Tíminn - 19.06.1966, Síða 5

Tíminn - 19.06.1966, Síða 5
SUNNUDAGUR 19. júní 1966 i—WtBttm— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Strandferðírnar ÞaS hefur lengi verið talin staðreynd, sem ekki þyrfti um að deila, að skipaferðir með ströndum íslands væru nauðsyn, er ekki yrði gengið á snið við. Framsóknarflokk urinn hefur jafnan talið þetta mál, sem ríkinu bæri að sinna af alúð, framsýni og festu, og hann hefur að minnsta kosti tvívegis beitt sér fyrir stórátökum til efl- ingar strandferðunum. Ýmsir kunna að telja, að með bættu vegakerfi um landið, hverfi þörfin fyrir skipulegar og tíðar strand- ferðir. Vera má, að fullkomið vegakerfi og betri sam- göngutæki á landi geti dregið úr strandferðaþörfinni, en reynsla síðustu' ára sýnir glögglega, að enn vantar mjög á, að svo sé og síaukin flutningaþörf vegur miklu meira. Það hefur meira að segja komið glögglega í ljós á liðnu vori, að þýðingarmestu gjaldeyrisatvinnuvegum þjóðarinnar var stefnt í beina hættu með lélegum og ónógum strandferðum á þeim tíma, sem vegir voru enn lítt færir. Af þeirri reynslu mætti nokkuð læra. Skipakostur Skipaútgerðar ríkisins til strandferða er orðinn gamall og svarar ekki kröfum tímans og þarfa þjóðarinnar. Allur aðbúnaður til þess að inna strand- ferðaþjónustuna af hendi er ónógur. Ríkisstjórnin, sem setið hefur að völdum í sex ár, hefur gersamlega neitað að efla strandferðirnar að nýju í samræmi við þarfir, en látið hallast æ meira á ógæfuhlið. Síðasta tiltæki henn ar er að leita fyrir sér um sölu á strandferðaskipunum til útlanda, en neita jafnframt með öllu að afla nýrra skipa. Virðist helzt svo að sjá, sem hún ætli að draga stórlega úr eða leggja niður þessa þjónustu að meira eða minna leyti. Þessum aðförum hlýtur fólkið í standhéruðunum að mótmæla harðlega, enda er byggðum þess og því sjálfu beinlínis stofnað í nýja og geigvænlega hættu, þegar stjórnarvöld bregðast strandferðaskyldunni Atvinnu- þróunin hefur víða kallað á auknar strandferðir en ekki minni. Strandferðamálin eru glögglega rakin í athyglisverðri grein, sem Vilhjálmur Hjálmarsson ritar í Austra ný- lega. Þar drepur hann einnig á þær úrbætur, sem brýn astar eru. Byggja þarf nú þegar tvö ný skip nokkru stærri en Breiðarnar, er leysi þær af hólmi. Þessi skip yrðu að vera gerð fyrir nýtízkulegri vinnutilhögun við vöruafgreiðslu en nú tíðkast og farþegarúmi í þeim stillt í hóf, en þó vrði það að vera nokkurt. Jafnframt þessu yrði að fá nýtt og betra afgreiðslurými í Reykjavík til strandferðaþjónustunnar. Einnig yrði að byggja nýtt og hraðskreitt farþegaskip til strandferða, og gæti það leyst Heklu og Esju af hólmi. Ætti það að flytja einvörðungu póst og farþega og vera miklu fljótara í förum en skipin eru nú. Þeir tilburðir ríkisstjórnarinnar að selja strandferða skipin nú, án þess að gera ráðstafanir til þess að önnur nýrri og betri komi þegar í staðinn, er ekki aðeins til- ræði við þau mörgu byggðarlög, sem eiga mest undir sæmilegum strandferðum, heldur og þjóðina alla. því að þar eru einnig í beinni hættu mikilvægir hagsmunir þjóðarheildarinnar. Þess vegna verður að knýja ríkis- stjórnina til stefnubreytingar í strandíerðamálunum. TÍMINN________________________ r.............. ■ HENRY BRANDON: Háð var í Washington fjölmsnnt fulltrúaþing um þegnréttindi Skipuleg og friðsamleg ráðstefna 2500 full- trúa hvaðanæva að úr Bandaríkjunum. Stakk í stúf við fregnir um mannvíg og skemmdarverk í kynbáttaátökum. Roy Wilkins ÍBÚAR Washinigton-borgar — og þó sérstaklega íbúar Hvíta hússins — vörpuðu önd inni léttar um daginn þegar ráðstefnunni nm jafnrétti borg aranna lauk án áfalla og meira að segja án þess að nokkur hvöss mótmælasamþykikt væri gerð- Þegar Johnson forseti hóf að óvörum að ávarpa þennan 2500 manna fulltrúafund hvaða nœva að úr landinu, var eng irm á því hreina um hvort hon um yrði heldur fagnað eða hann hrópaður niður. En þegar til kastanna kom heyrðist ekki eitt einasta óánægjuhjóð. For setinn hlaut mjög uppörvandi viðtöikiur og þar með hófst ákaflega friðsöm og skipuleg tveggja daga ráðstefna. Að engin óhöpp skyldu koeia fyrir þótti bera vott um mikla ábyrgðartilfinningu meðal leið toga blöikkumanna og þjóðin þótti mega telja sig sérlega láns sama að blökkumannabyltingin skyldi lúta forustu svona merkra og skynsamra manna. Ennfremur þótti þetta sýna stjórnmálasnilli Jóhnsons forseta. Þegnréttindagangan til Washington á fund Keennedys forseta var farin eftir Pensyl vaníuveginum, en gangan til Johnsons lá eftir mjúku, rauðu gólfteppi þægilegs nýtízku gisti húss og þaggaði niður hvern þrætukurr, sem kann að hafa legið í loftinu. Þarna var saman komið ákaf lega siðprútt fólk, sem ýmist barst fram og aftur um ganga og forsali eða sat á nefnd't- fundum, sýndi meiri hófsemi í málflutningi betri hegðan og var betur búið en tíðkast. á venjulegum fjöldasamkomum, sem oftast eru hávaðasamar. Hvítum mönnum og svörtum sýndist koma ágætlega saman, skipulagningin var óaðfinnan- leg, meira að segja svo öflug að sumir fulltrúanna töldu það draga úr krafti andmæla og krafna. Ályktanir voru aðeins ræddar í nefndum, en eksi á opnum fundum þar sem erfið ara er að hafa vald á sarn- þykktum. SAGT VAR, að suma gömlu göngugarpana hefði klæjað í fæturna. f þeirra augum var þetta allt of blítt og vært og laust við spenning.En ráðstefn unni svipaðí til .göngunnar til Washington" að því leyti, að hún væri fremur einskonar ör- yggishani til að firra eyðilegg- mgu en fýsibelgur til að blása í elda jafnréttishreyfingarinn- ar, en hinn raunverulegi for ingi hennar eins og sakir standa er hvorki dr. King né Rov Wilkins, heldur Johnson for seti sjálfur. Sumir fulltrúanna töldu á- orðna breytingu benda til ert iðleika eða vandræða innan hreyfingarinnar sjálfrar sem ætti á hættu að missa hraða sinn. En aðrir sögðu, — og þeir voru í meirihluta, — að þeir kysu heldur skipulega ráð stefnu, sem gengi frá úlyktun um, en óskipulega og hávaða- sama samkomu, sem engan til- gang hefði annan en útrás. Þeir neituðu afdráttarlaust að ráð stefnan hefði verið kvödd saman tíl þess eins að stílla til friðar, en ekki til þess að leit ast við að brúa gjár misréttís- ins. Eitt leiddi ráðstefnan ber lega í ljós. Lagalegt jafnrétti til búsetu og kosninga er form lega staðfest og fyrir þinginu liggur frumvarp að lögum, þar sem kveðið er á um, að mis rétti til búsetu sé beint brot á lögum sambandsríkisins og næsta skrefið sé að lækna sýk ingu fátækrahverfanna" Þarna veltur allt á atvinnu, íbúðum og almennri notkun. FORSETINN benti á í ræðu í fyrra, að fjölskyldulíf negra væri einn hluti þessa vanda, en þetta var aldrei nefnt á þessarri tveggja daga ráð- stefnu og kom heldur ekki fram í ályktunum, sem sam- þykktar voru. í ræðu sinni í fyrra talaði forsetimi um „nið urrif fjölskyldubyggingar negra", en negrum geðjast ekki að þeirri hugsun og lita á hana sem siðferðilega gagnrýni, eins og Roy Wilkins, fram- kvæmdastjóri „Þjóðarsamtata til framfara blakkra manna“ hefir sagt. Ráðstefnan mælti með eins konar innlendri Marshallaðstoð til framdráttar blökkum mönn um. Fjárhæðin 100 púsund milljónir dollara á næstu átta árum til „frelsisútgjalda“ er hvergi nefnd í ályktunum ráð stefnunnar, en upp á henni hef ir verið stungið. En sú stað- reynd, að nú þarf fyrst og fremst há framlög af opinberu fé til þess að ná „árangri í jafnréttinu“ vakti kröfuna um brotthvarf Bandaríkjamanna frá Vietnam. Um stund leit út fyrir að sú krafa ætlaði að blása burtu friðsemdarblænum, sem hvíldi yfir ráðstefnunni. Fulltrúar CORE fCongress of Racial Equality) reyndu að koma á framfæri spumingunni, „hvers veigna við ættum að eyða milljörðum dollara í Viet nam, meðal fólks, sem skipíi bandaríska velmegun sáralitlu máli?“ Walter Reauther verkalýðs- leiðtogi tók að sér andstöðu þessarar kröfu og hélt fram, að ekkert gæti við það unnízt að ráðstefnan færi að blanda sér í stefnumörkun í utanríkis- málum. Aðrir ræðumenn létu í ljós efasemdir um, að tunglið væri mikilvægara en Watta. VEL má vera, að Johnson forseta takist að útvega opin- bert fé kynþáttajafnrétti til framdráttar eftir þeim leiðum, sem kenndar eru við „samrík isáætlanir". Hugmynd, sem byggist á svipuðu skipulagif var rædd gaumgæfilega í íbúða nefndinni- Markmiðið átti þó efcki að vera að sjá fyrir fé til byggingar fleiri íbúða, sem að eins yrðu til myndunar nýrra Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.