Tíminn - 29.07.1966, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 29. júlí 1966
TIMINN
irnmm
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þóiarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands — t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Ríkisstjórn á reki
MorgunMaðið hefur forustugrein sína í gær á þessum
orðum: „Allt frá því, að Viðreisnarstjórnin var mynduð,
hefur hún lagt megináherzlu á að treysta grundvöll bjarg-
raeðisvega þjóðarinnar."
Þetta er faUegt fyrirheit og efndirnar ekki síður mik-
flvægar. Um þær segir Morgunblaðið nokkrum setning-
nm neðar í sömu grein:
„Þrátt fyrir þetta eiga ýmis atvinnufyrirtæki við veru-
lega erfiðleika að etja. Veldur þar fyrst og fremst um
mjög aukinn tilkostnaður framleiðslutækjanna".
í þessum einföldu orðum birtist saga „viðreisnarstjórn-
arinnar” í hnotskurn. Stefna hennar var sú, sem fram
kemur í fyrri tilvitnuninni, og í hinni seinni er hreinleg
játning um, að bæði viðleitnin oS stefnan hafi mistekizt
Vafalaust er það ekkert gamanmál fyrir ríkisstjórn, sem
rikt hefur sjö ár að verða að játa, að „megináherzla“
í öllu starfi hennar og stefnu hafi verið að treysta bjarg-
ræðisvegina, en árangurinn sé „verulegir erfiðleikar11
þeirra, vegna „mjög aukins tilkostnaðar” — þ.e.a.s.
hamslausrar óðaverðbólgu, sem stjórnin ræður ekkert
við. En þetta er aðeins ein játning af mö'rgum um skip:
brotið, sem talsmenn stjórnarinnar hafa orðið að gera,
því að annað væri að berja höfðinu við steininn í ásýnd
allrar þjóðarinnar, sem sér þess dagleg merki, hvernig
bjargræðisvegirnir eru leiknir.
Landbúnaðurinn er þessa mánuðina að borga til baka
drjúgan skerf af því umsamda verði fyrir framleiðsluna
sem ríkisstjórnin sagðist fyrir síðustu kosningar vera
búin að tryggja endanlega. Sjávarútvegurinn kemst ekki
lengur af nema með ríkisuppbótum, en þeirri hækkun
fleygði ríkisstjórnin beint út í verðlagið og verðbólguna.
Iðnaðarfyrirtækin gefast upp hvert af öðru.
Meginorsökin er auðvitað sú, sem Morgunblaðið ját-
ar, að „tilkostnaðurinn” er of mikill, verðbólgan fer eyð-
andi eldi um bjargræðisvegina, af því að ríkisstjórnin
hefur gersamlega svikið fyrirheit sín um að hafa hemil
á verðbólgu og ekki ráðið við þetta meginverkefni sæmi-
legrar ríkisstjórnar í nútímaþjóðfélagi.
Þetta játar ríkisstjórnin á hverjum degi, en hún segist
samt mega sitja áfram, vegna þess, að þetta sé öðrum að
kenna, helzt stjórnarandstöðunni, verkalýðshreyfingunni
og þjóðinni allri. Þessir aðilar hafi unnið gegn ráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar og haft sitt fram gegn viðleitni
rikisstjórnarinnar. Þetta er röksemdafærslan, svo bág-
borin og ósæmandi lýðræðisstjórn sem hún er. Þótt svo
væri, sem ríkisstj. segir. er það aðeins yfirlýsing um,
að ríkisstjórnin hafi setið í sjö ár og horft aðgerðalaus
á það, að andstæð öfl hafi ráðið og tekizt að beina för
stjórnarinnar í stefnu og gerðum i þveröfuga átt vjð
það, sem hún vildi fara. Auðvitað er þetta fráleitt.
en í þessari bábylju, sem ríkisstjórnin hefur nú gripið
til, er ekkert skjól. því að í beinu framhaldi af bessum
málflutningi hljóta menn að spyrja: Á sú stiórn
að sitja endalaust og hugsa um það eitt að halda sér’
Ber henni ekki einmitt að segja af sér og láta nýja stjórn
taka við?
Þannig flækist stjórnin æ fastar í rökþrotaneti sínu og
játningum og kemur allt í sama stað niður. að henni ber
að segja af sér og það tafarlaust og leggja málin í dóm
þjóðarinnar.
Ritstjórnargrein úr The Economist;
Ríki kommúnista breytast, en
hægt miðar í lýðræðisátt
Enn velja æSstu valdamennirnir r emur þann kost að semja sín í milli
en að áfrýja til úrskurð'r þeirra, sem neðar standa
MENNIRNIR, sem stjórna
kommúnistaríkjunum, deyja
flestir á sóttarsæng. Þannig dó
Stalín, þannig er Mao að
deyja, og Tito mun einnig
deyja þannig. En þrátt fyrir æf
inguna, sem kommúnistaríkin
eru búin að fá, hafa þau ekki
enn komið sér upp réttu kerfi
til að veita þeim næsta völdin
þegar aðalleiðtoginn deyr, og
enn síður að framkvæma frið-
samlega breytingu frá eins
manns stjórn í einhvers konar
lýðræði.
Af þessum sökum kvöddu
Júgóslavar miðstjórn kommún
istaflokksins til fundar 1. júlí
en þeir eru þarna forgöngu-
menn eins og venjulega.. Mið-
stjórnin verður að kveða á um
að „svipta framkvæmdastofn-
anir flokksins ofan frá og nið
ur úr valdi sínu í ríkinu“, eins
og Todorovic komst aö orði 30.
apríl . Þetta táknaði samt ekki,
að kommúnistaflokkur Júgó-
slavíu væri í þann veginn að
sleppa hendinni af taumum rík
isvaldsins.
Orðalag Todorovic „ofan frá
og niður úr“ nær ekki til Tito
forseta, sem heldur áfram að
vera bæði leiðtogi flokksins og
æðsti maður ríkisstjórnarinn-
ir. En þetta kann að gera
mögulegt, að kommúnista-
flokkurinn í Júgóslavíu hætti
einhvern tíma í framtíðinni að
krefjast einokunarvaldsins,
eins -og kommúnistaflokkar ann
ars staðar telja óhjákvæ.nilegt.
Þetta er ögrun gagnvart öðrum
kommúnistum, ekki sízt Rúss-
um. Það ætti að eggja Rússa
til að sýna, að þeir hafi einn
ig á prjónunum hugmyndir um
að gera kerfi sitt lýðræðislegrs
en áður. Eða hafa mir það?
Stjórnkerfi Rússa hcfur
breytzt mikið á þeim þrettán
irum, sem liðin eru siðan Stal
ín lézt. Hið kurteis.ega sam
komulag, sem þeir Kosygin og
Brezhnev stjórna ríki.iu effir
í sameiningu, er alit annars
eðlis en einrátt ofríki gamla
harðstjórans. En þó hafa breyt
ingarnar í Rússlandi ekki orðið
eins miklar og þær hefðu get
að orðið. né eins miklar og
margir áttu um 1957 von .. að
þær yrðu.
UM nokkurt skeið eftir að
Stalín dó, leit út fyrir að Rúss
ar ætluðu að feta sig tii baka.
Bann við öllum öðrum flokk-
um og útþurrkun „fylkinga"
innan bolshevikahreyfingarinn
ar eftir byltinguna 917 leiddi
óhjákvæmilega til útrýmingar
allrar andstöðu gegn einræði
Stalíns. En þegar gamli mað-
urinn dó leiddi brotthvarf hans
til hreyfingar i anastæða átt
Flokkadrættir hófgust að nýju
í æðstu stjórninni og í þennan
hátt varð mögulegt íyrir minni
hluta, sem undir varf í deilum
innan „sameiginlegrar stjórn-
ar” að áfrýja til stot'nunar,
sem neðar stóð í flokknum.
Þetta gerðis’ ei imitt ár;ð
1957, þegar Krustjoff varo' und
ir í æðsta ráðinu og áfrýjaði
með góðum árangri til mið
stjórnarinnar. Áhorf *n.dur út í
frá vonuðu, að þetta endurtæki
sig og kvíarnar yrðu færðar
út. Ef úr því hefði orðiö, hefði
það að lokum getað leitt til
klofins flokks, sem leitaði til
úrskurðar þjóðarinnar. Þá
hefði orðið til eins konar
flokkakerfi innan frá i einræð-
inu.
En í ljós kom, jafnvel þegsr
Rússar virtust vera a'ð íiar-
lægjast hægt hið aigera ein-
Nikita Krustjoff
veldi, að þessari framvindu
yrðu ákveðin takmörk sett.
Menn yrðu að sætta sig við
meginuppbyggingu Sovétríkj
anna og ósk um endurhvarf
til kapítalismans" yrði aldrei
uppi á teningnum. Þingbuudið
lýðræði i vestrænum löndum
er byggt upp á svipuðum, ó-
skráðum lögum. Flokkarnir við
urkenna gildandi ramma þjóð
félagsins og kjósa heidur að
koma sér saman en að eiga
á hættu átök, sem skera vríi'u
um við götuvígi en ekki í þing
Eins er þessu háttað í Rúss-
landi. Jafnvel þó að rússneskir
leiðtogar yrðu að sæt*d sig við
deilur innan Uokksins og með-
al þjóðarinnar vfirleltt, myndu
þeir gera allt sem í þeirra valdi
stæði til þess að halda deilun-
um innan ramma síne eigin
þjóðfélags.
EN dæmið frá 1957 hefur
ekki verið endurtekið Siðan
þá hefur lítið sem eKkert verið
gert til þess í Evrópuríkjum
kommúnista að nálgast lýðræði
innan .flokksins. hvað þá utan.
Flokkurinn befur 5em heild
kosið að leysa deilut sínar
með samkomulagi i æðstu
stjórninni. fremui e1" að eiga
á hættu að missa yfirtáðin með
því að leita eftir úrskurði
þeirra, sem lægra stóðu.
Einveldið, eins og það nú er
ber í sér öll einkentii bráða-
birgðaástands. En það getur
ekki haldizt um allan aldur.
Breytingarnar, sem a urðu í
Rússlandi við dauða Stalírs,
urðu ekki til vegna líknsemdar
arftaka hans. Þær arðu vegna
þess, hve ómögulegt var að
halda áfram með úrelt kerfi,
sem krafðist fulikominnar
harðstjórnar til þess að vera
starfhæft. En þörfin fyrir end
urbætur er enn fyrir hendi.
Meðal þeirra verkefna, sem
blasa við öllum leiðtogum
kommúnistaríkja í Evrópu, er
þörfin á að samræma efna-
hagskerfi sitt neyzlukröfum
þjóðfélagsins. Sumar endur-
bæturnar, sem á prjónunum
eru, til dæmis „nýja fram-
kvæmdastjórnarkerfið", sem
kemur til framkvæmda hjá
Tékkum á næsta ári — gætu
ógnað með að losa tök flokks-
forustunnar, ef þeim væri fylgt
fram til rökréttrar niðurstöðu.
Þetta á enn frekar við í hinum
smærri ríkjum Austur-Evrópu,
þar sem byltingin var innflutt
og kommúnistaflokkurinn hef-
ur ekki enn fest djupar rætur.
Unnt er að umflýja hættuna
ef flokksleiðtogarnir setja upp
nýja „einkennishúfu“ þegar
þeir taka við framkvæmda-
stjórastarfi í ríkisstjórn eða
verksmiðju og æðsta vald
flokksins helzt eftir sem áður
yfir öllu kerfinu. En hættan
verður alvarleg ef grafið er
undan grundvallarkenningum
sameiginlegu miðstjórnarinn
ar og verksmiðjustjórum verö
ur leyft að ákveða dreifingu
fjárfestingar í landiuu. Þetta
er, þegar allt kemur til alls,
mikilvægasta stjórnmálaákvörð
unin, sem sérhver ríkisstjórn
verður að taka. Af þessu stafar
öll varúðin, sem TékVar við-
hafa í breytingum sín'im á efna
hagssviðinu, og Rússar beita
þó enn meiri gætni.
ENDURBÆTUR á fram-
kvæmdastjórn gætu haft sín
áhrif á verkamennina sjálfa.
Meðan laun, vöruverð og fjár-
festing var allt ákveðið af mið
stjórn „verkamannaríkisins’”
gátu kommúnistar haldið fram
fræðilega. að verkamanna-fé-
lögin þyrftu ekki að annast
sitt eðlilega hlutverk við kjara
samninga.Þessi röksemd á ekki
framar við ef þessi atriði verða
til lykta leidd með ákvcrðun-
um framkvæmdastjóranna og
fara að nokkru eftir ástandinu
á markaðinum.
Endurbætur Tékka á efna-
hagssviðinu mæta andstöðu
verkamanna i stöðnuðum iðn-
greinum. Þetta veldur flokks-
leiðtogunum vandræðum þeg-
ar í stað. Undir eins og farið
er að föndra við hið stirðnaða
kerfi vofir yfir hættan á, að
Framhald á bls. 12.