Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 22. marz 1975. vimsm: Hvernig lizt yður á efnahagsráð- stafanir rikisstjdrnarinnar? Einar Eserason, gullsmiður: — Ég hef ekkert vit á þessu. Mér er alveg sama um þessi mál. Nei, annars, það er ófært, að ég segi að mér sé alveg sama. Lilja Jónsddttir, húsmdðir: — Mér finnst þetta alveg hryllilegt. Mér llzt bara illa á þessa dýrtið og alla hennar fylgifiska. Nei, ég hlustaði nú ekki á umræðurnar i útvarpinu I gær. Petrina Jakobsddttir, tækniteikn- ari: — Ég hef ekki stúderað þess- ar áætlanir nægilega. Hitt er vist, að eitthvað varð að gera. En það er erfitt að sjá fyrir áhrifin af þessum aðgerðum og spurningin er, er þetta rétt og er þetta nóg? Bolli ólafsson, húsgagnasmiður: — Mér lizt hreint ekkert á þær. Ég get engan veginn séð fram á að þessi rikisstjórn bjargi málunum við. Margrét Björnsdóttir, húsmóðir: — Ætli nokkrum litist vel á þær? Þessir menn ráða ekkert við efnahagsmálin. Olfar Eysteinsson, matreiðslu- maður: — Mér lízt vel á þær. Ég nefni flugvallaskattinn til dæmis. „Gullfiskar" til umrœðu í þinginu: /Endurtaka útvarps- fréttimar óbreyttar' Valdimar hringdi: „Hvað yrði sagt, ef þið á dag- blöðunum birtuð sömu fréttina óbreytta tvisvar eða þrisvar sinnum? Ég er hræddur um að það mundu einhverjir láta til sín heyra. Hins vegar hef ég ekki orðið þess var, að gerðar væru athugasemdir við það, að I fréttatímum útvarpsins er sama fréttin oft lesin óbreytt i hverjum fréttatímanum á fætur öðrum. Ég lít svo á, að ef ekkert nýtt er að frétta af málinu, skuli fréttin látin niður falla. Það hef- ur mjög oft komið fyrir, að frétt er lesin I morgunútvarpi, síðan aftur I hádegisútvarpi og loks um kaffileytið llka. Eins heyrir maður nokkuð af tiufréttum út- varpsins endurtekið óbreytt að morgni. Þetta er ekki frétta- mennska fyrir fimmaura. Og fyrst ég er að láta til mln heyra út af frammistöðu þeirra I útvarpinu, langar mig til að láta I ljós þá skoðun mina, að I morgunútvarpi á ekki að heyr- ast neitt annað en fjörug og hressileg lög. Það er svo oft að maður vaknar hálfúrillur á morgnana og þá eru lögin I út- varpinu oft það sem bjargar manni. Þannig var það t.d. I gærmorgun: Ég var ákaflega niðurdreginn þegar ég vaknaði og bjó mig af stað til vinnu. A leiðinni á vinnustað kveiki ég á útvarpinu og er þá verið að leika lög úr söngleiknum ,,My Fair Lady”. Áður en ég vissi af var ég farinn að raula með. Skapið var komið I lag. Annars er ég mikill morgun- hani og er iðulega kominn á fæt- ur klukkan sex á morgnana. Þá læt ég það jafnan verða mitt fyrsta verk að stilla á BBC (Radio two). Þar er lagavalið svona fyrst á morgnana stór- kostlegt. Þið mættuð mikið læra af þeirri útvarpsstöð, ágætu út- varpsmenn.” „ÞOKKALEG HÚSALEIGA" Sigurður Ellasson hringdi: „Eitthvað yrði nú sagt, ef hót- elin tækju upp á því að verð- leggja húspláss sitt eftir sömu verðskrá og þeir hjá tollinum. Mér brá illa við þegar ég núna i vikunni leysti út þrjá böggla, sem voru samanlagt um 18 klló að þyngd. Sendingin kom I toll- inn þ. 14. febrúar, en samkvæmt reglum má varan liggja hjá þeim I 15 daga. / Sökum þess, að það reyndust vera smávægilegir gallar á faktúrunni dróst það I rúman mánuð, að ég leysti út vöru- sendinguna. Þegar kom að þvi að ég tók við henni, var mér gert að greiða kr. 1800 fyrir geymsl- una. Við, svona venjulegir borgar- ar, köllum svona óskaplega „húsaleigu” ekkert annað en okur.” „Hvað gerðist ef hótelin tækju upp sömu verölagningu og tollur- inn?” 56 rúðstefnumenn gefa rúmlega 5,5 milljónir Likleg eyðsla 56 manna hóps, sem hingað kæmi til ráðstefnuhalds frá ýmsum stöðum i heiminum, er um fimm og hálf milljón króna, eða nákvæmlega 5.558.143 kr. Þetta kemur m.a. fram I tillögu til þingsályktunar sem flutt var á Alþingi I gær. Eru opinberir aðil- ar hvattir til að hafa frumkvæði varðandi fjölþjóðlegar ráðstefnur hér á landi, meðal annars vegna hinna miklu gjaldeyristekna, sem ráðstefnuhald skapar. Þá er þess einnig getið hversu mikla þýðingu það hefur að auka nýtingu flutningatækja og þjón- ustuaðstöðu utan hins skamma annatlma yfir hásumarið. 1 tillögunni er tekið fram að 56 manna hópur sé litill á alþjóðlega vísu, en mjög viðráðanlegur fyrir Islenzkar aðstæður og vel það, þó að hann væri töluvert stærri. Gert er ráð fyrir 56 mönnum frá 8borgum, sjö mönnum frá hverj- um stað. 1 fargjöld færu 3.606.303 kr. Gisting yrði samtals 405.280 kr., og er miðað við að ráðstefnan stæði I þrjá daga, sem þýðir fimm daga með ferðum og gistingu hér i fjórar nætur. Matarkostnaður væri 524.160 kr. Flutningar I lang- ferðabilum 62.400 kr. Ýmis annar kostnaður, svo sem prentun á dagskrá, kostnaður vegna pósts og slma o.s.frv. yrði 402.000 kr. Ekki er talið ósennilegt að per- sónuleg eyðsla t.d. innkaup, gjaf- „Fleiri alþjóðlegar ráðstefnur verði haldnar hér á landi,” er markmiö frumvarpsins. Þessi mynd er frá setningu alþjóðaþings flugumferðarstjóra i Þjóðleikhúsinu á sinum tlma. Stúlkan I þjóðbúningnum er Geirlaug Þorvaldsdóttir. ir, leigubilar o.fl. yrði samtals 448.000 kr. „Ljóst er af ofangreindu að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða fyrir Islenzka þjóðarbúið. Aukið ráðstefnuhald utan sumar- tlmans nýtir fyrst og fremst þá aðstöðu, sem þegar er fyrir hendi og væri ónotuð ella og færir þjóð- arbúinu milljónir I erlendum gjaldeyri.” —EA LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.