Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 15.04.1975, Blaðsíða 9
Þetta er hártízkan í vor! Hver kannast ekki við of feitt hár, of þurrt hár, slitið hár og allt þar fram eftir götun- um? Liklega eiga flestir við einhver vandamál að striða með það, sem á að vera mesta prýði okkar, eft- ir þvi sem sagt er að minnsta kosti. Vorið er i nánd, og eftir lang- an og dimman vetur langar mann til þess að flikka svolitið upp á sig, og þá er oftast fyrst hugsað um hárið. Við reynum að gefa nokkur góð ráð, og birtum i leiðinni myndir af þvi sem menn segja vera þær hárgreiðslur sem hæst muni bera i vor. Stutta hárið virðist vinsælt, og það er greitt á ýmsa vegu. Sumar eru með permanett, aðrar slétt hár og frjálslegt, og enn aðrar liði. En látum okkur nú sjá. Hvað á að gera til þess að halda hár- inu heilbrigðu og fallegu? Holl fæða er fyrsta skilyrðið. Hún hefur ákaflega mikið að segja fyrir hárið. I hvert sinn sem hárið er þvegið, verður að þvo bursta og greiður lika. Helzt ætti að þvo þá hluti einu sinni á dag. Beztu burstarnir eru þeir sem eru með ektahárum. Gott er að þvo hárið öðru hverju upp úr eggjarauðum. Hárið á ekki að þvo oftar en einu sinni til tvisvar sinnum i viku. Þá er bezt að nota milt bamasjampó eða sjampó sem inniheldur vitainin. Varlega ætti að fara með lagningarvökva, og ráðlegra þykir að nota pilsner. Hárið þarf að klippa með minnst eins og hálfs mánaðar millibili. Hár vex um það bil 1 cm á mánuði. Blautt hár er mjög viðkvæmt, og þarf þvi að fara varlega þeg- ar rúllur eru settar i það. Fyrir feitt hár ætti að nota stórar rúll- ur, en litlar fyrir þurrt hár. Upphitaðar rúllur koma ekki i stað venjulegra rúllna og sum- um finnst þær ekki eins heppi- legar. Notaðu aldrei plast-eða nylon hárbursta. Það slitur hárinu. Forðastu sjampó sem inni- heldur spritt. Leitaðu heldur að sjampói 'fyrir feitt hár eða sem inniheldur B-vitamin. B- vitamin er það eina sem styrkir hárið. Ef þú nennir, þá er mjög gott að bursta hárið hundrað sinnum fyrir þvott, það er eins og bezta nudd... Umsjón: Edda Andrésdóttir • • nordIHende SJONVORP LITASJÓNVARP með 26 tommu skermi. Svart-hvítt sjónvarp með 24 tommu skermi. Verð fró kr. 60 þús. SKÓRP MYND GÓÐUR HLJÓMUR Kynnið ykkur vandað úrval sjónvarpa Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 N Sólheimum 35. Sími 21999

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.