Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 22. marz 1975. 7 Onassis hrakaöi mjög eftir missi sonarins. Hann missti áhugann á auö- söfnuninni. Þaö virtist einhvern veginn hafa misst tilgang. (Þessi mynd er tekin, þegar hann var fluttur á American-sjúkrahúsiö I Paris, en þaöan átti hann ekki afturkvæmt.) Peter Goulandris og Christina, einkadóttir Onassis. (Myndin er tekin að kvöldlagi I Aþenu fyrir 4 árum.) vinir, en bæði neituðu þvi, að nokkurt ástarsamband væri milli þeirra. Onassis átti sér mörg heimili utan lystisnekkjunnar Christina, sem hann dvaldi löngum i. Þetta 1700 smálesta skip var með 40 manna áhöfn, bauð upp á tiu gestaherbergi og var skreytt dýr- indis listaverkum. (Eitt var mál- verk, sem sir Winston Churchill, náinn vinur Onassis, gaf honum, en Churchill, sem var fristunda- málari, var tiðum gestur um borð i Christina. Þau fylgja þvi annir að vera margmilljónari, og tvivegis varð Onassis að rjúfa brúðkaupsdaga þeirra Jacqueline, þegar hann varð að skreppa frá Scorpios til Aþenu til að ræða viðskipti við herforingjaklikuna. Þegar einni af flugvélum Olympic Airways var rænt af arabiskum skæruliðum i júli 1970, þaut Onassis þegar I stað til flug- vallar Aþenu og vildi ólmur og uppvægur skipta á sjálfum sér og farþegunum 45, sem skærulið- arnir höfðu tekið gisla. Þeir höfnuöu þó boði hans. Sá kvittur hefur flogið fyrir, að hjónaband þeirra Jacqueline hefði hangið á heljarþröminni. En þau báru það bæði til baka. 1 viötali við eitt brezku stór- blaðanna sagði Onassis sjálfur: „Jacqueline og ég erum bæði jafnhamingjusöm. Hver sá, sem heldur öðru fram, hefur ekki hundsvit á þvi sem hann er að segja.” Stolinn koss undir regnhlifinni. — Onassis var I vinfengi viö Marlu Callas, en bæöi þrættu fyrir aö nokkurt ástarsamband væri milli þeirra. cTVlenningarmál Nú er allt útlit fyrir að ládeyða verði að Kjarvalsstöðum til haustsins, ef ekki leng- ur. Salnum hefur verið kirfilega ráðstafað og eru á þeim pöntunar- lista fáir ljósir punkt- ar. Borgarráði hefur tekist það sem það ætl- aði sér, að gera úr Kjarvalsstöðum ann- ars flokks leiguhús- næði. En einn af ljósu punktunum má finna einmitt nú að Klömbr- um, sýningu á verkum Guð- mundar Einarssonar frá Mið- dal, en það eru ættingjar hans sem standa að þeirri myndar- legu sýningu. Guðmundur lést 1963, en hefði orðið áttræður á þessu ári hefði hann lifað. Hann var með fádæmum fjölhæfur maður og var varla til sú list- grein sem hann ekki spreytti sig við. Eftir hann liggur fjöldi mál- verka og vatnslitamynda (á sýningunni eru 91), auk þess sem hann gerði eirstungur, höggmyndir og leirmuni, svo ekki sé minnst á steinda glugga og bækur. Það merkilega við þessa fjöl- hæfni var að Guðmundur var enginn dútlari sem sóaði kröft- um sinum i allar áttir, heldur voru þetta margar hliðar á hans eigin persónuleika, — og reynd- ar erfitt að segja hvar honum tekst best til og hvað hann hefði máttláta ógert af öllum þessum listgreinum. Allar virtust þær þjóna honum á einhvern nauð- synlegan hátt. Þar af leiðir að Guðmundur var ekki að fikta og hætta svo við eftir nokkrar at- rennur, heldur kappkostaði hann að fylgja bestu fyrirmynd- um sem hann vissi um I hverri grein og var þá ekki ánægður fyrr en hann hafði gert fram- bærilegt verk. Þetta má sjá i hnotskurn i eir- stungum hans. „Aldraður mað- ur” hans (nr. 100), er þokkalega gerður, en andlit hans er samt of skematiskt uppbyggt, einkum nefið. Hins vegar i „Gamall fræðaþulur”(nr. 104) ristir hann I eirinn aldrað andlit af mun meira frjálsræði og öryggi. Minar uppáhaldsmyndir á þess- ari sýningu eru eirmyndirnar, ásamt nokkrum vatnslitamynd- anna. Guðmundur vinnur eir- stungu á hinn sigilda máta sem tiðkast hafði frá dögum Rem- brandts, og er það sennilega hinn hollenski meistari sem hann tekur sér sem fyrirmynd. Skiptast á óskyggðar „silhou- ettur” og kross-skygging i ýms- um styrkleikum, og er ljóst af þessum verkum, eins og öðru þvi sem Guðmundur lagði fyrir sig, að hann hefði komist langt þar, hefði hann haft áhuga á að einbeita sér. Hið hefðbundna er einnig rikj- andi I höggmyndum hans, „Torsó” Guðmundar minnir til dæmis töluvert á gamla hafmey Asmundar i Listasafni Islands, — og „Þjáning” á verk Einars Jónssonar, en samt einkennast Íiær af vandlega yfirveguðum ormum og tilraunum til til- brigða. „Fálka” Guðmundar og „Rostung” á ég erfitt með að meta, þvi eftirmyndir þeirra er að finna á öðru hvoru heimili sem ég hef komið inn á, og ég set þær ávallt i samband við út- skorna dúka, kristalsvasa og annað heimilisskraut. Oliumálverk Guðmundar eru gerð af mikilli formfestu, með f k j ~ $$/>4 <*&*** MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson næmu litaskyni ef á heildina er litið, en þar ber samt nokkuð á tilhneigingu til stifni. En i elli sinni gefur Guðmundur hugar- fluginu lausan tauminn i vatns- litamyndum, og er eins og hann yngist allur upp. Vatnslitir hjálpuðu honum að brjóta niður stifnina og tjá landslag með sterkum, glóandi litum, og sum- ar þessar myndir eru djarfar litasinfóniur, sem gleðja augað mikiö. Ber að þakka ættingjum lista- mannsins fyrir þá ræktar- semi sem þeir hafa sýnt með uppsetningu þessarar sýningar, þvi erfitt hefur verið áöur að mynda sér heildarskoðun á verkum Guðmundar frá Miðdal, svo dreifð og margþætt sem þau eru. Hugur og hönd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.