Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 20
VISIR Laugardagur 22. marz 1975. Keyptu við- lagasjóðs- hús fyrir safnaðar- heimili Sóknarnefnd Fellasóknar I Breiðholti þrjú hefur nú fest kaup á húseigninni Keilufelli 1, en það er hús sem Viðlagasjóöur lét á sinum tima reisa. Húsið er ein- býlishús, 133 fermetrar að flatar- máli, og er kaupverðið 7,5 milljónir króna. Með þessu hefur verið reynt að leysa húsnæðisvandamál safnað- arins til bráðabirgða, og verður þarna meðal annars skrifstofuað- staða fyrir sóknarprest, auk þess sem hægt verður að halda minni kirkjulegar athafnir þar. Meiri- háttar athafnir hafa verið i Fella- skóla og verða trúlega þar fyrst um sinn. Þetta nýja prestakall var aug- lýst laust i janúar og er umsækj- andi einn, séra Hreinn Hjartar- son, sem undanfarið hefur gegnt starfi sendiprests i Kaupmanna- höfn. Prestskosningarnar verða nú á sunnudaginn, 23. marz, i Fellaskóla. — SHH KOMA í BÆINN TIL AÐ SJÁ MESSÍAS Mönnum úti á landi verður nú gefinn kostur á því að sjá Messias Pólýfönkórsins um páskana. Hafa Flugleiöir og Útsýn efnt til ferða til höfuð- borgarinnar i sameiningu. Er þetta tilkomið vegna margra fyrirspurna, en sér- stakar ferðir verða frá Pat- reksfirði, Isafirði, Húsavik, Akureyri, Egilsstöðum, Hornafirði og Vestmannaeyj- um. Munu gestir búa á Hótel Sögu, og er þá stutt að fara yfir I Háskólabló þar sem upp- færslan verður. —EA Utanríkisróðherrar Norðurlanda: „Náin sam- staða á haf- réttarráð- stefnunni" Utanrikisráðherrar Norður- landa samþykktu i gær á fundi i Helsinki að leggja áherzlu á, að hafréttarráðstefnan I Genf nái samkomuiagi um niðurstööu, sem hljóti víðtækan stuðning þjóða heims. Þeir voru sammáia um mikiivægi náinnar samstöðu Norðurlanda á Genfarráöstefn- unni. í Helsinki voru mættir ráðherr- arnir Einar Agústsson, K.B. Andersen, Danmörku, Karjalain- en, Finnlandi, Frydelund, Noregi, og Andersson, Sviþjóð. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á mikilvægi öryggisráðstefnu Evrópu og fögnuðu þvl, að árang'- ur heföi þar náðst um flest við- fangsefnin. Þessi árangur gæfi góðar vonir um, að fullnægjandi lausn fengist á jieim viðfangsefn- um, sem enn væru óleyst. Þriöja hluta ráðstefnunnar ætti að halda á næstu mánuðum. — HH Björgunin yrði að mestu á ábyrgð björgunarmanna segir Sverrir Þór hjá Samvinnutryggingum um hugsanlegar tilraunir við Hvassafell ,,Brezki björgunarsér- f ræöingurinn, sem hingað kom og kannaði aðstæður á strandstað Hvassafells við Flatey á Skjálfanda, hefur skilað skýrslu um aðstæður," sagði Sverrir Þór, deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum í viðtali við Vísi. „Á grund- velli þeirrar skýrslu er enn verið að kanna möguleikana á því að bjarga skipinu. Meðal annars, sem tefur fyrir ákvörðunartöku, er það, að enn er með öllu óþekkt, hvað björg- unin myndi kosta og eins hve dýr viögerðin á skipinu yrði að þvi loknu. Að okkar mati yrði sá aðili, sem tæki að sér að bjarga Hvassafellinu, að gera það að mestu á eigin ábyrgð. Við getum ekki kostað dýrar til- raunir, sem siðan mistækjust. Eitt af þvi, sem verið er að kanna, er hvort nægilega traustvekjandi björgunarfyrir- tæki fæst til að reyna slika björgun. Ef það yrði úr, að björgun yrði ekki reynd, er ljóst að unnt er að bjarga mjög miklu úr skipinu þar sem það liggur, en þá er eftir að koma þvi i verð. Þá koma margar leiðir til greina, meðal annars að selja skipið eins og það er, eða bjarga úr þvi lausamunum og selja svo skrokkinn — en um það verður ekkert ákveðið, fyrr en fullséð er um hvort reynt verður að ná skipinu út eða ekki. En fullyrða má, að enn eru mörg ljón á veg- inum og margar óþekktar stærðir.” „Björgun oliunnar úr Hvassa- felli er f fullum gangi, og gengur svipað og búizt var við,” sagði Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambands islenzkra samvinnufélaga i gær. Olian er selflutt með litlum báti frá Hvassafelli á strandstað i Stapafell, sem liggur um mílu undan og tekur hver ferð fimm til sex tima. Hjörtur sagði, að alltaf myndi taka eina tvo daga enn að ljúka þessu verki, miðað við að allt gengi jafnvel og til þessa og veður héldist bærilegt. Ekki hefur verið ráðið, hvað siðan verður gert við oliuna. —SHH Matardreifingu Borgarsjúkra- Með hinu nýja kerfi helzt mat- urinn mun heitari en ella, enda eru plastbakkarnir, sem litlu plastskálunum er komið fyrir i, vel einangraðir. hússins I stað postulínsdisk- anna, sem sjúklingar Borgarsjúkrahússins gjörbreytt fengu mat sinn áður skammtaðan á, er þeim nú borinn matur á sér- stökum plastbökkum, sem maturinn hef ur verið skammtaður á við færi- band niðri i kjallara. Þetta nýja kerfi var tekið i notkun fyrir nokkru og hefur starfsfólk sjúkrahússins verið að þreifa sig áfram við hina nýju tækni. Með tilkomu plastbakkanna sparast mikið vinnuafl uppi á göngum sjúkrahússins, Nú þarf þar hvorki að skammta mat á diskana né þvo upp heldur ein- ungis að dreifa matnum inn á sjúkrastofurnar sem tekur um tiu minútur á hverri deild fyrir þrjá starfsmenn. Aður tók matarskömmtunin á hverri deild um 45 minútur, þótt fimm starfsmenn tækju þátt i henni. Hér er veriö aö skammta mat á hina nýju bakka I eldhúsi Borgarsjúkrahússins I hádeginu i gær. Ljósm. Bragi. Hið nýja kerfi er leigt frá Bandarikjunum og reiknast for- ráðamönnum Borgarsjúkra- hússins til að hver matarbakki án matar kosti um 21 krónu á máltið. Aftur á móti sparast með þessum hætti um 15—20% i mat auk þess sem vinnuafl sparast. Það hefur verið fundið kerfum sem þessu til foráttu, að fyrir langlegusjúklinga verði eintóm plastilát hálfdapurleg til lengd- ar. Til að draga úr þessum ókostum er ráðgert, að i aðal- máltlðum verði aðalréttinum komið fyrir i postulínsskál á plastbakkanum. Að sögn stjórnar spitalans hefur ekki verið ákveðið, hve- nær tekið verður að dreifa mat á önnur sjúkrahús borgarinnar frá eldhúsi Borgarspitalans á hinum nýju bökkum. —JB URÐU ALBATA í SÓLARFERDUM Ein elzta lækning viö húösjúk- um feröum, og varö hann þessi: dómnum psoriasis er aö baöa Albata................... 153 sig i sól og sjó. 1 riti samtaka ps- Miklu betri.......... 337 oriasis- og exem sjúklinga, Talsvertbetri............. 57 Spoex, er sagt frá þvi, aö dönsk óbreytt ástand ........... 17 yfirvöld greiddu feröir 577 Verri...................... 5 danskra psoriasissjúklinga tii Auk sjávar og sólar voru Israel á árunum 1971-73, og bjó notuð nýrnahettulyf. Tvær hver þeirra við Dauðahafiö I danskar hjúkrunarkonur og fjórar vikur. israelskur læknir önnuöust Dönsk yfirvöld geröu sföan sjúklingana, segir Spoex. könnun á árangrinum af þess- —SHH FLUGVALLAGJALDIÐ LEGGST ÞYNGST Á ÞÁ SEM SKEMMST FARA Flugvallagjaldið kemur tiltölulega þyngst niður á þeim, sem fara stutta leið. Það hækkar til dæmis verð á flugi til Færeyja og heim aftur um 15 prósent en aðeins um rúm 5 prósent i Bandarikjaferð. Þetta mun vafalaust hafa ein- hver áhrif á feröalögin. Eftir hækkun 1. apríl kostar Færeyja- för báðar leiðir 16.340 krónur miðað við 14 daga dvöl. Báðar leiðir til Kaupmannahafnar kosta 34.070 krónur miðað við vor- fargjöld og mánuð, en 52.160 á „normal” verði. Þarna hækkar flugvallagjaldiö verðið um 7,4% og 4,8%. Flug til New York báöar leiðir á vorfargjaldi kostar 47.274 krónur, ef miðað er við 22-25 daga dvöl. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.