Tíminn - 19.06.1966, Qupperneq 16
TARSIS KEMUR
HINCAÐ í DAG
Rússneski rithöfundurinn Val-
eriy Tarsis kemur hingað til lands
í dag, sunnudag, í boði Stúd-
entafélags Reykjavíkur og Al-
menna bókafélagsins. Tarsis dvelst
hér þangað til á fimmtudagsmorg-
un, en þá fer hann til Evrópu.
Valeriy Tarsis kemur hingað frá
Bandaríkjunum, þar sem hann
hefur haldið fjölda fyrirlestra víða
um landið. Nú síðast sat hann
PENJþingið í New York.
TARSIS
Á meðan Valeriy Tarsis dvelst
hér mun hann flytja fyrirlestur
á vegum Stúdentafélagsins og
svara fyrirspurnum. Fyrirlestur-
inn flytur hann í Sigtúni á þriðju-
dagskvöldið oig hefst hann kl. 9
síðdegis.
Valeriy Tarsis varð heimskunn-
ur er hann kom til London sl.
vetur í boði Collins-forlagsins.
Höfðu áður komið út eftir hann i
tvær bækur á Vesturlöndum, sem I
komið hafði verið út úr Rússlandi
í handritum. Vöktu bækur hans
mikla athygli, einkum sú síðari,
þar sem hann fjallar um persónur
á geðveikrahæli. Er skýrt frá því í
bókinni, hvernig menn eru settir
á slík hæli vegna gagnrýni á ríkj-
andi skipulag. Sjálfur getur Val-
eriy talað af nokkurri reynslu
um þetta, þar sem hann hefur
setið inni í slíku hæli um tíma
vegna skoðana sinna.
Síðastliðinn vetur birti Tíminn
framihaldssögu eftir Tarsis. Var
það „Deild 7“, sem hann skrifaði
eftir vistina í geðveikrahælinu.
Um það leyti, sem Tíminn hóf
birtingu sögunnar kom hún út
hjá Collins-forlaginu 1 London og
síðan í öðrum löndum Evrópu.
Sagan vakti eðlilega mikla athygli
enda lýsir hún næsta óvenjulegum
aðstæðum. í sambandi við útkomu
bókarinnar hjá Collins, bauð for-
lagið rithöfundinum að koma til
London. Hann þáði boðið og fékk
fararleyfi. Þegar hann var kominn
til London sviptu sovézk yfirvöld
Framhald á bls. 15
108 STÚDENTAR VORU NÚ
BRAUTSKRÁÐIR FRÁ MA
FB-Reykjavík, laugardag.
Menntaskólanum á Akureyri var
slitið við hátíðlega athöfn í Ak-
ureyrarkirkju kl. hálf ellefu að
morgni þess 17. júní. Að þessu
sinni brautskráðust frá skólanum
108 stúdentar, og er þetta stærsti
hópurinn, sem brautskráður hef-
ur verið, og hefur tala stúdenta
aldrei komizt yfir eitt hundrað
þar áður.
Stúdentar úr máladeild voru nú
73 og 35 útskrifuðust úr stærð-
fræðideild. Hæstu einkunn við
stúdentspróf hlaut Ríkharður
Kristjánsson frá Bíldudal, 1 ágæt-
iseinkunn, 9.36, Ríkharður var í
stærðfræðideild. Hæstu einkunn í
máladeild hlaut Höskuldur Þráins
son úr Mývatnssveit, 1. ágætisein-
i kunn 9.35.
Fulltrúar 25 ára stúdenta voru
imættir við skólauppsögnina, og
I mælti séra Jóhann Hlíðar úr Vest
'mannaeyjum fyrir þeirra hönd og
færði skólanum að gjöf handbóka-
i safr í íslenzkum fræðum, ætlað til
. að vera á Testrarstofu nemenda.
j Fyrir 10 ára stúdenta talaði Jósep
j Þorgeirsson frá Akranesi 03
ifærði skólanum fjórar styttur eft
jir Ásmund Sveinsson, Árstíðirnar.
1 Er ætlunin, að þær prýði húsa
kynni skólans, að öllum líkindum
setustofú' heimavistarinnar.
í lok skólaslitaathafnarinnar
ávarpaði skólameistari, Þórarinn
Björnsson hina nýju stúdenta og
þakkaði um leið gjafir, sem skól-
anum höfðu bonzt
4 HNÍFJAFNIR
Alf-Reykjavík. — í úrslitum
í 100 m hlaupinu á 17. júní
mótinu skeði sá atburður, að
keppendurnir fjórir komu hníf
jafnir í mark og hlutu allir
sama tímann, 11.3 sek. Eftir á
treystu dómarar sér ekki til
að úrakurða hver hefði orðið
fyrstur í mark, en í svona til-
felli er sjónarmunur oft látinn
ráða. Á myndinni hér að ofan,
sem Ijósm. Tímans, Róbert, tók
sjást hlaupararnir koma í
mark. Lengst til vinstri
er Ragnar Guðmundsson, Árm.
og eftir myndínni að (tema er
seenilegast, að haam hafl orð-
ið fyrstur. Til hliðar við ha»n
er Valbjöm Þorlátosson KR-,
Skafti Þorgrímsson, nr. 25 og
lengst til hægri er Ólafur Guð-
mundsson, KR.
HÚSIÐ AFHENT ALÞINGIÁ17. JÚNÍ
Órtíðið hvað gert verður
við hús Jéns Sigurðssonar
GÞE-Reykjavík, laugardag.
Bústaður Jóns Sigurðssonar for-
seta við Austurvegg í Kaupmanna
höfn var formlega afhentur Al-
þingi við hátíðlega athöfn í Al-
þinigishúsinu ki. 12 á hádegi þjöð
hátíðardagsins. Gefandi, Carl Sæ-
mundsen forstjóri í Kaupmanna-
höfn undirritaði afsalsskjalið að
viðstöddum forsetum ATþingis, Sig
urði Ó. Ólafssyni forseta efri deild
ar, Benedikt Gröndal varaforseta
neðri deildar og Sigurði Ingimund
arsyni, örðum varaforseta samein
aðs þings.
Auk þeirra voru viðstaddir Frið-
jón Sigurðsson skrifstofustjóri Al-
þingis, Pétur Sæmundsen lögfræð-
ingur og Andersen lögfræðingur
gefanda. Er afsalið hafði verið und
irritað flutti Siguröur Ó. Ólafsson
forseti neðri deildar, þakkarávarp
fyrir hönd Alþinigis og því nœst
gekk Benedikt Göndal varafor-
seti neðri deildar út á svalir Al-
þingishússins og skýrði frá gjöf-
inni. Var þelta að lokinni ræðu
forsætisráðherra. Tíminn hafði í
dag tal af Friðjórii Sigurðssyni
skrifstofustjóra Alþingis. Aðspurð-
ur sagði hann, að enn hefðu ekki
verið teknar neinar ráðstafanir j vörður og húsameistari ríkisins
varðandi húsið, en bæði þjóðminja 'hefðu litið á það.
FITUMAGNID 14-18%
FB-Reykjavík, laugardag.
Átján skip tilkynntu í nótt og
morgun síldarleitunum á Raufar-
höfn og á Dalatanga um aíla
sinn, og höfðu þau samtals fengið
3120 Testir af síld. Hægviðri var á
miðunum en svarta þoka. Veiði-
svæðið er nú 160 m. austur af
norðri frá Langan. Skipin köstuðu
töluvert mikið í gærkv., en gekk
erfiðlega að ná síldinni, þar sem
hún var mjög stygg, og straumur
var mi'ldll. Skipum er nú farið -að
fjölga mi'kið á síldveiðunum, en
allmargir munu þó hafa brugðið
sér í hátíðarfrí í kringum 17. júní.
í fyrradag var mælt fitumagn i
síld úr Gullver, og var það gert á
Seyðisfirði. Reyndist síldin frá
| 14—18% feit. Lítið er um smásfld
í síldinni, og er hún full af átu.
Söltun mun hefjast á þremur sölt
unarstöðvum á Raufarhöfn.
Valur og Akur-
eyrí í dag -
KR og Akranes
á morgun
í dag, sunnudag, klukkan 16
leika Valur og Akureyri í 1. deild
fslandsmótsins í knattspyrnu. Fer
leikurinn fram á Melavellinum,
þar sem Laugardalsvöllurinn er
ekki enn þá talinn nægilega góð
ur til að leika á. Sömuleiðis fer
leikur KR og Akraness á mánu-
dagskvöld (kl. 20.301 fram á Mela-
vellinum.
SKEMMTI-
FERÐIN
Hin árlega skeinmtiferð Framsóknarfélaganna í Reykjavik
verður farin sunnudaginn 26. jún n. k. Að þessu sinni verður
farið um Reykjanes. í meginatriðum verður farin þessi
leið: Ekið verður til Keflavíkur, um Garð og Sandgerði og að
Reykjancsvita. Þá verður farið til Grindavíkur og með strönd-
inni til Krísuvíkur og Ilerdísarvíkur, um Selvog til Þorláks-
hafnar og um Þrengslaveginn heim.
Fararstjóri verður Hannes Pálsson, formaður fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna, en leiðsögumaður Gísli Guðmundsson.
en auk hans Iciðsögumenn í hverjum bíl.
Miðapantanir og allar nánari upplýsingar er aö fá á skrif
stofu Framsóknarfélaganna í Reyksavík. símar 15564 og 16066
Mjög mikil aðsókn hefur verið að skemmtiferðum Fram-
sóknarfélaganna á undanförnum árum, svo að vissast er að
menn panti scr miða hið allra fyrsta.