Vísir - 18.03.1975, Page 1

Vísir - 18.03.1975, Page 1
65.árg. Þriðjudagur 18. marz 1975. —65. tbl. Urðu að beita ot- geiri og jórnkarli til að losa farþega — baksíðo Eyðileggur „El Nino" ansjósu- veiðina fyrir Perúmönnum? — því spóir haffrœðingur einn í Honolulu Aukaskattur ó bensín uton þéttbýlis? - bls. 3 Vœntanlegur heim með stóra samninginn — bls. 3 Átta sinnum of seint, - vikið úr skóla í viku — baksíða Heitur yfirborðs- straumur á Austur- ER ÞETTA MÁLVERK HÁPÓUTÍSKT? — baksíða Ólafur H. Óskarsson skólastjóri (til vinstri) og Sigurður K. Arnason byggingameistari (til hægri) við stærsta stjörnukíki landsins. Kyrrahafi á þessu ári getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir ansjósu- veiðar Perúmanna, mestu fiskveiðar heims- ins, segir dr. Klaus Wyrtki, haffræðingur við Hawaiiháskólann i Honolulu. Afleiðinganna gæti orðið vart um heim allan. Þessi heiti yfirborðsstraumur hefur komiö tlu sinnum síðustu 50 ár upp aö strönd Suður-Ameríku. Slðast kom þessi straumur við sögu áriö 1972, með þeim afleið- ingum, að ársveiöin hrapaði i 4.5 milljón tonn, úr tíu milljón tonn- um árið áður. Perúmenn hafa gefið þessu náttúrufyrirbæri heitið E1 Nino, sem þýöir „Kristsbarnið,” þvi það gerir yfirleitt vart við sig um jólaleytið, þegar sumar er á suöurhveli jarðar. Dr. Wyrtki telur, að E1 Nino verði ekki sterkur I ár, heldur sambærilegur við það sem hann var árið 1965, þegar ansjósuveið- in minnkaði aðeins um 1.6milljón tonn. Þar aö auki telur visinda- maöurinn erfitt að spá með vissu um áhrifin á veiðarnar i ár, þvi Perúmenn veiða nú miklu minna af þessum fiski en áður var hvort sem er, svo veiðimagnið er ekki I samræmi við gönguna. Fyrstu ellefu mánuöi sfðasta árs voru að- eins veidd 3.6 milljón tonn af an- sjósu frá Perú. Eins og alkunnugt er, stjórnast verð það er við fáum fyrir fisk- mjöl verulega af þvi, hvernig þessar veiðar Perúmanna ganga Þannig eiga Islendingar sérstak- lega mikið undir þvi, hvernig til tekst á þeim slóðum. Að öðru leyti gætir áhrifa af aflaskorti við Perú aö þvi leyti, að þá hafa sojabaunir verið notaðar i staðinn, og hækka viö þaö verulega i verði, með margháttuðum efnalegum og stjórnmálalegum afleiðingum. Upplýsingar þessar eru fengn- ar úr fréttabréfi menningar- og visindastofnunar Sameinuöu þjóðanna, en þar kemur einnig fram, að visindamenn eru ekki allir sammála um, að E1 Nino geri vart við sig á þessu ári. Þannig spá perúskir fiskifræöing- ar þvi, að ansjósuveiðin komist i fimm milljón tonn á þessu ári, og muni smám saman ná tiu milljón tonnum á ári, verði veiðarnar skipulagðar af skynsemi. — SHH STÆRSTI STJÖRNUKÍKIR LANDSINS KOMINN UPP Stærsti stjörnuklkir landsins hefur nú veriö settur upp 1 Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Stærsti stjörnuklkir landsins til þessa, stjörnukfkir Háskólans hefur 8 tommu spegil, en hinn nýi klkir er með 14 tommu spegil. „Sjálfur kikirinn kostaði um 3600 dollara (540 þús) og er það gjöf byggingameistara hússins, Sigurðar K. Arnasonar,” sagði Ólafur H. óskarsson, skólastjóri Valhúsaskóla. „Háskólinn lagði einnig sitt af mörkum og i staöinn fær hann aðstöðu til rannsókna með klkinum. Einnig verður kikirinn væntanlega opinn áhugamönn- um og öðrum skólum, þegar endanlega er búið að stilla hann og ganga frá undirstööunum,” sagði Ólafur H. Óskarsson. Vegna hlutdeildar Háskólans fengust aðflutningsgjöld felld niður af kikinum, en bæjar- félagiö á Seltjarnarnesi sá um að koma upp aðstöðu fyrir hann. Nýi kikirinn var keyptur frá Kaliforniu og er hann 15000 sinnum ljósnæmari en mannsaugað og getur stækkað allt að 650 sinnum. „Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur taldi þennan staö mjög hentugan til stjörnu- athugana. Hér úti á Seltjarn- arnesi erum við komin út úr ljósbjarma borgarinnar og framundan er opið haf. Hér er þvi fátt sem truflar á stjörnubjörtum kvöldum,” sagði Sigurður K. Árnason, býggingameistari, sem átt hefur mestan þátt I að fá kikinn til landsins. -JB.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.