Tíminn - 29.07.1966, Page 3

Tíminn - 29.07.1966, Page 3
mæm1 xmzrmv FÖSTUDAGUR 29. júlí 1966 TÍMINN um. Hin sagan er álitin betri. Þar er Bond sendur til Berlín- ar til þess að koma fyrir katt- arnef rússneskri leyniskyttu, sem hafði verið gerð út til að drepa brezkan fulltrúa í Ber- lín. Vonandi koma þessar bæk ur bráðlega fyrir augu íslenzkra lesenda. ★ Þrjú ár eru nú liðin frá því að Sophia Loren lék síðast í ítalskri kvikmynd, en um þess- ar mundir er hún stödd í Róm, þar sem hún á að leika aðal- hlutverkið í ítalskri mynd, sem ber nafnið „Alltaf kona“. Mót- leikari Sophiu í þessari mynd verður Omar Shariff, og munu upptökur hefjast innan skamms. Þau hjón Sophia Loren og Carlo Ponti eru alltaf jafn hamingjusöm, þau hafa nýlega keypt sér nýtt hús í ferða- mannabænum Burgenstock í Sviss og þar hyggjast þau eyða frístundum sínum í náinni fram tíð. ★ Fyrir skömmu lenti fjögurra sæta Beechcraft Bonanza flug- vél á Kastrupflugvelli í Kaup- mannahöfn. Þótti þessi atburð- ur merkilegur að því leyti, að vélin kom alla leið frá Banda- ríkjunum, hafði að vísu milli- lent á nokkrum stöðum, og við stýrið sat 74 ára gömul kona, ★ * Tízkuteiknarinn franski, Jacques Esterel, hefur nú opin- berað hugmyndir sínar um tízk- una fyrir komandi haust og vetur. Ekki er annað að sjá en litlar breytingar verði í þeim efnum í náinni framtíð, stutta tízkan situr enn í fyrirrúmi fyr ir öllu öðru og tízkulitirnir eru mestmegnis þeir sömu og í sum ar. Hins vegar eru hattarnir, sem Esterel sýnir, nokkuð óvenjulegir að lögun, og hvað skótízkunni viðkemur, er hann hrifinn af breiðum böndum með spennu um öklann. Hérna sjáum við eina af sýningardöm- um Esterel. Þetta eru ekki nátt- föt, sem hún er að sýna, heldur ósköp venjulegur hversdagsbún ingur. Þetta þætti nú ekki bein- línis heppileg vetrartízka hér á landi, nema ullarsokkar fylgdu með. Þessi nýstárlegi „dýragarður11 er í borginni Wolverhampton í Staffordshire á Bretlandi og á hann án efa fáa sína líka um víða veröld. Dýrin, sem eru 13 skozkir smáhundar, tveir kettir og rotta, eru klippt og mótuð í limgirðingu, og sá, sem á heið- urinn af þessu skemmtilega verki, er aldraður maður, Cyril Clift að nafni. Það hefur tekið hann rúm 30 ár að útbúa þetta „dýrasafn", en ekki vitum við, hvort enn á eftir að fjölga í því. Clift segir, að það þurfi ekki annað til að fullkomna svona verk, heldur en limgirð ingu, klippur, svolítinn skammt af hugvitsemi og mikinn skammt af þolinmæði. Garður- inn hans Clift er fyrir löngu orðinn víðfrægur, og flestir þeir, sem leggja leið sína um borgina Wolverhampton, gera sér sérstaka ferð til að líta á hann. ★ Þeir í Tokyo eru talsvert nýj ungagjarnir og nýlega komu þeir fram með uppgötvun, sem áreiðanlega á eftir að ryðja sér mikið til rúms um heim allan. Hér er um að ræða sjálfsala, þar sem fólk getur fengið lán- aða peninga á hvaða tíma sól- arhringsins sem er. Til þess að geta notað sér þessi þægindi þarf viðkomandi að hafa sér- stakt útlánskort, sem hann læt- ur í gat á sjálfsalanum, en þar inni er vél, sem gengur úr skugga um, hvort kortið sé ófalsað. Ef svo reynist vera telur vélin saman ákveðna fjár- upphæð, sem samsvarar tæpum þrem þúsundum ísl. króna, og koma peningarnir út gegn um gat á sjálfsalanum. Því næst lokar vélin fyrir útlánsreikning viðkomandi manns, en það er hægt að endurnýja hann eftir vild. ★ Enda þótt Ian Flemming sé látinn fyrir nokkru, virðist ekk- ert lát á vinsældum James Bond-sagna hans. Fyrir mjög skömmu síðan fundust handrit af tveimur slíkum sögum, sem aldrei höfðu verið prentaðar, og var því tekið til óspilltra málanna við að gefa þær út. Önnur sagan fjallar um átök Bonds við nazistaforingja frá Hitlerstímunum, sem eftir stríð ið flúði til Jamaica til að bjarga lífi og limum, svo og geypileg- um og illa fengnum fjármun- kynjum á Kastrupflugvelli, en hún lét sér fátt um finnast og vildi gera sem allra minnst úr afreki sínu. Marion Hart er þekkt í Bandaríkjunum undir nafninu „Fljúgandi amman“. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hún tekst á hendur langar flugferðir upp á eindæmi. Hún gerir aldrei neinar fastar áætl anir fram í tímann varðandi flugferðir sínar og segir að það sé miklu skemmtilegra að hafa engan fastan ákvörðunarstað. ★ Marion Hart. Ein síns liðs hafði þessi gamla kona flogið yfir Atlantsála og er þetta bara sumarleyfisferð hjá henni, en á sunnudag lagði hún af stað til Finnlands og hyggst dvelja þar um nokkra hríð. Blaðamenn tóku henni með kostum og ★ Heimsmeistarinn í þungavigt, Cassius Clay, er kominn til London, þar sem hann mun verja titil sinn í keppni, sem fram fer 6. ágúst næstkomandi. Það fyrsta, sem garpurinn sagði við komuna til London var, að hann vildi auka á orð stír London. Ekki var vitað, hvort hann átti þar við borg- ina London ellegar mótstöðu- mann sinn væntanlegan, en hann heitir Brian London. Bú- izt er við gífurlegri aðsókn á þessa hnefaleikakeppni, en hún mun fara fram í Earls Court. Bretar eru sagðir gera sér góð- ar vonir um sigur Brian Lon- don, og svo virðist sem Clay sé ekki alltof sigurviss, því að hann sagði fyrir skemmstu við blaðamenn: — Það er erfitt að fá höggstað á London, jafnvel fyrir mig, og þó er ég mesti þungavigtarsnillingur, sem gengið hefur á guðsgrænni jörð. /Nauðsyn á jákvæðri afstöðu" Það kemur glöggt fram í grein, sem Guðmundur Garffars son ritar í Morgunblaðið í gær um afstöðu íslenzks fiskiðnað ar um þessar rnundir og liina neikvæðu afstöðu ríkisvaldsins til skipulagðar uppb.vggingar og átaka, að jafnvel hinir gall- hörðustu Sjálfstæðismenn geta nú ekki lengur stungið niður penna án þess að fordæma stjórnarstefnuna. Undir ofan- ritaðri fyrirsögn segir Guð- mundur: „Síld hefur verið söltuð til manneldis í marga áratugi, og fryst allmikið síðustu árin, sem fyrr er greint frá. Rekja mætti mun nánar viðleitni fslendinga fyrr og síðar til að fullvinna síldina og fiskinn enn meir til manneldis, og er þá komið að því að ræða hvers vegna skuli ekki nú vera meira notað af þessu ágæta hráefni í fram- leiðsluvöru til manneldis. Ekki hefur vantað viljann né fram- sýnina, eins og lítillega hefur verið drepið á, en án nokkurs vafa hefði mátt, og má enn, gera mun betur. f fjölda ára liefur verið Ijós þörfin fyrir, að síldar- og fiskiliráefnið væri nýtt meira í matvælafraiu- leiðslu. Hefur það ýmist birzt i verkum fiskframleiðenda eða viðhorfum um, hvað gera bæri. Sjálfir hafa fiskframleiðendur gert sitt bezta til að byggja upp fiskiðnaðarfyrirtæki, sem fram- leiddu matvæli, en það er í ís- lenzku þjóðfélagi eins og öðr um, að einir og einangraðir geta einstakir framleiðendur ekki lyft Grettistaki. Til sam- starfs þarf cinnig að koma vilji og áhugi þeirra, sem fara með forystuna í stjórn- og peninga- málum, iafnframt jákvæðum viðhorfum þjóðarinnar allrar, sem geri slíka uppbyggingu mögulega." Verðbólgan Um áhrif verðbólgunnar á síldariðnaðinn segir Guðmund ur: „Vegna verðbólguþróunarinn ar, sem hefur dregið úr getu manna til að fara út I full- vinnslu síldarinnar til mann- eldis, hefur þróunin því orðið sú, að leitað hefur verið þeirra leiða, sem tiltækilegastar hafa verið til að mæta þessum kring umstæðum og nýta hinn mikla síldarafla, með því að bræða hann í afkastamiklum síldar- verksmiðjum og framleiða dýra fóður. Að vissu marki hefur verið um ákveðið kapphlaup að ræða um að koma aflanum i vinnslu og sölu sem með sem skjótustuni hætti skilar andvirði framleiðslunnar til baka. Þess- um hraða skilar síldarbræðsl an mun betur en full vinnsla síldar til manneldis við nú- verandi kringumstæður." Þörf átaks Um nauðsyn átaks fyrir til- stuðlan ríkisvaldsins segir greinarhöfundur: „Hér þarf að korna ákveðinn stuðningur þjóðarheildarinnar fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins við íslenzka fiskframleiðendur, ef þjóðin viil byggja upp öflugan og fjölbreyttari síldariðnað, sem margfaldaði hráefnisverð- mætið í vinnslu. fslenzka þjóðin er nú það vel Framhald a bls 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.