Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 16
vísm Frumrannsókn í máli Nökkva lokið: Virða bann setu- dómara Niöurstaða dómsrannsóknar þeirrar, sem saksóknari fyrir- skipaði i rækjumálinu við HúhHaflóa, var afhent honum i gær. Sigurður Hallur Stefánsson, skipaöur setudómari i málinu, sagði Visi, að i framhaldi af rannsóknum hans nyröra heföi hann sent sjávarútvegsráðu- neytinu fyrirspurnalista og fengið viö honum skrifleg svör ráðuneytisins. Næsti leikur i málinu er i hönd- um saksóknara, sem á um fjóra kosti aö velja: Fyrirskipa fram- haldsrannsókn, fella málið niöur, ákæra eða heimila dómssátt. Akvörðun sina tekur hann af þeim gögnum, sem nú liggja fyrir. Siguröur Hallur sagöi, að Nökkvi hefði haldið það bann, sem hann sem setudómari i málinu lagði við framhaldandi veiðum hans, þar til málinu væri lokið fyrir héraðsdómi. -SH Eggert Kristjáns- son & Co skipt í þrennt — hluti lifir þó áfram undir gamla nafninu Fyrirtækið Eggert Kristjáns- son & Co hefur nú formlega skipzt í þrennt. Erfingjar Eggerts heitins Kristjánssonar hafa skipt meö sér rekstrinum og eignar- hlutum dánarhúsins, en hiuti fyrirtækisins lifir enn undir gamla nafninu. Þann hluta reka Aðalsteinn Eggertsson, framkvæmdastjóri, Jónína Snorradóttir, Edda Egg- ertsdóttir, Gisli Einarsson, fram- kvæmdastjóri og Guðrún Þóris- dóttir, ekkja Eggerts. Eggert Kristjánsson & Co. selur mat- vöru, blaðapappir og fleira. Gunnar Eggertsson h.f. rekur Gunnar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri, Valdis Halldórs- dóttir, Georg Gunnarsson, Kristján Gunnarsson og Guðrún Þórðardóttir. Þetta fyrirtæki verzlar með pappir fyrir prent- smiöjur og margvisleg efni til iðnaðar. Frón h.f. rekur Magnús Ingi- mundarson, forstjóri, Kristjana Eggertsdóttir, Guðmundur Agústsson, framkvæmdastjóri, Hálfdán Jóhannsson, verk- smiðjustjóri, og Guðrún Þóröar- dóttir. Frón h.f. verzlar með gler, skip,hluti til skipa og fleira. -SH. - segir Þórarinn Baldvinsson, ballettmeistari um íslenzkan ballett — kemur hingað frá Englandi til að dansa í Coppelíu ,MIKILL UPPGANGUR' //Fyrsta hlutverk mitt var að dansa Kardemommubænum, og hann er ennþá gangi!"— Þórarinn Baldvinsson verður hér og dansar í Coppelíu i tvo mánuði. Ljósm.: Bragi. !D „Það er óskaplega gaman að koma hingað til að dansa aftur. Það rifjast upp gamlar end- urminningar að dansa hér á sviðinu. Frá þvi maður var fyrst að byrja að reyna við þetta.” Þetta sagði Þórarinn Bald- vinsson ballettdansari, þegar við ræddum við hann i Þjóðleik- húsinu. Þórarinn kom hingaö frá Englandi, þar sem hann hef- ur búið 110 ár, til þess að dansa i Coppeliu, sem frumsýnd verður slöast i febrúar. ,,Ég hef ekki dansað hér i þessi 10 ár eða lengur”, sagöi Þórarinn, en hann dvelur hér I tvo mánuöi til þess að taka þátt I sýningum. Þórarinn er kvæntur I Eng- landi, og eru hann og kona hans bæði aðaldansarar í ballett- flokki þar, sem heitir Minerva. Þau eiga tæplega 2ja ára gaml- an son, og sá er ekki óvanur ballettinum, þvi hann hefur fylgt foreldrum sinum eftir frá þvi hann var aðeins nokkurra vikna gamall. Minerva-flokkur- inn heldur sig sjaldnast á sama stað, heldur ferðast um allt England og heldur sýningar. Sá litli ferðast með og er einmitt með föður sínum hér núna. „En við ætlum ekkert að reyna að koma honum út I ballettinn. Hann fær algjörlega að ráða þvi sjálfur,” sagði Þór- arinn. — Er ekkert i bigerð að flokk- urinn komi hingað? „Nei við höfum ekki rætt það ennþá. Hins vegar stendur til að fara til ítaliu.” Þórarinn byrjaði að læra ball- ett hér i Þjóöleikhúsinu 15 ára. „Ég dansaði svo fyrst i Karde- mommubænum þegar hann var sýndur hér i fyrsta sinn. Og hann er ennþá i gangi!” — Þú myndir ekki vilja dansa I honum núna? „Nei, ég hef ekki beint hug á þvi.” Eftir þriggja ára nám hér fór Þórarinn svo á Konunglega ballettskólann i London, og hann er sannarlega einn af þeim sem hefur gert garöinn frægan, dansaöi m.a. I Rauðu myllunni i Paris I heilt ár. „Ég held ég hafi haft ein- hverja islenzka áhorfendur I Paris, en það er litiö um það I Bretlandi. Islendingar halda sig aöallega I London.” En skyldi það ekki vera þreyt- andi að vera næstum aldrei á sama stað? „Það getur verið voðalega þreytandi að ferðast mikið. En það er mikil tilbreyting i þvi að dansa á svona mörgum stöð- um.” — Hvernig lizt þér á fslenzk- an ballett? „Ég hef alltaf fylgzt með þvi sem er að gerast i ballettinum hér, þó að ég hafi verið úti. Mér sýnist hann ver i miklum upp- gangi. Þetta verk, „Coppelia”, er stærsta verk ballettflokksins til þessa, og mér lízt mjög vel á.” Kona Þórarins komst ekki með honum, þvi þau gátu ekki bæöi tekið sér fri i einu. Þórar- inn kvaðst aðeins hafa veriö ,,lánaður”hingað, og um leiðog hann kemur út aftur byrjar hann að dansa þar af fullum krafti. — En hefur ekki hvarflað að þér aö setjast að hér og dansa? „Jú, það hefur hvarflað að mér aö koma hingað og dansa bara hér. En ég veit ekki hvað verður....” — EA. Hofnfírðingar eru iðnir við fjölgunina A siðasta ári fjölgaði ibúum Hafnarf jarðar mest allra byggðarlaga I Reykjanes- kjördæmi, samkvæmt töflu, sem Samtök sveitarfélaga i Reykja- nesumdæmi — SASÍR — |,afa gefið út, og byggð er á bráða- birgðatölum frá 1.12 1973 og 1974. I Hafnarfirði fjölgaði ibúunum um 472. Kópavogur kemur næstur með 370 manna aukningu, þá Mosfellssveit með 259 manna fjölgun. Garðahreppur er i fjórða sæti með 236, þá Grindavik meö 146 og Keflavik með 120. önnur sveitarfélög eru með minni aukningu. Bessastaðahreppur er sá eini, sein gjörsamlega stendur i stað, þar fækkaði hvorki né fjölgaði. I Hafnahreppi fækkað um 9 ibúa, en i tveimur hreppum Kjalar- nessþings varð samtals 16 manna fækkun: í Kjós fækkað um 13 manns en Kjalarnesi um 3. Mos- fellssveit er þannig eini hreppurinn af þeim, sem enn teljast til Kjalarnesþings, sem fjölgaði i á siðasta ári. Alls fjölgaði Ibúum á svæði SASÍR um 1.672 á árinu, en það svarar til 53,4% af heildarfjölgun á landinu árið 1974. Ibúar svæðisins voru 1. des síðast- liðinn 43.643, en það er 20,2% af heildarmannfjölda á Islandi I fyrra, en Islendingar töldust vera 216.127 hinn 1. desember 1974. -SH. „WATERGATE" Á BLESSAÐAN ÞORSKINN! Norðmenn ætla sér að veiða 20 þorska, koma fyrir i þeim örsmáum senditækjum og láta þá siðan aftur i sjó. Með þessu móti ætla þeir að fá upplýs- ingar um ferðir og hegðun þorskanna á heimaslóðum sinum með hálfgerðum Watergate-aðferðum. Þessi senditæki i þorskunum senda frá sér stöðugan són, sem hafrannsóknaskipin eiga siðan að geta fylgzt með. Þannig eiga að fást upplýsingar um hvar þorskarnir halda sig og með hvaða hraða þeir ferðast. Senditækin draga einn kiló- metra og endast i um það bil mánuð. Þessi tilraun er ekki al- veg ný af nálinni hjá Norðmönn- um, þvi I fyrra settu þeir þannig tæki I tvo þorska, en færa nú út kvlarnar. Ef þetta lánast vel, segir i frétt frá Norinform, veröur þessi rannsóknaraðferð tekin upp i stórum stil á vetrar- vertiðinni 1977. Dr. Jakob Magnússon, fiski- fræðingur, sagði Visi að þessi aðferð væri ekki alveg ný af nál- inni. Hún væri nokkuð þekkt úr laxarannsóknum til dæmis, og fyrir um þremur árum hefðu Bretar gert svipaðar rannsókn- ir, en litlar fréttir hefðu borizt um árangurinn. Hann áleit að engar ráðagerð- ir væru um að beita þessari rannsóknaraðferðhér við land á næstunni. a„

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.