Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 14

Vísir - 09.12.1974, Blaðsíða 14
14 Vlsir. Mánudagur 9. desember 1974. Þetta er bezta lið, sem leikið hefur i Birmingham á leik- timabilinu, sagði fram- herjinn ungi, Trevor Ffancis, um Stoke City i brezka útvarpið á laugardag. Stoke lék sér að Birmingham i fyrri hálfleiknum og það er kominn mikill meistarabragur á leik liðsins. En stórsigurinn á Birmingham, 3-0, — þriðji sigur Stoke á úti- velli — var þó dýr, þvi fyrirliði Stoke Jimmy Greenhoff var fluttur með hraði á sjúkrahús eftir að hafa skorað annað mark sitt i leikn- um — nefbrotinn eftir samstuð við varnar- mann Birmingham, Ray Martin. Tm- ro <le«i ríi ISr*T Meistarabragur kom- inn á leik Stoke City — Sigraði Birmingham á útivelli með 3:0 og hefur hlotið sjð stig af átta mögulegum síðan Peter Shilton var keyptur. Slagsmál í Carlisle og Sheffield. Þá var staðan 3-0 og fleiri mörk skoraði Stoke ekki í leikn- um, svo kom fljótt fram i leik liösins, að Greenhoff lék ekki með. Birmingham-liðið sótti fyrstu mlniltur leiksins, en Pet- er Shilton tók létt það, sem á markiö kom. Ekki átti hann þó góðar minningar frá leikjum sinum við Birmingham frá sið- asta leiktlmabili — varð sex sinnum að hiröa knöttinn úr marki sinu i báöum leikjum Leicester við Birmingham. Burns og Bob Latchford skor- uðu þá þrennu hvor gegn hon- um. En nú var hann ekki á þvl að hleypa knettinum framhjá sér — og það kom Stoke á bragðið. Eftir 15. min. skoraði Greenhoff fyrsta mark leiksins — og tólf minútum slöar skoraði Ian Moores annað mark Stoke. Það var fyrsta mark þessa efnilega framherja fyrir Stoke I þriöja leik sinum i aðalliðinu. Á 37. min., tryggði Greenhoff svo sig- urinn með frábærum skalla, en rétt á eftir nefbrotnaði hann I samstuðinu við Martin. 34 þús- und áhorfendur sáu leikinn og hrifust mjög af Stoke ekki siður en Trevor Francis. Gifsið verö- ur tekiö af fæti hans i næstu viku, og þá liöur ekki álönguþar til hann getur fariö að leika meö Birmingh. á ný. Mesta at hygli I Stoke-liöinu vöktu að venju hinir frábæru framverðir þess Alan Hudson, Salmons og Mahoney, sem lék nú með á ný eftir þrjá leiki. Bezta fram- varðalina i ensku liði, sagði Francis, og Dodd, sem lék I stað Dennis Smith, var sterkur miö- vörður. 1 framlinunni standa „gömlu” mennirnir Geoff Hurst og Jimmy Robertson vel fyrir sinu. En við skulum nú lita á úrslit- in á laugardag. 1. deild ' Birmingham—Stoke 0-3 Burnley—QPR 3-0 Carlisle-Arsenal 2-1 Chelsea—Luton 2-0 Leicester—Everton 0-2 Liverpool—Derby 2-2 Manch. City—Sheff. Utd. 3-2 Middlesbro—Ipswich 3-0 Tottenham— Newcastle 3-0 West Ham—Leeds 2-1 Wolves—Coventry 2-0 2. deild Blackpool—Notts Co. 3-1 Bolton—WBA 0-1 BristolC.—Aston Villa 1-0 Millvall—Orient 1-1 Norwich — Cardiff 1-1 Nottm. Forest—Fulham " l-l Oldham—Bristol Rovers 3-4 Oxford—Hull City 3-1 Sheff. Wed,—Manch. Utd. 4-4 Southampton — York 2-1 Sunderland—Portsmouth 4-1 Mikil átök urðu I tveimur leikjum — i Carlisle og Sheffield. 1 Carlisle, þar sem heimaliðinu tókst loks að vinna eftir sjö tapleiki i röð, varð lög- reglan að fara inn á völlinn, þar sem átta leikmenn voru I hörku- slagsmálum. Til kasta lögregl- unnar kom þó ekki — dómarinn og línuverðir hans komu á friði, en þaö merkilega var, aö enginn var bókaður I þessum átökum. , Slagsmálin hófust, þegar Brian Kidd var felldur illa af Ray Train, Carlisle. Staðan var þá 2—0 fyrir Carlisle. Eddie Rud- ham skoraði með skalla á 15. min. og á 64min. skoraöi Dennis Martin beint úr hornspyrnu. Brian Kidd skoraði eina mark Arsenal I lokin. 1 Sheffield voru ljótar senur meöal áhorfenda — hörkuslags- mál og áhorfendur réðust inn á völlinn, þegar Manch. Utd. varð tveimur mörkum undir. Margir slasaðir lágu á vellinum og lög- reglan réð ekki við neitt fyrr en hún fékk liðsauka lögreglu- manna á hestum. Það er alltaf sami „skrillinn” sem eltir Manch. Utd. og hann gat ekki stillt sig, þegar Sheff. Wed. virt- ist vera að ná öruggum sigri. Stewart Houston, bakvörður Manchester, skoraði fyrsta mark leiksins, en Sheff. Wed. svaraði meö þremur mörkum fyrir hlé. Eric Potts, Colin Har- way og Bernard Shaw skoruðu. En efsta lið 2. deildar gafst ekki upp þó á móti blési — og i siðari hálfleik tókst liðinu að skora þrívegis, Lou Macari, Stuart Pearsonog Sammy Mcllroy, og jafntefli var I höfn, þegar Sheffield-liðinu fræga tókst að- eins að skora eitt mark. Stór- góður og skemmtilegur leikur, þar sem áhorfendur settu blett á skjöld Manch. Utd. West Ham lék enn einn snilld- arleikinn og það án sins bezta manns, Trevor Brooking. Liðiö hafði mikla yfirburði gegn meisturum Leeds og markatal- an gefur litla hugmynd um gang leiksins. David Harway átti hreint ótrúlegan leik f marki Leeds. Hann réð þó ekki við skallknött Keith Robson á 28. min. eftir hornspyrnu Graham Paddon, eða skot Billy Jennings á 68. min. — einnig eftir horn- spyrnu. A lokasekúndum leiks- ins skoraði Duncan McKenzie eina mark Leeds. Áhorfendur voru 39.562 — en í Carlisle 12.926, svo ekki dregur Arsenal mikið. Liverpool sótti meira gegn Derby, en mátti þó þakka fyrir jafntefli, þar sem Derby-liðið var alltaf stórhættulegt i snögg- um sóknum sinum. Jeff Bourne skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mln. fyrir Derby, en Liver- pool komst fljótt yfir með mörk- um Ray Kennedy á 18. min. og Steve Heighway á 22. min. Sjö minútum fyrir leikslok tókst Roger Davies að jafná fyrir Derby, en hann kom inn sem varamaöur fyrir Kevin Hector. Áhorfendur voru 41.058 og þetta var fimmti deildaleikur Liver- pool án sigurs. A meðan skauzt hitt Liver- pool-liðið, Everton, upp I annað sætið eftir góðan sigur I Leicest- er. Sigur 2—0 og það þó Martin Dobson yrði að yfirgefa völlinn eftir aðeins sjö mín. vegna meiðsla. Everton sótti mun meira og John Hurst skoraði fyrra markið á 18. min. eftir hornspyrnu. George Telfer tryggði svo sigurinn tveimur min. fyrir leikslok. Ahorfendur voru 21.451. Manch. City sigraði að venju á heimavelli og er í 3. sæti — en þaö var þó ekki fyrr en á siðustu fimm minútunum, sem City tryggði sigur gegn Sheff. Utd. 1 hálfleik var staðan 0-0, en á 60. min. skoraði bakvörðurinn Ge- off Hamond fyrsta mark City með spyrnu af 35 metra færi. Minútu siöar jafnaði Tony Curr- ie fyrir Sheffield. Þannig stóð þar tilá 85. mín. að Colin Bell og Rodney Marsh skoruðu með nokkurra sekúndna millibili. Rétt i lokin skoraði Tony Field annað mark Sheff. Utd. Ahorf- endur 29.675. Tottenham vann heldur ó- væntan stórsigur á Newcastle — mest vegna mistaka varamark- varðar Newcastle, Tony Bell, sem lék sinn fyrsta leik i aðal- liöinu. Hann varði þó vel I byrj- un — en á 24. min. missti hann knöttinn eftir fyrirgjöf Cyril Knowles og lét hann renna yfir marklinuna. Þá fór allt I mola hjá Newcastle. Martin Chivers skallaði i mark tveimur mln. siðar og bakvörðurinn Knowles skoraði annað mark sitt I leikn- um fyrir hlé. Ahorfendur 23.522. Um aðra leiki er það að segja, Peter Shilton hefur staðið sig afburðavel siðan hann byrjaöi að leika með Stoke City — hefur aðeins fengið á sig mark I einum leik. Það var gegn (Jlfunum og þar bjargaði Shilton stigi fyrir lið sitt með þvl að loka marki sinu langtimum saman. Hann komst þó ekki hjá tveimur mörkum — annað skorað úr vlti á lokamlnútu leiksins. Að ofan er Shilton að verja mark Leicester fyrr i vetur I Lundún- um — gegn vesturbæjarliði heimsborgarinnar, Queens Park Rangers. Og það má sjá, að hann tekur knöttinn öruggum höndum. að Graham Souness skoraði tvö mörk á tveimur mín. fyrir Middlesbro gegn Ipswich — fyrst beint úr aukaspyrnu á 23. min. af 25 metra færi. Middles- bro réð alveg gangi leiksins, en skoraði þó ekki nema eitt mark til viðbótar I siðari hálfleik, Al- an Foggon. Burnley hafði mikla yfirburði gegn QPR og eftir 20 min. sendi David Clement knöttinn i eigiö mark eftir horn- spyrnu Doug Collins. Sá skoraði annað mark Burnley á 33. mln. og þegar 12 min. voru eftir skor- aöi Colin Waldron 3. markið. Áhorfendur 16.487 en 23.755 I Middlesbro. Loks vann Chelsea — Hutchinson og Kember skor- uðu I siðari hálfleik gegn Luton, sem fór illa með tækifæri sin I þeim fyrri. Einkum þó Astrallu- maðurinn Alston — og reyndar lika nýi leikmaðurinn frá Liver- pool, Spiring. Áhorfendur 19.009. Steve Kindon tryggði sig- ur (Jlfanna i miðlandaleiknum við Coventry. Skoraði tvívegis með fjögurra minútna millibili I slöari hálfleik — fyrra markið á 61. mln. Ahorfendur 20.102. Staðan i 1. deild er nú þannig: Stoke 21 10 7 4 36-25 27 Everton 20 7 12 1 29-19 26 Man.City 21 11 4 6 29-27 26 Liverpool 20 10 5 5 27-16 25 WestHam 21 10 5 6 39-29 25 Ipswich 21 11 2 8 28-18 24 Burnley 21 10 4 7 38-32 24 Derby 20 8 7 5 34-29 23 Middlesb. 20 8 6 6 28-26 22 Newcastle 20 8 6 6 28-28 22 Sheff. Utd. 20 8 5 7 29-33 21 Leeds 21 8 4 9 27-23 20 Birmingh. 21 8 4 9 31-32 20 Wolves 20 6 8 6 24-25 20 Tottenham 21 7 5 9 26-26 19 Coventry 21 5 8 8 28-39 18 QPR 21 6 5 10 22-30 17 Arsenal 20 6 4 10 24-27 16 Chelsea 20 4 8 8 21-35 16 Leicester 19 5 5 9 20-27 15 Carlisle 21 6 3 12 19-25 15 Luton 20 1 7 12 17-33 9 2, . deild Man.Utd. 21 14 4 3 38-17 32 Sunderl. 20 11 5 4 38-16 27 Norwich 20 9 8 3 27-15 26 WBA 21 9 7 5 25-15 25 Aston Villa20 9 5 6 32-16 23 Hull City 21 8 7 6 26-35 23 Bristol C 20 8 6 6 17-12 22 Brist. R 21 8 6 7 22-25 22 Oxford 21 9 4 8 21-33 22 Blackpool 21 7 7 7 21-17 21 Nott For. 21 8 5 8 24-28 21 Notts. Co. 21 6 8 7 26-32 20 Bolton 20 7 5 8 21-21 19 York City 21 7 5 9 26-28 19 Fulham 20 6 6 8 23-19 18 Orient 20 4 10 6 15-23 18 Southam. 19 6 5 8 26-29 17 Oldham 19 5 5 9 21-26 15 Cardiff 19 5 5 9 21-30 15 Sheff.Wed. 21 4 7 10 24-33 15 Millvall 20 4 6 10 20-29 14 Portsm. 21 3 8 10 15-30 14 -hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.