Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 1. marz 1975 KIRKJAN O CSr ÞJÓÐIM VIÐ FORUM UPP TIL JERUSALEM Texti: En hann tók þá tólf til sin og sagöi viö þá: Sjá, vér för- um upp til Jerúsalem, og mun þá ailt þaö, sem skrifaö er af spámönnunum koma fram viö manns-soninn. Lukas 18:31. Jesús er að fara I ferðalag með læri- sveinunum sinum og hann segir við þá: Sjá, vér förum upp til Jerú- salem. Þessi orð hafa grópazt inn i lif kirkj- unnar, og orðið tákn- ræn. Jesús hafði ef til vill meira i huga en þessa einu stuttu ferð til Jerúsalem. Kannski var borgin tákn hinnar himnesku Jerúsalem. Ef til vill leit Jesús lika á lifið i heild sem eins konar ferðalag likt og mennirnir hafa gert á öllum timum. Þaö gerðu grísku heimspek- ingarnir. Þeir litu á lifiö sem eina langa hringferö. Það geröu indversku spekingarnir lika. Þeir lita á lifið sem eina enda- lausa hringleið. Hring eftir hring, tilverustig af tilverustigi, endalaust og tilgangslaust. Mér er ekki grunlaust um, að sumir splritistar liti á lifið sem eina stóra hringleið, sem hringar sig eins og gormur upp i tilgangs- lausan og óræðan óendanleik- ann. Sum skáld okkar hafa litið llfið sem ferð án fyrirheits, ferð án markmiðs og innihalds. Það kemur fram i þessari visu Þor- steins Erlingssonar: Við sjáum aðeins auðn og beran sand og enga leið en viljum hjartans fegin að við þér brosti vor og fagurt land. Við sjáum aðeins auðn og beran sand. Jesús leit hvorki á lifið sem hringferö eða gormlaga uppleið og ekki heldur sem ferð án fyrirheits. Fyrir honum hefur lifið eitt ákveðið innihald og eitt ákveðið markmið. En Jesús segir okkur lika, að feröin sjálf skipti miklu máli enda sagði hann: Ég er kominn til að þið hafið lif og hafið nægt- ir. Sumir halda, aö kristin trú fáist fyrst og fremst við lifiö eftir dauöann. Ekkert er fjær sanni. Hún fjallar miklu heldur um okkar lif hér og nú. Til þess að draga þessa staðreynd enn þá betur fram ætla ég að leyfa mér að ýkja pinulltiö og segja, að kristin trú fjalli aðeins um þetta lif, sem við lifum hér og nú — um innihald þess og mark- miö. Hún fjallar um það til þess að gera þaö mannlegt, til þess að gefa okkur lifsfyllingu, til þess aö lif okkar gæti orðið i samræmi við vilja guðs, skap- ara þess og til þess að gefa okk- ur kraft til þess að lifa viö og deyja við. Eitt algengasta hugtak i kirkjunni merkir kraftur. Það er orðiö náö. Viö reynum öll náðina á margvislegan hátt i lifi okkar en okkur tekst ekki alltaf og dettur sjaldnast i hug að tengja þá reynslu guöi. Stund- um heyri ég glefsur úr útvarps- sögunni hans Theodórs Frið- rikssonar. Einu sinni segir hann frá þvi, þegar hann var búinn að fá lltið kot til að búa i rétt innan viö Sauðárkrók. Hann vann erfiðisvinnu á daginn á Krókn- um og gekk svo heim til sin á kvöldin þessa löngu leiö, hvern- ig sem viöraði og oftast var hann meö poka á bakinu, fullan af mat handa fjölskyldunni. Svo var það einu sinni, að hann er á þessari göngu heim til sin með pokann á bakinu. Það er haust- kvöld. Smám saman finnst hon- um pokinn verða svo þungur, að það sækja að honum slæmar hugsanir. Hann fer að hugsa um tilgangsleysi og vonleysi þessa strits og um þessa lifsins byrði sem hann bar, og hugurinn hvarflar til árinnar. Væri ekki bezt að láta mjúkan farveg ár- innar drekkja öllum lifsins raunum? Svo lagðist hann á Sr. Gunnar Kristjánsson, Vallanesi: Prédikun flutt í Háteigskirkju sunnu- daginn í föstuinn- gangi, 9. febrúar sl. sinni, spiritisma að trú sinni eða vinnu sina, peningana, mennt- unina, jafnvel hvað sem er getur orðið númer eitt i lifinu. ákvarðað lifssýn mannsins. Hafi maðurinn ekkert, fyllist lif hans tómleika og fátt er það sem listir nútimans hafa fjallað jafn rækilega um og tómleiki og tilgangsleysi. Sviki maðurinn trúarþörf sina, skal lif hans á einhvern hátt hrópa, meðvitað eða ómeðvitað: Guð minn, guð minn, hvi hefur þú yfirgefið mig! Og það er nokkuð, sem Egilsstaðakirkja stendur hátt og sést langt aö. jöröina og veit ekki fyrr til en að honum sækir óstöðvandi grátur, hann var uppgefinn á sál. og llkama. Hann grét lengi og fannst hann vera vonlaus aum- ingi, En allt i einu finnst honum eins og hvislað að sér: „Gefstu ekki upp, gefstu ekki upp, ristu upp og haltu áfram”. — Og hann stóð upp og hélt áfram heim til sin og gangan var ekki eins erfiö, hann hafði öðlazt nýja von, nýjan kraft. Þetta kallar trúin náð. Náð er ekki eitthvað óraunverulegt, ekki eitthvað, sem er andlegt og bara er rætt um i kirkjunni. Náð er raunverulegur kraftur i lifi raunverulegs fólks, i lifi minu og lífi þinu hver sem þú ert, trúaður eða vantrúaður. Þú þekkir þessa náð, sem kemur til þin án þess að þú biðjir um hana, vegna þess að guð skap- arinn, þekkir mig betur en þú sjálfur. Stundum tala trúaðir menn um að lifa i náðinni. Þeir lifa i þessum krafti, þeir gefast ekki upp, þeir biðja guð að senda sér nýjan kraft á hverjum degi. Þetta er einn munurinn á trúuöum manni og vantrúuðum. sá trúaði lifir i kraftinum, hann er öruggur og óttast ekki. 1 einum pistli þessa sunnu- dags er einmitt lýsing á náð- inni: „Réttið þvi úr máttvana höndum og magnþrota knjám og látið fætur yðar troða beinar brautir til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði en verði miklu fremur heilt”. Aö verða heill, það er markmið trúarlifs- ins. En þá kynni einhver að spyrja: „Erum viö ekki heil, er ekki allt Iagi með okkur og okk- ar þjóðfélag að frádregnum ýmsum smávægilegum raf- magnstruflunum og rekstrar- erfiðleikum hjá skuttogurun- um? Er okkar þjóð ekki mennt- uö og vel gefin, visindaleg og rafvædd á flestum svið- um? Meira að segja barþjónar nota rafmagnsheila til að reikna út prósenturnar. Er ekki allt i lagi með okkur, erum við ekki heilbrigð — jafnvel þótt viö vær- um trúlaus, einkum og sér i lagi ef náðin kemur til manns hvort sem er? 1 fyrsta lagi er það spurning um skilgreiningu, hvort maður er trúlaus eða ekki. Ég er eins og fleiri sannfærður um, að eng- inn er trúlaus. Spurningin er að- eins sú, hvort trú hans er sönn eða ekki. Trú er lifssýn, lifs- grundvöllur, spurningin er þvi hvort lifssýn manns er rétt eða ekki. Sumir segja, að trúar- brögðin séu ópium fyrir fólkið. En þeir gera sér ekki grein fyrir þvi, að hafi maðurinn ekki trú- arbrögð minnkar ekki þörf hans fyrir trú. Sú þörf leitar þá ef til vill i ópium eða marijuhana eða eitthvað annaö til þess aö upp- fylla það rúm, sem trúnni er mælt. Þess vegna getur maður gert stjórnmálastefnu að trú Sr. Gunnar Kristjánsson er fæddur a Seyðisfirði 18. jan. ’45,ólst upp i Reykjavik, stú- dent frá M.R. 1965, lauk guð- fræðiprófi haustið 1970, fór þá til Bandarikjanna og var þar i eitt ár við nám i guðfræði og heimspeki i Boston háskóla og tók þar masters-gráðu vorið 1971 Tók vigslu 5. sept. ’71 til Vallaness og hefur verið þar siðan. Kona hans er Anna Margrét Höskuldsdóttir, handavinnukennari. Egilsstaðakirkja var vigö 16. júni s.l. Smiði hennar hófst sumarið 1966 en þá hafði Egilsstaðakauptún verið sér- stök sókn i nokkur ár og hafði verið messað i bamaskólan- um. 1 fyrsta áfanga bygging- arinnar var hún gerð fokheld og lauk þeim áfanga árið 1968. Seinni áfanginn tók aðeins eitt ár og átti ákvöröun hrepps- nefndar að gera kirkjuna að þjóðhátiðarverkefni hreppsins þar drjúgan hlut að máli. Einn helzti hvatamaður að byggingunni var frú Sigriður Fanney Jónsdóttir, Egilsstöð- um, sem þá átti sæti i sóknar- nefnd ásamt Margréti Gisla- dóttur og Þórði Benediktssyni, sem ennþá eiga sæti i sóknar- nefndinni, en i stað Sigriðar Fanneyjar hefur Erling Garð- ar Jónasson nú átt sæti i nefndinni undanfarin tvö ár. Kirkjan er teiknuð af Hilmari ólafssyni, hún tekur um 300 manns i sæti og auk þess er að kórbaki skrifstofa sóknar^: prests, skrúðhús og fundarsal- ur. Kirkjan er að mestu full- búin. Á Egilsstöðum er mess- að annan hvern sunnudag og barnaguðsþjónusta hinn sunnudaginn. Kirkjan er hent- ug til hljómleikahalds vegna góös hljómburðar og rúmgóðs kórs, hún hentar einnig mjög vel til margvislegra athafna, flutnings helgileikja og býður upp á fjölbreytni i safnaðarlif- inu, sem söfnuðurinn mun kunna vel að meta. Það hefur háð kirkjulifinu, að prestsetrið er i Vallanesi, 18 km innan við kauptúnið. Er það einkum bagalegt á vetrum. Ljósm. B.A. heyrist hrópað allt i kringum okkur, dulbúið eða ódulbúið. Theodór gamla fannst lifið þessa stund vera marklaust. Hann er ekki einn um þá tilfinn- ingu. Einhvern tima kemur sú tilfinning yfir alla, að lifið sé marklaust. U Thant sagði einu sinni, að „mannkynið væri eins og smábarn að leika sér að rak- vélarblaði”. Hann sá eins og fleiri, að mannkynið gengur með einhvern sjúkdóm. Erfið- leikar þess og þjáningar, heims styrjaldir og misrétti stafa ekki af timabundnum ófullkomleika eða menntunarskorti eða mis- munandi stjórnmálamönnum. Það er sjúkdómur. Það virðist vera dæmt til að missa marks. Einu sinni kom til min ungur maður, sem sagði einmitt þetta, að honum fyndist lifið eins og unartækjum, yfirfullt af magni og fjölda. En samt finnurðu stundum að lif þitt hefur litla merkinu, litið innihald, litla dýpt, litinn frið. Og þegar reynslan hendir þig eins og aðra, þegar hendir sálarkreppa eða persónuleg þjáning, verður reynslan þá til þess að byggja þig upp og dýpka enn þina mannlegu tilveru eða verður reynslan til þess að brjóta niður það veigalitla sem innifyrir býr? Þessi spurning er spurning um kraft, um náð, um samfélag við guð. Hvernig er þitt ferðalag? Hvert ferðu? Þannig er spurt, þvi að spumingarnar eru ofnar i lif þitt. Jesús átti svar: Vér för- um upp til Jerúsalem, upp að krossinum, tákni kærleikans og þjáningarinnar, upp að þessum krossi, sem ekki var reistur til skrauts, heldur til að sýna eitt- hvað, sem guð vildi að þú sæir, opinbera mannkyninu eitt- hvað. Kristin trú er opinberun, opinberun á náðinni og synd- inni. 1 dag er föstuinngangur. Á öskudaginn hefst sjálf fastan, þegar við fylgjum krossferli Krists. Ertu tilbúinn að fylgja honum i þessum heimi, fara þá leið, sem hann vill að þú farir til þess að finna lifi þinu borgið? Vinur minn sagðist einu sinni hafa hitt mann, sem honum fannst geta kallast heilagur. Það var yfirmaður úkrainsku kirkjunnár, Slipej kardináli. Hann var á ferð i Bandarikjunum, kominn á áttræðisaldur, orðinn hvitur fyrir hærum og augun full af djúpum friði. Hann hafði verið 18 ár i fangabúðum i landi sinu vegna trúar sinnar. Og þegar hann lyfti höndunum til þess að blessa fólkið, þá voru það kræklóttar hendur hvert einasta bein i höndum hans hafði verið missa marks. Mér datt i hug geimskip, sem skotiö er út i geiminn, en það missir marks og brennur upp i geimnum. Ferð þess var farin til einskis. Og finnst þér ekki stundum, að lifið missi marks, sé skapað til einhvers sem aldrei gerist, ein- hvers markmiðs, sem þú sérð aldrei, eins konar fræ, sem verður aldrei blóm? 1 Bibliunni er eitt orð sem merkir aö missa marks.Það orð var lika notað á rómversku iþróttaleikvöngunum, og þegar bogmenn skutu framhjá mark- inu hrópaði fólkið: „hamartia”, synd, framhjá. Synder þetta á- stand, sem gerir mannkyniö magnþrota og synd er það á- stand, sá raunveruleiki, sem fær þig til að missa kjarkinn, fær þig til að gefast upp, varnar þvl að þú sjáir guð. Synd er það sjúkdómsástand, sem lif okkar þráir að losna frá. Jesús kom til að gera lifið mannlegt, fást við syndina, frelsa það úr fjötrum hennar og vonleysi. Hann kom til að fást við þetta ferðalag þitt, feröast með þér, bjóða þér að ferðast sömu leið og hann: upp til Jerúsalem. Hann kom til að gera Hf þitt dýpra að merkingu. Ég býst við að þér finnist þú hafa nóg verkefni, nóg fyrir stafninógar áhyggjur, Okkar lif er yfirfullt af lifsins gæðum og þægindum, tækifærum, ferða- lögum, skemmtunum, fjölmiðl- brotiö af kvölurum hans i hinum guðlausu fangabúöum. — Leið hans var þannig. Jesús krafðist fórna af honum og hann krefst fórna af þér á einhvern hátt. Ert þú tilbúinn að fylgja honum og segja: „Leið mig þá leið, herra, sem þú ferð og h jálpa mér til að standa stöðugur, hvað sem það kostar”. Það var einu sinni i barnaguð- þjónustu á Egilsstöðum, að ég bað krakkana að skila þvi til foreldra sinna, að það yrði messa eftir hádegi og þau mættu koma lika ef þau vildu. Þá rétti ein litil stúlka upp hendina og spurði: „Hvað kostar i mess- una”. Ég gat ekki varizt brosi og sagði henni, að það kostaði ekkert og ég hefði getað bætt við, að þeir hlutir, sem mest viröi eru i lifinu kosta ekkert — ekkert nema eitthvað af sjálfum þér. Þú þurftir t.d. ekkert að borga fyrir konu þina eða eigin- mann — ekkert nema sjálfan þig. Þú þurftir aö gefa eitthvað af þinu innsta Hfi I staðinn, meina það sem þú sagðir og sýna það. Þannig er trúin lika hún kost- ar lif þitt, þig sjálfan, þannig eru allir hlutir sem eru ekta, trúin er ekta. Jesus vill reisa þig á fætur á hverjum degi og gefa þér kraft og dýpka lif þitt og styrkja það. Hann vill gera lif þitt mannlegt, geta per mennsk- una i samfélagi við sig, gera lif þitt eins og hann vill að það sé.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.