Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 22. marz 1975. 5 Myndin kom úr geimn- um Klukkusturtdu og þrem stundarf jórðung- um áður en Mariner 10 átti sittþriðja stefnumót við Merkúr, tók gervi- hnötturinn þessa ijós- mynd af yfirborði plá- netunnar. — Þá var hann staddur í 40 þúsund mílna fjarlægð frá Merkúr. Gigarnir sjást greini- lega. Sumir eru allt að því 31 míla í þvermál. Myndin var hálffram- kölluð í gervihnettinum, en send síðan sjálfkrafa til móttökustöðvar i Canberra í Ástralíu. SLOKKNUÐ STJARNA Islenzkir bíógestir munu margir minnast leikkonunnar Susan Hay- ward. Hún lézt núna fyrir skör.'mu af völdum heilaæxlis. Var hún aðeins 56 ára að aldri. Þessi mynd var tekin, þegar hún fékk Óskar- inn 1959 fyrir leik sinn i myndinni „I want to live”. Stœrsta vœnghaf dýra merk- urinnar Douglas Lawson, námsmaður við Kaliforniuháskóla, sést hér halda á jarðneskum leifum skepnu einnar, sem sveif yfir Texas fyrir 60 inilljón árum. Hann fann beinin við Big Bend- þjóðgarðinn. Vænghaf flugeðlu þessarar, sem visindamenn kalla Texas Prerosaur, var 51 fet, eða það mesta; sem menn vita um. FEGURÐARDROTTN- ING Á SÍNUM TÍMA Lizailota R. Valeska var kjörin fegurðardrottning Finnlands 28 ára, og þá var myndin hér t.v. fyrir neðan tekin af henni. — Nú er hún 72 ára stolt amma, sem telur sig ekki þurfa aö fyrirverða sig fyrir lln- urnar. Sjálf segir hún: ,,Ég er betur vaxin núna en þá”. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.