Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 7. febrúar 1975 vhrosm: Ætlarðu að ganga i rauðsokkasamtökin á kvennaárinu? Unnur Guðbjartsdóttir, sima- stúlka: — Ég fylgist nú harla litið með þessum samtökum. Ég væri' áreiðanlega ekkert á móti þeim, ef ég kynnti mér starf þeirra nánar. Ingibjörg M a g nú s d ótt ir , húsmóðir. — Erum við ekki rauösokkar öll upp til hópa? Vilj- um við ekki jafnrétti allra? Þórhildur Jónsdóttir: — Ég ætla ekki að gera það, þótt mér litist ágætlega á ýmislegt, sem þær i samtökunum segja. Hildur Sandholt, nemi: — Nei, það ætla ég ekki aö gera. Sumar skoöanir samtakanna samræmast ekki minum. Jóna óskarsdóttir, húsmóðir: — Sumt af þvi sem samtökin segja er öfgakennt, en annað ágætt. Það getur veriö að það fæli llka frá, að samtökin eru dálitið lituð. Elín Halldórsdóttir, nemi: — Nei, það held ég ekki. Ég þekki ekki störf samtakanna. Ættum við kannski að spara? Sagt er, að ekki sé mikils virði að leggja fé I banka hér á Is- landi. Og vissul. má finna þess dæmi, að lltið getur orðið úr geymdum sjóði óverðtryggðum. (En hvers vegna ekki að verö- tryggja?) Samt má benda á, að hvergi I heiminum eru þó hærri bankavextir en hér? Það mætti þvi með ofurlltilli góövild telja ungum og eldri betra að leggja fé sitt I banka vikulega, en að verja þvi á þann hátt til vaxta, sem getið er um með óyggjandi tölum á öftustu síðu Morgun- blaðsins 29. jan. siðastliðinn. Fyrirsögnin er: „342 milljónir vindlinga seld- ar hér (hve mikið keypt öðru- vlsi?) árið 1974. Slðan bætt viö 35% söluaukning vindlinga (flnt nafn á cigarettum) á slðastliðn- um fimm árum og 70% sölu- aukning vindla”. Cigaretturnar voru aðeins 1600 stykki á hvert mannsbarn I landinu, þar með taldir brjóstmylkingar-! ! ! Mér er sagt að venjulegur pakki kosti nú meira en 120 krónur, svo þá getur hver reikn- að andvirðið sem veit hve margar „rettur” eru innan um- búðanna. Seldar yfir 300 milljónir vindlinga. Hvað kostar stykkið? Kannski 20 krónur eöa meira? Og vextirnir I þessum banka eru ekki bara aska og ryk — hin svonefnda m-e-n-g-u-n málfræöinganna, heldur marg- vlsleg mein: Lungnakvef, hósti, berkju- bólga, lungnakrabbamein, æða- kölkun, æðastlflur, kransæða- þrengsli, hjartaslag. Og nú er meira að segja farið að télja þvagfærasjúkdóma, ekki slzt i körlum til vaxta I tóbaksbanka þjóðarinnar. Eru vextirnir af þessum inni- stæðum I „rettu”- og vindla- bankanum þá ekki upptaldir? Nei, það má bæta við: Ryk og sóðaskapur innan- húss, skaðskemmd húsgögn af dýrustu gerðum, Ikveikjur upp á tugmilljonir (auðvitaö óvart), reykmettað andrúmsloft og stærri og minni slys. Er þetta ekki álitlegur banki? Eru þetta ekki háir og hollir vextir? Hve mörg prósent? Ættum við kannski að spara? Reykja meira? Bæta viö metið? Leggja þarna meira inn? Þótt aumast sé kannski, eru Islenzkir bankar jafnvel með óverðtryggöum innistæðum betri geymslur fjármuna. Gefið ykkur tilefni til samanburöar eitt ár. Ekki ætti það neinn að skaða. Areilus Nlelsson Hvernig vœri að þing- menn spðruðu einnig? Guðrún Jóhannsdóttir skrifar: „Þá gekk fyrst bæði aftur og fram af mér og mörgum fleiri þegar þátturinn „Kastljós” var i sjónvarpinu I gærkveldi, 31. janúar. En áður en ég tek að ræða það sem mesta furðu vakti, ætla ég að þakka sjón- varpinu fyrir að hafa þennan þátt i dagskránni. Hann bætir óefað mikið upp annars oft á tlð- um mjög lélega dagskrá. En það veröur vist ekki á allt kosið. Hafðu þakkir, Eiður, fyrir ágæta stjórn og ennþá betri fyrirspurnir, og haltu áfram að höggva á hnútana, þeim mætti óefað fækka að mun I íslenzku þjóölífi og það þó fyrr hefði verið. Það ætti að vera skýlaus krafa hvers skattborgara, aö hann fái að vita I hvað f jármun- ir hans fara, og nú langar mig til að spyrja, og er ég þá komin að efninu: Geta hæstvirtir þingmenn — sóma slns vegna — litið kinnroðalaust framan I venjulegan almúgamann, og þá væntanlega þá lægstlaunuöu og oft á tlðum útslitið eldra fólk, gamalmennin, sem með öllum slnum kröftum hafa stutt að þessu velferöarþjóðfélagi og bú- ið I haginn fyrir okkur, sem nú erum á miðjum aldri? Geta þingmenn horft framan i þetta fólk, vitandi það, að það er ekki aðeins að það borgi þeim (I sköttum og álögum) svimandi háar fjárfúlgur I kaup á mánuði fyrir þeibra störf, heldur I ofan- álag fyrir húsnæði og fæöi og hver veithvaö, ef þeir búa I seil- ingarfjarlægð frá Reykjavlk? Erókurteisi að spyrja, til hvers allur þessi austur sé? Er þess- um mönnum ofætlandi að borga af öllu þessu kaupi einhverja næringu og þak yfir höfuðið? Það er öðrum ætlaö aö gera af minni efnum. 1 gærkvöldi var sagt I sjón- varpinu aö nú þyrfti áð spara. En eftir höfðinu dansa limirnir. Væri nú ekki ráð til dæmis að Alþingi, æðsta stofnun okkar, byrjaði þá að spara? 1 fljótu bragði kemur mér fyrst I hug t.d. að þeir þingmenn, sem vlkja úr sæti I þingsölum um tima, séu kauplausir á meðan. Það virðist óþarft að borga þeim kaup þar eð aðrir taka við þeirra störfum. Og að sleppa svo þessum 30 þús. auka á mán- uði. Hitt kaupið ætti að nægja og vel það ef vel er á haldið. Gylfi sagðist alveg vera til i aö skeröa sin laun og voru þaö orö I tlma töluð. Þökk sé Gylfa. Hann fylg- ir vonandi þessu málefni eftir viö þingmenn, og trúlega veröa þeir jafnfljótir að samþykkja að skerða iaunin eins og að hækka þau á slnum tima. Þingmenn mættu sér að skaðlausu lita stöku sinnum til fyrirrennara sinna, sem voru uppi um alda- mótin og fram að strlðsbyrjun. Þeir hugsuðu trúlega ekki ætið um það eitt að heimta daglaun að kveldi. Minnir mig t.d., aö Tryggvi Gunnarsson, sem á sln- um tima var bankastjóri, sæti kauplaust á þingi og léti sér nægja laun sln af öörum störf- um en þingmennskunni. Sllkt hefðu margir núverandi þing- manna auðveldlega efni á að leika eftir ef út I það væri fariö. Það mega þingmenn vita, aö fólk mun kunna að meta þá, hvar I flokki sem þeir standa, ef þeir herða að sjálfum sér til jafns við þaö, sem þeir herða aö öðrum. Ég trúi ekki öðru en launþeg- ar verði þá fúsari til samninga, ef þeir finna, að allir vilja eitt- hvað leggja af mörkum. Einar Agústsson kom inn á höftin I innflutningi og er þaö vel. Það hefði mátt spara drjúgan gjaldeyri með þvl að flytja til landsins minna af ýmsu þvi skrani, sem hér fyllir búðirnar. öllu frelsi fylgja einhver höft. Frelsiö er ein dýrmætasta gjöf sem manni getur hlotnazt, og þarf engan að undra þótt fólk kunni að meta það, en það er óþarft að misnota þaö. Jæja, þá er stutt mál orðið langt. Góðir þingmenn, hristið nú at ykkur doðann og hrærið vel skófirnar frá botninum I graut- arpotti þjóðfélagsins. Það er löngu oröið tlmabært, en það er kannski ekki orðið of seint. Byrjiö nú einu sinni ofan frá. Sýnið, að þið séuð menn, sem við kjósendur getum treyst. Annars getur farið svo, aö fólk hætti aðkjósa þegar trausti þess er slfellt misboðið. Þið megið trúa þvi, að fólkinu i landinu er fyrir löngu farið að ofbjóða ráð- deildarleysið og eyöslan I hverju málefninu eftir annað. En hendið samt ekki skófun- um. Þær hefur oft mátt nýta. Amma min henti aldrei skófum. Hún borðaði þær, og þegar ég — Htil stúlka — spurði af hverju hún geröi það, sagði hún aðeins: „Ég vona, elskan min, aö þú eigir aldrei eftir að verða svöng”. En þetta eru, sem betur fer, nú tvennir tlmar. Amma min var fædd 1867 og liföi harð- indi. Ég hef alla tlð haft nóg aö borða og vel þaö. Það er vonandi að islenzka þjóðin beri gæfu til að verða aldrei svöng I þess orðs fyllstu merkingu. Útlitið hefur verið dökkt á Islandi fyrr, en munið góðir þingmenn, þegar þið karpið næst um það, hverjum er um að kenna allar ófarir og ráðdeildarleysi, að máltækið segir: „veldurhver á heidur”.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.