Vísir - 17.03.1975, Síða 24

Vísir - 17.03.1975, Síða 24
vísm Mánudagur 17. marz 1975. Hjól- hýsið 9-10 fet... — hittu Jóhann risa eftir að hann kom fram í sjónvarpi ,,... þegar vift komum inn i hli&argötu sáum við hjólhýsi með yfirbyggingu. Hæðin á þvi var 9-10 fet svo þá vorum við ekki i vafa lengur.” Þannig segir m.a. i bréfi, sem isienzk kona, Agústa Garðarsdóttir, búsett i Sara- sota i Flórida, skrifar til for- eldra sinna á Akranesi fyrir stuttu. i glefsunni, sem við birtum úr bréfinu er hún að lýsa hjólhýsi, sem er í eign einskis annars en Jóhanns risa sjálfs. Hún og fjölskylda hennar hittu hann i Tampa, sem er ekki langt frá heimili þeirra. Varð hann mjög ánægður yfir þvi að hitta þarna tslendinga á ferðinni, en þau höfðu haft upp á honum eftir að viðtal við hann birtist i sjónvarpinu. Var þar verið að ræða við fólk, sem hefur komið fram i sirkus og fjölleikahúsum, og var Jóhann þar á meðal. Jóhann á hús og griðarmikla lóð þarna úti. Hann langar að mörgu leyti til að flytja heim, en segir þó margt þvi til fyrir- stöðu. Hann saknar hangi- kjötsins og harðfisksins mikið, enda er það hans uppáhald. Hann spurði lika tslending- ana, hvort þeir ættu nokkuð slikt i fórum sinum. Heilsu Jóhanns er nokkuð farið að hraka. Þegar Is- lendingarnir hittu hann, var hann að leita sér að skóm, og var að reyna að finna einhvern til að búa þá til á sig. Að lokum sagðist Jóhann vonast til, að tslendingarnir héldu við hann kunningsskap. —EA Þessi 7 ára snáði hitti Jóhann risa i Bandarikjunum með móður sinni, og var Jóhann mjög ánægður yfir þvi að hitta þarna landa sina. Ók af stað með lög- reglukonu hangandi JL Li||||||M reyndi síðon að fara huldu höfði, fj| IJIIIIUIII en gof sig svo fram við lögregluna Tveir óeinkennisklædd- ir lögregluþjónar, sem voru á eftirlitsferð í óein- kenndum bil aðfaranótt laugardagsins, veittu at- hygli bífreið, sem þeim þótti vert að athuga bet- ur. Bilstjóri bifreiðarinnar ók henni mjög ógætilega og veittu lögregluþjónarnir tveir honum þvi eftirför. Bifreiðin, sem veitt var eftirför ók inn á Essoplanið á móts við Klúbbinn við Borgar- tún og nam þar staðar. Lögregluþjónarnir undu sér að bilstjóranum og báðu hann að fylgja sér niður á lögreglu- stöð til nánari athugunar. Þegar pilturinn sá, að lögregluþjón- arnir voru kvenkyns, taldi hann sig geta komizt auðveldlega frá þessu óþægilega máli. Hann virti skipanir kvenn- anna að vettugi og ók af stað á miklum hraða. Onnur konan hékk þó utan i bilnum eina þrjátiu metra, en sleppti þá tak- inu. Hún féll i götuna, en mun þó hafa sloppið við öll meiðsli. Lögregluþjónarnir tveir höfðu nákvæma lýsingu á bilnum og piltinum og þvi reyndist ekki örðugt að ná til piltsins, þótt hann reyndi að fara huldu höfði. Farið var heim til hans á laugardaginn og þeim skilaboð- um komið til hans að gefa sig fram við lögregluna. Pilturinn gaf sig fram siðar um daginn og viðurkenndi brot sitt. — JB í rétti en í órétti þó Aksturinn hjá þeim létt kennda hafði gengið eins og i sögu allt þar til hann kom þar á öldugötu i Hafnarfirði, sem Bárukinnin kemur á hana. Upp Bárukinn kom bili, er beygði inn öldugötuna, ók öfugum megin við umferðareyju, sem þarna er og lenti framan á bii þess ölvaða, sem var sakiaus að öðru leyti en því að vera ölvaður. Areksturinn varð ailharður og hlutu bilstjórarnir nokkur meiðsli af. —JB Róðizf á afgreiðslu- stúlku í ísbúð Ráðizt var á afgreiðslukonu i isbúðinni við Hjarðarhaga i gær- dag og hún barin i andlitið. Hlaut hún áverka i andliti, sem sauma þurfti saman á slysavarðstofunni. Maöurinn hafði komið inn i is- búðina og beðið um að fá lánaðan sima. Þegar inn fyrir var komið réðst hann á konuna með rosta og ljótu orðbragði og barði hana með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var úrskurðaður i gæziuvarðhald. __ jb Sveinn Oddgeirsson, bifvélavirkjameistari og framkvæmdastjóri Félags islenzkra bifreiðaeigenda, skýrir leyndardóma bilvélarinnar fyrir áhugasömum nemendum. Það er saumaklúbbur, sem enn hefur ekki hlotiö nafn, sem hér lærir hvað kveikjulokið gerir og hvaðkveikjuhamarinn. Ljósm. VIsis: Bragi. AÐEINS EIN SKIPTA UM HAFÐI LÆRT AÐ W HJOL — Kvenfólk í meirihluta ó nómskeiði Vikunnar og FIB í skyndiviðgerðum „Þetta er eins og á saumavélinni," varð einni konunni að oröi, sem var að hlusta á skýringar eins kennarans á námskeiði Vikunnar og FÍB í skyndiviðgerðum í gær. Kennarinn var þá að kenna þeim, hvernig þær ættu að láta kveikjulokið falla rétt í gróp. Raunar var þetta nærri þvi heill saumakiúbbur, sem var að fræðast um smáviðgerðir á bil- um, þegar Visismenn bar að garði. Þær voru fimm saman, en sú sjötta gat ekki komið þvi við að vera með — áhugann vantaði ekki. Konunum kom saman um, að nauösynlegt væri að vita hvernig bregðast á við bilunum af þvi tagi, sem verið var að fræða þær um. Þegar þær tóku ökupróf, var litið gert af þvi að fræða þær um gangverk bil- anna. Sumar höfðu lent i þvi, að vélarhúsið var ekki einu sinni opnað, meðan verið var að kenna þeim á bil, en aðrar höfðu lært að athuga oliuhæð á vél og vatn i kassa. Aðeins ein hafði séð hjá kennara sinum, hvernig á að skipta um hjól — en siðar kom i ljós, að það var aðeins vegna þess, að kennarinn hafði neyðzt til að hjálpa konu nokk- urri að skipta um hjól, meðan þessi var i tima hjá honum. Sveinn Oddgeirsson bifvéla- virkjameistari, framkvæmda- stjóri FtB, sagði, að 90 manns hefðu tekið þátt i þessu nám- skeiði Vikunnar og FÍB um helgina, en óhjákvæmilegt hefði reynzt að visa mörgum frá, þar sem ekki er unnt að taka nema ákveðinn fjölda i senn. Til stendur, að halda áfram um næstu helgi, og ennfremur sagði Sveinn, að námskeið af þessu tagi yrðu örugglega haldin úti um land. Það hefði sýnt sig, að full þörf væri fyrir þau. ,,Við förum eingöngu i þær bilanir, sem geta komið fyrir skyndilega á ferðalögum,” sagði Sveinn. ,,Hér eru ekki kenndar neinar meiriháttar við- gerðir. Meiningin er að létta svolitið á vegaþjónustunni með þvi að kenna ökumönnum þessi einföldustu undirstöðuatriði.” Mikill meirihluti þeirra, sem tóku þátt i námskeiðinu nú um helgina, voru konur. Ekki hafði Sveinn neina skýringu tiltæka á þvi, en saumaklúbbskonurnar töldu ekki útilokað, að karl- mennirnir þættust vita nóg. —SHH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.