Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 1. marz 1975 9 Láttu ganga Ijóðaskrá Kaupið eyðist furðu fljótt Um fátt hefur verið meira talað siðan ég man eftir mér en kaup og kjör. Hafa komið fram margar og mismunandi skoð- anir á þvi, hvernig þessum málum skuli háttað. Ein er sú, að allir ættu að hafa sama kaup, og þeir sem hefðu áhuga fyrir lang- skólanámi ættu að fá kaup á meðan þeir væru i skóla. Vissulega myndi þetta hafa ýmsa kosti í för með sér, en er þvi miður ekki framkvæmanlegt. Margir hafa hald- ið þvi fram, að þeim mun hærra sem kaupið sé þvi betur vinni fólk. í þeirri von að þetta sé rétt er næsta visa kveðin. Mjög er launastefnan stif. Það styrkir oss i raunum, þeir eru að semja um okkar lif á afar háuin launum. Ég er einn af þeim óhamingjusömu mönnum, sem aldrei hafa komið út fyrir landsteinana, þótt ég búist ekki við, að þessi skortur á utanlandsferðum skaði mig neitt er þetta dálitið bagalegt fyrir kunningja mina, þar sem ég er oft og tið- um ekki viðræðuhæfur timunum saman. En nú er sú tið liðin, að hægt sé svo mikið sem að láta sig dreyma um allar dásemd- irnar utanlands. Það eru raunar ýmsar fleiri dásemdir, sem óhætt er að láta sig hætta að dreyma um, og það eina sem gæti bjargað mér i þessu efni er: ef ég vínið fæ hjá Vilhjálmi, sem Vilhjálmur fær frá Rússlandi, Bahamaferð i bingói og bildruslu i happdrætti. Þorskurinn er sennilega einhver óham- ingjusamasta skepna veraldarinnar. Þessa skoðun byggi ég á þvi, að við þessi friðelskandi þjóð sækjumst svo ákaft eftir lifi hans og hann getur hvergi verið óhult- ur hér i nágrenninu. Og til þess að ná sem bestum árangri i þeirri óhuggulegu iðju sem þorskdráp er, reynum við stöðugt að bæta tæknina, jafnvel þótt vitað sé að þorskurinn gerir ekki flugu mein, eins og t.d. laxinn hundeltum við þetta kvikindi um allan sjó i þeim eina tilgangi að verða honum að fjörtjóni. Tækni og þróun þorskveiðanna þokast hér áfram um nokkur fet. þvi Rússar eru nú einmitt að kanna, hvort ekki má veiða hann i njósnanet. islendingar hafa nú i seinni tiö tekið miklu ástfóstri við áskoranir af ýmsu tæi. Nú er búið að skora á stjórnvöld að taka upp z-stafsetningu aftur. Undir á- skorunarskjalið rita 100 þjóðkunnir menn, og þvi útilokað annað en að taka tillit til þess. En þar sem skoðanir manna eru skiptar á þessu máli, jafnt þjóðkunnra sem hinna, er trúlega ekki annað ráð vænna til að gera öllum til hæfis en að fella setuna niður annað árið en innleiða hana hitt. Geta þá væntanlega allir vel við unað. Margl af höndum hef ég leyst, holftin niinna drauma ræst, út unt landið löngum þeyst, ég þeytast ætla i biltik næst. Þá eru hér nokkrir botnar. Enn eru veður válynd hér, valda mörgum skaða. Þeir eru likir sjálfum sér, er á súðum láta vaða. H.K. Fyrstu botnarnir við fyrripart þessa þáttar eru eftir Karl T. Sæmundsson. Nú hækkar verð á vörum ótt víst það dæmin sanna. Kaupið eyðist furðu fljótt fyrir þörfum manna. Mig uggir ef koma einnig skjótt ógnir verkfallanna. En greiðslur margir geta sótt i gimald stjórnvaldanna. Næst eru hér botnar við fyrripartinn: Ef stjórnin bjargar okkar efnahag er ansi mikið fengið. En flestum sýnist fljóta i dag að feigðarósi — gengið. G.A. Ætli þeir hafi á þvi nokkurt lag annað en fella gengið. G.Sæm. Geiri hefur hotnað þennan brag, hann bara felldi gengið. Steini i Leyni. Steini sendir einnig nokkrar visur. Hér er ein þeirra. Fannalögin liægt og hljótt hrannast yfir svörðinn, manuaferðir skerðast skjótt skjannahvit er jörðin. Það er margt sem fólk gerir orðið i til- efni kvennaársins. Ég vil stinga upp á þvi að hafa hér karlaár i tilefni þess. Það verður þó sjálfsagt ekki samþykkt. Bæði er það að kvenmenn munu vera fleiri hér- lendis en karlmenn og svo hitt, að kven- fólkið er orðið svo fjári herskátt eins og næstu visur V.J. bera með sér. Kvennaárið hvetur fljóð, kalt þó blási þorri. Kveikir eld i kaldri glóð, kraft i sálu vorri. Svo er krafturinn mikill að kvenfólkið lætur smá gengisfellingu ekkert á sig fá heldur fagnar henni eins og um sé að ræða sérlega náðargjöf. Ef stjórnin bjargar okkar efnahag er ansi mikið fengið. Loks við getum litið glaðan dag, hún lækkað hefur gengið. Siðasta visan i þættinum i dag er eftir H.K. og nefnist hún Söngur öreiganna. Þér frjálst er að sjá hvar ég bólið mitt bjó, ef bitlinga mina þú lætur i ró. Þú veist að það niuiiar uni minna. Og ef að þú kýst mig nú ár eftir ár, minn afrakstur verður að lokum mjög hár, þá ég kannski mun kjósendum sinna. Það verður ekki fyrripartur þætti, en: Sendið okkur visnaval, sem valda i lofti bliku. Þáttur kveður liruiid og hal. Ilittumst i næstu viku. þessum Ben Ax. Sveit Þóris Sigurðssonar hefur nú tekið forystuna i undankeppni tslandsmótsins, scm jafnframt er Reykjavikur- meistaramót. Staða efstu sveitanna er nú þessi: 1. Sveit Þóris Sigurðss. BR 190 2. Sveit Hjalta Eliass. BR 180 3. Sveit Þórarins Sigþórss. BR 177 4. Sveit Helga Sigurðss. BR 172 5. Sveit Jóns Hjaltas. BR146 6. Sveit Viðars Jónss. BR 127 7. Sveit Ólafs Láruss. BR117 8. Sveit Gylfa Baldurss. BR113 Eftir er að spila þrjár umferð- ir, og verða næstu tvær spilaðar nk. þriðjudagskvöld kl. 20 i Domus Medica. Spila þá saman sveitir Hjalta og Þóris. Sveit Hjalta Elíassonar vann sveitakeppni BR með yfirburðum Æfingar landsliðs- kjarna eru hafnar Stjórn Bridgesambands ís- lands hefur nýveriö skipað tvær landsliðsnefndir, sem velja skulu landslið islands, sem spila eiga á Norðurlandamóti og Evrópumóti i sumar. Til vals á karlaliði eru Jakob Armannsson og Rikarður Stein- bergsson, en unglingalið velja Einar Þorfinnsson og Gylfi Baldursson. Nefndirnar hafa komið á föst- um æfingum hjá hinum svokall- aða landsliðskjarna og eru þær i keppnisformi. Mun nefndin fylgjast með þessum æfingum og siðan velja liðin. Erfitt mun að gera svo öllum liki i sambandi við landsliðsval, og þótt sú aðferð, sem nú er við- höfð, sé spor i rétta átt að minu viti, þá hefur hún augljósa galla. Nægir að benda á, hve fjölmenn undankeppnin var og einnig, að fullharkalegt hafi verið að skera strax niður um helming. Betra hefði verið að fækka um 4—6 pör og fækka sið- an niður i 6—8. Einnig hefði ég talið heppi- legra, að landsliðskjarninn hefði valið sig saman i 4ra manna sveitir, áður en æfingar hófust, þvi slikt auðveldar störf landsliðsnefndar mjög mikið að minu mati. Æfingastjóri er Agnar Jörgensson, kunnur bridge- meistari, sem ekki hefur tekið þátt i keppnum hin siðari ár. Verður nánar skýrt frá æfingum landsliðskjarnans siðar. Hér er spil frá keppninni um landsliðssætin. Staðan var allir utan hættu og norður gaf. AD V KG865 84 KD982 A 7642 4G109 ¥ 973 V A102 ♦ 1096 ♦ AKG72 * 1065 * 74 A AK853 y D4 « D53 * AG3 Lokasamningurinn á flestum borðum var annaðhvort þrjú grönd eða fjögur hjörtu. Þar sem þrú grönd voru spiluð, unn- ust alls staðar fjögur og fjögur hjörtu unnust einnig á flestum borðum. Nú af hverju ekki, spyrjið þið? Það er aldrei hægt að gefa nema tvo slagi á tigul og einn á tromp. En er þetta nú alveg rétt? Við eitt borðið gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur Stefán Hörður Simon Þórarinn 1« 2a 34 P 3m P 34 P 4* P 4m P P P Eins og spilið liggur, þáhefði Simon betur doblað tvo tigla, en ég er siður en svo ósammála þeirri leið, sem hann valdi. Austur spilaði út tveimur Frá úrtökumóti BSt. Spilarar I unglinaflokki: Taliö frá vinstri: Jón Gislason, Ilelgi Jónsson, Þorgeir Eyjólfsson, Helgi Sigurðsson, Þeir þrir siðastnefndu stunda nám i iæknadeild, Háskóla islands Jón I verkfræðideild. — Ljósm.: Bj. Bj. Nýlega lauk aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur og sigraði sveit Hjalta Eliassonar með miklum yfirburðum. Auk hans eru i sveitinni Ás- mundur Pálsson, Einar Þor- finnsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og örn Arnþórsson. Röð og stig næstu sveita var þannig: 1. Sveit Hjalta Eliass. 265 2. Sveit Helga Sigurðss. 221 3. Sveit Þóris Sigurðss. 212 4. Sveit Jóns Hjaltas. 181 5. Sveit Björns Eysteinss. 178 6. Sveit Þórarins Sigþórss. 173 7. Sveit Hermanns Láruss. 161 8. Sveit Gylfa Baldurss. 156 Næsta keppni félagsins er Butlertvimenningskeppni, og er ætlunin að skera þátttöku niður við 32 pör. Er mönnum þvi ráð- legt að láta skrá sig hið fyrsta hjá stjórninni, áður en það er um seinan. Sveit Þóris Sigurðssonar tekur forystuna í Reykjavíkurmótinu hæstu i tigli og siðan þriöja tigli. Nú sjáið þið, hvað er i bigerð. Sagnhafi trompaði, spilaði trompi á drottninguna og siðan heim á kónginn. Nú drap austur, spilaði tigli i fjórða sinn og hjartanian hjá Þórarni var orð- iö dýrmætasta spil stokksins. Falleg vörn og ef til vill ekki alltof augljös.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.