Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 7. febrúar 1975 7 Fyrst bolludagurinn er á mánudaginn og flest heimili halda þeim gamla sið að bera rjómabollur á borð, finnst okkur tilvalið að birta hér uppskriftir að rjómaboll- um úr vatnsdeigi. Nú orðið eru til ýmsar tegundir af bollum. Þær eru bragðbættar með ýmsu, og í stað þess að setja rjóma á milli er oft setteinhvers konar krem. En bollurnar eru víst alltaf Ijúffengar og sjálf- sagt myndu margir sakna þeirra, ef siðurinn félli niður. Bakarar halda siðnum vel við, og þeir sem ekki hafa tækifæri til þess að baka bollurnar geta því keypt þær, en þá kostar stykkið 60 krónur. En margir kaupa venjulegar bollur í bakarium og setja síðan rjóma og súkkulaði á þær upp á eigin spýtur. Uppskriftirnar sem við birtum hér fengum við úr bókinni Matur og drykkur, sem hefur upp á ýmislegt að bjóða. sjálf Vanillukrem 1/4 1 mjólk. 2 egg . 1-2 m k.sykur, 2 tsk. vanillusykur, 1 1/2 msk. kartöflumjöl eða 2 msk. hveiti. Mjólkin er hituð. Egg og sykur þeytt. Kartöflumjöli blandað i. Þegar mjólkin sýður, er henni smátt og smátt hrært sainan við eggin. Suðan látin koma upp aftur og hrært stöðugt i á meðan. Kælt og hrært i öðru hverju. Þegar kremið er alveg kalt, má blanda 1 dl af þeyttum rjóma i það. 1 staðinn fyrir vanillusykur má hafa 1/2 tsk. af vanilludropum, sem bætt er i siðast. Rommkrem Vanillukrem (hér að ofan) er búið til. Meðan það er volgt, er þrem msk. af rommi eða rommdropum eftir bragði hrært út i það, og rétt um leið og það er notað, eru stifþeyttar tvær eggjahvuur og þeim blandað i. Möndlukrem 2 eggjarauður, 1-2 msk strásykur, 1 tsk. vaniliusykur, 60 g saxaðar möndlur, eða valhnetur, 3 bl. matarlim, 1/4 I rjómi. Matarlimið er lagt i bleyti i kalt vatn og brætt yfir gufu. Kælt. Eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum, þar til þær eru ljósar. Möndlurnar og vanillu- sykurinn látin i. Rjóminn þeyttur. Þegar matarlimiö er mátulega kalt, er þvihrærtút i rauöurnar. Þegar þetta fer aö þvkkna er þeytta rjómanum blandað i. Kremið siðan sett á. Vatnsdeig svoaðþærfalli ekki. Takið eina köku með spaða af plötunni, og látið kólna á grind, þegar deigið virðist bakað. sigta flórsykur yfir bollurnar, þegar búið er að fylla þær. I. 65. g smjörlfki, 2 12 di vatn, 125 g hveiti, 3 egg, salt, sykur. II. 125 g smjörllki, 2 1/2 dl vatn, 125 g hveiti, 2-3 egg, salt, sykur. Ef kakan fellur ekki, er hún bökuð. Mikilvægt er, að kökurnar séu mátulega bakaðar. Vatnsdeigskökur eru kældar á grind, og þegar þær eru alveg kaldar, má raða þeim i loftþétta kassa og geyma i nokkra daga. Bollur eru fylltar með eggja- kremi, aldinmauki, rjóina, piparrótarrjóina, hrgerðum ost- um, salötum, jafningum og fleiru. Vatnsdeigsbollum, hringjum eða lengjum er dýft i súkkulaðibráð, eða súkkulaðibráð er smurt ofan á þær, látið kólna. Rifa skorin i kökuna öðrum megin og hún fyllt með rommkremi, þeytt- um rjóma, aldinmauki eða ávöxtum, og þeyttum rjóma sprautað ofan á. í staðinn fyrir að dýfa kökunni i súkkulaði, má Súkkulaðibráð Skerið súkkulaðið smátt. Látið I skál ofan i 60-70 gráða C heitt vatn, þangað til súkkulaðið er bráðið. Gætið þess að gufa fari ekki i súkkulaðið, þvi að þá verður það grátt og kornótt, einnig ef það hitnar uin of. Þynna má súkkulaðið með fá- einuin dropum af mataroliu eða kókosfeiti. Látið i skál og breitt upp um barmana. Salti og sykri stráð á, til þess að skán myndist ekki, og látið kólna, en þarf ekki að verða alveg kalt. Eggin eru þeytt i sundur og hrærð saman við, hálfu og hálfu i einu og siðan hrært viðstöðulaust I 20 min. i höndunuin, en skeinur I hrærivél. Deigið er látiö á smurða, hveitistráða plötu með teskeið eða sprautað i bollur, hringi, lengjur eða kringlur, mismun- andi stórt, eftir þvi i hvað á að nota það. Á sömu plötu verða að vera kökur af svipaðri stærð, svo að þær þurfi jafnlangan bakstur. Umsjón: Edda Andrésdóttir BoIIudaginn má með sanni kalla vertlö bak- ara. Bragi tók þessa mynd I Breiðholts- bakarii þegar bollurn- ar voru teknar heitar úr ofninum. Bakið rjómabollurnar Sama aðferð er við að búa deigiö til, hvor uppskriftin (I eða II) sem notuð er. Sinjörliki og vatn er hitað sainan i potti, þangað til smjörlikið er allt bráðið og vatnið sýður vel. Hveitinu er sáldrað, hitinn minnkaður og allt hveitið látið i einu út i pottinn. Hrært stöðugt i, þangað til það er þykkt, jafnt og kekkjalaust og losnar við pott og sleif. Bakað i heitum ofni (um 200 gráður C) i 15-20 ínin. eftir stærö. Foröizt að opna ofninn, meðan kökurnar eru aö bakast, Krakkarnir hlakka til bolludagsins og I leikskólunum er hann undirbúinn með þvl að búa til bollu- vendi.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 32. Tölublað (07.02.1975)
https://timarit.is/issue/238963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. Tölublað (07.02.1975)

Aðgerðir: