Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 16
16 ____ ____________________________________ Vísir. Laugardagur 22. marz 1975 q □AG | D KVÖLD Q □AG | 0 KVÖLD | Q □AG | Marx-brœður — í myndinni At the Circus Sjónvarp kl. 22.20: i sionvarp- inu í kvöld Það kannast vist margir við Marx-bræður. í sjónvarpinu i kvöld verður sýnd mynd frá ár- inu 1959, þar sem þessir kátu bræður fara með aðalhlutverk- in. Myndin héitir ,,At the Circus” eða Marx-bræður i fjöl- ieikahúsi á Islenzkunni. Bræðumir fæddust i New York og voru reyndar 5. Aö- eins þrir af þeim urðu þó frægir. Elztur þeirra er Leonard eða Chico eins og hann var alltaf kallaður. Næstur kom Arthur eða Harpo eins og hann er betur þekktur. Þá kom Julius eða Groucho. Hinir bræðurnir tveir, Gummo og Zeppo, voru með þeim upphaflega, en Gummo kom aldrei fram i kvikmynd með þeim. Móöir þeirra ýtti þeim út I að sýna og skemmta mjög snemma. Hún átti bróður meðal stjamanna og hann var oft feng- inn til hjálpar. Þeir byrjuðu fyrst að koma fram i kvikmyndum árið 1922. Allir spiluðu þeir á hljóðfæri. Harpo lék til dæmis á hörpu og hlaut gælunafn sitt af þeim sök- um. Groucho var venjulega sagður sá bezti. Aðaleinkenni hans var falskt yfirskegg og vindill. Harpo var sá sem var með eins hrokkið hár og nokkur getur haft. Hann var látinn vera sá heimskasti og hafði yndi af að safna skrítnum hlutum, eins og til dæmis bjöllum og hornum af reiðhjólum. Chico þótti ekki eins hlægilegur og hinir tveir. Beztu mynd sína segjast þeir bræður hafa gert árið 1935. Það var myndin A Night at the Opera. Fyrir þá mynd komu meiri peningar inn en af nokkurri annarri mynd þeirra. Enn i dag virðist hún frægust mynda þeirra. Strax árið 1937 var eins og þeir nytu sin ekki nógu vel i kvikmyndum sinum. Um 1940 ákváöu þeir að hætta að koma fram saman. Þeir gerðu þó enn eina kvikmynd i viðbót, og þegar i ljós kom að þeir voru enn vinsælir ákváðu þeir að halda saman áfram. Eftir kvikmynd sem gerð var árið 1949 ákváðu þeir að hætta alveg að koma fram saman. Myndin sú þótti hörmuleg mis- tök. Þeir komu þó fram eftir það sinn i hverju lagi. Hér eru bræðurnir i myndinni A Night in Casablanca árið 1946. Efst er Chico þá Groucho og neðst er Harpo. Arið 1961 lézt Chico og þremur árum siðar lézt Harpo. Eftir að þeir hættu aö koma fram saman, var Groucho sá eini sem vegnaði vel. EA Hegðun dýranna Spor og slóðir heitir mynd sem sýnd veröur I sjónvarpinu I kvöld. Meöfylgjandi mynd er einmitt úr h.enni, en hér er um að ræða liö I bandariskum fræðslumyndaflokki sem heitir Hegðun dýranna. Myndin hefst klukkan 21.55, og er þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. LAUGARDAGUR 22. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 lþróttirUmsjón: Jón As- geirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XXI, Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. tslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum örn Peter- sen sér um dægurlagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Knútur R. Magnússon les „Mánaprinsessuna”, japanskt ævintýri I endur- sögn Alans Bouchers og þýöingu Helga Hálfdánar- sonar fyrri hluti. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá Norðurlöndum: Sænska efnahagsundriö. Sigmar B. Hauksson ræðir við hagsagnfræðingana Þorstein Helgason og Rós- mund Guðnason. 20.00 Hijómplöturabb 20.45 „Páskabréf”, eftir Solveigu von Schultz Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Herdfs Þorvaldsdóttir leik- kona les fyrri hluta sögunn- ar. (Siðari hlutinn á dagskrá kvöldið eftir). 21.15 Kvöldtónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (47). 22.25 tltvarpsdans undir góu- lok Fyrsta hálftimann skemmta Guðjón Matthias- son og félagar hans með gömlu dönsunum. Að öðru leyti flutt nýleg danslög. Allur danslagaflutningur veröur af hljómplötum. (23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 23. marz Pálmasunnudagur 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskúp flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfegnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Tilbrigði 11.00 Messa i Háteigskirkju. Prestur: Séra Arngrimur Jónsson. Organleikari: Marteinn Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Hafréttarmálin á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Gunnar G. Schram prófess- or flytur þriðja og siðasta hádegiserindi sitt: Mengun háfsins og frelsi til hafrann- sókna. 14.00 Þórbergur Þórðarson. Gylfi Gislason tekur saman þátt úr viðtölum sinum við Þórberg og Steinþór bróður hans. Ennfremur fluttir kaflar úr ritum Þórbergs. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu i Berlín. Flytj- 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Bein lina. 17.25 Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu. 17.40 Otvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.Sigrún Guöjóns- dóttir les (7). 18.00 Stundarkorn með Stefáni Islandi. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ölafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Steingrimur Bragason. 19.40 John Milton, maðurinn og skáldið. Hrafn Gunn- laugsson flytur erindi. 20.05 Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal. Stjórnendur: Páll P. Páls- son og Karsten Andersen. Einleikarar: Einar Jó- hannesson og Harry Kve- bæk. a. Forleikur að óper- unni „Nabucco” eftir Verdi. b. Klarfnettukonsert eftir Aaron Copland. c. Trompet- konsert eftir Aratyunajan. 20.45 „Páskabréf” eftir Sol- veigu von Schoultz. Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les siðari hluta sög- unnar. 21.25 Fyrri landsleikur ís- lendinga og Dana i hand- knattleik. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik i Laug- ardalshöll. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Laugardagur 22. marz 16.30 iþróttir Knattspyrnu- kennsla. Enska knatt- spyrnan. Aðrar Iþróttir. M.a. Landsflokkagliman 1975. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 18.30 Lina Langsokkur Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. 12. þáttur. Þýðandi Kristin Mántylá. Áður á dagskrá haustið 1972. 7915 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur Of seint að iðrast. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Ugla sat á kvisti G e tr a u n a le ik ur með skemmtiatriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.55 Hegðun dýranna Bandariskur fræðslu- myndaflokkur. Spor og slóðir. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.20 Marx-bræður i fjölleika- liúsi Bandarisk gaman- mynd frá árinu 1939. Leik- stjóri Edward Muzzel. Aðal- hlutverk Arthur Marx, Leonard Marx, Julius Marx og Florence Rice. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndin lýsir lifi fólks i fjölleika- húsum, og greinir frá þvi, hvernig nokkrir starfsmenn fjölleikahúss, þ.e. Marx- bræður og nokkrir aðrir, koma til hjálpar vinnuveit- anda sinum, sem lent hefur i slæmri klipu. 23.45 Dagskrárlok SJÓNVARP • Sunnudagur 23. marz 1975. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis eru myndir um önnu og Langlegg og Robba eyra og Tobba tönn, leikrit sem nemendur I Breiðholtsskóla flytja, spurningaþáttur og páskaföndur. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Enn er raulað. I þessum þætti koma mörg ný andlit á skjáinn og má nefna m.a. Birgi Marinósson frá Akur- eyri, Agnar Einarsson úr Kópavogi, Karlakórinn Hálfbræður, en það eru nemendur úr Hamrahliðar- skólanum i Reykjavik, Brynleif Hallsson frá Akur- eyri, ennfremur Baldur Hólmgeirsson, Smári Ragnarsson o.fl. Kynnir er Sigurður Hallmarsson frá Húsavík. Umsjónarmaður Tage Ammendrup. 21.10 Fiðlan.Stutt bresk kvik- mynd um gamlan fiðluleik- ara og tvo unga drengi, sem langar að læra á hljóðfæri. Þýðandi Dóra Hafsteins-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.