Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 1. marz 1975 7 cTVLenningarmál Skemmtun í Leikbrúðulandi Fyrripart vetrar hóf Leikbrúöuland sýningar á þrem leikþáttum# hverj- um meö sínu móti. Fyrsti þátturinn nefnist „Norö- ur kaldan Kjöl" og er ekki nema að takmörkuðu leyti afkvæmi Leikbrúöu- lands. Kem ég að því síð- ar. Annar þáttur nefnist „Skemmtun í Leikbrúðu- landi" og er alveg unninn af starfsfólki Leikbrúðu- lands. Síðast kemur stutt- ur þáttur um hinn al- ræmda Meistara Jakob. Hann er af dönskum upp- runa en að öðru leyti unn- inn af Leikbrúðulandi. Ragnar Jóhannesson skrifaði handrit að þættinum „Norður kaldan Kjöl”, en Jón E. Guð- mundsson gerði brúðurnar og leiktjöldin. Textinn er á segul- bandi og lásu félagar úr Leikfé- lagi Kópavogs inn á bandið. Hlutur Leikbrúðulands i þessum þætti er þvl eiginlega eingöngu að stjórna brúðunum. Höfundur þessa þáttar sækir efnið i is- lenskar þjóðsögur. Segir þar af manni sem tók að sér um hávet- ur þann ábyrgðarhlut að færa biskupnum á Hólum áriðandi bréf frá starfsbróður hans i Skálholti. Það var mikil mann- raun, þvi veöur eru válynd I is- lenskum óbyggðum að vetrar- lagi. Auk þess komst hann i tæri við tröll og álfa og útilegumenn, sem buðu upp á gestrisni Axlar- Björns. Þjóðsögurnar islensku eru veröugt viðfangsefni að fást við, þær búa yfir kynngimætti og höfða til fólks á öllum aldri. En þessi þáttur var að þvi leyti gallaður að hann var allt of langdreginn og textinn fullur af óþarfa málalengingum. Upp- færsian i heild var allt of þung- DAGBÓK IFTIR ÓLAF JÓNSSON Þar kom að því að það hafðist: lög um afsetn- ingu útvarpsráðs voru samþykkt á alþingi í fyrradag. En erfiðisiaust hafðist það ekki. Það mun hafa tekið þingið eina þrjá mánuði að koma i kring þessari merku réttarbót. En nú er væntanlega líka steini létt af velvakendum Morgun- blaðs og öðrum þeim sem tíðast hafa gert sér um hið fráfarandi ráð, og unnt að snúa sér að öðr- um þarflegum baráttu- málum. Og nú er lika óhætt að fara að velta fyrir sér hinum praktisku afleiðingum af erfiðismunum alþingis og velvakenda, hreinu og beipu notagildi hinnar nýju lagasetningar. Það er i fyrsta lagi ljóst að með þessum hætti hefur tekist aötgtytta starfstima Skemmtun i Leikbrúðulandi: stjórnendur leikhússins: Helga Steffensen, Hailveig Thorlacius, Erna Guðmarsdóttir með brúðurnar Láka iiðamótalausa, Siggu söngkonu, Gaua galdrakarl og kynninn á skemmtuninni. lamaleg og kann þar aö ráöa nokkru um að talið er á segul- bandi, svo stjórnendur áttu ó- hægt um vik að hnika þar nokkru til. Brúðurnar voru skemmtilegar og lifandi, sama er að segja um leiktjöld, nema þegar kom að þvi að lýsa óveðri og ófærð, þá vantaði allan sann- færingarkraft um aö veðrið væri nú svo bölvað. Skemmtun i Leikbrúðuiandi Annar þátturinn er nokkurs konar kabarett, byggður á dansi, söng og töfrabrögðum. Brúö- urnar eru glæsilegar og einkar létt yfir þættinum i heild. Enda fannst það á undirtektum á- heyrenda að þeim fannst bragð af þessum þætti. Meistari Jakob er kapituli út af fyrir sig. Hér sagði af þvi þegar Meistari Jakob ætlaöi að fá sér pylsu með steiktum lauk. Persónulega hefur mér aldrei geðjast aö oflátungnum Meistara Jakob. Þaö sem hann hefur fram að færa takmarkast viö hávaða, gauragang og bar- smið. En það fór ekki milli mála að börnin skemmtu sér, og ætti það að réttlæta tilveru hans, svo framarlega sem ekki tekst að sanna að hann hafi skaðvænleg áhrif. En Meistari Jakob hefur veriö höfuðverkur margra upp- eldisfrömuða, sem eiga bágt með að sætta sig við fyrirbæriö. Enn hefur þeim ekki tekist að sanna á hann neina glæpi. Leik- tjöld við þennan þátt geröi Þor- björg Höskuldsdóttir. Brúðuleikhús er ævaforn list- grein. lslenskt brúöuleikhús á sér aftur á móti tiltölulega stutta sögu. Kurt Zier setti „Faust” á svið 1942 meö nem- endum sinum I Myndlistaskóla Islands. Jón E. Guðmundsson hefur fram til þessa einn haldiö uppi merki brúðuleikhússins. Leikbrúöuland var stofnað fyrir 7 árum og hefur undanfarin 2 ár haft reglulegar sýningar aö Fri- kirkjuvegi 11. t Leikbrúðulandi starfa nú Bryndis Gunnarsdótt- eftlr Bergþóru Gislodóttur ir, Erna Guðmarsdóttir, Hall- veig Thorlacius og Helga Steff- ensen. Eftirmœli útvarpsróðs fráfarandi útvarpsráös um hvorki meira né minna en tiu mánuði, eða þvi sem næst, og mun öllum almenningi væntan- lega þykja mikið til þess koma. 1 öðru lagi mun þaö sýna sig á næstu dögum nákvæmlega gegn hverju og hverjum allur áróður- inn og baráttan gegn hinu fyrra útvarpsráði hefur beinst i og með þvi að kosið verður til ráðs- ins upp á nýtt. Einhvern veginn sýnist manni ósennilegt að eintómir nýir menn veröi kjörnir i ráöið þegar að þvl kemur. Hitt er liklegra aö mikils til verði það sömu menn- irnir og setið hafa þar að undan- förnu, og sumir lengi, lengi, sem enn á ný verði falið umboð alþingis og þingflokkanna i út- varpinu. Nokkrir munu þó vikja og nýir menn koma i þeirra stað og með þeim ný forusta og væntanlega ný skipan skoðana i meirihluta og minnihluta ráös- ins. Það verður fróölegt að sjá hverjir það verða og hvern hlut þeir ætla sér I menningarpólitik útvarpsins fram til næstu kosn- inga. Þegar ný útvarpslög voru sett fyrir nokkrum árum var það gert undir blaktandi merkjum frjálslyndis og framfara: svo var látið heita að einn aðaltil- gangur hinna nýju laga væri að auka og tryggja sjálfstæði út- varpsins gagnvart stjórnvöld- um og alþingi og þá væntanlega lika öðrum aðiljum utan þings og stjórnar. Þegar lögin voru lesin kom nú samt á daginn að mest var þetta yfirskin: eftir sem áður var yfirstjórn og skipulagning dagskrár viku fyrir viku ásamt dómsvaldi um dagskrárefni i hendi hins þing- kjörna útvarpsráös, og eftir sem áður var það á valdi stjórn- valda aö skammta stofnuninni tekjur. En það hefur lengi verið viðtekin pólitik að skera afnota- gjöld útvarps svo naumt viö nögl sem verða má. Það má taka eftir þvi aö þrátt fyrir al- veg nýja og mjög verulega hækkun þeirra er afnotagjald útvarpsins eins aðeins 3.800 krónur, meðan menn borga með núverandi verölagi 7.200 krónur á ári fyrir dagblað, þeir sem bæði hafa útvarp og sjónvarp borga fyrir það 12.200 krónur á ári, eftir hinni nýju verðskrá en 14.400 fyrir tvö dagblöð. Og njóta þá dagblöðin, sem kunn- ugt er, sivaxandi framfærslu- styrks úr rikissjóði með öðrum tekjum sinum. Langhelsta nýmæli útvarps- laganna um árið til að auka raunverulegt sjálfstæði út- varpsins var það ákvæði þeirra sem rauf hin fyrri tengsl á milli alþingiskosninga og kosninga i útvarpsráð. Tvennt mátti ætla að gæti með tlmanum unnist vegna þessarar breytingar. t fyrsta lagi var kánnski von til þess að alþingismenn áttuðu sig smátt og smátt á þvi að rétt væri að kjósa til dagskrár- stjórnar I útvarpinu menn með þekkingu og hæfileika til slikra verka, en ekki i fyrsta lagi flokkspólitiska legáta eins og löngum hefur tiðkast. t ööru lagi að útvarpsráöið, hvernig sem þaö væri skipað á hverjum time, yrði I reynd færara en áð- ur aö vinna verk sitt, upp kæmi I ráðinu meiri metnaður en áður fyrir útvarpsins hönd, það fengi meiri frið en áður fyrir Ihlutun u'canaökomandi aöilja, hags- munasamtaka, stjórnmála- flokka, eða einstakra valds- manna þeirrd sem tilhneigingu hafa til slettirekuskapar I út- varpi eins og að sinu leyti blöð- um sinum. En þótt breyting þessi væri út af fyrir sig þarfleg þurfti ekki aö vænta þess aö gerbreyting yröi á starfsháttum útvarpsráðs með tilkomu hennar. 1 meginat- riöum hygg ég lika að starf þess ráðs sem nú er rekið með skömm frá stofnuninni, hafi gengiö i svipaða átt og fyrir- rennara þess: hægt og hægt hef- ur útvarpinu miðað á mörgum undanförnum árum i átt til auk- ins frjálsræöis, þar hefur smátt og smátt leyfst fjölbreyttara efnisval, skoðanir og skoðana- skipti en áður var. Og afglöp og mistök fráfarandi ráös hafa að sinu leyti verið af svipuöu tagi og fyrirrennara þess, ýmisleg ótimabær afskiptasemi um dag- skrárgerð og dagskrárefni. Samt mun þetta ráð ekki nema einu sinni hafa gengið svo langt að banna flutning á umsömdu efni, einhvern raularaþátt i sjónvarpi nýskeö, af ótta við að þar væri eitthvaö sem þætti „guðlast”. En nú veröur fróðlegt aö sjá hvernig til tekst með nýju út- varpsráði. Engin rök hafa nokkru sinni komið fram fyrir þvi að útvarpsins vegna eða hlustenda sé það nauösynlegt að útvarpsráð endurspegli á hverj- um tlma valdahlutföll stjórn- málaflokkanna á alþingi. Með breytingu útvarpslaganna i sitt fyrra horf er á hinn bóginn beinlinis veriö að lögfesta það að útvarpsráðsmenn skuli i fyrsta lagi vera þar fulltrúar flokka sinna, „pólitiskir varö- hundar” eins og sagt er, en ekki starfsmenn þeirrar stofnunar sem þó á að heita að þeir stjórni. Og taka má eftir þvi, aö ádeilur á og áróður gegn fráfar- andi útvarpsráði hafa aö miklu leyti snúist um ýmisleg dag- skrárefni, hvort heldur er bersögular barnasögur eða ótimabæra umf jöllunþjóðfélags- legra efna, eða ónógt guðsorð eða ónóga andatrú i útvarpi og sjónvarpi, og svo er stundum kvartað um óhæfilega fjöl- breytni sjónvarpsefnis, bæði sænskt og sovéskt efni, og eitt- hvaö sem menn kalla „sósial- realisma” i sjónvarpinu. Taki væntanlegt útvarpsráð hið minnsta mark á velvakandi umbjóðendum sinum má kannski vænta á næstunni miklu strangari ritskoöunar- stefnu af þess hálfu, en veriö hefur um langt skeiö undanfar- ið. Það mun nú sýna sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.