Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 07.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Föstudagur 7. febrúar 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiltrúi: Ilaukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessóii Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 iinur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Biaöaprent hf. Afturhvarf ) Brezkir ihaldsmenn eru i tilraunaskapi. )) Flokknum hefur gengið illa að fóta sig i nútiman- \\ um. 1 baráttu um kjörfylgi hafa leiðtogar hans (( fært hann æ nær miðju og um leið fjarlægzt gaml- // ar kennisetningar ihaldsmanna. Edward Heath )J var slikur leiðtogi, en ekki tókst betur til en svo, \\ að flokkurinn galt undir hans forystu eitthvert (( mesta afhroð i sögu sinni. Það er ekki nema von, // að ihaldsmenn vilji reyna eitthvað nýtt. )) Undir stjórn Heaths var áherzlan lögð á dæg- (( urmál. Hann missti þó aldrei sjónar á mikilvægi // einkaframtaks og einstaklinga, en hægri armur- )) inn sakaði hann, með miklum rétti, um henti- \\ stefnu. Hentistefna Heaths hefði ekki orðið hon- (( um að falli, hefði hann getað unnið kosningar. // Það gat hann ekki. )) í fyrstu umferð formannskosninga i flokknum / beið hann ósigur fyrir Margaret Thatcher. Hún ) hefur góða möguleika á að verða kjörin formað- \ ur, þótt frjálslyndari armur flokksins sé staðráð- / inn i að hindra það. Sigur hennar sýnir, hve ó- ) ánægðir ihaldsmenn eru orðnir með þá milli- \ flokksstefnu, sem leiðtogar flokksins hafa fylgt ( um langt skeið. Fylgi hennar sýnir, að flokks- / menn vilja gera tilraun. Það er ekki aðallega, ) sem þó kom á óvart, að kona skuli fá svo mikið \ fylgi i þingliði brezka ihaldsflokksins. Vissulega ( fer sifellt minna fyrir hleypidómum i þeim efn- / um, þótt ekki stoði annað en að viðurkenna, að ) þeir eru hvergi nærri horfnir. Margir munu vafa- ) laust halda þvi fram i fullri alvöru, að i ba'ráttu (í flokka um atkvæði, þar sem mest ber á formönn- )/ um þeirra, þurfi flokkur með konu i fararbroddi \\ að klifa þritugan hamarinn. Vel má vera, að V Margaret Thatcher sé fær um það, eða stjórn / Verkamannaflokksins springi i efnahags- og at- ) vinnumálum og skjóti henni upp á tindinn. Til- \ raunaskap ihaldsmanna sést hins vegar miklu ( greinilegar á þvi, að henni er ætlað að leiða flokk- / inn til hægri, til baka til upphaflegs eðlis sins. ) Hún vill draga úr rikisbákni, efla viðskiptafrelsi ( og hafa i heiðri lögmál framboðs og eftirspurnar. / Þrátt fyrir ósigra ihaldsmanna að undanförnu \ er alls óvist, að þetta sé rökrétt afstaða. í Bret- ( landi hefur sem kunnugt er rikt tveggja flokka / kerfi i meginatriðum, þótt það sé nú komið i ) hættu vegna fylgisaukningar Frjálslynda flokks- \ ins, sem á rætur i upplausn i báðum stóru ílokk- ( unum. Við tveggja flokka kerfi er þróunin yfir- / leitt sú, að þeir færast um stefnu i nálægð hvor við ) annan. Það er sami kjósendahópurinn, þeir sem \ eru á milli flokkanna, sem ræður úrslitum i kosn- / ingum.Þess vegna berjast flokkarnir tveir um ) hylli þessa hóps, og stefna þeirra verður ekki ó- \ svipuð. ( Margaret Thatcher gæti ekki til lengdar breytt / þessum lögmálum, yrði hún kjörin formaður 1- ) haldsflokksins. Almenn óánægja með stjórn ( Verkamannaflokksins gæti veitt Ihaldsflokknum ( flóð atkvæða, en liklegra er, að Frjálslyndi flokk- / urinn græddi mest á þvi, að íhaldsflokkurinn færi ) til hægri. Það gæti þvi ýtt undir þróun til þriggja ( flokka kerfis, að minnsta kosti innan tiðar. Marg- / ir brezkir ihaldsmenn munu ýmsu vilja fórna ) fyrir endurvakningu gamalla hugsjóna, en fáir \ mundu vilja fórna svo miklu. —HH ( Ár hérans gengur í garð — en ár tígris- dýrsins kveður Séö yfir alþýöuþingiö I Kina, þegar þaö kom saman núna I lok árs tígrlsdýrsins — I fyrsta sinn i heiian áratug. 800 milljönir Kinverja, eöa fjóröungur mannkyns, fagna nú á næsta tungli nýju ári — ári hér- ans, sem ætlaö er aö veröa gróskuár kinverskum iönaði, heizt metár I framleiöni. Ar tigrisdýrsins er á enda runn- iö. Milli tanna þess og þorra Kin- verja lentu tveir menn, báöir látnir, þar sem voru þeir Lin Piao og heimspekingurinn Konfúsius. Á nýja árinu, sem Kinverjar fagna 11. febrúar með vorhátíð sinni, munu efnahagsmálin verða höfð I fyrirrúmi, og að likindum þokast til hliðar á meðan hinar háleitu deilur hugmyndafræðinn- ar, sem sett hafa mark sitt á kin- verska þjóðfélagið allt frá þvi að menningarbyltingin hófst. Flokksforustan er nú skipuð frjálslyndari hófsemdarmönnum, meðan hinir róttækari hafa lent i minnihluta. Hefur þess gætt i ut- anrikisstefnu Kina siðustu miss- erin, þar sem samskiptin við er- lend riki hafa verið með mun skaplegra móti en áður þekktist. Flugeldar og púðurkerlingar leiða nýja árið I garð, að venju Kinverja. 1 Kina hefur þvi verið lýst yfir, að það ár skuli verða „nýtt átak byltingarinnar og framleiöslu”. Þaö á þó eftir að koma I ljós. En á þessu ári lýkur fjórðu 5-ára-áætlun kommúnista- stjórnarinnar. Vorhátiðin leggur að baki ár mikilvægrar þróunar i stjórnmál- um Kina. Og það ár jókst mikil- vægi Kina sem útflutningsaðila, þvi oliuframleiðsla þess óx til muna. Framleiðsla Kina árið 1974 á þessu eftirsótta brennsluefni var talin nema 1,2 milljónum tunna á dag. Það hefur verið áætlað, að 1980 muni framleiöslan nema um fimm milljónum tunna á dag, sem samsvarar oliuframleiðslu Irans. Þessir oliumöguleikar hafa efa- laust átt sinn þátt I breyttri af- stöðu Kina til viðskipta við út- lönd. Gamli söngurinn um að vera sjálfum sér nógur og óháður öðrum var lagður á hilluna, og Kina gekk að samningum, sein leiddu af sér viöskiptahalla við útlönd, til þess að flytja inn tæki og vélar til að hraða iðnvæðing- unni. Þessi tilslökun virðist þó valda forystumönnum nokkrum höfuð- verk, eftir þvi sem mátt hefur heyra á kröfum Pekingstjórnar- innar á hendur viðskiptaaðilum sinum, að þeir jafni retkningana með þvi að kaupa meira af Kina. Það er sem sé viðar en á tslandi, sem sjá má til botns I gjaldeyris- sjóðnum. Þessum tilmælum hefur Pekingstjórn beint til Japana m.a., og i siðasta mánuði afpönt- uðu þeir stóra sendingu á hveiti, sem þeir höfðu fest kaup á i Bandarikjunum. Illlllllllll UMSJÓN: G. P. A ári tigrisdýrsins kom kin- verska alþýðuþingið saman fyrir luktum dyrum, og er það i fyrsta skipti sem sú samkoma hefur veriö kölluð saman i áratug. Enda er þetta málamyndarstofn- un, áhrifalitil og valdalaus. Þar var þó kosinn nýr varnar- málaráðherra, endurkjörinn for- sætisráðherrann, kjörinn formað- ur alþýðuþingsins og völd hersins falin i hendur formanninum Mao, sem hafði þau reyndar öll i hendi sér áður. — Það væri synd að segja, að þingið heföi gert sig sekt um ungæðishátt I vali sinu á mönnum til þessara trúnaðar- starfa. Sá fyrsti var 76 ára, annar var sömuleiðis 76 ára, þriðji var 88 ára og Mao formaður er reynd- ar, eins og menn vita, 81 árs. Ekki véitti þingið stjórninni nein svör við þeim vanda, sem stafar af undanlátsseminrii á við- skiptasviðinu við útlönd. Viö það verður stjórnin sjálf aö glima á ári hérans. A hinn bóginn leiddi þetta þing I ljós, að völdin hafa þokazt yfir á hendur hinum hófsamari og frjálslyndari, gömlu atvinnu- pólitikusunum, sem I sjálfu sér spáir jafnvægi og kyrrð I stjórn- málum Kina á nýja árinu. Það undirstrikaði alræðisvald kommúnistaflokksins á öllum hliðum mannlifsins i Kina. Og sú staðreynd, að þingið skyldi yfir höfuð talað koma saman eftir tiu ára hlé, talar sinu máli um þaö, að sennilega sé á enda það stjórn- málaumrót, sem menningarbylt- ingin hratt af stað i Kina og var ekki hvaö minnst á ári tigrisdýrs- ins. Af sjónarhóli utanrikismála ætti ár hérans — sem stjörnuspá- menn Austurlanda segja að verði ár friðar og hagsældar — að sjá aukna sókn kinverskra stjórnar- erindreka á alþjóðlegum vett- vangi. Samkvæmt korti, sem ný- lega var birt, hefur Kina nú stjórnmálatengsl við 99 lönd. Þótt Mao formaður hafi veitt þeim Kissinger og Nixon hjartan- legar móttökur á sinum tima, er samt ekki unnt aö treysta þvi, að Bandarikin verði hundraðasta landiö á þessu korti. Framtið þeirrar nýtilkomnu vináttu er of óörugg til þess að nokkru verði spáö þar um. Þó er helzt að sjá, að Kinverjar kysu, að sú þróun yrði hraðari en Bandarlkjamenn hafa sjálfir leyft hingað til. Kinverjar hljóta þó um sam- skipti Bandarikjamanna við stjórnina á Formósu, Kina þjóð- ernissinna. En hvernig sem þeir láta út af þvi, þá er ósennilegt að þeir fái Ford, ef og þegar hann heimsækir Peking i haust, til þess að snúa baki við Formósu. Það er talið, að Kinverjar muni ætlast til þess af Ford, þegar hann kemur I heimsóknina, aö allur bandariskur her verði á brott af Formósu. Og það mun ekki verða, frekar en þessi þrjú ár, sem liðin eru siðan Nixon undirritaði plaggið I Shanghai, þar sem tekin voru upp menning- arsamskipti Bandarikjanna og Kina. J ■(/ II ICk fSSr j‘j '# jjy l| R ■ B má | , fpísa ■—i/MfL ■ i ■ > nk 1 Kina hefur tekið upp aukin samskipti viö erlendriki og berþar hæst heimsókn Nixons til Mao formanns.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 32. Tölublað (07.02.1975)
https://timarit.is/issue/238963

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. Tölublað (07.02.1975)

Aðgerðir: