Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 9. desember 1974. cTVIenningarmál rr Heimsádeila" í máli og myndum Nýja húsiö hans Barbapapa og örkin hans Barbapapa Annette & Talus Taylor Þýö. Anna Valdimarsdóttir Otg. Iöunn 1974 Fyrsta bókin var um Barbapapa, sem hvorki var dýr, jurt né manneskja og gat breytt lögun eftir vild sinni. Bókin er alveg ótrúlega lifleg og full af hugarflugi, bæði hvað varðar texta og mynd- ir. í bók númer tvö kemur Barbamamma til sögunnar. Þær tvær bækur, sem Iðunn gef- ur út i ár, segja frá Barbahjónunum og börnum þeirra, sem eru sjö. Höfundar gllma ekki við flóknar mannlýsingar, heldur láta sér nægja að einkenna hvert um sig af Barbabörnunum meö ákveönum áhugamálum og tilhneigingum. Þessar tvær bækur fjalla hvor um sig um efni, sem nú eru mjög ofarlega á baugi. önnur um húsnæðisvandamál i þétt- býli og ómanneskjulegt lif nú- tfmastórborga. Hin er um mengun, sem ógnar öllu lifi á jöröinni, þvi maöurinn sést ekki fyrir. I streöi sinu eftir lifsgæö- um, einblinir hann á tæknilega framþróun, en gefur ekki gaum að þvi sem fer forgöröum viö þá miklu röskun, sem veröur á öllu lifi. Um þetta fjalla höfundarn- ir, i máli og myndum, á óvenju skemmtilegan og ævintýraleg- an hátt. Aö sjálfsögðu eru hug- tök eins og tækniþróun, háhýsi eöa mengun ekki nefnd á nafn. Frásagan ásamt myndunum segja dæmisögu á máli, sem all- ir skilja. I fyrri bókinni gerir Barbafjölskyldan sér hús, sem hæfir einkar vel þörfum hennar, eftir aö hún hefur lent I átakan- legum húsnæöiserfiöleikum. 1 seinni bókinni sér fólkiö á jörð- inni að sér, þó seint sé, og ákveöur að hreinsa til á jörö- inni, svo dýrin geti snúiö heim úr útlegðinni. Barbapapa bækurnar eru fyrir börn á öllum aldri, læs og ólæs. Þær eru líklegar til aö vekja fólk til umhugsunar um mikilvæg mál. Mvndirnar eru HUSIO HANS BARBAPAPA sérlega skemmtilegar, þvl þær eru uppfullar af lífi. Alls staöar er eitthvaö aö gerast. Allur frá- gangur bókanna er lýtalaus. Textar sem koma fyrir i sjálfum myndunum, hefur nú veriö snú- iö á Islenzku og er það framför frá þvi i fyrra. BARNABÆKUR Ætlað skýrt og skilgreint markmið Selur kemur I helmsókn Höf.: Gene Deitch Myndir: Vratislav Hlavatý Þýö.: Njöröur P. Njarövlk Útg.: Iöunn, Reykjavlk 1974 Þetta er að þvi leyti óvenjuleg barnabók, að frá hendi höfunda er henni ætlað fyrirfram skýrt og skilgreint markmið. Og það er ekkert litið sem höf- undar ætla sér. Á bók- arkápu stendur: \„t fyrstu virðist þessi litla bók ekki vera neitt annað en spaugileg bók fyrir smábörn, en að lestri loknum verður ljóst að hún er I raun- inni fyrsta kynning á máli og málnotkun. Eftir fyrsta lestur ættu for- eldrar eða leiöbeinandi aö ræöa viö barniö um skyld fyrirbæri: um merkingu oröa, mismún- andi menningarstig, trúar- skoðanir og lifsviðhorf, um jafn- gildi ólikra tungumála o.s.frv.” Hvort þessi tilætlun höfunda heppnast er vafamál. Strax viö fyrsta lestur bókarinnar fékk ég þá hugmynd aö liklega væru skemmtilegheitin I henni meira I anda fulloröinna en barna. Þvi las ég hana að gamni minu meö og fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. í ljós kom aö yngstu börnin höföu nær ekkert gaman ai henni, en tóku henni af kurteis- legu umburöarlyndi, sem börn- um er tamt að sýna bókum sem ekki hrifa þau. Anægja barna af lestrinum fór vaxandi eftir þvi, sem þau voru eldri og hrifnastur varö 12 ára strákur, sem las hana hvaö eftir annaö. Ekki veit ég hversu mikið er aö marka þessa litlu „vinsældakönnun” mina, úrtakiö var ekki stórt og valiö af handahófi, svo hún myndi vist ekki teljast marktæk eftir Bergþóru Gísladóttur visindalega séö. En niðurstaöan er alla vega I samræmi við viss- ar kenningar I uppeldisfræði, þar sem talið er að börn hafi tæpast vald á flókinni abstrakt hugsun fyrr en 11-13 ára. Bókin er falleg og vel unnin. Myndirnar eru mjög nútimaleg- ar og minna á teiknimyndir kvikmynda, enda munu höfund- arnir vera þekktir á þvi sviði. Ævintýrasögn sem allir þekkja Töfrahesturinn Glófaxi, gamalt rússneskt ævintýri Myndir: Adrie Hospes Endursögn: Marijke Reesink Þýð.: Þorsteinn frá Hamri Útg.: Iðunn, Reykjavlk 1974 Þessi saga er eitt af hinum fjölmörgu af- brigðum af ævintýra- sögn, sem allir þekkja, um bræðurna þrjá, þar sem yngsti bróðirinn er amlóði, en hinir horsknir mjög. Hér segir af malara og sonum hans. Malarinn átti glæsilegan kornakur og þaö höföu veriö unnin spjöll á akrinum. Eldri bræöurnir sofna á veröinum og veröa einskis visari um hvaö veldur, en sá yngsti, ívan sofnar ekki. Hann uppgötvar hvað spjöllunum veldur og ekki nóg meö það, hann kemst i samband viö kynjahestinn Glófaxa, sem á eftir aö reynast honum betri en enginn. 1 Rússlandi þar sem malarinn býr, býr á þessum tima einnig keisari. Og keisarinn á dóttur og dótturina þarf að gifta. Ollum körlum keisaradæmisins er boöiö aö keppa um blessaöa prinsessuna. Ekki þarf aö orö- lengja það, að lokum sigrast Ivan á öllum þeim þrautum, sem á þurfti að sigrast til aö öðl- ast þetta göfuga kvonfang. „Samdægurs var brúðkaup þeirra haldiöhátiölegt.” Söguna þekkjum viö e.t.v. og finnst hún ekki sérstaklega spennandi. En uppistaða þessarar bókar eru stórfallegar myndir. Sagan er á góöu máli og texti afar læsileg- ur. MIKIÐ MEGA BÖRN LÍÐA í ÞESSUM HREINLÁTA HEIMI Má ég eiga hann? Saga og myndir: Steven Kellogg Þýö.: örnólfur Thorlacius Útg.: Iðunn, Reykjavlk 1974 Sagan segir frá litl- um dreng, Arnaldi, sem langar afskaplega mikið til að eignast dýr. Honum áskotnast alls konar kvikindi, en þau passa ekki inn i þá veröld, sem hann lifir i. Móöir hans finnur þeim flest til foráttu. Hundar gelta og trufla fólk, kettir skilja eftir sig hár og amma hefur ofnæmi fyr- ir kattarhárum, hjartarkálfar eyöileggja mublur, birnir eru daunillir o.s.frv. o.s.frv. Aö lok- um rekst Arnaldur á annan dreng, sem er nýfluttur I götuna. Einnig hann virðist ekki sérlega velkominn, þvi mamma i sögunni biður þá, nær samstundis, að fara útaö leika sér. Annars er ég ekki alveg viss um hvernig eigi að skilja endi sögunnar, en það kemur ekki að sök, þvi hvers vegna skyldi barnabók ekki skilja eftir sig spurningu? Sagan segir frá samskiptum Arnaldar og móöur hans, og þeirri áráttu drengsins aö vera sifellt aö draga heim dýr. Kannski eru dýrin ekki til i raunveruleikanum, heldur einungis I hugskoti drengsins, en þaö skiptir engu máli, þvi þau eru alla vega hans raun- veruleiki. Móöir Arnaldar er sýnilega húsmóöir og þaö sem vera ber, önnum kafin húsmóð- ir. A öllum myndum á öllum blaösiöum er hún á kafi I hús- verkum (nema á einni þar sem hún er aö tala I slma). Furöulega mikiö aö gera áHitlu heimili. Ósjálfrátt kviknar hjá manni sú tilfinning, aö húsverk skyggi á allt annaö i lifi þessar- ar konu, meira aö segja á drenginn hennar. Bókin gefur þvi heldur leiöinlega (og von- andi ósanna) mynd af lifi heimavinnandi kvenna. Mikið mega börn liða i þessum hrein- láta heimi. Bókin er ljómandi falleg, myndirnar eru vel gerðar, skemmtilegar og skapa stemmningu. Sagan er á prýöis- góöu máli og letur á texta er skýrt og vel við hæfi barna, einnig þeirra, sem eru aðeins byrjendur i þeirri kúnst, sem heitir lestur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.