Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 01.03.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 1. marz 1975 Þaö var á fimmtudaginn var að ég brá mér i Sigtún til aö hlýöa á það er Demant h/f hafði þar upp á að bjóða. Ég skellti mér i sparifötin og kom á staðinn, þar sem fjöl- menni var fyrir, þ.á m. allur Verzlunarskölakórinn, en hann er heldur ekkert smáræði. Ég fékk mér sæti svona I ró- legheitum uppi við sviðið og beið átekta, á meðan alls kyns rótarar voru að róta i snúrum Júdasmanna. Klukkuna vantaði tuttugu minútur I tiu er Júdasar hófu leik sinn. Strax kom i ljós að JÚDAS er pottþétt hljómsveit, hvert lag þeirra virðist vel æft, og sér- staklega er mér í fersku minni góöur samleikur þeirra Hrólfs og Finnboga á trommur og bassa þetta kvöldið. Þeir félagarnir byrjuðu frem- ur rólega aö vanda, en um leið og þeir hófu leik sinn á laginu ,,If I were a Carpenter” tók fólk að streyma á gólfið, enda lagið nokkurs konar vörumerki fyrir þá félaga. Ekki bætti úr skák að næsta lag var „Nothing from noth- ing”, sem Billy Preston hefur gert svo frægt... Þetta lag taka þeir með afbrigðum vel og vart galla að finna á tónlistarflutn- ingi þeirra á þvi lagi. Stemmningin eykst, og næst tekur JÚDAS lagið „MONEY MONEY” i óbreyttri útsetningu „Little Richard”. Þetta er stuð- lag og kippur færist yfir mann- skapinn. Þarna er sérstaklega gaman að fylgjast með nýjum meðlimi grúppunnar, gitarleik- aranum Clyde Authrey. Hingað til hefur hann staðið sem stifastur á sviðinu, með slifsið hert að hálsi og hné klemmd saman. Nú fer að fær- ast lif i þennan skemmtilega „Við höldum áfram ef þið klappið okkur gitarleikara, og hann samlagast rytmatiskum hreyfingum ann- arra meðlima JÚDASAR. Það er eins og eitthvað mikið sé á seyði, en þá er lagið búið og Maggi tilkynnir að nú muni þeir taka sér pásu á með- an skemmtiatriði fari fram. upp" A meðan beðið er eftir SETTLERS (en sú bið var reyndar fulllöng) nota ég tim- ann til popp-spekilegra hug- leiðinga. Það er vist öruggt mál að JÚDAS er okkar bezta hljóm- sveit i dag. Félagarnir eru gæddir vissum „professional- isma”, sem gerir það að verk- um, að prógramm þeirra er þaulhugsað og alltaf uppbyggj- andi. Hugsunarháttur þeirra bein- ist fyrst og fremst að þvi að skemmta öðrum, sér til skemmtunar, án þess þó að um fyrirfram ákveðna útúrdúra eða stæla sé að ræða. Þetta er gott, og fólk skemmti sér greinilega vel þetta kvöld við leik JÚDAS- AR sem kemur seinna fram i þessari grein. Stóra spurningin er, hve vel vegnar JÚDAS, þeg- ar PELIKANar eru komnir heim aftur. Það er vitað mál að PELI- KAN á sér dygga aðdáendur i Reykjavik og JÚDAS hefur þeg- ar eignað sér Suðurnesin. Þetta verður hörð barátta á milli þessara tveggja hljómsveita og gaman að sjá hvað úr verður. Ekki er nóg með að hljóm- sveitirnar berjist um dansstað- ina og fólkið, heldur eru vænt- anlegar LP-plötur frá báðum á þessu ári, með frumsömdu efni. — Nóg um það i bili. Þetta fer að verða þreytandi biö, en viti menn, þar kemur hann Helgi Steingrims á fullu og tilkynnir að nú megi fólk fara að klappa fyrir THE SETTLERS, (klapp-klapp). Það sem yfirleitt spillir fyrir tónleikum hérlendis er lélegur agi. Svona lagað á ekki að sjást nema I mesta lagi I fimm minútur, fyrir nærri fullu húsi áheyrenda. Flugfreyjur, eldri og yngri munið 20 ára afmælisfagnaðinn í Vikinga- sal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 6. marz kl. 10.00. Miðasala og borðapantanir að Hagamel 4 mánudagog þriðjudag frá kl. 1-5. Simi 26850. Frá vinstri — aö ofan — Helena — Ingimar — Grimur. Niöri — Sævar, Þorleifur — Finnur. Ingimar með nýja menn Þaö er ekki of oft sem Ingimar Eydal og hljómsveit hans bregöa sér út fyrir dyr „Sjallans” en stundum kemur þaö þó fyrir. En það er þó ekki til þess að gleðja ballþyrsta Reykvikinga, ó nei, hann stoppar hér yfirleitt aðeins i hálfan dag, og svo er hann kominn til útlanda. Ég minnist þess að hafa heyrt i hljómsveit I.E. tvisvar, i annað skiptiö á Mallorca nú i sumar, og nú siöast I Luxem- Auglýsing um skoðun ökurita Með tilvisun til fyrri auglýsingar ráðuneytisins um skoðun ökurita i stýrishúsi I dlsilbifreiðum yfir 5 tonn að eigin þyngd hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðunarmenn verði staddir á eftirtöldum stöðum og tima dagana 3-7 mars n.k. til hagræðis fyrir viðkomandi bifreiðastjóra. Keflavik v/Bifreiðaeftirlit mánud. 3. mars kl. 10-17 Grindavik v/Festi mánud. 3. mars kl. 18-20 Þorlákshöfn v/Kaupfélagið þriðjud. 4. mars kl. 10-15 Hveragerði v/Hótel Hveragerði þriðjud. 4. mars kl. 16-18 Stokkseyri miðvikud. 5. mars kl. 10-12 Selfoss v/Bifreiðaeftirlit miðvikud. 5. mars kl. 13-20 Hvolsvöllur v/Kaupfélagið fimmtud. 6. mars kl. 10-15 Hella v/Kaupfélagið fimmtud. 6. mars kl. 16-18 Akranes v/Vörubilastöðina föstud. 7. mars kl. 13-16 Skoðunarmaður verður ekki sendur aftur á framan- greinda staði. Komi umráðamenn viðkomandi bifreiða þvi ekki við að láta skoða ökuritana á hinum auglýstu tímum verða þeir að koma með bifreiðina eða senda ökuritann til V.D.O. verkstæðisins Suðurlandsbraut 16 Reykjavik fyrir 1. april n.k. Fjármálaráðuneytið, 28. febrúar 1975 bourg þar sem hann spilaði fyrir dansi á þorrablóti landans i Lux. Já, það er dálltiö hart að þurfa að fara til útlanda til að hlýða á Ingimar, en ætli maður verði bara ekki að bregða sér i „Sjallann” bráðlega, svona að gamni! Nóg um það, Ingimar spilaði á Holiday Inn hótelinu i Luxem- borg hérna um daginn og stóð fyrir sinu að vanda, innan um hrútspunga, svið og annað rennandi er sjálfsagt einnig tilheyrir þorrablóti landans. Lagaval Ingimars er ferskt að vanda, m.a. heyrði ég hljóm- sveitina taka lag Billy Swans „I can help” með ágætis árangri, og það sannar þó að hann fylgist vel með timanum, sem synd væri að segja um eina svipaöa hljómsveit okkar Reykvikinga. A þessari kvöldstund munaði minnstu að Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari (nú flug- maður hjá Luxair og búsettur i Lux.) syngi með sinum gamla félaga, en þorramaturinn gerði það ómögulegt á siðustu stundu, þvi miður. Þeir Bjarki og Arni eru nú hættir hjá Ingimar, og mun Bjarki hafa i hyggju að stofna sina eigin hljómsveit en Arni hefur lagt kjuðana á hilluna fyrir fullt og allt, að öllum likindum. En Ingimar var ekki lengi að ná sér I nýja menn, enda vart langt að leita (hæg heima- tökin). Þeir Þorleifur Jóhannsson (trommur) og Sævar Bene- diktsson (bassi) hafa nú gengið i grúppuna, og varla teljast þeir til nýliða i bransanum. Mörgum eru eflaust i fersku minni tónleikar þeir er KINKS héldu hér um árið og BRAVÓ er þar kom fram i pásu. Þetta voru bara pottormar i þá daga, en vöktu heljarathygli fyrir hæfni og framkomu sina. BRAVÓ leystist svo upp, seinna varð úr LJÓSBRÁ, og þar hafa þeir Þorleifur og Sævar spilaö saman i nokkur ár, og nú eru þeir sum sé komnir til „greifans”, og Ljósbrá þá einnig leyst upp. Það er þvi vart að ástæðu- lausu að hann Ingimar brosir svona lika sætt til okkar á þessari mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.