Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 2
2
Vfsir. Laugardagur 1. marz 1975
VÍSBSm:
Drekkið þið
mikið gos?
Gunnar Guðmundsson, nemi:
— Ætli ég drekki ekki i kringum
tvær til þrjár litlar kókflöskur á
dag.
Þormóöur Karlsson, nemi: Já,
þegar ég á pening. Ég get ekki
gefiö upp neitt ákveðið magn.
Keynir Georgssen, nemi: — Þaö
er nó sjaldan. Ætli ég drekki
ekki svona tvær eða þrjár gos-
flöskur á viku. Mest á laugar-
dögum i blandið.
Haukur Eyjólfsson.nemi: — Já,
ég drekk heilmikið gos. Allt sem
égnæ i. Ætli það geri ekki heilan
kassa á viku að meðaltali.
Kristin Vilhelmsdóttir, nemi:
— Ég drekk svona hálfan kassa
á viku.
Asdis Bjarnadóttir, nemi: — Já,
ég drekk þó nokkuð. Guð, ég
veit ekki hversu mikið.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
„500 prósent hœkkun"
— Er Hitaveitan að keppa við olíuríkin?
Rafn Sigurðsson hringdi:
„Við sem erum á miðjum
aldri munum eftir hitaveitu-
framkvæmdunum þegar þær
hófust og þeirri baráttu, sem
sjálfstæðismenn i Reykjavik
áttu i er þeir vildu fá fólkið á sitt
band.
En það er margbúið að
sýna sig, að það var góð fjár-
festing og þeim mönnum ber að
þakka, se® stóðu að þeim mál-
um. En siðan þá hefur orðið
töluverð breyting á þeirri
stjórn. Ég er ekki á móti þvi, að
við Reykvikingar færum út
kviarnar i sambandi við orku-
mál. Náttúrlega er eðlilegt, að
það sé framkvæmt meira með
tilkomu nýbyggjenda og við-
haldi og ýmsu fleira. En ég er
ekki alveg sáttur við það, að við
stöndum i framkvæmdum fyrir
önnur bæjarfélög. Þar kem ég
að kjarna málsins.
Undanfarið hafa orðið tölu-
verðar hækkanir á hitaveitu.
Núna siðast i þessari viku var
tilkynnt um 24 prósent hækkun.
Það gerir að mér skilst yfir 40
kr. pr. tonn. Fyrir tveimur ár-
um, eða i marz 1973, var hita-
veitutonnið kr. 15,22. Þegar ég
byggöi 1968-69 var hitaveitu-
tonniö kr. 8,00.
Nú vil ég fá að rifja það upp,
aö hitaveitustjóri gaf þær upp-
lýsingar i fjölmiðlum á sinum
tima, þegar hann var spurður
um þessar framkvæmdir i nær-
liggjandi sveitarfélögum, að ef
ekki væri fariö út i þær þyrftu
Reykvikingar að borga 12 pró-
sent hærra hitaveituverð. En
siöan þessi orð voru sögð, hafa
margir tugir prósenta komið of-
ar á þau gjöld, sem okkur Reyk-
vikingum er gert að greiða. Ég
veit ekki nákvæmlega hvað
mikið, en ætli það sé ekki eitt-
hvað á milli 70 og 80 prósent sið-
an þetta var talað.
En sem sagt: Það hefur orðið
500 prósent hækkun siðan 1969.
Nú spyr ég: Hvað hafa hita-
veitugjöld hækkað mikið vegna
hitaveituframkvæmda Reykja-
vikurborgar i Kópavogi, Garða-
hreppi og Hafnarfirði?
Og i öðru lagi: Er Hitaveita
Reykjavikur i kapphlaupi við
oliurikin?
Mig langar til þess að viðkom-
andi aðilar leggi spilin á borðin.
Ég er vist áreiðanlega ekki einn
um að vilja fá greið og góð svör
við þessum stóru spurningum.
Persónulega finnst mér ekki
sanngjarnt, að við Reykviking-
ar séum að borga brúsann fyrir
nágrannana. Við eigum nóg
með að borga það sem snýr aö
okkur, bæði viðhald og áfram-
haldandi framkvæmd hér i
borg.”
ÁNÆGÐ MEÐ SÖGU FRÚ SVÖVU
Anna Auðunsdóttir skrifar:
,,Ég hef nú ekkert gert mikið að
þvi um dagana að skrifa i blöðin,
en nú get ég ekki orða bundizt.
Hvers konar dómgreind hefur það
fólk, sem ekki getur skilið tilgang
Svövu Jakobsdóttur með sögu
sinni ,,Saga handa börnum”?
A minu heimili hlustuðu á sög-
una auk min tveir karlmenn. Ég
gat ekki fundið annað en að við
legðum öll sama skilning i sög-
una. Og við vorum ánægð.
Þau H.E. og frú M.L., sem hall-
mæla sögu frú Svövu, ættu að láta
sér nægja að hlusta bara á
sögurnar i barnatimunum. Þær
eru kannski ekki svona ,,tor-
meltar” sögurnar þar.
Persónulega vil ég færa frú
Svövu Jakobsdóttur þakkir minar
fyrir framlag hennar til kvenna-
ársins, þótt saga hennar hefði
mátt lesast á hvaða ári sem er.
Það er einlæg von min, að einhver
bókaútgefandi gefi þessa sögu út
á prenti, þvi hún á mikið erindi til
okkar.
Sagan hefði, að minu mati,
mátt heita ,,Saga handa stórum
börnum”.
,,Er ekki ritskoðun i okkar
rikisútvarpi,” spyr frú M.L. Sem
betur fer virðist rikisútvarpið
okkar ekki vera jafntornæmt og
frúin segist vera, þvi þá hefðum
við ekki fengið að heyra þessa
ágætis sögu.”
ÖFUNDAR SVÖVU AF
HUGMYNDAFLUGINU!
B.J. skrifar:
,,Ég, „útiálandifólk” svokallað
I höfuðstaðnum, leyfi mér hér
með aö hripa nokkrar linur i Visi
vegna skrifa tveggja kvenna um
sögu Svövu Jakobsdóttur, sem
flutt var i útvarpinu á dögunum.
Sögu þessa las ég, þegar hún var
gefin út fyrir nokkrum árum,
ásamt fleiri ágætum sögum eftir
áðurnefnda skáldkonu. Mér þótti
sagan góð. Ég las hana aftur og
þótti enn betri. Má vera, að heiti
sögunnar gefi tilefni til skrifa, en
ég held, eftir umhugsun — (það er
nefnilega ekki ennþá búið að setja
minn heila i spritt) — að heilar
þessara ágætu kvenna séu i
spritti. Þessi saga fjallar um
móður, sem fórnar sér algerlega
fyrir blessuð elsku börnin sin.
Það er næstum sama, hvað
blessaðar elskurnar taka sér fyrir
hendur, allt er jafn-eðlilegt og
sjálfsagt, finnst góðu mömmu —
meira að segja þegar þau taka úr
henni heilann.
En svo — þegar hún kemur meö
sitt eigið hjarta og býður fullorön-
um börnum sinum að gjöf, vill
ekkert þeirra þiggja það. Ef ein-
hvern tima hefir verið skrifuð
saga um takmarkalausa fórnfýsi
og takmarkalausfc vanþakklæti,
þá er það gert hér.
Mig langar til að biðja konur þær,
sem hlustaðhafa á sögu Svövu, að
spásséra á amts- eða borgar-
bókasafn og lesa það sem Svava
Jakobsdóttir hefir skrifað. Fyrir
utan einstaklega fallegan stil
leyfi ég mér að öfunda hana af
hugmyndafluginu og dirfskunni.
Bið I von um fleiri bækur eftir
Svövu. Það hressir og kætir kell-
ingar úti á landi.”
Svava Jakobsdóttir. Saga hennar um hina hart leiknu móður hefur
vakið mikla athygli.
Vill að Parísarhjólið
haldi ófram að snúost
Elin B. Ólafsson hringdi:
„Þar sem það er stööugt verið
að kvarta undan þvi, hversu lit-
ið er af skemmtunum öðrum en
dansleikjum fyrir borgarbúa,
vildi ég fá að segja frá sérstak-
lega góðri skemmtun, sem ég
fór á sl. laugardag i Háskóla-
biói. A ég þar við „Parisarhjól-
ið”.
Ég fór nú með hálfum huga,
en sé ekki eftir þvi að hafa farið
á skemmtunina. Satt að segja
undrast ég þaö, að engir hafi
orðið til þess að hrósa þessari
ágætu skemmtun i blöðunum.
Sjálf hef ég ekki notið betri
skemmtunar hérlendis.
Dansarnir voru afbragð og
Hka voru þau mjög góð, þau
Edda Þórarinsdóttir og Karl
Einarsson. Ég gat ekki betur
séð en allir skemmtu sér jafnvel
i salnum, jafnt smábörnin sem
hinir fullorðnu.
Það er full ástæða til aö hvetja
aöstandendur „Parisarhjólsins”,
til að endurtaka gamanið sem
fyrst aftur. Svona skemmtanir
þurfa að vera fastur liður i
skemmtanahaldi okkar borgar-
búa.”