Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. —Föstudagur 7. febrúar 1975 — 32. tbl. Ásgeir dœmdur í leikbann — íþróttir í opnu Yfirnefnd alltaf að Yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins glímir stöðugt við ákvörðun fiskverðs/ en engin úrslit hafa fengizt. Hún settist i morgun á fund til að f jalla um verðá loðnu til frystingar. -HH. Guðmundur Sigurjónsson: NÆSTI LEIKUR ER AÐ SLAPPA AF— sjó bls. 3 Dansar í „Coppelíu" í Þjóðleik- húsinu eftir langa útivist — Boksiðuviðtal við Þórarin Baldvinsson ballettdansara — buksíða Watergate- tœki á þann gula — baksíða FLEIRA FOLK OG MEIRI 200 við bygginguna-116 fastir starfsmenn — Jórnblendi- verksmiðjan lyftistöng fyrir sveitarfélögin Líklega munu um 200 manns vinna við byggingu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Um leið og frumvarpið/ sem var lagt f ram í gær, hef ur ver- ið samþykkt, getur vinna haf izt. Þá er gert ráð f yrir, að fastir starfsmenn verk- smiðjunnar verði 116 eða þar um bil, þegar hún er komin i gagnið. betta fólk mun vafalitiö veröa búsett i nágrenni verk- smiðjunnar. Fáir munu vilja aka þessa vegalengd, um hálf annars tima keyrslu, til og frá vinnu dag eftir dag. Verksmiðjan verður lyftistöng fyrir Akranes og þá fjóra hreppa, sem um ræðir. Hún mun vafalaust leiða af sér, að fólk flyzt þangað, og ef til vill, að ungt fólk i sveitunum i grenndinni verður kyrrt. Sveitirnar fá mikl- ar skatttekjur. Verksmiðjan á að taka til starfa 1977. Hreinar tekjur íslendinga af henni i gjaldeyri eru taldar munu verða 1300 milljónir króna i meðalári. Til samanburðar má nefna, að útflutningur iðnaðar- vara gefur nú um 2000 milljónir króna á ári. Byggingarkostnaður verk- smiðjunnar mun verða um 9600 milljónir króna. íslendingar eiga 55% hlutafjár og bandariska stór- fyrirtæki Union Carbide 45%. Verksmiðjan kaupir raforku frá Sigölduvirkjun fyrir að meðaltali 59 aura hverja kilóvattstund fyrstu tvö árin. Verðið fer siðan hækkandi og verður að meðaltali 73 aurar á sjötta ári. Verksmiðjan framleiðir svo- nefnt 75% ferrósilikon, sem er efni, notað við stálframleiðslu. Selt verður aðallega til Evrópu. Málið hefur verið lengi i undir- búningi. Viðræður hófust við Union Carbide snemina árs 1971, þegar Jóhann Hafstein var iðnaðarráðherra. Magnús Kjartansson varð iðnaðar- ráðherra um sumarið og skipaði nefnd i málið. Viðræður héldu áfram i ráðherratið Magnúsar, og urðu árangursrikar. Nú hefur verið gengið frá frumvarpinu og samningsuppkasti við hið banda- riska fyrirtæki og lagt fyrir Alþingi. Frá upphafi hefur áherzla verið lögð á varnir gegn mengun, sem verksmiðjan kynni að valda. Um það atriði er eink- um ágreiningur. -HH. örin visar á tangann i Klafastaðalandi, þar sem málmblendiverk- smiðjan kemur tii með að risa. Slys á • _• / miðunum Lenti i spili og slasaðist alvarlega Friðrik Sigurðsson AR-17, 126 tonna bátur frá Þoriáks- höfn, tilkynnti á fimmta timanum i nótt um mikib slasaðan mann um borð. Kallið barst til loftskeyta- stöðvarinnar i Vestmanna- eyjum og var þegar haft samband við lækni, sem fór snemma i morgun með lóðs- bátnum á móts við Friðrik Sigurðsson. Friðrik Sigurðsson hafði verið að veiðum við Alviðru, er einn skipverja lenti i spili bátsins. Þegar voru tekin upp veiðifæri og haldið i átt til Eyja. Þangað er um 6 tlma ferð af miðunum. Er síðast fréttist var lóðsinn kominn að Friðriki Sigurðssyni og læknirinn farinn um borð. Bátarnir ætluðui samfloti til Eyja og var áætlað að þeii kæmu þangaö um klukkan hálf tólf. Visir hafði samband við bátana um klukkan hálf- ellefu i morgun i gegnum loftskeytastöðina i Eyjum, en bátsverjar töldu ekki rétt, að skýra frá liðan mannsins að svo komnu máli. -JB. ,Reddaðu þessu Haukur' Brotizt var inn i frystihús og skrifstofuhúsnæði Sjöstjörn- unnari Keflavik I nótt og mik- il spjöll unnin þar. Skrifstofan er i húsi örskammt frá frystihúsinu, þannig að brotizt hefur verið inn i tvö hús í þessu innbroti I nótt. 1 frystihúsinu var gengið á hurðir og nær hver einasta hurð meira eða minna skemmd eða eyðilögð. Engin sjáanleg spjöll hafa verið unnin á vélum, og i morgun hafði ekki verið kannað, hvort einhvers væri saknað. bótt aðkoman væri slæm i frystihúsinu, var hún þó hálfu verri á skrifstofum fyrirtækisins. Þar höfðu einnig verið brotnar hurðir, en að auki ráðizt á allar hirzlur skrifstofunnar og þeim velt um eða eyðilagðar. Þá höfðu einnig verið gerðar ýtarlegar tilraunir til að opna peningaskáp fyrirtækisins, en án árangurs. Sér þó mikið á honum og meðal annars er handfangið á honum brotið. Auk þess sem munir voru brotnir og skemmdir, hafa innbrotsmennirnir krotað á veggi með tússlitum, sem þeir fundu á skrifstofunni, og stendur þar meðal annars „Reddaðu þessu Haukur” og undir það var sima- númer lögreglunnar i Keflavik krotað. Ekki hafði verið hægt að kanna, hversu mikið hafði verið fjarlægt af skrifstofunum i morgun, þar eð lögreglan var i óða önn að taka fingraför. Þó er vitað uin eina ávisun upp á rúmlega 30 þúsund — skrifuðu þjófarnir á vegg Sjöstjörnunnar, þar sem þeir unnu stórkostleg spjöll krónur, sem horíin er. Avisun þessi var stiluð á Búnaðar- bankann i Reykjavik og er fólk beðið um að hafa augun hjá sér, ef slik ávisun verður á vegi þess. -JB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 32. Tölublað (07.02.1975)
https://timarit.is/issue/238963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. Tölublað (07.02.1975)

Aðgerðir: