Vísir - 29.01.1975, Síða 7
Vísir. Miðvikudagur 29. janúar 1975.
7
IIIMIM 1
= SÍÐAN =
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
1890-1900
Hártízkan gengur í hring
hér er hórtízkan fró því fyrir Krist. Síða hórið oftast vinsœlt
1860-1870
1840-1865
1914
Hártizkan fer í hring.
Það sjáum við bezt á
þessum skemmtilegu
myndum, en hér gefur að
líta hártízkuna frá því
fyrir Krist.
Við getum fundið margt
merkiiegt út með því aó
virða þessar myndir fyrir
okkur. Einna athyglis-
verðast er það hversu
stuttan tíma stutt hár-
tízka hefur verið ríkjandi
á þetta löngum tíma.
Það þótti næstum þvi regin-
hneyksli þegar bitlahárið
svokallaða fór að ryðja sér til
rúms. Það er kannski ekki
skritið ef við litum á myndina
fyrir framan þá greiðslu, eins
konar Gatsby-greiðslu, eins og
sagt er i dag.
En ef við förum svolitið aftur i
timann sjáum við að svona
stutt hár hefur ekki komið
fram á sjónarsviðið áður. Siða
hárið virðist alltaf hafa verið
rikjandi. Um 1500 hefur hárið
fengið að vaxa frjálst og virðist
hið skrautlegasta, svo ekki sé nú
talað um árið 700 fyrir Krist.
Margar af þessum greiðslum
sjáum við á götunni i dag. svo
það má liklega segja, að
hártizkan i dag sé nokkuð frjáls-
leg.
En snyrtilegt skal hárið vera.
Hár getur lika verið sitt þó að
það sé snyrt reglulega, enda
þarf vist tæpast að segja hversu
mjög reglubundin snyrting
verndar hárið.
Menn nota sér það lika meira i
dag en áður að skreppa til
rakarans og fá hárið snyrt og
hafa liklega lært að það er ekki
nauðsynlegt að koma snoðaður
út þó að setzt sé i stólinn.
Annars segja rakarar að
kvenmenn hafi áhrif á hártizku
karlmanna, svo sem hvað
viðkemur þvi að hárið sé vel
snyrt en samt ágætlega sitt.
I dag er engin ein hárgreiðsla
sem gildir. Menn þurfa þvi ekki
að lita nákvæmlega út eins og
einhver annar þó þeir vilji
fylgja tizkunni.
Það sem mestu máli skiptir er
að finna þá greiðslu sem hæfir
hverjum og einum, og það má
finna með hjálp fagmanns.
Hár má vera sitt, i millilengd
og stutt, alveg eins og hver vill.
t dag er lika hægt að fá mjög
mikið gert fyrir hárið. Það er til
dæmis hægt að gera rennislétt
hár mjög gott með þvi að fá það
blásið á rakarastofu og þannig
mætti áfram halda.
En hreint hár, heilbrigt hár og
snyrtilegt er það sem er númer
eitt.
Tízkan í dag