Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 5
Vfsir. Laugardagur 1. marz 1975
5
„VIÐ HÖLDUM AFRAM EF ÞIÐ KLAPPIÐ OKKUR UPP”. Frá vinstri: Magnás K. — Vignir — Finn-
bogi — Hrólfur — Clyde.
SETTLERS fengu fólk i smástuö meö aöstoö laga er flestir kunna
utanbókar, svo sem Cottonfields, Top of the World og Jambaiaya.
Já og þar koma SETTLERS
hinir langþráðu.
Ekki ætla ég mér aö lýsa
SETTLERS og þvi sem þau
buðu upp á i þær fátæklegu tutt-
ugu minútur er þau komu fram
á staðnum, þvi mér fannst það i
einu orði sagt litilfjörlegt.
Þau tóku fimm lög þetta
kvöld og heföu fullt eins getað
látið Verzlunarskólakórnum
eða JCDAS eftir þann tima er
þau eyddu i þau lög.
Lögin voru „Cottonfields-
Banks of Ohio — (The Ryhm of
life the lightning tree)„ og svo
tvö lög I Carpenters stil „Top of
the world” og „Jambalaya”.
Að visu var röddun þeirra á
öllum lögunum til fyrirmyndar,
en vart það góð að kalla megi
SETTLERS heimsfræg. Þetta
voru þau allra einföldustu lög,
sem til eru, til að fá fólk til að
syngja með og klappa, en örfáir
tóku undir.
Hvers vegna?
Jú, ég býst fastlega við þvi að
flestallir hafi búizt við öðru en
afbökunum, og þó að baksturinn
hafi nú ekki verið sem verstur,
þá erum við bara með nóg af
bökurum hérlehdis, þó að við
förum ekki að sækja þá til Eng-
lands lika... Þetta er sumsé mitt
álit á SETTLERS, má ég þá
heldur biöja um almennilegan
handboltalandsleik, þó svo að
við töpum. Afram með söguna,
Settlers gengu af sviði, og örfáir
gerðu örvæntingarfullar til-
raunir til að klappa þá aftur
upp, en fyrir þvi fékkst skiljan-
lega litill hljómgrunnur.
Þá var aftur beðið og beðið i
fimmtán minútur meðan kórinn
var að laga á sér hárið.
Þá kom kórinn (ofsa fjöldi),
Júdas sá um undirleik og Maggi
stjórnaði með hreyfingum er
meira að segja Páll P. myndi
roðna yfir.
En kórinn stóð fyrir sinu, án
þess að ég sé að orðlengja það
nokkuð, enda enginn sérfræö-
ingur i kórsöng. Kórinn tók til
meðferðar lög eftir félagana i
Beach Boys með góðum ár-
angri.
En það var bara ekki fyrr en i
siðustu lögunum að hann náöi til
fólksins, það vel að fólk fór að
dansa, já dansa viö kórsöng,
detti af mér allar dauðar lýs.?..
Magnús Kjartansson hefur ber-
sýnilega lagt mikla vinnu i
þennan kór og næstum synd að
hann lognist svona fljótt út af
aftur, þvi maður hefur það á til-
finningunni að hann sé ekki al-
mennilega kominn I rétta „fil-
ingu” ennþá. Allavega varð
enginn fyrir alvarlegum von-
brigðum með frammistöðu hans
þetta kvöldið.
Kórinn kom mjög liflega
fram, og klæðnaður og hár-
greiðsla vöktu verðskuldaða at-
hygli.
Að þvi loknu kom svo JÚDAS
fram aftur með nokkur lög, og
fólk I banastuði fyllti dansgólfið.
Klukkan var orðin hálftólf
þegar Maggi tilkynnti:
„VIÐ HÖLDUM AFRAM...
EF ÞIÐ KLAPPIÐ OKKUR
UPP”
Og klappið vantaði ekki.
Þeir félagar tóku þá tvö lög til
viðbótar og sýndu þaö aö þeim
er fleira til lista lagt en að flytja
tónlist, en þau atriði þurftu ber-
sýnilega meiri æfingu, allavega
hvað hittni og jafnvægi á magn-
araboxum snerti. Þá kom að þvi
að hann Sigmar varð leiður á
þessu, enda orðinn syfjaður, og
hann „slökkti á þeim”, það þýð-
ir tók af þeim rafmagnið.
Það þurfti þó meira til en þaö,
og balliö var ekki búiö fyrr en
Sigmar kippti kjuðunum úr
höndum Hrólfs.
Magnús I banastuði viö stjórn
VERZLUNARSKÓLAKÓRSINS
— Ijósmyndir JIM
oo
3
g)
ra
Bóka
mark
aöur
inn
Fimmtudaginn 27. febr. frá kl. 9—18
Föstudaginn 28. febr. frá kl. 9—22
Laugardaginn 1. marz frá kl. 9—18
Mdnudaginn 3. marz frá kl. 9—18
Þriðjudaginn 4. marz frá kl. 9—22
Miðvikudaginn 5. marz frá kl. 9—18
Fimmtudaginn 6. marz frá kl. 9—18
Föstudaginn 7. marz frá kl. 9—22
Laugardaginn 8. marz frá kl. 9—18
Bókamarkaðurinn
Í HÚSI IÐNAÐARINS
VID INGÓLFSSTRÆTI