Vísir


Vísir - 17.03.1975, Qupperneq 1

Vísir - 17.03.1975, Qupperneq 1
65. árg. Mánudagur 17. marz 1975 — 64. tbl. ÓK AF STAÐ MEÐ LÖGREGLUKONUNA HANGANDIÁ BÍLNUM — baksíða Jóhann • • * risi í Banda- ríkj- unum — baksíða Enn breitt bil í kjarasamningunum „Þeir vilja m liklu, mih ;lu meira en við höfum b oðið" — segir Ólafur Jónsson, framkvœmdastjóri Vinnuveitendasaiabandsins — Enn er breitt bil milli aðila í kjarasamningunum. „Þeir vilja fá miklu/ miklu meira en við höfum boðið/" sagði ólafur Jóns- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins í morgun. „Við settum fram vinnuplagg/ sem átti að auðvelda viðmiðun/" sagði Björn Jónsson forseti ASI i morgun. „En það hefur engin hreyfing orðið frá vinnuveitendum." Hefur ASl gengizt inn á, að kauphækkun verði ekki á hærra kaup en 68800 krónur? Byrjað að sparka BARIZT VIÐ LEÐJUNA Það er ekki tekið út meö sæld- inni aö vera knattspyrnumaöur á íslandi i marzmánuöi. Þá er allra veöra von. Þetta fengu þeir að reyna, Keflvikingar og Kópavogsmenn. Þeir böröust vonlitilii baráttu viö leöjuna á veilinum, og aldrei tókst aö koma leðurkúlunni milli mark- stanganna. Steinar Jóhannsson, aöal- skytta Keflvikinganna, gerir einmitt tilraun á myndinni, en boltinn viröist vera aö sökkva ofan I forina á vellinum. Liklega hefur þó markveröinum tekizt aö halda aftur af boltanum. Þetta var fyrsti opinberi knattspyrnukappleikur þessa knattspyrnu,,sumars”. Ekkert mark var skorað. I iþróttafréttum inni i miöju blaðsins er fjöldi frétta, — sem Visir birtir aö sjálfsögöu fyrst allra blaöa, að venju. — NORGLOBAL EF HRÁEFNI VERÐUR ÁFRAM — hefur tekið á móti um 14% af heildar aflamagninu ,,Ef við fáum ckki hráefni fljótlega, verðum við að láta Norglobal fara,” sagöi Jón Ingvarsson, forstjóri Hafsildar og isbjarnarins, i viðtali við Visi i morgun. „Skipiö verður hrá- efnislaust, ef það kemur ekkert i dag. Forsenda fyrir því aö hafa skipið hér er að fá nægilegt hrá- efni.” Norglobal hefur nú tekið á móti 57 þúsund tonnum af hrá- efni. Heildartalan, eins og hún hefur verið uppgefin til loðnu- nefndar er nú 407 þúsund, og er hlutdeild Norglobal þá um 14% af aflamagninu. Þess er að gæta, að uppgefið aflamagn til loðnunefndar er áætlun skip- stjórnarmanna og oftast ivið hærri en aflinn reynist vera uppveginn, svo hlutdeild Norglobal er trúlega öllu hærra hlutfall. Skipið hefur framleitt milli 7- 8000 tonn af loðnumjöli, en á þriðja þúsund tonn af lýsi. Þar af er búið að flytja út um 5300 tonn af mjöli og um 1800 tonn af lýsi. Samkvæmt upplýsingum Sveins Benediktssonar, for- manns sambands fiskimjöls- framleiðenda i Morgunblaðinu i gær, hafa verið seld 8000 tonn af mjöli úr Norglobal fyrir 3.77 dollara eggjahvitueininguna cif Hamborg, eða 252,59 dollara tonnið miðað við 67% eggja- hvitu, og 4000 tonn á 3,21 dollar eininguna, eða 215.07 dollara tonnið miöað við sömu eggja- hvitu. Þar segir ennfremur, að seld hafi verið 750 tonn af lýsi úr Norglobal fyrir 350 dollara tonn- ið cif. Veður hefur hamlað loðnu- veiðum nú siðustu daga. Einn bátur kom til Reykjavikur i gær með um 50 tonn, en veður er enn óhagstætt til veiða. Einhverjir loðnubátar láta reka út af Jökli, en landlega er hjá öðrum. — SHH „Hvorugt,” sagði Björn. „Við höfum ekki gert tillögur um það efni.” Björn sagði, aö „vinnuplagg” ASÍ-manna hefði gengið út á, að kauphækkun yrði i áföngum og samið yrði til skamms tima. Björn sagði, að ekkert tilboð hefði komið frá vinnuveitendum siðan ASl hélt kjararáðstefnu sina. Olafur sagði, að vinnuplaggið heföi komið fram fyrir nokkuð löngu siðan, og það færi i aðra átt, en tillögur vinnuveitenda. Til dæmis vildi ASÍ fá hækkun á eftirvinnuna. Samningafundur hófst að nýju klukkan tiu i morgun. -HH. Tveir eða þrír byrjuðu ekki ó reykingum ó ný „Aö minnsta kosti tveir ef ekki þrir starfsmanna vél- smiðjunnar hafa ekki byrjaö aftur aö reykja siöan „bind- indisfélagið” var stofnaö hér hjá fyrirtækinu fyrir um fimm árum síöan,” upplýsti Karl Olsen, forstjóri Vél- smiðjunnar OI. Olsen i Ytri- Njarövik, þegar Visir haföi tal af honum i tilefni lesendabréfs, sem er á blaö- siöu tvö i blaöinu i dag. „Samtökin leystust upp á öðru ári, ef ég man rétt, en það stafaði ekki af öðru en þvi, hversu erfitt reyndist að starfrækja sjóðinn vegna mannaskipta hér i vélsmiðj- unni,” sagði Karl. „Arangurinn af stofnun samtakanna varð samt sá, sem ég lýsti hér á undan. Það fyrirkomulag var á samtökunum, að félagarnir hétu þvi, að hætta að reykja og leggja þess i stað i sjóð andvirði eins sigarettupakka á dag. Þeir, sem voru staðnir að þvi að reykja, voru sektaðir. Um áramót var sjóðnum siðan skipt á milli félaganna og voru það tals- verðar upphæðir, sem hver og einn fékk,” útskýrði Karl. „Einn starfsmannanna fékk konuna sina til að hætta að reykja og lagði sigarettu- peninga hennar i sjóðinn lika. Þegar sjóðnum var skipt eftir árið, fengu þau tvö eitthvað á milli 50'Og 60 þús- und krónur, sem var and- virði Spánarferöar þá,” sagði Karl. Og hann tók það fram, að þau hjónin hafa ekki byrjað að reykja aftur, þrátt fyrir að „bindindis- félagið” hefur verið leyst UPP —ÞJM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.