Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 8
Vlsir. Föstudagur 7. febrúar 1975 Vlsir. Föstudagur 7. febrúar 1975 Umsjón: Hallur Símonarson minum fer nú í keppnisbann — sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar hann var viðstaddur Kjör „íþróttamanns Norðurlanda" í Kaupmannahöfn Frá Magnúsi Glslasyni I Kaupmannahöfn. „Ég uni hag minum vel i Belgíu”, — sagði Asgeir Sigur- vinsson iþróttamaður ársins á Islandi, er við ræddum við hann eftir útnefningu Iþróttamanns Norðurlanda hér i Bröndbyhallen i fyrrakvöld. „Keppnistimabilið er farið að styttast hjá okkur. Við erum þessa stundina i þriðja sæti, en getum náð öðru sæti ef vel geng- ur i lokin. Við eigum léttari leiki eftir en liðin, sem einnig hafa möguleika á öðru sæti. Ég verð reyndar ekki með i leiknum, sem verður spilaður eftir hálfan mánuð. Þá verð ég i leikbanni, þar sem ég fékk þriöja gula spjaldið i siðasta leik, og verð að afplána refsinguna með eins leiks banni.” „Nei, ég var ekki að munn- höggvast við dómarann. Ég braut vist of gróflega af mér að hans áliti. Maður verður að bita frá sér i atvinnuknattspyrnunni, og þaö er oft heitt i kolunum hjá okkur. Dómararnir fá sinn skerf af þessu, sérstaklega frá áhorfendunum, sem láta þá vita af sér, ef þeim fellur ekki við úr- skurð þeirra. Einn var til dæmis grýttur eftir að hafa dæmt vitaspyrnu á okkur i jafnri stöðu svo við töpuðum leiknum. Annars fellur mér ekki alls kostar við dómarana I Belgiu — þeir dæma allt of mikið og eru siflautandi. Ég hef leikið sem tengiliður með Standard og verið fastur maður i liðinu. En mér gengur ekki vel að skora — hef aðeins skorað þrjú mörk i tuttugu leikj- um. Tveir menn hafa svo til skoraö öll mörkin fyrir okkur, enda spiliö byggt upp á að skapa þeim færin. Við höfum ekki getað teflt fram okkar sterkasta liði siðan i byrjun mótsins — misstum þá tvo mjög sterka leikmenn, annan fótbrotinn og hinn hand- leggsbrotinn.” Þegar keppnistimabilinu lýkur i Belgiu, mun Ásgeir fara i keppnisferð með félagi sinu til Hong Kong, og einnig stendur til að leika i Grikklandi.. „Eftir það fæ ég sumarfri — liklega i einn mánuð — og siðan hefst striðið aftur i ágúst,” sagði As- geir aö lokum. Hef nd Rodninu vor sœt! — Meðdansari hennar gifti sig keppinautinum, og þau eru nú úr leik. En Rodnina fékk sér nýjan og þau slú alls staðar í gegn Stóru stjörnurnar á Evrópu- meistaramótinu I listhlaupi á skautum, sem staðið hefur yfir I Kaupmannahöfn undanfarna daga, eru tvimælalaust þau Irena Rodnina og Aleksandr Saitzew frá Sovétrlkjunum. Þetta er annað árið, sem þau eru saman I keppni, og segja sérfræðingar þau bezta par, sem hafi komið fram I mörg ár. En bak við þau er sérkennileg saga, sem er mjög umtöluð meðal skautafólks, en lítið hefur verið sagt frá opinberlega, þótt hún hafi verið á margra vitorði. Rodnina, sem nú er 25 ára gömul, var á sinum tfma trúlofuö Alexei Ulanov, og saman urðu þau heimsmeistarar 1909, 1970 og 1971 og þau komu á olyinpiu- leikana I Sapporo, sem öruggir sigurvegarar. Þangað komu þau ásamt öðrum listhlaupurum, þar á meðal voru Andrej Suraikin og Ludmilla Smirnova, sem voru talin þeim einna hættulegust. En það var ekki á isnum, sem hættan leyndist. Ulanov varð yfir sig ástfanginn af Smirnovu, sem var mjög glæsileg, og þau byrjuöu að vera saman á laun. Rodnina komst að þessu rétt fyrir lokakeppnina, og sleit þegar trúlofuninni. Þetta vakti mikinn óróa I sovézku búðunum, þvi að hún neitaði að fara meö Ulanov inn á Isinn. Auk þess blandaðist inn i þetta borgarhatur — Rodnina/- Ulanov komu frá Moskvu, en hin tvö frá Leningrad. Eftir miklar fortölur og hótanir fékkst Rodnina loks til að fara inn á með Ulanov. Þar reyndu þau að láta ekki á neinu bera. — Ulanov kyssti Rodninu meira að segja fyrir framan alla, og hún brosti I gegnum tárin. Ulanov hélt áfram að umgangast Smirnovu eftir heimkomuna og bæði pörin fóru á HM-keppnina f Kanada, þar sem þau Rodnina og Ulanov sigruðu i fjóröa sinn i röð. Þaö var mánuði eftir sigurinn á OL. En við heimkomuna frá Kanada slitnaði endanlega upp úr hjá þeim, og Ulanov giftist Smirnovu nokkrum vikum siðar. Rodnina féll alveg saman við það og sagðist ætla að hætta að keppa. En þá fóru menn af stað til aö finna „nýjan mann” handa henni. Hann fannst I hópi 100 umsækjenda og hét Alexander Saitzew. Hann var látinn æfa 8 tima á dag i 5 mánuði, og oftast var Rodnina meö honum. Með þeim tókst innileg vinátta, og þau voru eins og eitt á isnum. Það kom strax i ljós á EM I Köln 1973. Þar fengu þau gullið, en I öðru sæti voru Ulanov og Smirnova, sem nú voru farin að keppa saman. Þau endurtóku þetta á HM- Sovézka skautadanspariö, Ljudmila Pahomova og Alcx- ander Gorskov, sýndi mikil til- þrif i isdansinum á Evrópu- meistaramótinu I Kaupmanna- höfn i síðustu viku. Þessi mynd var þá tekin af þeim — og þau hlutu Evrópumeistaratitilinn þriðja árið i röð. keppninni i Bratislava skömmu slðar.. Ulanov/Smirnova áttu heldur ekki þar minnstu mögu- leika. Hatriðlogaði á milli þeirra, og hau töluðust aldrei við. Fyrir EM IKaupmannahöfn á dögunum vann Rodnina endaniegan sigur á konunni, sem tók unnustann frá henni, þá komsthún og maðurinn hennar ekki i liðið.en Rodnina og Saitzew sigruðu. -klp Rodnina og Saitzev 11 skráðir í lyftingamót Unglingameistaramót tslands I lyftingum, tvlþraut, fer fram I hinum nýju húsakynnum KHÍ laugardaginn 8. febrúar og hefst kl. 16.00. Keppendur mæti til vigtunar á réttum tima. 11 unglingar eru skráðir til keppni, og má búast viö tölu- verðri keppni um sigra I hinum ýmsu flokkum. ##H leil ann veit hvað curinn er um" — Guðgeir Leifsson fékk prýðisgóða dóma í skozku blöðunum og leikur á morgun með Morton gegn St. Johnstone Ekki einu sinni þetta nœgði KR! Það vantar ekki, að það er fallegur stíll yfir KR-ingnum Birni Blöndal, á þessari mynd, sem er tekin I leik KR og Leiknis I bikarkeppninni I fyrrakvöld. En hann einn nægöi ekki og KR féll fyrir 3. deildarliðinu. Um helgina getur KR bætt fyrir þetta, en þá á liðið að mæta Akur- eyrarliðinu KA og Þór i 2. deild- inni, hér fyrir sunnan. Þá verða einnig fleiri leikir i 2. deild karla og i 1. deild kvenna. Keppni i 1. deild karla Hefst aftur um helgina og leika m.a. ÍR-Valur og Ar- mann-Fram. Þá verða tveir leikir i körfuboltanum .... Valur-lS og KR-HSK, og auk þess verður skiðamót, glimumót og lyftinga- mót um þessa helgi... Ljósmynd Bj.Bj. Dœmdi sinn síðasta leik Frá Magnúsi Glslasyni I Kaup- mannahöfn: Paul Ovdal einn þekktasti handknattleiksdómari Dana var annar dómarinn I úrslitaleiknum á milli Noregs og Svlþjóðar á N orðurla nda mótinu. Þetta var hans slðasti milli- rikjaleikur i handknattleik. Hann stendur á fimmtugu, en það er hámarksaldur millirikjadómara samkvæmt nýjum reglum Al- þjóða handknattleikssambands- Ovdal átti reyndar að hætta um áramótin en til að hann næði 100 leikjum, fékk hann fyrir náð og miskunn að dæma einn til viðbót- Paul Ovdal hefur dæmt víða um heim — m.a. nokkra leiki á ís- landi. Auk þess dæmdi hann úr- slitaleikinn á slðustu HM-keppni. Hinn nýi leikmaður Morton frá Islandi, Guðgeir Leifsson, komst prýðilega frá leiknum. Hann er leikmaður sem nær knettinum, og getur leikið með hann. — já, hann veit upp á hár um hvað leikurinn snýst, sagði skozka blaðið af Sunday Post eftir jafnteflisleik Morton við efsta lið 1. deildar- innar skozku, Glasgow Rangers á dögunum. Og blaðið heldur áfram. Það var Dani, Skovdain, sein byggði upp mark Morton, hið fyrra I leiknum. Og Islendingurinn, Leifsson sem sá um hlaupin á vellinum og kom i veg fyrir, að Rangers-liðið næði tökum á leikn um. Og þegar leikmenn Rangers virtust ætla að skora var það Axel kemur ekki í sumar Frá Magnúsi Gislasyni I Kaup- mannahöfn: Handknattleikskappinn Axel Axelsson og kona hans ætla ekki að koma til tslands I sumar frá Þýzkalandi. Leyfi sitt ætlar hann að nota til að njóta sólar og sumars I suðlæg- um löndum og hvila sig þar frá handknattleiknum. Axel taldi a 11- ar líkur á þvi, að Dankersen tæk- ist að komast I úrslit I þýzku 1. deildinni, en úr þvi fæst skorið I næstu leikjum. Mark Morton gegn Rangers. John Hazei, sá i hvlta búningnum með rauðu rönd- unum, hefur náð knettinum á undan varnarmönnum Rang- crs, Alex Miller og Tommy Forsyth, og sendir hann yfir markvörðinn, Stewart Kennedy. Englendingur, Baines, sem alltaf var i veginum. Að auki hefur Morton nokkrum ágætum, dug- miklum leikmönnum á að skipa. Lok leiksins voru æsispennandi. Aðeins tvær mln. eftir og efsta liðið marki undir. Ailir leikmenn, nema markvörður Rangers, voru i vitateig Morton. Leikmenn Morton voru þreyttir, en börðust hetjulega og Baines beinlinis framkvæmdi kraftaverk i markinu. Aldrei i 100 ára sögu Guögeir Leifsson. Mortons hafa áhorfendur á Cappielow séð önnur eins lók á leik — en svo komst Graham Fyfe i færi. En hvernig átti hann að koma knettinuin framhjá öllum þessum leikmönnum? — En hann missti af knettinuin, náði honum aftur, missti hann á ný, en færð ist nær marklinu og náði honum aftur — eða réttara sagt — knött- urinnraksti hné hans og skoppaði yfir marklinuna!!!! Ekki fallegt mark — en þýöingarmikiö fyrir Rangers og liðið átti það skilið, þó leikmenn liðsins ættu I erfiðleik- um með að skilja hugsanagang hinnar alþjóðlegu herdeildar Mortons — hinna erlendu lands- liðsinanna liðsins. Beztur hjá Morton var poy Baines, sem var frábær, auk Hayes, Lumsden, Leifsson, Anderson og Skovdain. Hinn ungi Islendingur, Guðgeir Leifsson bar ekki nokkra virðingu eða ótta fyrir hinuin þekktu mótherjum Rangers-liðsins, og sýndi oft á tiðum góða tækni, sagði Sunday Mail eftir leikinn og Glasgow Herald segir. Leifsson, nýi íslendingurinn, dró niður hraða leiksins, þegar á þurfti að halda — sýndi fram á góða knatt- meðferð og verður áreiðanlega styrkur fyrir Morton-félagið, er leggur net sin mun viðar en flest önnur félög. Ef Mortonliðið hefði leikið áður með slikum tilþrifum hefði sæti meðal „lObeztu” löngu verið tryggt. Þá getur News of the World þess, að Alex McDonald hjá Rangers hafi verið bókaður á 30. min., þegar hann felldi Leifsson, þegar hann var að brjótast i gegn að marki Rangers — hinn nýjasta meðal erlendra leik- manna Mortnn. A morgun verður keppt i deildakeppninni á Skotlandi. Lið Morton fer þá til Perth og leikur við St. Johnstone, sem er með svipaðan stigafjölda og Morton. Guðgeir leikur með Morton- liðinu I Perth. -hsim. Boðhlaup frá Kömbunum Kambaboðhlaupið fer að þessu sinni fram laugardaginn 8. febrúar og er ætlunin að leggja af stað kl. 13.30 að austan og eru liðin þá væntanleg að loka- markinu viö IR-húsið við Túngötu um það bil kl. 16.00. Væntanlegir sveitaforingjar eru beðnir að hafa samband við Guðmund Þórarinsson, föstu- daginn 7. Þjálfi varð miður sln, þegar hann frétti að Bommi væri á förum SKÍÐI: Þau beztu í Skúlafelli - Hveradölum um helgina... Flest okkar hezta skiðafólk vcrður á fullri ferð í Skálafelli og i Hveradölum nú um helgina. Þá fara þar fram fyrstu punktamót vetrarins — i alpagreinum i Skálafelli og i göngu i Hveradölum. Skráðir keppendur i alpagreinarnar eru 66, þar af eru 54 i karlaflokki og 12 i kvenna- flokki. Meðal karlmannanna eru Akur- eyringarnir Haukur Jóhannesson, Arni Óðinsson og Tómas Leifsson og svo Isfirðing- urinn Hafsteinn Sigurðsson. Þeir hafa allir dvalið erlendis við æfingar undanfarnar vikur —-komu heim i siðustu viku og verður örugglega gaman að fylgjast með þeim i keppni viö þá, sem heima hafa setið. A morgun verður keppt i stórsvigi og hefst keppnin kl. 13.00 en á sunnudaginn verður svigkeppnin á dagskrá og hefst hún kl. 12.00. Ferðir i Skálafell verða báða dagana kl. 10.00 og 14.00 _en allar lyftur veröa i gangi um helgina. 1 Hveradölum fer fram punktamót I göngu, og hefst það kl. 14.00 á morgun — laugardag. Piltar 17 til 19 ára, keppa i 10 km göngu en 20 ára og eldri i 15 km. Þarna verða allir okkar beztu göngumenn — sumir nýkomnir úr æfingabúðum i útlönd- um — og aðrir sem hafa æft af fullum krafti hér heima. Meðal þeirra, sem eru skráðir, eru Fljótamennirnir Magnús Eiriksson, Trausti Sveinsson og Reynir Sveinsson og einnig margir Reykvikingar. Má búast við hörkuskemmtilegri keppni i göngunni eins og i sviginu og stórsviginu I Skálafelli um helgina — það er að segja ef veðrið eyðileggur ekki allt saman fyrir okkar áhugasama skiðafólki og auk þeim fjölda. sem unnið hefur að undirbúningi þessara punktamóta. -klp- • Átta „birdie" hjú MillerU Johnny Miller er kominn á skrið á ný I golf- inu. Mót Bob Hope, leikarans kunna — Bob Hopc descrt classic — hófst I gær og á fyrstu 18 holunum náði Miller tveggja högga for- ustu. Hann lék á 64 höggum — átta innan við par — og fyrstu niu holurnar lék hann á 31 höggi. Þar af átta á „birdie” — cða á einu höggi undir pari allar þessar átta holur. i öðru sæti var Jenkins á 66 höggum og Arnold Palmer í 3ja sæti á 68 höggum ásamt nokkrum öðrum. „Arne var ánægður meö ár- angur sinn — en sagði eftir á, að „púttið” liefði fellt iiann. Palmer, einn bezti golfmað- ur, sem uppi hefur verið, og er 44ra ára, hef- ur ekki sigrað á golfmóti i tvö ár — eða frá þvi hann vann Bob Hope-mótið 1973. Hann er grcinilega að komast i góða æfingu — varð 3ji á opni' imiiitiu á Ha-aaii-eyjum um siðustu helgi. Miller lék þar ekki —fékk sér hvild eft- ir að honum tókst ekki vel upp á Dean Martin mótinu á dögunum. Honum tókst ekki aö sigra þar — þriðja mótinu I röö og varð átta höggum á eftir Gene Littler. En Gene kom ail mjög á óvart I þeirri keppni — nýstiginn af skurðarborðinu eftir krabbameinsaðgerð. Hann lék sama leikinn i fyrra —var þá skorinn I fyrsta sinn við mein- inu og fór eftir það beint I keppni og sigraði. Bob Hope keppnin, ein sú fjörugasta hjá at- vinnumönnunum i Bandarikjunum, heldur áfram i dag og lýkur um hclgina. —hsim.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 32. Tölublað (07.02.1975)
https://timarit.is/issue/238963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. Tölublað (07.02.1975)

Aðgerðir: