Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 22. niarz 1975. Ég hitti Ómar Valdimarssun á rauðu ljósi við gangbrautina yfir Lækjargötu. Ég hugðist spyrja Ómar frétta af Pelikan, ,,já, heyrðu, við skulum bara hittast i kvöld.” Já, það er prýð- ishugmynd, hvar? ,,Ja, stingdu upp á einhverjum stað.” Eigum við að segja klukkan hálftiu, heima hjá mér? „ókei, ájiveðið.” Grænt ljós og Ómar farinn. Klukkan hálftiu mættu þeir svo, Ómar, Jonni, Pétur og Björgvin, en Asgeir er staddur i Stokkhólmi og Ómar Ó. á öðrum hólma. Ég byrja á þvi að setja plötu á fóninn, og við ræðum saman i huggulegheitum yfir kaffibolla. Svo hlýðum við á tvö lög af næstu plötu Pelikan, sem inni- heldur tvö lög,” „Silly Picca- dilly” og „Lady Rose”. Þar heyri ég strax að Pelikan ætla ekki að bregðast aðdáendum sinum, þeir eru betri og eiga ef- laust eftir að verða enn betri. Hvað vakti fyrir ykkur, þegar þið fóruð utan? Ó. —Nú við ætluðum okkur að taka upp plötu, og með hliðsjón af þvi hve vel fyrsta plata okkar gekk, ákváðum við að gera þessa sjálfir.” ö. — Hvers vegna varð Shaggy Dog þá fyrir valinu? Ó. — Það er aðallega tvennt sem spilaði þar inn i, i fyrsta lagi vorum við búnir að gera plötu þar áður, og i öðru lagi burðu þeir okkur að skipuleggja konsertferðalag um nýja Eng- land og sjá til þess að ákveðið magn af plötu okkar yrði sett þar á markaðinn um svipað leyti. Nú, það var búið að ganga frá þessu öllu, nema hvað plötu- dreifingin stóðst ekki af hálfu Shaggy Dog, og mun varla eiga sér stað úr þessu hvað „Upp- teknir” snertir. En það unnu margir góðir menn að þessu konsertferðalagi okkar, og að lokum urðu þeir vist einir tiu konsertarnir sem viö héldum. ö. — En segið mér eitthvað frá þessari plötu B. — Hún er allavega þúsund sinnum betri en „Uppteknir”, frá öllum sjónarmiðum. 0. — Þýðir það að þið hafið verið óánægðir með „Upp- teknir”? J. — Nei, en hún var náttúr- lega greinileg byrjun hjá okkur, og við lærðum margt af henni. Það má geta þess hér, að Polydor i Danmörku hefur gert tilboð i islenzkar hljómplötur (Jóhann G. — Change — Pelikan — og ómar ö.) og sýnt á þvi áhuga að dreifa þessum plötum á norrænan markað. 0. — Nú stóð Amundi Amundason að baki ykkar við gerð „Uppteknir”, er hann með i spilinu núna? Ó. — Hann kemur ekki nálægt þessu. O. — Hvað eru mörg lög á nýju plötunni? B. — Tólf. ö. — Eftir hverja? B. — Okkur alla, mig minnir að ég eigi fjögur, Ómar fimm eða sex, eitt eftir Jonna og eitt eftir Geira. P. — Og svo er eitt eftir Sigfús Halldórsson, „Litla flugan”, sem heppnaðist geysivel. O. — Hvernig útsettuð þið það? P. — Ja það er bara þrumu- gott. B. — Við fengum þarna fiðlara með okkur i það, sem gerir lagið mjög skemmtilegt, tala nú ekki um þegar að Ómar Vald. syngur með. Ó. — Já svona „bub-bub-ta- taa”, (syngur Ómar um leið og Pétur gripur fyrir eyrun). O. — Hvað með þig Pétur, ætl- ar þú ekki að fara að semja eitt- hvað? P. — Jú mikil ósköp sko, strákar, ég er búinn að semja eitt lag á HÖRPUNA, og ég ætla mér að leyfa ykkur að heyra . J. — Ó, hvað ég vona að hún fari að bila, þessi harpa þin. B. — Attu meira kaffi? Nei, en ég á nóg af sykri. ö. — Nú spiluðuð þið tiu smn- um á opinberum stöðum, lentuð þið þá ekki i veseni með at- vinnuleyfi og slikt? 0. — Nei. þetta var i raun byggt upp á sama máta og hér, þú kemur fram með sérstakt „show” og þarft að hafa þar- Pelikan og ómar. Tekst stórlöxunum f Amerlku aö koma hljómsveitinni I tölu hinna heimsfrægu? PIUKAN OGUSA lenda hljómsveit sem aðstoðar- band. Og það höfðum við á pappir- unum og þurftum aðeins að greiða einhverjum tónlistar- mönnum laun, sem við eigin- lega aldrei sáum. ö. — Hvernig var þetta þá hjá ykkur I byrjun? Ó. — Við byrjuðum þarna I Stockbridge, sem er ca fimm km frá stúdióinu, og höfðum þá ekki spilað „live” i heilan mánuð. B. — Þetta var svona general- prufa fyrir okkur. Þetta var svona litill salur þar sem ekki var gert ráð fyrir dansi, en fólk komst I stuð, ruddi borðum til hliðar og fór að dansa þegar á leið. O. — Nú, næst fórum við svo til Boston og spiluðum ein fimm kvöld I útborg hennar sem heitir Cambridge. Og þar fengum við mjög góðar viðtökur, fólk kom til að hlusta á okkur, og við kynntumst þarna mönnum sem höfðu á okkur mikið álit. Þau sambönd er við náðum þarna eiga vonandi eftir að reynast okkur haldgóð Nú, því næst fórum. við svo aftur til Stockbridge og lukum viö mixun og tókum upp nokkr- ar raddir. Þá sýður vatnið, og ég laga meira kaffi, það mætti ætla að heil hersveit væri i heimsókn. Meira kaffi? Já takk, já takk, já takk, já takk, nei, kannski seinna. Ó. — Já, já, á ég að halda áfram? ö. — Já endilega, lánaðu mér teskeiðina þina, Jonni. Ó. — Svo fórum við til Beck- ett, en það er smábær, og þar býr Arlo Guthrie. ö. — Þið hafið kannski hitt þann góða mann? Ó. — Nei, hann var á Hawaii. Þar spiluðum við tvö kvöld, sem einnig gekk ágætlega. Svo lukum við plötunni af, og þann áttunda marz var svo rúsinan i pylsuendanum. Þá spiluðum við I háskólabæ, sem heitir North Adams. Þetta var konsert að viðstöddum um niu hundruð manns. ö. — Einir? Ó. — Nei, það spilaði þarna með okkur vinsæl hljómsveit þar um sióðir, þrælgóð, sem hét.. (þetta orð Ómars vefst óskaplega fyrir ritvélinni minni). Og þarna spiluðum við I tvo tima samfellt. B. —Nú upphefst rifrildi eitt mikið um hve lengi þeir spiluðu, Bjöggi stendur alveg klár á þvi að þeir spiluðu i akkúrat tvo tima, en Ómar heldur að það hafi nefnilega bara verið ein klst. og 55 minútur. ö. — Hvað spiluðuð þið þama? Ómar og Bjöggi rifast enn, svo Pétur verður fyrir svörum. P. — Það væri bæði nýtt og gamalt efni, sem fólk tók mjög vel. B. — Já, fólkið gargaði alveg. P. — Þetta voru mest unglingar þarna, og það mátti sjá að þeir skemmtu sér alveg konunglega, og við það kom- umst viö náttúrlega i bana-stuð. P. — Þetta voru bezt skipulögðu tónleikar sem ég hef spilað á. Það voru þarna u.þ.b. áttatiu manns sem bara unnu að ljósum — hljóðstillingum — gæzlu og annarri aðstoð. Ó. — Já, þetta var professio- nal. Þaö var kunningi okkar, Tray Kelsie, sem rekur fyrirtækið „All new Stuff” sem stóö fyrir þessu... Við viljum alveg endilega stuðla að þvi að hann komist hingað til lands, leyfa honum að tékka plnulitið á st.....ritskoðun... hérna? Viö erum jafnvel að pæla I þvi að fá hann hingað ásamt hljóð- stjórnarmanni, til að skipu- leggja tónleika okkar. ö. — Verður það ekki dýrt fyrirtæki? Ó. — Jú, og það er lóðið, en hugmyndin er sosum ágæt. I ! ö. — Hvenær má búast við næsta konsert ykkar hér? Ó. — Tja, ætli það verði ekki svona um mánaðamótin mai- júnl. ö. — Ætlið þið þá ekki út aftur i sumar? Ó. — Jú. Sko, þetta gekk svo vel hjá okkur alveg frá byrjun, að við gerðum okkur strax vonir um að geta komið aftur og þá jafnvel gert enn meira. Við komumst i samband við mann sem vildi gera við okkur samning um útgáfu á tónlist okkar, svo og framkvæmda- samning. Viö höfum undirritað við hann bráðabirgðasamkomu- lag, það er að segja samkomu- lag um að gera samning, eða gagnkvæmar viljayfirlýsingar. Þessi maður rekur bæði fram- kvæmdafyrirtæki og útgáfu- fyrirtæki. Og nú biðum við bara eftir að fá sendan samninginn til athugunar og þá e.t.v undir- ritunar. Ef af þessu verður, sem við náttúrlega gerum okkur vonir um, þá gildir þessi samningur til næstu fimm ára, og þá er gert ráö fyrir þvi, að við förum vestur þrisvar á hverju ári. ö. — Þá til hvers? 0. — Til hljómleikahalds, um öll Bandarikin og Kanada. ö. — Verðið þið þá að- stoðarhljómsveit eða á eigin spýtum? Ó. — Það er ráðgert að við förum út núna i sumar og förum þá i mánaðartúr, en það er reiknað með að v.ið eigum eftir að koma þrisvar út á þessu ári. Fyrst leikum við þá með Allmand Brothers, siðan Dobbie Brothers og að lokum bræðrun- um Johnny og Edgar Winter. ö. — Vá, verðiði þá ekki að breyta nafninu i Pelikan Brothers til að samlagast öllu kraminu? En ómar má ekkert vera að þvi að hlæja. Og þessi túr verður allur skipulagður af fyrirtæki sem heitir „Four Star Enterprices”, sem er eitt al- stærsta umboðs- og fram- kvæmdafy rirtæki sinnar tegundar i Bandarikjunum. Þetta fyrirtækiskipulagði m.a. . Harrison-túrinn. ö. — En hvaða tryggingu hafið þið þá fyrir þvi, að þessi maður sé ekki bara með kjaft? ö. — Hann hefur sagt okkur aö hann vilji leggja 100 þúsund dollara i Pelikan i Bandarikjun- um og Kanada, til að kynna okk- ur og koma okkur inn á markaðinn. (Mér verður litið á ljósakrónuna). Við undirskrift þessa samnings fáum við fimmtán prósent af þessari upp- hæð i hendur. Þannig að þetta litur allt mjög vel út, en vitaskuld er ómögulegt að segja til um framtlðina. Björgvin fer að virða fyrir sér vömbina, og sjá má að kauði hefur komizt i bjór nýlega. ö. —Hvenær má þá búast við fréttum? Ó. — Ja, það ætti ekki að vera langt I það, við eigum von á samningnum mjög fljótlega. Og þarna látum við staðar numið I bili og hlustum á góða músik og drekkum meira kaffi. Þá ber margar skritnar sögur frá ferðalaginu á góma. Eins og þegar Ómar hugðist gera stórt á klósetti I einhverjum skóla. Eitthvað fannst honum ónota- legt að sitja þarna i opnu salerni og veifa náunganum, „hæ, ég er búinn, hvernig gengur þetta hjá þér?” ■Eins fengu þeir á hreint, að það var ekki hverjum landa fært að aka um fullkomnar hrað- brautir New York, allavega ekki þeim er telur Keflavikur- veginn fullkomnasta veg heims. ö. —Nú voruð þið að heiman i einar sex vikur, fenguð þið heimþrá? J. — Nei, það er það furðuleg- asta við þetta, ég fékk aldrei heimþrá, hún hvarflaði bara ekki að mér. P. — Æjú, maður fékk nú smásnerting af henni. B. — Nei, sko þetta stúdió þarna var svona uppi sveit, þú veizt sko, maður þekkti alla og bjó þama sko eins og fjölskyldu- meðlimur, og svo höfðum við bjórinn. Ó. — Já, rétt, ég myndi t.d. ekki hafa lifað af sex vikur i New York. J. — Svo gekk upptakan svo afskaplega vel, að við vorum ánægðir og hressir allan timann. Ó, — Já, hún gekk stórkost- lega, og þar með er ekki sagt að viö höfum verið að keppa við timann sjálfan. Við ætluðum okkur að gera góða plötu á góð- um tima, sjáum bara sem dæmi Hljómaplötuna sem gerð var ’73. Til hennar var vandað, og upptaka hennar tók 110 tima, en við notuðum helmingi meiri tima. J. — Já, við notuðum lika allt sem við áttum, i hverju lagi eru I raun og veru 16 manns, við röddun o.fl. ö. — Þið notuðuð þá enga „session” menn? B. — Aðeins einn, þennan fiðluleikara sem kemur fram i einum þremur lögum. Ó. — Já, og það gerði hann á þremur timum,hann bara kom, hafði aldrei séð eða heyrt i okk- ur áður, fékk nótur, spilaði og fór. Þarna látum við útrætt um Amerikuferðina og snúum okk- ur að tslandi. Ó. — Ja, það er engin hræsni eða mont i þvi að segja, að við séum komnir á það stig hérlend- is, að við getum farið hvenær sem er og hvert sem er og spilað fyrir fullu húsi. ö. — Eruð þið þá ekki i neinni samkeppni hérlendis? Ó. — Nei, ekki teljandi. P. — Það er verið að segja okkur, það núna að Júdasar séu orðnir svivirðilega góðir. Ó. — Já, og Haukar hafi staðið sig vel að undanfömu, en það er lika bara gott, þvi litið væri gaman að þessu ef samkeppni væri ekki fyrir hendi. B. — Júdasar eru lika með aðra músik, þeir eru soddan „soul-funky”, og friskir i þvi. Ó. — En varðandi samkeppn- ina hérna, þá var mjög hress- andi að koma heim og byrja á þvi að setja nýtt aðsóknarmet i Tónabæ, 725 manns. P..—Já og slógum okkar eigin met. Ó. — Við eigum fimm siðustu metin, og það er ánægjulegt, þvi þetta velgengnistimabil Pelikan hefur staðið lengi, og það er alltaf verið að spá að það fari að liða undir lok, en þessar tölur sanna annað. ö. — Eigið þið flesta ykkar aðdáendur i Tónabæ? B. — Nei, nei, við filum þetta hús bara bezt, og viljum þvi spila þar sem oftast. P. — En við erum ekkert frek- ar að einbeita okkur að þessum aldursflokki, við erum til dæmis mjög eftirsóttir i Klúbbnum. Þeir vilja hafa okkur þar og segja að við trekkjum mest. Ó. — Og þó að minnstan pen- ing sé að sækja i Klúbbinn, þá viljum við spila þar til að ná til þess fólks er sækir staðinn. Ó. — Égmanekki eftir neinni hljómsveit hérlendis sem hefur haft breiðari breiðari..... æ appeal (bersýnilega búinn að vera sex vikur i Ameriku hann Ómar okkar) hvað heitir það nú?.... tilhöfða..... höfðað til fólksins eins og þessi hljóm- sveit gerir. P. — Við högum kjarna prógrammsins eftir staðnum, i Tónabæ t.d. spilum við ein tiu lög sem við spilum hvergi ann- ars staðar. Og i Klúbbnum byrj- um við oftast á þyngri tónlist sem fellur vel f kramið þar. B. — Já, fólk er meira að segja byrjað að mæta snemma til þess að hlusta á það. ö. — Hvar finnst ykkur bezt að spila, eða hvar er bezta fólk- ið? B. — Bezti starfstiminn er náttúrlega i Tónabæ, annars finnst mér alltaf gaman að spila á Akureyri. J. — Já, Akureyringar eru innilegasta fólkið að spila fyrir. Ó. — Já, við skulum fara þangað sem fyrst. Þegar þarna var komið sögu leit Pétur á klukkuna, og við fórum að ræða um fjölmiðla og áhrif þeirra á islenzkt popp, hlustuðum á nýjar hljómplötur, og kláruðum kaffið. Þegar Pétur var svo búinn að lita fjórum sinnum á klukkuna var ákveðið að hætta þessu, enda klukkan orðin margt. Þá bauð ég strákunum að aðstoða mig við uppþvottinn, en þeir af- þökkuðu boðið i það skiptið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.