Vísir - 15.04.1975, Síða 3

Vísir - 15.04.1975, Síða 3
Visir. Þriðjudagur 15. april 1975. 3 Fjórðungssjúkrahúsið ú Akureyri: Lokar slysavarðstofunni ó nóttunni og um helgar — Dýrt og ónauðsynlegt að óliti yfirlœknisins Cngm þjónusta - kegri fargjöld — bandarísk flugfélög bjóða afslótt ó ýmsum ferðum til þess að nó upp viðskiptum Flugfélagið National Airlines býður nú 35% afslátt á vissum flugleiðum til þeirra farþega, sem vilja fljúga, án þess að fá mat eða drykki um borð. Svo virðist sem fleiri flugféiög stefni að breytingum á fargjöldum sin- um til þess að ná upp farþega- fjölda á ný. „Heimilislæknir eða vaktlæknir er jafnfær og venjulega færari um að greina og lækna áverka en þeir mjög ungu læknar, sem oft- ast taka á móti á Slysa varðstofunni á nætur- þeli þótt þeir starfi á sjúkrahúsi,” segir Gauti Arnþórsson, yfir- læknir Fjórðungs- sjúkrahússins á Akur- eyri. Tilkynnt hefur verið, að slysavarð- stofa sjúkrahússins verði framvegis lokuð yfir nóttina og um helg- ar. „Almenningi kann að virðast það fremur hastarleg breyting á þjönustuvenjum handlæknis- deildar sjúkrahússins, að slysa- varðstofu hennar skuli nú lokað á nóttunni og yfir helgar,” segir Gauti. Og hann vill útskýra, hvaö veldur þeirri breytingu, auk þeirrar ástæðu, sem að ofan greinir: „Erfiðleikar á þvi að tryggja viðunandi mannafla til reksturs slysavarðstofunnar með þvi sniði, sem verið hefur á. undan- förnum árum, á stóran þátt i breytingunni,” segir Gauti. „Kostnaður samfélagsins af þvi að halda uppi gæzluvakt til þess eins að taka á móti þeim fáu smáslysatilfellum, sem berast slysavarðstofunni á þeim tima, sem hér um ræðir, er óhóflegur miðað við nýtingu. Ekki sizt, þegar þess er gætt, að samtimis er greitt fyrir gæzluvakt i bæn- um.” Og Gauti heldur áfram: „Leikmenn geta sjálfir annazt smá áverka, án þess að óhag- ræði fylgi, enda ætið kostur á að leita læknis á dagtima innan fárra klukkutima. Handlæknis- deild sjúkrahússins er ætið til reiðu, hvenær sem er sólar- hringsins með allan sinn mann- afla, skiptistofur og skurðstofur fyrir þá sjúklinga, sem ekki er unnt að veita jafngóða og örugga meðferð við önnur skil- yrði. Sýnist svo sem algengur ótti við að sjá blóð hvetji fólk til að koma tafarlaust til læknis, ef eitthvað blæðir úr skeinu,” seg- ir Gauti ennfremur. „Auk ótt- ans við blóð sýnist hér einnig koma til skortur á viðunandi fræðslu almenningsum meðferð smárra áverka. Þetta þarf eng- anað undra, þegar þess er gætt, að uppfræðsla læknisefna aö þessu leyti sýnist einnig ábóta- vant. Algengt er, að sá séu saumuð tafarlaust án tillits til þess, hvort það er skynsamlegt eða jafnvel áhættulaust.” — ÞJM önnur félög bjóða til dæmis 25% afslátt á vissum féröum til farþega, sem panta flug með viku fyrirvara. Trans World Airlines vill endurvekja barna- og fjöl- skylduafslátt. Nýlega fór World Airways fram á að fá að bjóða áætlunarferðir milli meginland- anna á lægra verði en áður. Staða flugfélaga i Banda- rikjunum virðist stöðugt hafa far- ið versnandi siöustu þrjá mánuði, og þvi ekki skritið þó að flugfélög- in gripi til slikra ráða. Afsláttarfargjöldin eru þó háð ýmsum takmörkunum. Sum verða ekki I sumar. Hvort svo af- sláttarfargjöldin ná viðskiptum upp aftur eru skiptar skoðanir um. National Airlines telur svo vera og segir, að 40% þeirra, sem keypt hafa farmiða aö undan- förnu, hefðu ekki gert þaö, ef far- gjaldið hefði verið dýrara. Dálkahöfundurinn Art Buch- wald slær á létta strengi I sam- bandi við þetta. „Ég sé þetta i anda,” segir hann. „Fimmtiu manns sitjandi I vélinni án þess svo mikið sem að sjá flugfreyju. Allir hafa nesti meö sér. Um leið og vélin hefur hafið sig til flugs, hrópar einn: „Vill nokkur skipta á samloku með kjúklingasalati og fá sam- loku með nautakjöti I staðinn?” — EA Friðrik á frí í dag — Larsen hœttur Friðrik Ólafsson á fri á skák- mótinu I Las Palmas I dag, þvi að sá, sem hann átti að tefla við, danski stórmeistarinn Larsen, er hættur og farinn heim. Sagt er, að hann hafi hætt af fjölskylduástæðum, en kona hans mun lasin. Friðrik vann Rodrigues i gær og hefur þannig fjóra vinninga eftir sjö umferðir. - — SHH. VILTU SOFA UPPI Á ÞAKI? Margur er sá, sem ekki hefur notið ferðarinnar af kviða fyrir þvi að þurfa að tjalda. Ekki eru heldur allir ánægðir með að dragnast með hjólhús eða tjaid- vagn, sem dregur verulega úr ferðahraðanum. En nú er komið eitt áhaldið enn, sem á að auðvelda ferðam anninum ferðalagið. Það er tjald, sem er spennt eins og farangursgrind ofan á bilinn. Með rúmlega einu handtaki má reisa tjaldið og fella, og þegar það hefur verið reist, er I þvi sæmiiegasta rúm fyrir tvo, meira að segja svampdýna undir. Þaö er Festi á Klapparstig sem selur þessi tjöld, og verðið með söluskatti er um 69 þúsund krónur. Ljósm. Visis Jim. LEKNR FUNDNAR TIL AD VERNDA HLUT SJÓMANNA VK) GENGISFELLINGAR 10 manna nefnd skili niðurstöðu fyrir 1. des. — drœm þútttaka í atkvœðagreiðslu um samningana Sjómannsambandið og Lands- samband íslenzkra útvegsmanna samþykktu I þessum kjara- samningum að óska eftir þvi við rikisstjórnina, að komið verði i veg fyrir framvegis, að ráð- stafanir við gengisfellingar bitni jafn hart á skiptakjörum sjó- manna og verið hefur. t bréfi, sem báðir aðilar sam- þykktu, er óskað eftir við rikis- stjórnina, að þjóðhagsstofnun gangist fyrir endurskoðun á þeim reglum, sem gilt hafa um þessi efni. Kjósa skal, samkvæmt bréfinu, 10 manna nefnd, sem skili niðurstöðum fyrir 1. desem- ber. Nefndina eiga að skipa full- trúi þjóðhagsstofnunar, sem verður formaður hennar, tveir fulltrúar frá Sjómannasamband- inu, Farmannasambandinu og Llú hverju og einn frá Alþýðu- sambandi Vestfjarða, Alþýðu- sambandi Austfjarða og Félagi islenzkra botnvörpuskipaeigenda hverju. Hiímar Jónsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur, gaf blaðinu þessar upplýsingar I gær. Atkvæðagreiðsla um sjó- mannasamningana fór fram i fyrradag i sjómannafélögunurh. Hilmar sagði, að um 50 manns hefðu mætt á fundi Sjómanna- félags Reykjavikur um samning- ana. 1 Sjómannafélagi Reykja- vikur eru um 1400 félagar. Gagn- rýni hefði verið litil og umræður málefnalegar. Við spurðum Hilmar, hvort ekki væri öruggt, að samningarnir yrðu samþykkt- ir. „Menn renna blint i sjóinn um það,” sagði hann. Hilmar sagði, að helzt hefði komið fram óánægja á,að sjó- menn hefðu enn ekki fengið alger- lega fæði inn i samningana. Hlutaskipti hafa verið gerð sjó- mönnum nokkuð hagstæðari I þessum samningum, en sumum mun þykja of skammt gengið. Atkvæði I Sjómannasamband- inu verða talin eftir hádegið i dag. Þá á flugvél að vera komin frá Akureyri með atkvæðaseðla. Akurnesingar slitu sig þó frá og felldu samkomulagið með 35 at- kvæðum gegn 9. — HH Örugg persónuskilríki gerð á tveim mínútum Ný gerð skilrikja er nú fáanleg I Stúdiói Guömundar, Einholti 1. Hér er um að ræða spjald með lit- mynd af viðkomandi manni, ásamt þeim upplýsingum, sem henta þykir að hafa á spjaldinu. Allt er þetta tekið saman í einni mynd, sem ógerlegt er að falsa eftir á. Spjaldið er siðan fellt inn I glært plastumslag, sem er brætt til lokunar. Skilriki þessi eru gerð i Polaroid-vél, sem skilar þeim tilbúnum á tveimur minútum. Stofnanir, sem vilja nota sér þessa þjónustu, geta sjálfar aflað sér spjalds með igreyptu merki sinu eða heiti. Má með þvi tryggja, að illmögulegt sé að falsa skilrikin. Hægt er að fá þau greypt i plastumslög með klemmu, og nota þau þannig sem barmmerki, ef henta þykir. Einnig er hægt að hafa mismunandi litan bakgrunn á myndum spjaldsins, ef hentugt þætti að sjá i fljótheitum, hvaða réttindi skilrfkin veita. Noktun nafnskirteina hefur farið mjög i vöxt undanfarið, en sá ókostur hefur verið á nafnskir- teinum Islendinga, að á þeim er ekki mynd eða annað, sem örugg- lega sannar, að handhafi sé sá, sem hann segist vera. Skirteinin frá Stúdói Guðmundar myndu taka af allan vafa þar að lútandi. Persónuskilriki af þessari gerð eru mikið notuð hjá flugfélögum, skólum, bönkum og félagasam- tökum um allan heim. 10 fylki Bandarikjanna nota skirteini af þessu tagi fyrir ökuskirteini. Stúdió Guðmundar hyggst bjóða þessa þjónustu fyrirtækj- um, skólum og öðrum stofnunum, og getur verðið farið niður i 300 krónur fyrir spjaldið, sé um stóra hópa að ræða. Vélin, sem býr þau til, er auðveld i meðförum og hægt að fara með hana þangað, sem verkefnið er. -SHH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.