Vísir - 15.04.1975, Side 5

Vísir - 15.04.1975, Side 5
Vísir. Þriöjudagur 15. april 1975. 5 ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTL.ÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Voga sér ekki að blaka við skœruliðum Araba Þaö hefur syrt aftur í ál- inn hjá Líbanon, eftir að tveir ráðherrar stjórnar-1 innar hótuðu að segja af sér ef stjórnin tæki ekki hart á þeim, sem ábyrgð bæru á blóðugum átökum falangista og skæruliða Palestínuaraba í gær og fyrradag. Fréttum ber ekki saman um, hve margir muni hafa falliö i þessum átökum. Sumir segja 60, en aðrir 40, en um 80 manns munu hafa særzt. Vinstri sinnar hafa hótað alls- herjarverkfalli, ef flokkur falang- ista verði ekki leystur upp. Stjórnvöld standa uppi máttlitil gegn ófriðarseggjunum. Libanon- her hefur látið átökin afskipta- laus af ótta viö aöverða borinn ofurliði af Palestinuskæurliöum. Þvi að svo er komið, aö Palestinuarabar hafa oröið fleiri menn undir vopnum i Libanon, heldur en Libanonher sjálfur, sem telur aðeins um 15.000 menn. Falangistar og Palestinuarab- ar hafa sakað hvor annan um að hafa átt upptökin að þessum skærum. — Yfirvöld kröföust þess, að nokkrir falaijgistar yrðu framseldir, en þegar flokks- stjórnin neitaöi var gert áhlaup á Ain Rumaneh-hverfiö i Beirut, Tveir ráðherrar Líbanonstjórnar hóta að segja af sér og vinstrisinn- ar hóta verkföllum ef falangistum verði ekki refsað þar sem falangistar eru i meiri- hluta, og fjórtán þeirra handtekn- ir. Þessi mynd var tekin i Beiriit i gær, þar sem logaði i átökum. Hér hafa óeirðarseggir dregiö stóla og borð út á götuna og kveikt i, en viða var annars skipzt á skotum og jafnvel beitt eldfiaugum. L h jarta- þeginn ný- látinn hjá dr. Barnard Prófessor Christian Barnard neitaði í gær, að láta uppi, hvers vegna Ivan Taylor, fyrsti hjartaþeginn með tvö hjörtu, andaðist — aðeins nítján vikum eftir að hjartað var grætt í hann. Barnard græddi seinna hjartað i Taylor 24. nóvember i fyrra, án þess að nema burtu hjarta Tayl- ors, sem hann hafði fyrir. — En i gær var frá þvi greint, að Taylor hefði látizt 5. april. Blaðamaður gekk á prófessor- inn I gær og spurði hann, hver hefði verið dánarorsökin. — ,,Ég held ekki, að þér komi það nokk- urn skapaðan hlut við,” svaraði þá yfirlæknir Groote Schur- sjúkrahússins i Höfðaborg. Barnard sagði, að niðurstöður likkrufningarinnar yrðu birtar I læknariti Suður-Afriku. Hann hefur ekki heldur fengizt til þess að segja neitt um liðan Roberts Vickery, bandarisks skurðlæknis, sem liggur á Groote Schur og biður bess, að dr. Barn- ard græði i hann hjarta með nýju aðferðinni, eða þeirri sömu og Barnard viðhafði við Taylor. Annar hjartaþegi, sem gengur með tvö hjörtu, Leonard Goss (47 ára), sem skorinn var upp á gamlárskvöld, hefur gengið dag- lega að störfum sinum núna um nokkurt bil og segist ekki hafa verið betur á sig kominn i mörg ár. Connally hlýtur vitnisburð John Connally, fyrrum f jármálaráöherra USA, mun halda áfram i dag varnarræðu sinni, sem hann byrjaöi á í gær fyrir réttinum, þar sem fjallað er um mútuákæruna gegn honum. Connally bar af sér i gær full- yrðingar Jake Jacobsen, aöal- vitnis saksóknarans i málinu, um Róðherror EBE rœða vínstríðið Landbúnaöarráðherrar EBE-landanna koma saman til fundar í Luxem- burg i dag í tilraun til þess aö þurrka upp vínf lóðið hjá vínræktarbændum sínum og binda enda á vinstriðið milli Frakka og ítala. ítalia og framkvæmdanefnd EBE hafa höfðað mál á hendur Frakklandsstjórn til þess að hindra, að hún stöðvi innflutning á ódýrum vinum frá Italiu, sem brýtur i bága við grundvallar- reglur bandalagsins um friverzlun. Hrannazt hafa upp vinbirgðir hjá EBE vegna mikillar uppskeru i Suður-Evrópu og um leið minnkandi neyzlu vins i Frakklandi. Offramboðið og sölutregöan hafa leitt til mót- mælaaðgerða hjá frönskum vin- bændum, sem mest hafa orðið fyrir barðinu á þessu. Aðalumræðuefni ráöherranna i dag verður tillaga um auknar verðbætur vins, sem fer i eimingu til að framleiða vinanda til iönaðarnotkunar. En einnig mun bera á góma ráöstafanir til að draga úr offramleiöslu i fram- tiðinni. að hann heföi tvivegis þegið 5 þúsund dala greiðslur frá mjólk- urframleiðendum fyrir að telja Nixon forseta á að leyfa hækkun mjólkurverðs. Réttarhöldin hafa- nú staðið 8 daga. Segir Connally, að máliö snúist um, hvorn kviödómendur marki meira, framburö sinn eða Jacobsens. Leiddi hann fjölda vitna fram i gær, sem báru honum gott orð og sögöu hann áreiðanlegan og stál- heiðarlegan. Meðal þeirra var Lady Bird Johnson, fyrrum for- setafrú Bandarikjanna. En einnig komu i vitnastúkuna Robert McNamara, bankastjóri Alþjóöa- bankans og fyrrum landvarna- ráðherra USA, Dean Rusk, fyrr- um ráðherra, Robert Strauss, formaður Demókrataflokksins, sem gaf Connally góðan vitnis- Connaliy: Hvorum triiið þið bet- ur, mér eöa honum? burð, þrátt fyrir liöhlaup þess siö- arnefnda yfir i Repúblikanaflokk- inn — og loks kom einnig i vitna- stúkuna predikarinn, Billy Graham. IRSKIR FISKIMENN LOKA LÍKA HÖFNUM Fiskimenn liafa iokaö höfninni i Dublin i mótmæiaskyni viö inn- flutning á ódýrum fiski frá iönd- um utan Efnahagsbandaiagsins. — Þeir virtu aö vettugi i morgun dómsúrskurð um, að þeim bæri aö aflétta hafnbanninu þegar I stað. Á sama hátt hefur fimm öðrum höfnum i Irska lýðveldinu verið lokað með bátum fiskimanna, að fyrirmynd starfsbræðra þeirra i Bretlandi. — Segjast sjómennirn- ir ráðnir i aö halda höfnunum lokuðum i 36 klst., eða fram á miðvikudagsmorgun. Stólu mól- verkum Rembrandts Málverki meistarans Rembrandts af systur hans sjálfs var stolið úr listasafni i Boston i gær. Tveir menn vopnaðir héldu safn- vörðunum i skefjum með byssum, meðan þeir fjarlægðu mál- verkið. Þetta málverk, sem ber nafn fyrirsætunnar ,,Elsbeth van Rijn” er sagt ómetanlegt. Málvsrkaræningjarnir örk- uðu inn i safnið um miðjan dag i gær, drógu upp byssur sinarog miðuöu þeim á veröina, meðan þeir tóku málverkið niður af veggnum. — Þeir börðu einn varðanna i höfuðiö meö byssuskefti og varö aö leggja hann siöar inn á sjukrahús. Þetta málverk var eitt af sjö verkum Rembrandts, sem eru til sýningar i safninu. Það hefur verið þar i láni siðustu 45 árin. 'Forstööumaöur safnsins gat ekki upplýst fréttamenn um, hvað málverkið heföi verið tryggt hátt. Um þá hlið málsins annaðist eigandinn sjálfur, en nafn hans hefur ekki verið látið uppi. Enginn skilur, hvað fyrir þjófunum vakir meö stuldi á svona frægu verki, sem allir þekkja. Nýir eigendur gætu aldrei látið það koma fyrir annarra sjónir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.