills með töskur, sem þeir héldu fullar af bankaseðlum, 2,5 milljónir áttu það að vera. En töskurnar voru fylltar af bréfmiðum, sem skornir voru i stærð við seðla, og hafði leynilögreglan búið þann veg um hnútana. Þriggja annarra manna er leitað og jafnframt er hafin rannsókn á bókhaldi borgarinn- ar. Tekinn í fœreyskri landhelgi George Wood (42 ára) skipstjóri á Aberdeen- togaranum „Scottish King" var dæmdur fyrir rétti í Þórshöfn til að greiða nær 1 milljón króna sekt fyrir að hafa verið aö veiöum 7/10 úr sjómílu innan við 12 mílna landhelgi Fær- eyja. Jafnframt voru veiðarfæri togarans gerð upptæk, en þau voru metin til einnar milljón- ar. Wood skipstjóri hélt fast fram sakleysi sinu og skýrði réttinum svo frá, að radar skipsins hefði verið i ólagi, þegar danskt varðskip hafði komið að honum. Hann á þess kost að áfrýja dómnum fyrir hæstarétt Dana. Dómsorðið yfir erkibisk- upnum lesið upp í dag Jórsalaréttur birtir i dag dóm sinn yfir Hilarion Capucci, erkibiskup, sem kæröur var fyrir vopna- smygl til skæruliða Palest- inuaraba. Hans heilagleiki er yfir- maður grisk-kaþólsku kirkjunnar í Jórsölum og á vesturbakka árinnar Jór- dan en í söfnuðinum í Jór- sölum eru um 4.500 manns. tsraelsmenn sögðust hafa stað- ið hann að verki i ágúst með minniháttar vopnabúr falið i bif- reiðinni, sem flutti erkibiskup á milli. Það var meint, að i annarri ferð sinni frá Beirut hefði hann flutt Katyushaeldflaugar, sprengiefni, handsprengjur og vélbyssur. Erkibiskupinn var handtekinn 8. ágúst og stóöu réttarhöldin yfir frá 20. september til 14. nóvem- ber, en siðan hefur dómsniður- stöðunnar verið beðiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.