Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 22. marz 1975. vísib (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: 'SIðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasöiu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Ætti að tryggja frið Ef frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahags- aðgerðir nær fram að ganga, hefur náðst það mikilvæga markmið, að almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar. Hjón með tvö börn og 1.216.500 króna árstekjur, einhleypingar með 555.000 króna árstekjur og einstæð foreldri með eitt barn og 906.400 króna árstekjur greiða engan tekjuskatt samkvæmt frumvarpinu. Þegar útsvarið er tekið með i reikninginn, má sjá, að skattbyrði fólks með almennar launatekj- ur lækkar verulega frá þvi, sem nú er. Hjón með tvö börn og 1.200.000 króna árstekjur fá lækkun skatta, sem nemur 25.766 krónum. Einstæð for- eldri með eitt barn og 500.000 króna tekjur fá lækkun, sem nemur 35.272 krónum. Og hjón á elli- launum og með 700.000 króna tekjur fá 13.425 króna lækkun. Þessi dæmi sýna skýra mynd af áhrifum frum- varps rikisstjórnarinnar á lifskjör almennings. Skattalækkanirnar vega mjög þungt á móti þeirri kjaraskerðingu, sem þjóðin hefur mátt þola á undanförnum mánuðum. Einkum bæta þær hag þeirra fjölskyldna, sem minnstar hafa tekjurnar og flest börnin, enda eiga þessar fjölskyldur erf- iðast með að taka á sig byrðar efnahagsástands- ins. 1 stórum dráttum má segja, að frumvarpið tryggi, að almenningur hafi sömu lifskjör og hann hafði árin 1971 og 1972. Til viðbótar koma svo láglaunabæturnar, sem aðilar vinnumark- aðsins munu væntanlega bráðlega semja um. Með frumvarpinu nýja og væntanlegum lág- launabótum ætti að takast að slá virka skjaldborg um lifskjör þeirra, sem minnst mega sin i þjóðfé- laginu. Þessar aðgerðir kosta að sjálfsögðu stórfé. Tekjur rikisins af tekjuskatti munu lækka um 850—900 milljónir og tekjur sveitarfélaga af út- svari munu lækka um 360 milljónir. Tekjur rikis- ins af tollum og söluskatti, sem einnig verða lækkaðir á ýmsum nauðsynjavörum, munu lækka um 600 milljónir. Til viðbótar við þennan tekjumissi þarf rikið að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja f jármögnun fjárfestingarsjóða og þróun orkumála i landinu. Eru þær ráðstafanir innifaldar i frumvarpinu og fela meðal annars i sér flugvallargjald, skyldu- sparnað hátekjufólks og lántökuheimildir. Til þess að skattalækkunardæmið og fjárfest- ingardæmið gangi upp þarf rikið að skera niður fjárlög sin um þrjá og hálfan milljarð króna. Er i frumvarpinu gert ráð fyrir, að rikisstjórninni verði i samráði við fjárveitingarnefnd alþingis heimilað að skera niður að þessu marki. í þessum niðurskurði felst langviðtækasta til- raun, sem gerð hefur verið til að hafa hemil á út- þenslu rikisbáknsins og draga úr ofþenslu þess. Niðurskurður þessi verður ekki létt verk né virí- sælt. En þegar illa árar verður útþensla opin- berrar þjónustu að vikja fyrir vörninni fyrir lifs- kjörum þjóðarinnar og getu atvinnuveganna til að halda uppi fullri átvinnu i landinu. Ef aðilar vinnumarkaðsins lita af fullri sann- girni á viðleitnina, sem felst i frumvarpi rikis- stjórnarinnar, ætti þeim að takast að ná án verk- falla samkomulagi um láglaunabætur, er tryggi vinnufriðinn i náinni f ramtið. —JK Bláfátœkur 17 ára milljónari 25 ára Persónutöfrar, mikil vinna og gott kaupsýslu- vit hjálpuðust að við að skapa velgengni Aristotle Onassis, sem lézt i Paris fyrir viku. En þrátt fyrir allan glaésibrag- inn og munaðinn, sem einkenndi llf hans, lifði hann siðasta árið i sorg og söknuði eftir missi einka- sonar sins, Alexandros, sem fórst I flugslysi 1973, aðeins 24 ára að aldri. Griski skipajöfurinn varð aldrei samur maður eftir. Vinir og vandamenn sögðu svo frá, að hann hefði misst allan áhuga á fjármálaumsvifum sinum og lif- inu yfirleitt. „Ari” Onassis auðgaðist á skipaútgerð, einkanlega þó oliu- flutningum. Bláfátækur var hann 17 ára að aldri, en fyrstu milljón dollarana sina hafði hann eignazt áður en hann var orðinn 25 ára. Þessi milljón hlóð síðan utan á sig, unz hann varð einn af auðugustu mönnum veraldar. Kubbslegur i vexti með gleraugu, sem gerðu ekki að frikka hann, laðaði hann samt að sér glæsilegustu og frægustu konur heims. Aður en hann gekk að eiga Jacqueline Kennedy, ekkju John F. Kennedys forseta, árið 1968, hafði hann staðið i nán- um kunningsskap við Mariu Call- as, óperusöngkonuna frægu. Skipastóll hans — sem saman- stóð af fleiri skipum en flotar margra landa — sigldu um höfin sjö undir hinum ýmsu fánum. Hann átti iburðarmestu skemmtisnekkju heims. En allur auðurinn gat ekki megnað að lækna hann af sjúk- dómi þeim, sem háði honum siðustu árin. Vöðvarnir tóku að missa afl, einkanlega i andliti og á hálsi. Við fráfall sonarins 1973 ágerðust veikindin. Hann beið annað áfall, þegar fyrri kona hans Tina, sem gifzt hafði öðrum griskum skipakóng, Stavros Niarchos, dó I París i október i haust. Hún var móðir beggja barna hans. Andlát hennar og missir Alexandros er sagt að hafi komið Onassis til að afráða að slita öll tengsl við Grikkland. Fyrsta skrefið steig hann, þegar hann I nóvember I vetur ákvað að segja upp samningum sinum við Grikk- landsstjórn, þar sem hann hafði einkaleyfi á rekstri Olympic Airways, griska flugfélagsins, fram til ársins 2006. Um leið „Ég eyddi ekki ævinni I að syrgja það, hvað ég væri ljótur,” sagði Onassis. spurðist, að Onassis vildi selja einkaeyjuna sina, Scorpios, á Eyjahafinu, en hana keypti hann 1962 fyrir 2 milljónir dollara. Það var heilræði Onassis til þeirra, sem vildu auðgast: ,,Ef þig skortir fé, fáðu þá lán, en biddu þá aldrei um smálán. Taktu alltaf stórlán, en þú verður þá lika að standa fullkomlega i skil- um.” Trúlofunartilkynning þeirra Jacqueline Kennedy kom heimin um til að standa á öndinni. Hann varþá 62 ára, en þessi dökkhærða glæsikona var 39 ára. Þau létu vigja sig til hjónabands nokkrum dögum siðar, 20. okt. 1968, fimm árum eftir að Kennedy forseti var myrtur. — Auk aldursmis- munarins, sem fólki fannst meinbugur á hjónabandinu, var Jacqueline kaþólsk og Onassis var fráskilinn. Griskkaþólskur prestur gaf þau saman á Scorpios, og ekki voru aðrir viðstaddir en fjölskyldur beggja og nánustu vinir. „Vist lit ég ekki út eins og griskur guð,” sagði Onassis ein- hvem tima. „En ég hef ekki eytt árunum I að gráta það, þótt ég fæddist svona ljótur.” Auður hans er metinn á 800 milljónir dollara. Hann sagði, að ein leið til að komast I álnir væri sú, að taka sér bólfestu I auðsmannshúsi, jafnvel þótt það væri uppi á kvisti. „Nuddaðu þér utan I þá riku og eitthvað af peningum þeirra kann að loða við þig.” Gjarnan bætti hann við: „Ekki sofa of mikið. Ef þú sefur þrem stundum minna á sólarhring yfir árið, hefur þú fengið einn og hálf- an mánuð auka til að starfa.” Aristotle Socrates Onassis fæddist 15. janúar 1906 i Smyrna i Tyrklandi. Faðir hans var auðugur griskur tóbakssali. En árið 1922 náðu tyrkneskir þjóðernissinnar undir forystu Kemal Ataturks borginni frá griska hernum, en hann hafði stjórnað þar frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Þrjá frændur Onassis hengdu Tyrkir og eina frænku hans. Kornabarn hennar fórst i brenn- andi kirkju, og faðir Onassis var hnepptur i fangelsi. Siðar tókst Onassis með tilstilli bandarisks varakonsúls að fá föður sinn lausan. Fjölskyldan sameinaðist i Aþenu. Onassis afréð að fara til Suður- Ameriku og freista þess að hressa upp á fjárhag fjölskyldunnar. Skipið, sem flutti útflytjendurna, lagði upp til Buenos Aires i ágúst 1923. Hann kom til Argentinu bláfátækur. Þótt hann kynni ekki orð I spænsku, fékk hann sér þegar starf sem næturvörður við simaborð. Þar fékk hann tækifæri til að æfa sig i spænskunni. Hann kom sér upp tóbaksinn- flutningsfyrirtæki, sem hann starfaði við á daginn. Aður en tvö ár voru liðin hafði hann nurlað saman 100 þúsund dollurum. Kreppan var timi tækifæranna fyrir Onassis. Arið 1932 keypti hann sex flutningaskip af fyrir- ,tæki einu i Montreal á smánar- 'verði. Hann steypti sér út i sitt nýja starf, útgerðina. 1936 var svo komið fyrir honum, að þá var unnið við að smiða handa honum oliuskip. Hann varð með fyrstu mönnum að koma auga á gildi oliunnar sem aðalorkugjafa heims. Oliuflutningarnir færðu milljónir dollara. Hann auðgaðist einnig á hval- veiðum og flugfélag Grikklands rak hann til ársins 1974. 1953 eignaðist hann meirihluta i Monte Carlo Societe des Bains de Mer, sem á og rekur spilavitið. En 1966 tapaði hann máli, sem furstinn af Monaco, Rainier, höfðaði gegn honum, svo að hann neyddist til að selja meirihluta sinn. Það var i desember 1946, sem hann gekk að eiga hina 17 ára gömlu Tinu Livanos, dóttur eins hinna grisku skipakónga. En þau skildu 1960 i júni. Hann og griska óperusöngkon- an, Maria Callas, voru miklir Þau Onassis og Jacqueline visuðu bæði á bug öllum orörómi um, aö hjónabandssælan væri á enda. (Þessi mynd er tekin á Scorpios á brúðkaupsdögum.) mi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.