Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 7. febrúar 1975 ÚTLÖND MORGÚN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Byssurnar gjamma enn í Lima — Tekið hefur verið fyrir fréttaflutning þaðan og skrifstofum Reuters lokað. Tveir Reuter-fréttamenn handteknir Skothvellir kváðu hér og þar við í Lima, höfuð- borg Perú, i gærkvöldi, en þá var sólarhringur lið- inn, síðan herinn braut á bak aftur mótþróa lög- reglunnar og beitti skrið- drekum til að reka al- menna borgara af götum borgarinnar. „Eftir aö útgöngubanniö var gengiö i gildi i gærkvöldi, heyrö- um viö skothvelli,” sagði einn af sendiráösinönnum Breta i Lima viö fréttamenn Reuters. En rétt sem hann var aö senda telex-skeyti til Reuters- skrifstofunnar i Buenos Aires, rofnaöi sambandið. Fyrr i gærkvöldi sendi fram- kvæmdastjóri Reuters i Lima frá sér orösendingu þess efnis, aö yfirvöld hefðu ákveöið aö loka skrifstofu fréttastofunnar fyrir „afskræmdar lýsingar” á atburöum siöustu daga. — Voru allar dyr fréttastofunnar inn- siglaöar, og tveir brezkir frétta- menn Reuters, sem sendir höföu veriö til Lima til aöstoðar fréttastofunni á staðnuin voru handteknir. Tókst skrifstofunni i Lima að senda skeyti uin, aö óeinkennis- klæddir lögreglumenn hefðu leitt fréttamennina burt, en siö- an var tekið fyrir sendingar. „Það eru komnir hermenn hingaö inn á skrifstofuna. Þeir vilja ekki leyfa okkur að ljúka sendingunni. „Viö biöjum að heilsa....” — Þannig hljómuðu siöustu orðin, sem sögð voru i simaviötali við fréttamann út- varps Kóloinbiu. 1 fréttuin, sem bárust i gær, var sagt, að almenningur stund- aðienn gripdeildir i verzlunum. Með vissu er ekki vitað, hve margir hafi látiö lifiö i þessum átökum. Vitað var þó um 30 lög- reglumenn, sem létu lifið, þegar herinn brauzt inn á þá, þar sem þeir höfðu lokað sig inni á lög- reglustööinni. Sjónarvottar höfðu séö tiu borgara láta lifið fyrir vélbyssuskyttum skrið- drekanna, sem gættu helztu stræta Lima. En það voru i flestuin tilvikum þjófar, sein höfðu látið greipar sópa um verzlanir. Þessi mynd var tekin af Onassis I gærkvöldi, þegar hann steig út úr bifreiöinni, sem flutti hann frá Orly-flugvelli til villu hans i útjaöri Parlsar. — Veikindin liafa sett sin mörk á andiit hans. Onassis a sjúkra- hús í París Aristoteles Onassis grlski skipakóngurinn veröur i dag fluttur á Ameriska sjúkrahús- iö i Parls, en hann hefur legiö veikur aö undanförnu I inflú- ensu. En veikindin hafa gert hann veikan fyrir hjarta. Flogiö var meö Onassis frá Aþenu i gær til Parlsar. Gekk hann óstuddur úr bifreiö sinni til villu sinnar hjá Arc de Triomphe. Kristin Onassis og Jacqueline ryöja sér braut I gegnum mannfjöldann, sem saf nazt haföi saman viö villu Onassis I gærkvöldi, þegar hann kom þangað til þess að fara á Ameriska sjúkrahúsiö I París, en þaö er taliö eitt bezt útbúna sjúkrahús álfunnar. Sex hungurfangar komnir á hersjúkrahús Sex IRA-fangar úr fang- elsinu í Dublin hafa verið lagðir inn á hersjúkrahús, en þeir eru langt leiddir eftir 35 daga hungurverk- fall. Hafa þeir dregið fram lifiðá salti og vatni þennan tíma. A meöan hafa talsinenn Irska lýöveldishersins neitað þvi, aö þeir hafi hótaö að myröa tvo ráö- herra, ef einhver hinna sveltandi fanga gæfi upp öndina. En frá þvi var skýrt I fréttum I gær, aö yfir- völd Irska lýðveldisins hygöust gripa til sérstakra öryggisráö- stafana til aö vernda meölimi rikisráösins vegna þessara morö- hótana, sem prestar færöu þeim frá samtökum IRA. IRA segir, aö hungurverkfalliö standi I vegi fyrir þvi, að samið verði um endanlegan friö i Norð- ur-trlandi. En fangarnir hafa krafizt þess, að meö þá verði fariö sem póli- tiska fanga og þeir skildir aö frá afbrotamönnunuin, sem afplána refsingu sina i sama fangelsi og þeir. — Irsk stjórnvöld neituðu aö verða viö kröfum þessum, og þá hófst hungurverkfallið. Félagar og ættingjar fanganna hafa byrjaö föstu i samúðarskyni. Meöal þeirra er Sean Mac Stio- fain, fyrrum foringi I Irska lýð- veldishernum. Hann fór I hungur- verkfall 1973 og fastaöi þá I átta vikur. I Belfast bar þaö til tiöinda i gær, að einn af forystumönnum varnarsamtaka Ulsters (mót- mælenda) varö fyrir skoti — i annað sinn á stuttum tima. — Charles Harding Smith, sem fékk að fara af sjúkrahúsi fyrir 11 dög- um, eftir að hann var farinn aö ná sér eftir eldra skotsárið, var særöur i gærkvöldi á hendi, öxl og i kvið. Hann var þó ekki sagður lifshættulega særður. Stálu brem mál- verk- um Stjórnvöldum á italíu er legið á hálsi fyrir áhuga- leysi gagnvart listaverkum þjóðarinnar, eftir þjófnað á þrem listgripum frá Renaissance-timanum úr Ducalhöllinni í Urbino á dögunum. „Það eru einungis spákaup- menn og þjófar, sem sýna dýr- gripum þjóöarinnar einhvern áhuga,” segir dr. Rudolfo Siviero, sem settur hefur verið til þess af stjórnvölduin að bjarga þjóðleg- um verðmætum frá glötun. Or Ducalliöllinni var stoliö þrem verðinætustu málverkum safnsins: „Húðstrýking Krists” og „Madonnan i Senigallia”, báðar eftir málarann Piero Della Francesca. Og svo „Málleysing- inn” eftir Raphael. Listgripir þessir munu metnir á 1500 milljónir islenzkra króna að sögn listaverkasala. Þetta er i annað sinn sem „Mái- leysinginn” kemst i þjófahendur. Nazistar tóku hana i seinni heimsstyrjöldinni, en dr. Siviero fann hana aftur. Hleruðu símann í 25 ár Alrlkisilögreglan I Bandarikj- unum (FBl) mun hafa hleraö sima stofnunar einnar i 25 ár samfleytt, samkvæmt skýrslu, sem William Saxbe, fyrrum dómsmálaráöherra Nixons, lagöi fyrir þá nefnd fulltrúadeildar þingsins, sem fjallar þessar vik- urnar um brot á mannréttindum og stjórnarskrá USA. Saxbe, sem nú er ambassador Bandarikjanna i Indlandi, segir, aö þarna sé um að ræöa stofnun, sem standi fyrir bandariska rikisborgara, er þykja háöir erlenduin rikjum. Segir hann, að hleranirþessarhafibyrjaö 1. nóv. 1942 af öryggisástæðum. Að beiðni J. Edgar Hoovers, sem var yfirmaður FBI, leyfði þáverandi dómsmálaráðherra, Francis Biddle, að simar þessa félagsskapar yrðu hleraöir, en þá áttu flest riki i Evrópu i striði. Danska skinkan hreinsuð Kastrupflugvelli: Farþegar meö matareitrun fluttir i land. Bandarísk heilbrigðis- yfirvöld hafa slegið því föstu, að igerð i fingri mat- sölumanns hafi valdið matareitrun 144 farþega japanskrar jumbo-þotu, eftir þvi sem danska bólu- efnastofnunin segir. Þotan neyddist til þess að lenda i Kaupmannahöfn á mánudaginn, þegar farþegahópurinn veiktist allur i flugi. Enn liggja sex far- þeganna á sjúkrahúsi i Kaup- mannahöfn. Meðal annars hafði farþegun- um verið borin skinka, og hafa bandarisk heilbrigðisyfirvöld, sem rannsökuðu matinn, slegið þvi föstu, að skinkan hafi verið skemind. Hefur komið i ljós, að sá, sem lét flugfélaginu matinn i té og kom honum um borö, haföi verið með igerö i fingri, þegar hann gruflaði i matnum, eftir að skinkan var tekin úr upprunaleg- um dósuin. Dönum létti ekki litiö viö þessa niðurstöðu, þvi að þarna var um aö ræða danska skinku, flutta út i dósum.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 32. Tölublað (07.02.1975)
https://timarit.is/issue/238963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. Tölublað (07.02.1975)

Aðgerðir: