Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 10.03.1975, Blaðsíða 5
VIsir.Mánudagur 10. marz 1975 5 N ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MO UmsjÓn: H.H. Reyndu oð kveikja í bótaflotar heils þorps ó S-írlandi öfgasamtök mótmæl- enda á Norður-írlandi hafa játað á sig tilraun til þess að brenna alian bátaflota Greencastle, sem er smáþorp i Donegal-sýslu, nyrzt i trska lýðveldinu. Talsmaður varnar- samtaka Ulster i Lond- onderry sagði i gær, að fiskimenn i Greencastle hefðu smyglað vopnum fyrir hryðjuverkasam- tök kaþólskra, IRA, Lögreglan I þessu sjávarþorpi segir, að tveir bátar hafi eyði- lagzt af völdum Ikveikjusprengja, en siðan hafi fundizt 30 slíkar vitisvélar i fjórum togurum og fjölda smærri fiskibáta. — Boruð höfðu verið göt á oliugeyma i 17 bátum til þess að koma oliunni til að renna, svo að bátarnir brynnu betur. Hefðu ætlunarverk brennu- manna heppnazt, hefðu allir bát- arnir 21 með tölu eyöilagzt i eldi, þar sem þeir lágu bundnir við bryggjur. En lögreglumenn sáu reyk leggja frá einum bátnum og heyrðu sprengingu i öðrum. "Þeir kvöddu til slökkvilið frá nærliggj- andi bæjum. Sjómenn, lögregla og herlið tóku höndum saman við að slökkva eldana. Sprengjusér- fræðingar gerðu ikveikjusprengj- urnar óvirkar, og áður en langur timi var liðinn var hættan liðin hjá. Talsmaður Ulster-varnarsam- takanna i Londonderry lét hafa eftir sér i gærkvöldi: „Það er al- kunna, að þessir bátar hafa um langt skeið smyglað vopnum til IRA, siðan ógnaröldin hófst. — Tveir bátar frá Greencastle fóru t.d. til móts við rússneskan kafbát 1972, sem kom upp að strönd N-Ir- lands með nokkra tékkneska hernaðarsérfræðinga, en þeir voru IRA-mönnum til leið- beiningar I hryðjuverkunum. — Svo lengi sem þessi hætta er fyrir hendi, má Irski lýðveldisherinn (IRA) eiga von á sllkum varnar- ráðstöfunum frá Ulster, eins og I- kveikjunum”. IRA hefur, eins og kunnugt er oröið, nýlega gert hlé á hryðju- verkum sinum. — ógnaröldin, sem rikt hefur siðustu fimm árin á N-trlandi, hefur kostað 1300 manns (bæði á Irlandi og Eng- landi) lifið. Um nokkurra mánaöa skeiö hafa fiskimenn i Greencastle staðiö i biturri deilu við aðra bátasjómenn frá Norður-írlandi um veiðiréttindin á miðunum undan Greencastle. — Var i fyrstu — áður en yfirlýsing Ulstervarnarsamtakanna lá fyrir — haldiö, að keppinautar frá N- Irlandi hefðu staðið að ikveikju- tilraununum. Kristilegir demókratar unnu einnig sigur I kosningunum I V- Berlin fyrir viku, en ránið á leiðtoga þeirra, Peter Lorenz, þótti eiga þar hlut i. Þessi mynd var tekin af Lorenz, þegar hann kom fyrst fram opinberlega, eftir að ræningjarnir slepptu honum. Sprenging Sprenging varð i einni aðal- járnbrautarstöð Parisar I gær- kvöldi. Uröu miklar skemmdir á farangursgeymslu stöðvar- innar „Gare de L’est”. — Sjö slösuðust. Myndin hér fyrir neðan var tekin i aðal biðsalnum og sýnir verksummerkin, en ekkert lá fyrir um, hvaö sprengingunni olii. Skýfall í Sidney Crhellisrigning leiddi af sér algert öngþveiti i umferðinni i Sidney i gær. A tæpum þrem stundum mældist úrkoman 127 mm I þessari stærstu borg Astraliu. Flugvöllurinn lokaðist um tima I einu skýfallinu, og vatnselgurinn á götunum stöðvaði umferð bila og lesta. Varð fólk að biða i járbrautar- vögnum og áætlunarbílum, þar sem það var niður komið, i allt að tvær stundir. Einn bileigandinn varð að Lbjarga sér á sundi, þegar bil hans skolaöi út af vegi. Kenndu sjónvarpsáhorfendum tilbúning kjarnorkusprengju Bandarískum sjón- varpsáhorf endum var sýnt í gærkvöldi hvernig þeir gætu boriö sig við að stela nógu miklu af plútonium til að búa til sina eigin kjarnorku- sprengju. Um leið sýndi háskólanemi, hvernig hann bjó til vítisvél, sem grandað gæti 100 þúsund manns. Þessi fræðsluþáttur var sýnd- ur hjá PBC-sjónvarpinu, en þar var fjallað um þær öryggisráð- stafanir, sem gerðar eru til varöveizlu plútoniumbirgða i Bandarikjunum. Plútonium er ágætis hráefni til framleiðslu kjarnorkusprengja, en er úr- gangur úr kjarnorkuverum. I sjónvarpsþættinum voru sýndar teikningar af kjarnorku- verum, en þessar teikningar eru öllum aimenningi aðgengilegar. Hryðjuverkamenn gætu fyrir þær sakir vel fengið að kynna sér þær. Jafnframt var lýst ör- yggisráðstöfunum yfirvalda varðandi kjarnorkuverin. Siðan var sýnt i smáatriðum, hvernig háskólastúdent bjó til sitt heimasmiðaða kjarnorku- vopn og studdist þá eingöngu við upplýsingar, sem gerðar hafa verið opinberar. Þessu verki lauk hann á fimm vikum. Varnarmálasérðfræðingur, sem spurður var álits, taldi að sprengjan réði yfir samsvar- andi sprengikrafti og 10 þúsund til 100 þúsund smáiestir af TNT- sprengiefni. — Slik sprengja. spryngi hún i borg. gæti orðið 50 þúsund til 100 þúsund að bana. I sjónvarpsþættinum var lögð mikil áherzla á, hve þjófum væri gert auðvelt að stela plútonium, ef þeir vildu. Kristilegir demókratar juku fylgi sitt enn Kristilegi demókrata- flokkurinn (CDU) vann glæsilegan sigur og hreinan meirihluta i kosningunum i Rhineland og Phalz i gær. Fékk flokkurinn 53,9% atkvæða og jók fylgi sitt um 3,9%. Sósialdemókratar Helmuts Schmidts kanslara fengu 38,5% atkvæða, en fengu 40,5% fyrir fjórum árum. Frjálslyndir demó- kratar fengu 5,6%. Fylgistap stjórnarflokksins, sósialdemókrata, þykir mun minna en almennt hafði verið bú- izt við. Telja menn, að sam- steypustjóm Schmidts megi vel við una. — 1 rikiskosningum i fyrra og i V-Berlin fyrir viku töp- uöu sósialdemókratar frá þrem og upp I átta prósent. 2,5 milljónir voru á kjörskrá i Rhineland-Phalz. Úrslitin eru mikið vatn á mylli Helmut Kohl, formanns kristi- legra demókrata i Þýzkalandi. Hann er liklegasta kanslaraefni kristilegra demókrata i kosning- unum næsta ár eftir þessi úrslit, nema keppinautum hans innan flokksins leggist eitthvað alveg sérstakt til. RéðTcÍA flugumenn mafíunnar Timaritið „TIME” skýrði frá þvi í gær, að leyniþjónusta Banda- rikjanna (CIA) hefði leigt flugumenn til að ráða Fidel Castro á Kúbu bana. „Rafael Trujillo i Dominikanska lýðveld- inu og Francois „Papa Doc” Duvalier á Haiti voru einnig ætluð sömu örlög”, bætir blaðið við i gær. Það segir, að CIA hafi leigt skyttur af mafiunni i Bandarikj- unum i nokkrar misheppnaðar tilraunm til að ráða Castro af dög- um. A það aö hafa verið reynt bæði fyrir og eins skömmu eftir Svinaflóabardagann, þegar gerð var tilraun til innrásar á Kúbu 1961. Mafian var boðin og búin — segir I frétt TIME — til að aðstoða i þessu efni, þvi aö leiðtogi Kúbu hafði þá nýlega látiö taka eignar- námi öll spilaviti mafiunnar i Havana. TIME segir, að CIA hafi viljað Trujillo feigan, „þvi að hann var farinn að stiga i vænginn við kommúnista”. Hefur blaðið eftir heimildarmanni sinum, að „eng- inn vildi, að önnur Kúba sprytti upp i Suður-Ameriku”. Þvi á CIA að hafa stutt þau öfl, sem unnu að þvi að bylta Trujillo, sem var ráðinn af dögum 1963. TIME heldur þvi ennfremur fram, að CIA hafi stutt leiðtoga 200 uppreisnarmanna, sem þjálf- uðu sig i Dominikianska lýðveld- inu til undirbúnings innrásar á Haiti 1963. En her Dominikanska lýðveldisins hafi stöðvað innrás- ar”herinn”, áður en hann lagði af stað til Haiti. Einn flugmaður hafi þó náð að komast á loft og hann varpaði sprengju, sem kom niður 300 metrum frá höll Duvaliers for- seta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.