Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Laugardagur 22. marz 1975. cyVlenningarmál TÓNLIST gó&a hljómsveitarstjóra sem hafa magnað hljómsveitina til dáða, en aldrei slikan sem Robert Satanowski. Held ég, að hljómsveitin hafi aldrei látið eins vel að stjórn eða leikið jafn- vel hjá nokkrum manni, hver einasta bending var tekin til greina á svipstundu, og þurfti hann ekki að hreyfa sig mikið til þess að fá það sem hann vildi. Hann er ekki að eyða mikilli orku i stjórnina, öll slög hnit- miðuð og mjög samkvæmur sjálfum sér, ákveðin hreyfing táknar alltaf sama hlutinn, og stóru sveiflurnar, sem sumir hljómsveitarstjórar eru alltaf með „i gangi” án þess að tilefni sé til, þær sparar hann þar til hann þarf að nota þær. Það kom nokkrum sinnum fyrir, og það voru sveiflur i lagi. Fannst mér sem þar væri hnefaleikakappi á ferð, sem ætl- aði að greiða rothöggið. Sveiflan var merki þess að nú ætti sko að gefa i, og það má hljómsveitin og þá sérstaklega blásararnir eiga, að svörun þeirra var hreint og beint stórkostleg. Sjaldan hefur hljómsveitar- stjóri fengið betri viðbrögð við bendingum sinum, enda þarf sterkan persónuleika til að fá 60 manna hljómsveit til að lúta skilyrðislausri stjórn og að leika sem einn maður. Hljómsveitin stækkar Hljómsveitin er að nálgast það að vera ,,alvöru”-hljóm- sveit á nútimamælikvarða hvað stærðinni viðvikur. Hún stækk- ar smám saman, td. eru hornin orðin fimm, og á þessum tón- leikum voru sex kontrabassar. Mátti finna nokkurn mun á, þvi oft hefur mér fundist vanta meiri þunga i dýpri enda hljóm- sveitarinnar. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut, enda veit alþjóð að það er eitt af aðaláhugamálum forráða- manna S.t. Næst verður vonandi fjölgað cellóum um t.d. 2 til 3, og siðan fiðlum og lágfiðlum, en þar mætti a.m.k. bæta við 10 til 12 spilurum. En þá verður Háskólabió orð- ið litið, og hvað gerist þá? tútna... Gu&ný Guðmundsdóttir konsertmeistari — leikur með krafti og eldi. Robert Satanowski hljómsveitarstjóri — skilyrðislaus stjórn. tækifæri, þvi margir voru van- trúaðir á, að tiltölulega reynslu- litill hljóðfæraleikari gæti’ „staðið i stykkinu”. En hún kom, lék, og svo gott sem sigraði, og efa ég ekki, að allar efasemdir hafi þurrkast út, þvi hún sannaði það með leik sinum, að ekki var rangt gert með stöðuveitingunni. Það, sem einnig hlýtur að vega þungt á metaskálunum, er, að hljóm- sveitin var mjög ánægð með Guðnýju sem konsertmeistara. Hún er ákaflega „tekniskur” spilari, hefur mikinn kraft og eld i sér, og þó að tónmyndun hafi ekki alltaf verið með allra besta móti má kenna „nervösi- teti” um, — eða þá, að túlkun hennar og hljómsveitarstjórans hafi ekki farið saman, þá var heildarsvipurinn á leik hennar mjög góður. Hljómsveitin hefði á hinn bóg- inn mátt fylgja henni og hljóm- sveitarstjóranum betur, það var eiginlega eini misbresturinn á leiknum. Af þeim tveim verkum sem hún lék tókst henni betur upp i Havanaise eftir Saint-Saéns, kadensurnar i Mozart fiðlu- konsertinum voru ekki mjög góðar. Hin stóra sveifla Hingað höfum við oft fengið eftir Jón Kristin Cortez Að sjá blásara Sinfónfuhljómsveit islands: 12. tónleikar I Háskólabiói. Efnisskrá: Beethoven: Leonora, forleik- ur nr. 3 Mozart: Fiðlukonsert nr. 1 Saint-Saens: Havanaise op. 83 Dvorak: Sinfónía nr. 9 Stjórnandi: Robert Satanowski Einleikari: Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari. Að sjá blásara Sinfóniuhljóm- sveitar Islands tútna, roðna og belgjast upp af ákafa, áreynslu og spilagleði er það ánægjuleg- asta sem ég hef orðið vitni að á sviði Háskólabiós. Þeir hafa að visu oft gert vel áður en aldrei náð jafngóðum árangri sem á tónleikunum sl. fimmtudags- kvöld. Meira að segja pákuleik- arinn, sem oft virðist óhaggan- legur, lamdi bumburnar sem hann ætti lifið að leysa. 011 þessi ósköp áttu sér stað i 9. sinfóniu Dvoraks, sem var siðasta verk tónleikanna. Og sá sem á allan heiðurinn af þvi að hljómsveitin náði á hingað til ó- þekktan hápunkt getu sinnar var pólski hljómsveitarstjórinn Robert Satanowski. Strax I upphafi tónleikanna fann maður, að þetta yrði gott kvöld. Hljómsveitin náði strax saman, hljómurinn þéttur og fallegur, tónmyndun mjög góð, og allar innkomur svo gott sem hárnákvæmar. Fagurlega mót- aðar hendingar, og fylgni við hljómsveitarstjórann I há- marki. Konsertmeistarinn Þegar maður leit yfir verk- efnaskrá hljómsveitarinnar fyrir starfsárið ’74—’75, þá fannst mér vanta þar, að nýi konsertmeistarinn færi með einleikshlutverk á tónleikum, svona eins og til að sýna og sanna snilli sina og val I hina erfiöu stöðu. Fannst mér það nauðsynlegt að hún fengi slikt RISA-, BINGO í Sigtúnl sunnudagskvöld kl. 20.30 Húsið opnað kl. 19.00 ~ ~ 7 . ----------------~13 UMFERÐIR Glœsilegir vinnmgar 3 úrvals Spánarferðir 2 Kaupmannahafnarferðir 3 málverk, laxveiðileyfi, páskamatur o.fl. o.fl. o.fl. w Okjör góðra aukavinninga Mœtum öll á bingó vikunnar Félög sjálfstœðismanna í Háaleitishverfi og Smáibúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.