Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Laugardagur 22. marz 1975 — 69. tbl. Gengur eftir áœtlun að kjótla olíunni ór Hvassafellinu — sjá baksíðufrétt FLUGVALLA- GJALDIÐ LEGGST ÞYNGST Á ÞÁ SEM SKEMMST FARA — Sjá baksíðu Misjðfn kjör í lífeyrissjóðunum Verkf rœðingar fá 2028 þús. en verksmiðjufólk 450 þús. Verkfræðingar eiga kost á allt að 2028 þús- und króna lánum úr lifeyrissjóði sinum, en verksmiðjufólk aðeins 450 þúsund hæst. Hjá lif- eyrissjóði borgarstarfs- manna og verkfræðinga eru lánin til 25 ára, en til 15 ára mest hjá Dags- brún og verksmiðju- fólki. Hjá rlkisstarfsmönnum geta hæstu lánin orðiö 800 þúsund krónur, ein milljón hjá SIS, 550 þúsundhjá borgarstarfsmönnum, 600 þásund hjá Dagsbnln og 500 þúsund eftir þriggja ára biðtima hjá VR og ein milljón eftir fimm ára biðtima. Biðtimi er 5 ár viðast, en fer niður I tvö hjá verksmiðjufólki, sem þá á kost á 300 þúsund króna láni. Vextir eru aöeins 10 eða 11 prósent hjá borgarstarfsmönn- um, 14 prósent hjá rikisstarfs- mönnum og verkfræðingum, og 17 prósent I lifeyrissjóðum SIS, Dagsbrúnar, verksmiðjufólks og verzlunarmanna. Þá er innheimt 1% lántökugjald hjá Dagsbrún, verksmiðjufólki og verzlunarmönnum, og 1,5% hjá verkfræðingum en ekkert hjá rikisstarfsmönnum, SIS og borgarstarfsmönnum. Þetta kemur I ljós i saman- buröi, sem birtur er I nýút- kominni skýrslu stjórnar VR. —HH CLAIRE KVÖDD í „COPPELÍU" Það er glatt yfir hópnum, sem dansar í Coppelíu á sviði Þjóðleikhússins, eins og sjá má á þessari lit- mynd Bjarnleifs Bjarnleifssonar. Ballettinn hefur verið að vinna á að undanförnu meðal íslenzkra listgreina. Nokkrir dansarar hafa farið utan, — og oft hef ur þeim tekizt að komast að hjá góðum dans- flokkum og einstaka náð frægð og frama. Annað kvöld verður Julie Claire í aðalhlutverki i Coppelíu, — það verður hennar kveðjusýning, því hún er á f örum utan ásamt eiginmanni sinum. Þá er Þórarinn Baldvinsson einnig á förum. Hans bíða verkefni í Englandi, þar sem hann er fastráðinn dansari með ballettflokki. Viðskiptin við útlönd: Hallinn 1,3 milljörðum meiri Við fluttum inn fyrir 3,1 milljarði meira en við fengum fyrir útflutning í janúar og febrúar. útf lutningurinn nam 3,6 milljörðum, en innflutn- ingurinn 6,7 milljörðum. Þetta er talsvert óhagstæðara en var á sama tima i fyrra. Þá var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 1,8 milljarða. I þessum tölum er aðeins út- flutningur fram til miðs febrúar talinn eiga sér stað i mánuðinum og reiknaöur á genginu, sem gilti fyrir gengisfellinguna 14. febrúar. útflutningur frá og með gengisfellingardeginum er reiknaður á nýja genginu en færð- ur yfir á marzmánuð. Þó er allur útflutningur á isfiski og isaðri sild i febrúar talinn i þeim mánuöi. Um innflutning gildir einnig svip- að, aö innflutningur tollafgreidd- ur á nýja genginu verður reiknað- ur koma á marzmánuð. Þetta er gert til hægðarauka. —HH Urðu albata í sólarferðum — Sjá baksíðufrétt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.