Vísir - 10.01.1975, Síða 5

Vísir - 10.01.1975, Síða 5
Vísir. Föstudagur 10. janúar 1975. 5 ORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Valdaströgl nú framundan hjá Hartling og Jörgensen Ekki urðu kosningarn- ar í Danmörku í gær til þess að glæða vonir hjá Dönum um> að mynda mætti öfluga ríkisstjórn/ sem tekizt gæti á við efnahagsvanda þjóðar- innar. Er þingið eftir sem áður margklofið milli 10 f lokka. Þótt frjálslyndir hafi unniö stórsigur og nær tvöfaldað at- kvæðamagnið frá þvi i des. ’73 og stærsti flokkurinn, sósial- demókratar, bættiviðsig — eins og almennt hefði verið spáð fyr- ir kosnirigarnar — þá sýnast báðir of litlir til þess aö geta af- stýrt stjórnarkreppu. — Fram- undan eru þvi viöræður millli flokka um myndun stjórnar, og gætu þær dregizt nokkrar vikur. Fyrst og fremst er litið á ilr- slitin sem mikinn persónulegan sigur fyrir Poul Hartling for- sætisráðherra, sem i siðasta mánuði boðaöi kosningarnar, þegar tillögur hans i efnahags- málum fengu ekki hljómgrunn hjá meirihluta þingsins. — Hann vildi veröstöðvun i eitt ár og frystingu launa á meðan. Kosningabaráttan gekk siöan út á þetta. , Kosningaundirbúningurinn var dauflegur og sýndist litill áhugi meðal almennings, þrátt fyrir að kosið væri um, hvað til Það fer vel á með þeim Poul Hartling forsætisráðherra og Anker Jörgensen. Hartling er að óska leiðtoga sósialdemókrata til hamingju með úrslit kosninganna I gær, en þau hafa flestir lagt út sem persónulegan sigur fyrir Hartling sjálfan. — Jörgensen hefur sagt I áheyrn blaðamanna, að hann telji, að Hartling beri að segja af sér, og feia eigi öðrum að reyna að mynda stjórn. bragðs skyldi taka gegn 16% ár- legri verðbólgu og 12% atvinnu- leysi. Kom mönnum þvi nokkuð á óvart, þegar kjörsóknin reynd- ist vera 88,2%. Vart höfðu úrslitin fyrr legið fyrir en leiðtogar nokkurra hægri-og miðflokkanna skoruðu á Hartling að jafna ágreining sinn við Jörgensen, svo að unnt væri að mynda stjórn frjáls- lyndra og sósialdemókrata. Hartling hefur þó látið á sér skilja, að hann vilji leitast eftir þvi að mynda meirihluta með ekki-sósialisku flokkunum. Hefjast viðræöur þeirra um helgina. Fyrirsjáanlega getur Hart- ling ekki komið þessu i kring, nema þá með stuðningi Glist- rups og Framfaraflokksins. — Það þykir nokkuð kaldhæðnis- legt, þvi að Hartling hafnaði skilyrðum Glistrups á sinum tima, sem hinn siðarnefndi setti, þegar hann bauð Hartling stuðning Framfaraflokksins við verðstöðvunarstefnu frjáls- lyndra. Hefði Hartling gengið að þeim þá, hefði ekki komið til kosninganna. Framfaraflokknum hafði ver- ið spáö miklu afhroði i þessum kosningum vegna sundurþykkju innbyrðis og skugga skattsvika- málaferla yfir Glistrup. Flokk- urinn tapaði þó aðeins fjórum þingsætum, og þar af tveim vegna þess, að tveir þingmenn hans klufu sig úr flokknum og buöu fram óháðir. Þótt atkvæöamagnið hafi ögn sveiflazt meira til vinstri i kosn- ingunum, þá hefur valdahlut- fallið á þinginu litið breytzt frá þeirri ringulreið, sem myndað- ist við úrslitin 1973. í bræði sinni vegna hárra skatta hlupust kjósendur undan merkjum gömlu flokkanna og létu ýmis klofningsframboö hafa atkvæði sln, svo að tala þingflokkanna tvöfaldaöist. Þeir urðu tiu. Fréttaskýrendur i Danmörku eru þeirrar trúar, að framundan sé valdatafl milli Jörgensens og Hartlings, og það kunni að leiða til þess, að efna verði áður en varir til nýrra kosninga. Úrslitin i dönsku þingkosningunum i gær: % Þingsæti % 1973 Nú Aður Sósial demókr. 30,0 25,6 53 46 Sósial frjáisi. 7,1 11,2 13 20 ihaidsfl. 5,5 9,2 10 16 Justice 1,8 2,9 0 5 Sósialiski þjóðafl. 4,9 6,0 9 ii Kommúnist. 4,2 3,6 7 6 Miödemókratar 2,2 7,8 4 14 Kristil. 5,3 4,0 9 7 Frjálsl. 23,3 12,3 42 22 Vinstri sósial. 2,1 1,5 4 0 Framfara flokkur 13,6 15,9 24 28 CIA sakað um iðnað- arnjósnir Enn einni ásökuninni hefur ver- ið beint að CIA, leyniþjónustu Bandarikjanna. Er hún nú sökuð um aö hafa staðið að iðnaðar- njósnum. Richard Schweicker, þingmað- ur repúblikana I Pennsylvaniu, hefur krafizt þess, að þingið láti rannsaka, hvað hæft sé i þessu. Þingmaðurinn hefur lagt fram leyndarskjal frá CIA frá þvi 2. des. 1974, þar sem þess er farið á leit við ýmis bandarisk fyrirtæki, að þau taki þátt i eins árs upp- lýsingaöflun um almennings- vagnakerfi I Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Frakklandi, Japan, Kanada og Sovétrikjunum. — A þetta að taka til járnbrautarkerfa aðallega. I skjalinu er sagt, að miklar tækniframfarir hafi orðið á þessu sviði hjá öðrum þjóðum. Er sagt, að könnun þessi sé til þess að grafast fyrir um þá tækniþróun erlendra rikja, sem veiti Bandarikjunum hvað mesta sam- keppni. Þetta tillag þingmannsins kem- ur einmitt á þeirri stundu, sem sérstök rannsóknarnefnd forset- ans er i þann veginn að fara að kanna starfshætti CIA, sem sögð er hafa stundað persónunjósnir i pólitisku augnamiði undir Nixon- stjórninni. Einn af eldri starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, James nokkur Devine, skýrði frá þvi I gær, að hann og aðstoðarmaður hans hafi árið 1970 látið CIA hafa lista yfir 9000 Bandarikjamenn, sem voru andvigir Vietnamstrlð- inu. Maðurinn sagði, að CIA hafi verið falið að hafa gætur á þess- um mönnum, þegar þeir væru er- lendis. NBC-útvarpsstöðin sagði i gær- kvöldi, aö þessi listi hefði geymt nöfn 12000 Bandarikjamanna, en ekki 9000. Sagði útvárpið, aö hér væri ekki um að ræða sama nafnalistann, sem New York Times skýrði frá á dögunum, en þar var talað um 10.000 Banda- rikjamenn. / Kort af höfninni I Hanstholm, sem byggð var út frá sléttri sand- ströndinni út I Noröursjó. Pólski togarinn var á ytri höfninni með laskaö stýri. Fórust á ytri höfn Hanstholm Fimm menn af áhöfn pólsks 650 lesta togara drukknuðu, þegar fár- viðri við Jótlandsstrend- ur kastaði togaranum upp að steinsteyptum brimgörðum ytri hafn- arinnar i Hanstholm. Fjögurra manna til við- bótar er saknað. Með þyrlum tókst björgunar- sveitum að ná 17 mönnum frá borði togarans „Brbra”. Tveim mönnum tókst að klifra upp á brimgrjótinn og bjargast af eigin rammleik i land. Þetta er fyrsta sjóslysiö I höfn- inni i Hanstholm, sem gerö var i algerri hafnleysu á sendinni norö- vesturströnd Jótlands. Togarinn var vélarvana og hékk hann I slefi aftan I dráttar- skipi, sem var að draga hann til hafnar i Hanstholm i vonzku- veðri, þegar svona tókst til. Brezkur fiskibátur fórst I nótt I þessu sama veðri. Sökk hann út af Farneeyjum, sem eru við norð- austurströnd Englands. Norski báturinn „Innvær” (500 lestir) bjargaði sex manna áhöfn brezka bátsins, en hann hafði sent út neyðarskeyti.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.