Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 1. marz 1975 3 „Þingmenn þurfa ekki að kvarta undan laununum" — þingfarakaupsnefnd skýrir launamól þingmanna ..Þingmenn þurfa ekki aö kvarta undan laununum,” sagöi Sverrir Hermannsson aiþingis- maöur á blaöamannafundi, sem þingfararkaupsnefnd boöaöi til I gærdag vegna mikilla umræöna aö undanförnu um kaup og kjör þingmanna. Friöjón Sigurösson, skrifstofustjóri Alþingis, kvaö þingmenn hafa fylgt B3 flokki opinberra starfsmanna I laun- um. Sl. haust kom I ljós aö þeir sem þágu Iaun úr þeim fiokki fyrir endurskoöun á launaflokk- um hins opinbera heföu flutzt yfir f BG-flokkinn. Þeim fyigdu þingmenn og þiggja I dag laun samkvæmt þeim flokki. ,,Við vinnum ekki minna en bændur,” sagöi einn nefndar- manna á fundinum i gær. Taliö er aö vinnutimi bænda sé al- mennt um 60 tfmar á viku. Var þaö samdóma álit nefndar- manna aö þingmenn ynnu ekki aðeins 1 sölum þingsins, heldur meira utan þeirra, heima fyrir, i kjördæmi og i nefndum. Þaö kom i ljós á fundinum að þingfararkaupsnefnd hefur ekki ákveðiö neitt i þvi efni að endurskoða laun þingmanna, sem eru svo heppnir að búa rétt fyrir utan borgarmörk Reykja- vikur og fá með þvi móti ýmsa styrki að upphæð alls 34 þúsund krónur á mán. eins og aðrir þingmenn ,,utan af landi”. En hvað bera þingmenn úr býtum fyrir þingsetu sina, sem venjulega stendur vart mikið lengur en 5 mánuði á ári hverju? Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, svar- aði þvi: • Krónur 117.421 á mán- uöi/ — alla tólf mánuöi ársins. Nefndastörf, önnur en störf fyrir milliþinganefndir, eru ólaunuð. • Húsnæöiskostnaöur fyr- ir þingmenn utan af landsbyggðinni, — há- mark 20 þús. á mánuði. • Dvalarkostnaöur, — 1140 krónur á dag fyrir þingmenn sem eiga bú- setu utan Reykjavikur. • Símagjöld öll eru greidd af Alþingi. • Feröakostnaöur f kjör- dæmi, 200 þús. kr. fyrir hvern þingmann á ári, — þennan kostnaö þarf ekki aö sanna meö framvisun reikninga og er ekki skattskyldur. • Aukaferðir innanlands eftir reikningi, hámark 24 feröir á ári. Þaö kom fram aö þingmenn I nágrenni Reykjavikur þurfa ekki að óttast kjararýrnun á næstunni a.m.k. Sverrir Her- mannsson kvað ekkert hafa ver- ið ákveðið I þingfararkaups- nefnd i þvi máli. Þingmaður i Kópavogi fær þvi 34 þúsund krónum meira i launapoka sinn en t.d. þingmaður, sem er svo óheppinn að búa 100 metrum nær þinghúsinu, t.d. i Fossvogs- dalnum. Er akstursleið Kópa- vogsmannsins þó miklum mun greiðfærari. Helgi Seljan kvaö styrkina til utanborgarþingmanna i mörg- um tilfellum ekki duga til, þegar þeir þyrftu að búa á tveim stöð- um I einu, hjá sér hefði það komiö þannig út um tima að hann hefði borgað 6000 krónur með sér til að endar næðu sam- an. Undir þetta tóku Friðjón Þórðarson og Ingvar Gislason. Sigurlaug Bjarnadóttir kvað það óréttlátt að allir þingmenn heföu 200 þúsundin i farareyri, þingmenn strjálbýlisins hefðu meira með það fé að gera en t.d. þingmenn Reykjavikur. —JBP Fyrsta mál af sínu tagi á Norðurlöndunum: Ríkið sýknað í fóstureyðingarmálinu Rikiö var á miövikudag sýkn- að af skaðabótakröfu, er reis vegna fóstureyðingar, er land- iæknir hafði heimilað, en læknar fæðingardeildar Landspitaians sáu sér ekki fært að fram- kvæma. Málið, má rekja aftur til árs- ins 1964, er kona, er málið höfð- ar, verður barnshafandi, en fær heimild landlæknis og sérstakr- ar nefndar til að framkvæmd verði fóstureyðing. Alitið var að konan hefði fengið rauða hunda á meðgöngutimanum og á þeirri forsendu var fóstureyðing heimiluð. Nokkru siðar var konan lögð inn á fæðingardeild Landspital- ans en læknarnir þar neituðu að framkvæma fóstureyðinguna. Skýring þeirra á neituninni var sú, að konan væri búin að ganga of lengi með fóstrið til að réttlætanlegt væri að fram- kvæma fóstureyðinguna. Samkvæmt islenzkum lögum verður að framkvæma fóstur- eyöingu innan átta vikna, en viða erlendis, þar sem fóstur- eyöing er frjáls, er miðað við tólf vikna meðgöngutima. Konan var siöan send heim og bamið fæddist mjög vanheilt. Móðirin höfðaði þá mál á hend- ur stjórnarnefnd rikisspital- anna, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs og krafðist bóta vegna þess að hún fæddi barn, sem álita mátti fyrirfram að yrði vanheilt. Krafan hljóðaði upp á 6,5 milljónir til handa foreldrunum og barninu. 1 undirrétti eru kröfur hjónanna til skaða- bótaréttar teknar til greina, en ekki bæturnar til handa barn- inu. Sá dómur féll i febrúar 1973. Rikiö skaut málinu til hæsta- réttar og sýknuðu fjórir dómar- ar af fimm rikið algjörlega af framsettum kröfum. Mál þetta og niðurstöðurnar i þvi hafa vakið mikla athygli, enda mun þetta i fyrsta sinn á Norðurlönd- um sem hæstiréttur fjallar um mál af þessu tagi. Dómur meirihluta dómar- anna byggir á þvi, að læknum fæðingardeildarinnar hafi ekki verið skylt að framkvæma að- gerð, sem þeir telji varhuga- verða og að ekki hvili skylda á rikinu að sjá um að fóstureyðing sé framkvæmd, þótt löglegt leyfi liggi fyrir. Kröfur konunnar voru meðal annars byggðar á þvi, að yfir- völd hafi gerzt sek um seina- gang við að fullnægja heimild- inni fyrir fóstureyðingu. Um þennan hluta málsins var deilt af flytjendum, en i dómi sinum tekur hæstiréttur enga afstöðu til þessarar hliðar málsins. 1 niðurstöðum meirihluta dómar- anna segir einungis, að stefnendur hafi ekki fært rök að neinu þvi atviki, sem á verði reist s k a ða b ó t a s k y 1 d a áfrýjenda gagnvart þeim. Áfrýjandi, það er að segja rikið, verði þvi sýknaður af kröfum þeirra i málinu, án þess að kanna þurfi hvort aðrar lagaá- stæður girði fyrir skaðabóta- skyldur áfrýjenda. „Stefnendur hafa ekki leitt rök að þvi, að læknarnir hafi með synjun sinni brotið gegn starfsskyldum sinum að lögum. Verður að telja, þegar litið er til eðlis þeirrar aðgerðar, sem um var að ræða, og þess viðhorfs, sem rikjandi var gagnvart fóst- ureyðingum, að læknum hafi ekki verið skylt að framkvæma aögerðina, sem þeir töldu var- hugaverða,” segir i niðurstöð- um meirihluta dómaranna. Dómarinn, sem greiddi sérat- kvæði, segir i úrskurði sinum, að umsóknin um aðgerðina hafi ekki borið áritun um það, hvenær hún barst landlækni. Konan hafi haldið þvi fram, að hún hafi sjálf farið með umsóknina til landlæknis 30. janúar 1964 og sama dag lagt fram beiðni um legurúm á skrif- stofu rikisspitalanna. Þessu hafi ekki verið andmælt af áfrýj- anda. Eftir að leyfi til fóstur- eyðingarinnar var veitt hinn 13. febrúar virðist ekkert hafa ver- iö aðhafzt af hálfu landlæknis og fæðingardeildarinnar til að tryggja að rikisspitalarnir veittu konunni strax legurúm. Legurúm fékk hún þar ekki fyrr en 21. febrúar. Að lokum segir i niðurstöðum dómara þess, er greiddi sérat- kvæði: „Samkvæmt framan- sögðu er ljóst, að töfin á veit- ingu leyfisins til fóstureyðingar- innar og drátturinn á þvi, að konan fengi inni á fæðingar- deildinni hafi orðið þess vald- andi, að fóstureyðing fór eigi fram. Urðu hér á mistök i stjórnsýslu. Ber áfrýjandi ábyrgð á starfsemi þeirra stofn- ana, sem hlut eiga að máli. Afleiðingar þessara mistaka urðu afdrifarikar, þvi sé bóta- réttur fyrir hendi til þeirra, er veröi fyrir tjóni af þessum sök- um.” Lögfræðingur rikisins i þessu máli var Gylfi Thorlacius, en Hjörtur Torfason var lögfræð- ingur hjónanna . — JB Kappaksturs bílar í dvergútgáfu Nú er Go-kartinn einnig kom- inn til Islands. Þessi fjórhjóla smábill hefur notið gifurlegra vinsælda erlendis sem skemmtitæki fyrir bæði unga og gamla og nýiega komu tvö fyrstu tækin af þessari teg- und hingað til landsins. Þessi tæki eru svo nýtilkomin hér á landi, að ekki hefur enn fundizt gott heiti fyrir þau á is- lenzku. Go-kart, eins og tækið kallast i nágrannalöndunum, er samheiti yfir smábila meö litl- um dælumótor, sem koma má á þó nokkurn hraða á tilheyrandi brautum. Framtakssamir félagar hafa nú flutt inn tvö slik tæki og fá væntanlega tiu til viðbótar inn- an skamms. Tækin hafa verið til leigu viö Alftamýrarskólann undanfarn- ar helgar og notið vinsælda, sér- staklega meðal strákanna. Ekki er ráðiö, hvar tækjunum veröur endanlega valinn staöur, en þau þurfa stórt malbikað svæði til aö geta notið sin I kappakstri og öðrum þrautum. —jr Fyrstu tveir biiarnir hafa veriö i stöðugri notkun sfðan þeir komu tii landsins. Þessa tvo ökumenn rakst Ijósmyndari blaðsins á við Alftamýrarskóla i vikunni. Ljósm. BG „ERUM VIÐ EKKI LENGUR EINFÆRIR UM AÐ HREINGERA SJÁLFIR?" — hvers vegna snýst verkalýðsforystan ekki til varnar, spyr starfshópur rauðsokka „Hvers vegna snýst verka- lýðsforystan ekki til varnar gegn erlendri ásælni á fslenzk- um vinnumarkaði?” Þannig spyr einn starfshópur rauðsokka meðal annars vegna samninga sem undirritaðir hafa verið við Danska hreingern- ingafélagið hf. Og rauðsokkar spyrja ennfremur: ,,I þágu hverra var verkalýðsforystan að vinna, þegar hún undirritaði samninginn við danska hrein- gerningafélagiö? Hver er ávinningurinn fyrir okkur Is- lendinga aö fá útlenda yfirboð- ara með skeiðklukku til að reka íslenzkt verkafólk áfram?” Þá segja rauðsokkar að i öðr- um löndum hafi reynslan sýnt, að þegar verktakafélög af þessu tagi taka aö sér hreingerningar eykst vinnuhraðinn, vinnuskil- yrði versna og samskipti fólks á vinnustað veröa ópersónulegri. Af þessum sökum verður roskið fólk þvi oft að hætta störfum. Fyrrnefndur samningur hefst á þessum orðum: „Á meðan þessi samningur er I gildi, má enginn þeirra, sem undirrita hann eða þeir, sem hjá þeim eru ráðnir eða félagsmenn, hvorki einn og einn né fleiri saman, reyna með nokkrum hætti, ljóst eða leynt, að vinna gegn ákvæð- um hans eða knýja fram neinar breytingar á honum.” Hverra hag er verið að tryggja, þegar slik ákvæöi eru samþykkt? Erum við Islending- ar ekki lengur einfærir um aö sjá um hreingerningar okkar sjálfir án milligöngu útlendinga og hver eru eiginlega þau rök, sem gætu réttlætt hana? Þau hafa enn ekki heyrzt, hvorki frá verkalýðsforystunni né öörum. Og starfshópurinn segir enn- fremur: Er ekki augljóst aö þetta danska fyrirtæki ætlar sér að græða á vinnu islenzks lág- launafólks? —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.