Vísir - 15.04.1975, Side 7

Vísir - 15.04.1975, Side 7
Visir. Þriðjudagur 15. april 1975. cTVIenningarmál Um skáld Þriðja bindi islensks ljóðasafns tekur til rúmlega hálfrar aldar í bókmenntasögunni, ljóðagerðar frá og með Matthiasi Jochumssyni fram til Arnar Arnar- sonar og Jakobs Thorarensens, höfund- arnir fæddir á 50 ára bili, 1835—1886, 39 tals- ins. Ætla má að fjórða bindið taki til viðlika langs tima, höfunda semfæddireru frá þvi í aldalok- in siðustu fram um og kannski fram yfir strfð. Tvö fyrstu bind- in verða þá miklu yfirgrips- meiri, allt frá fornöld og fram á miðja I9du öld, og skiptast bind- in þá trúlega á 17du öldinni. Ætla má að þau hljóti að verða æðimiklu stærri en þriðja bindið ef halda á réttum hlut- föllum kvæða og höfunda i öllu safninu. í Islands þúsund árum var sama timabili og höfundum gerð skil á um það bil 320 bls sem Islenskt ljóðasafn ætlar um það bil 360 bls. nokkru drýgri. Skáldavalið i safnritin tvö er þvi sem næsthið sama. Aðeins tveir höfundar i Islensku ljóðasafni áttu ekki kvæði i Islands þúsund ár, Kristin SigfUsdóttir (1) og Guttormur J. Guttormsson (8), en aðeins einn höfundur Ur Is- lands þUsund ár, Árni Pálsson sem átti þar tvö smákvæði, er ekki með hér, og ekkert tekið Ur Alþingisrimunum, en ein þeirra var i hinu fyrra safni. Af þessu má þegar ráða það að ekki er fitjað upp á neinu róttæku endurmati skálda og skáldskap- ar frá öldinni sem leið með Islensku ljóðasafni heldur hald- ið óbreyttu viðteknu og tiltölu-. lega rUmu höfundavali. Tölur og hlutföll Til marks um breyttan smekk og skáldskaparmat kann að vera fróðlegra að huga að hlut- deild einstakra höfunda i safn- ritunum tveimur. NU eru kvæði Hannes Hafstein Matthias 24, Einar Benediktss. 19, Stephan G. 17, K.N. 16 (10), Hannes Hafstein 15 (8), Hulda 12 (4), Guðmundur Friðjónsson 11 (8).Eftir Þorstein Erlingsson eru 10 kvæði, en 6 eftir Ólöfu frá Hlöðum I Islensku ljóðasafni svo að þessu höfundatali sé öllu til skila haldið. NU er bara vonandi að rétt sé talið i flýtinun), minnsta kosti að ekki skeiki svo miklu að raskist sU hugmynd um hlutföll sem talnaromsan átti að benda til. NU er ekki við þvi að bUast að neinn beri brigður á það skáld- lega mat sem fram kemur i þessu höfundatali, og þó ivið gleggra hjá Kristjáni en Arnóri ogTómasi, þessum tölum talið: að séra Matthias, Einar Ben og Stephan G. hafi verið höfuð- skáld þessa timabils, en höfund- ur eins og Þorsteinn Erlingsson og Hannes Hafstein eigi sér stað innarlega á bragabekk, hvað mislöng og ber þvi að gá að blaðsiðutali ekki siður en tölu kvæða: séra Matthias á flest kvæði i Islensku ljóðasafni, en Einar Benediktsson skipar þar mest rUm i bls.talið. Með þessu fororði verður samt eingöngu tekið mið af kvæðatölunni til marks um efnisskipan i bókun- um hér á eftir. 1 íslands þUsund árum, sem þeir Arnór Sigurjónsson (19da öldin) og Tómas Guðmundsson (upphaf 20stu aldar) völdu efnið til, áttu fimm höfundar flest kvæði: Stephan G. Stephanson (20), Ólöf frá Hlöðum (16), Matthias Jochumsson (13), Þor- steinn Erlingsson (13) og Einar Benediktsson (11), og eru þá taldir allir þeir höfundar frá þessum tima sem áttu þar fleiri en 10 kvæði. 1 Islensku ljóða- safni eru hins vegar fleiri en 10 kvæði eftir 7 höfunda, svigatal- an sýnir hlut þeirra sem ógetið er i tslands þUsund árum: séra sem mönnum svo finnst um verðleika, t.a.m. ólafar frá Hlöðum eða Huldu á við ýmsa höfunda aðra frá þessum tima. Eiginlega hið eina sem mc.ður leiðist að setja spurningarmerki við er hinar miklu mætur sem báðir Utgefendur hafa á kvið- lingum K.N.s, og er þó að ég held ekkert sameiginlegt af þeim I báðum bókum. Er virki- lega enginn annar hagyrðingur/ hUmoristi frá þessum tima sem jafnvel mundi sóma sér I Urvali hinnar bestu ljóðagerðar, hverju Urvali af öðru? Það kann að verða til glöggv- unar á hlutfalli hins „viðtekna smekks” i safnritunum að gá að þvi að hve miklu leyti kvæðaval eftir einstaka höfunda sé sam- eiginlegt iþeim báðum. Þá sýn- ir sig að 7 kvæði eftir séra Matthias eru i báðum bókum, 8 kvæði Stephans G, en aftur á móti aðeins 2 kvæði eftir Einar Benediktsson. og kvœði 7 Þetta má t.d. bera saman við Islenska lestrarbók eftir Sigurð Nordal, sem áreiðanlega er ein- hver áhrifamesta sýnisbók bókmennta sem hér hefur verið gerð, vegna sinnar löngu notk- unari skólunum. Af skáldum ís- lands þUsund ára og Islensks ljóðasafns eiga sex þeirra kvæði i lestrarbókinni: Matthias Jochumsson (13). Stephan G. Stephansson (13), Einar Benediktsson (10), Þorsteinn Erlingsson (7), Hannes Hafstein (4), Kristján Jónsson (2) og Guðmundur Friðjónsson (1). Af þessum kvæðum séra Matthias- ar eru 6 I íslands þUsund ár en 8 1 Ljóðasafni, af kvæðum Stephans 5 i ÞUsund ár, en 7 i Ljóðasafni, kvæðum Einars Bem 2 I ÞUsund ár og 6 i Ljóðasafni. Af kvæðum Þorsteins Erlings- sonar i Lestrarbókinni eru 2 i ís- lands þUsund ár, en ekkert þeirra I Islensku ljóðasafni. Enn um hefð og smekk Þetta kann að þykja þurrleg- Þorsteinn Erlingsson ur fróðleikur um ljóðræn ihug- unarefni og næsta marklitill um leið: með þessu er ekkert sagt nema það sem sjálfsagt er, að kvæðaval og höfunda i' safnrit sem þetta er I verulegum mæli mótað af hefðbundnum, við- teknum og alkunnum smekk, sem sjálfsagt er um leið bæði réttur og góður smekkur. Frá þvi sjónarmiði séð má segja að minnstu skipti t.a.m. um Stephan G hvort valin eru eftir hann t.a.m. Jón hrak og Greni- skógurinn eða þá Fjallið EinbUi og Illugadrápa ásamt með Kveldi og Við verkalok: það er hinn sami Stephan G sem haldið er fram til sýnis. En þó hinnviðtekni smekkur njóti réttar sins er vitaskuld eftir sem áður svigrUm fyrir persónulegri sjónarmið á efnið, kvæðaval sem ekki er fyrirfram uppi I vitunum á lesendum og frá sjónarhóli lesandans er vit- anlega ekki minna um það vert að eiga i slikri bók með hinum „klassisku kvæðum” önnur sem hann ekki þekkti eins náið, lika kvæði sem hann aldeilis ekki hefur kynnst við fyrr. Og það hygg ég að bæði íslands þUsund ár og íslenskt ljóðasafn geti komiðlesendum sinum að þessu gagni, svo rUmgóð sem safnritin eru, mestu skiptir vitaskuld að i báðum bókum er af smekk og þekkingu safnað miklum fjölda góðra kvæða, en fá eða engin með öllu einskis verð. Hitt er áreiðanlega miklu BOKMENNTIR Seinni grein eftir r Olaf Jónsson hæpnara að gera upp á milli slikra safnrita, með hinni sömu meginstefnu og aðferð að efn- inu, hvort þeirra geri nU hverj- um höfundi eða ljóðagerð tima- bilsins i heild „betri skil” sem kallað er. Þá er hætt við að brátt verði uppi endalaus álitamál sem seint eða ekki yrðu Utkljáð með rökum. En vel má hafa þá skoðun, sem áður var imprað á, að þvi einstrengingslegri sjón- armið sem lögð eru á efnisval safnrits —þviliklegra sé ritið til að vekja áhuga, sjálfs sin vegna, að lesa það I lotunni sér til skemmtunar og uppbygging- ar, I stað þess að hafa það eink- um til upprifjunar og uppslátt- ar. Eitt skáld: eitt kvæði Þótt talningar séu þurrar og dauflegar mætti halda þeim ögn lengur áfram, og huga nU að hlut þeirra skálda, sem aðeins eiga eitt eða örfá ljóð i slikum safnritum og þar með þeim „endimörkum skáldskapar sem þar eru dregin. En um hlutfall Einar Benediktsson stórskálda og hinna smærri höf- unda segir Kristján Karlsson m.a. I formála sinum : „Um stórskáld gildir það reyndar, að heildarverk þeirra eru yfirleitt merkilegri en ein- stök kvæði, um hin minniháttar skáld, að þau yrkja einstök kvæði sem bera af verkum þeirra i heild. Frá þvi sjónar- miði er hlutur þeirra að tiltölu meiri en stórskáldanna i safn- inu”. 1 fljótu bragði telst mér svo til að það séu a.m.k. 16 höfundar sem eiga eftir atvikum 1, 2, 3, kvæði I safnritunum tveimur á vixl, 7 þeirra aðeins eitt kvæði i hvorri bók, 3 þeirra eitt og sama kvæðið i báðum bókunum. Út frá þvi má spyrja sem svo hvort eitt einasta kvæði, þó það sé gott, nægi til að tryggja þvi og höfundinum varanlegan þegn- rétt i Urvali hins besta kveð- skapar, kannski hverri sýnisbók af ar.narri, frá skólaljóðunum og upp Ur. Alkunn dæmi þess- háttar kvæða.vissulega allt góð kvæði, eru Betlikerlingin eftir Gest Pálsson, Sjötta ferð Sind- baðs eftir Einar Kvaran, Sveitin min eftir Sigurð frá Arnarvatni, eftirmæli Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi um Jónas Einars- son. Engir nýir menn? Og Ut frá hlut hinna „minni- háttar skálda”, bæði i Islands þUsund árum og Islensku ljóða- safni, má ennfremur spyrja hvort ekki hafi verið uppi fleiri eins eða tveggja kvæða skáld sem jafnvel kynnu að sóma sér i Urvali ljóðagerðarinriár, þótt miður séu þekkt af þvi að þeir hafi ekki fyrr komist inn i slik Urvalssöfn. Þaðskal fUslega ját- að að ég hef ekki á hraðbergi nöfn og kvæði slikra skálda sem hér ættu ef til vill heima en eru hér ekki. Vel má lika vera að höfundaval þeirra Arnórs Sig- urjónssonar og Tómasar Guð- mundssonar i íslands þUsund ár hafi á sinum tima verið endan- legt, eða þvi sem næst, tæmandi Uttekt alls umtalsverðs skáld- skapar sem fram kom á þessu skeiði. Slikum spurningum sem þess- um svarar Islenskt ljóðasafn aðeins með þögninni: ritinu er allténd ekki ætlað að ryðja nýj- um höfundum til rUms i sögu og safni bókmenntanna. En lýsir ritið eða stuðlar að breyttum smekk eða endurmati skáld- skapar og skálda að öðru leyti? Vera má að einhverja viðhorfs- breytingu megi greina af þeim tölum sem áður hafa verið rakt- ar, t.a.m. um hlutdeild Huldu og Þorsteins Erlingssonar i ritinu, eöa þá af þeirri „uppreisn” sem Guðmundur skólaskáld Guð- Matthias Jochumsson mundsson fær hér: 10 ljóð i Is- lensku ljóðasafni, en aðeins 2 i tslands þUsund ár. En dæmi hans eru að visu einsdæmi. Slikt endurmat er kannski ekki heldur i verkahring sliks safnrits? Hlutverk þessa rits er i fyrsta lagi að halda að lesend um nægtahorni skáldskapar frá okkar siðustu gullöld. HUn hófst með Bjarna og Jónasi og lauk Stephan G. Stephansson með Einari Ben. Þegar þessu bindi Ljóðasafnsins sleppir er komið að þáttaskilum i ljóða- gerð. gleggri en þeim sem urðu á seinni hluta aldarinnar sem leið. En það sem var það varir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.