Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Miðvikudagur 7. mai 1975. 5 LÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson o o Hreinsunarstarfið I Súezskurðinum hefur nú staðið þrettán mánuði, en formlega á Sadat forseti að opna hann til siglingar 5. júni. Kostnaður af hreinsunarstarfinu er orðinn gifurlegur. Hafa Egyptar orðið að fá að- stoð franskra og brezkra flotasérfræðinga til að fjarlægja sprengjur og sprengjubrot úr skurðinum og af bökkum hans, þar sem þúsundum jarðsprengja var komið fyrir, meðan striðin stöðu yfir — sex daga striðið og Yom Kippur-striðið. Losna úr Súez-skurðin- um eftir 8 óra lokun Hreinsun Súezskurðar er nú að komast á lokastig. t dag byrjuðu dráttarbátar að slefa burtu þeim fjórtán skipum, sem legið hafa og ryðgað, lokuð inni I skurðinum siðan 1967. — t einu þessara skipa er risakrani.sem verktakinn Hochtief ætlaði að nota við hafn- argerðina i Straumsvik á árun- um, þegar álverið var reist. En kraninn komst aldrei lengra vegna sex daga stríðsins. Hreinsunarframkvæmdir byrj- uðu fyrir rúmu ári, og hafa sér- fræðingar úr flotum Breta og Frakka lagt Egyptum lið við starfið. Hafa um 40.000 sprengjur veriö fjarlægðar úr skurðinum og af bökkum hans. Ætlunin er, að Sadat forseti opni skurðinn formlega til um- ferðar 5. júni, þegar gengið hefur verið úr skugga um, að skurður- inn sé öruggur skipum og siðasti ryökláfurinn, sem þar hefur legið öll þessi ár, hefur verið dreginn burt. Þetta siðasta þykir ekki vanda- laust, þvi að sums staðar er svo þröngt I skurðinum, að dráttar- bátar hafa ekki nema 120 m til aö athafna sig á. Upphaflega voru það fimmtán oliu- og flutningaskip, sem lokuð- ust inni i Súezskurðinum. En eitt þeirra sökk siðar. — Af þeim fjórtán, sem eftir eru, sigla fjögur undir brezkum fána, tvö undir sænskum, pólskum og þýzkum hvert. Hin eru frá Bandarikjun- um, Frakklandi, Búlgariu og Tékkóslóvakiu. Sum þessara skipa hafa skipt um eigendur, meöan þau voru i skurðinum. — Skipanna hefur verið gætt af þriggia til fjögurra manna áhöfn hvert þeirra. Þau lágu öll nema eitt við akkeri á Stóra-Bitruvatni. Kostnaður af hreinsun skurðar- ins er talinn kominn upp i 120 milljón sterlingspund. Israelsmönnum fyrir vopnum og ílugvélum. — Nú selja þeir lika Aröbum vopn af þvi tagi, sem bezt þykja henta til þess að granda þessum sömu flugvélum. Henry Kissinger utanrikisráð- herra hefur svarað fyrirspurnum um þessa sölu og gagnrýni á þann veg, að ekkert væri við hana að athuga. Kvað hann Bandarikja- menn ekki vera með þessu að ganga i lið með Aröbum gegn Israel. Alls selja þeir Jórdaniu eld- flaugar fyrir um 100 milljónir dollara. Það hefur frétzt, að sendiherra Israels i Washington hafi gengið á fund utanrikisráðherrans og látið i ljós áhyggjur stjórnarinnar yfir þessari ákvörðun, sem tekin hafi verið, eftir að Bandarikjastjórn dró að sér hendi i aðstoö sinni við Israel og lýsti þvi yfir, að hún ætl- aði að taka fyrri stefnu sina gagn- vart deilunum I Austurlöndum nær til endurskoðunar. Selja Aröbum og ísraelum vopn ó víxl Bandarisk yfirvöld staðfestu i gær, að þau hefðu samþykkt sölu á loftvarnaeldflaugum til Jórdaniu. Hefur ísraels- stjórn lýst yfir áhyggj- um sinum af þessu og undrun. Mörgum þótti þessi tíðindi, þegar þau voru gerð kunn, nokk- urt undrunarefni. Bandarlkja- menn, sem stutt hafa Israel i deil- um þess við Arabarikin, hafa séð Skorar á landa sína að taka flóttafólkinu tveim höndum Ford forseti skoraði á Bandarikjamenn að bjóða víetnamskt flóttafólk jafn velkomið og þær þúsundir, sem flúið hafa Ungverja- land og Kúbu. „Við höfum ávallt verið mannúðarþjóð”, sagði Ford á blaðamannafundi, sem hann hélt i gærkvöldi. — En nokkrum stundum áður var haft eftir honum, að hann væri bálreiður Bretland eins og Chile Einn af kunnustu f réttaskýrendum í Bandaríkjunum sagði í sjónvarpi í gærkvöldi, að svo væri nú komið fyrir brezku þjóðinni, að hún væri stjórnlaus orðin og að líkja mætti Bretlandi um þessar mundir við Chile í stjórnartíð Salva- dors Allende forseta. Eric Sevareid sagði i frétta- skýringaþætti CBS-stöðvarinn- ar, að Ford forseti mundi ekki hafa viðkomu i Bretlandi i næstu ferð sinni til Evrópu. — „Þessir nánustu bandamenn okkar, sem ávallt voru álitnir traustastir og sterkastir, en nú leitar sú spurning á, hvort það eigi við lengur.” „Það er ekki aðeins það, að hernaðarmáttur Bretaveldis fjari óðfluga út og efnahagsleg- ur vanmáttur lami það, heldur rekur Bretland hægt en örugg- lega i átt til stjórnleysis. Það má naumast á milli sjá, hvort það er þingið eða stéttarfélögin, sem marka stefnuna,” sagði Sevareid. Hann bætti þvi við, að Bret- land gengi i svefni veginn i átt til sósialiskrar byltingar. „t stuttu máli sagt er stjórn Wilsons að komast á sama stig og stjórn Allendes i Chile, þegar minnihlutinn reyndi að nauðga sósialismanum upp á meirihlut- ann. Það gaf bakslag.” Sevareid lýsti þvi, hvernig framfærslukostnaður i Bret- landi hefði hækkað um 21% á siðasta ári, kaup um 32%, framleiðni og afköst minnkað og fjárfestingar dregizt saman. Hann sagði, að London væri efnahagslega gjaldþrota, sem væri afleiðing þess, að borgar- yfirvöld hefðu — til að afla borg- arsjóði tekna — hækkað fast- eignagjöld og skatta um 75% á tveim árum og neytt þúsundir miðstéttarfólks til að flýja borg- ina til annarra landshluta. Atvinnuleysið vex og stóru fyrirtækin verða gjaldþrota hvert á fætur öðru. vegna andstöðunnar við aðstoð stjórnarinnar til handa flóttafólk- inu. Forsetinn rifjaði upp, að Bandarikin hefðu veitt 120 þúsund Ungverjum skjól á sjötta ára- tugnum og 650 þúsund Kúbu- mönnum á sjöunda áratugnum. — Siðan bætti hann við, að 60% viet- nömsku flóttamannanna væru börn: „Það verður að veita þeim tækifæri”, sagði hann. Ford sagðist hafa fundið hvatn- .ingu i yfirlýsingum verkalýðs- hreyfingarinnar (sem hefur 15 milljón félagsmenn) og eins sam- Stonehouse John Stonehouse, flóttaþingmaðurinn brezki, sagði i gær, að hann hygðist snúa heim til Bretlands aftur frá Ástraliu. — En áður hafði brezk þingnefnd lagt til, að honum yrði vikið af þingi og hann sviptur kjörbréfi, ef hann kæmi ekki aftur eða segði af sér sjálfur. Nefnd skipuð þingmönnum allra flokka sagði i sérstöku áliti sinu um Stonehouse, að hann 60% vletnamska flóttafólksins eru börn, eins og það, sem sést hér á myndinni I bólusetningu við komuna til Bandarikjanna. tökum Gyðinga, sem bjóða flótta- fólkið velkomið. Kvaðst hann trú- aður á, að meirihluti þjóðarinnar tæki flóttafólkinu vel. œtlor heim hefði algjörlega vanrækt þing- skyldur sinar og að honum bæri að koma heim og svara til saka, sem á hann hafa verið bornar. Stonehouse hefur verið ákærður fyrir meintan þjófnað, samsæri og svik. — Eins og menn minnast, . þá setti hann á svið drukknun sina á baðströnd i Miami i Flórida og fór til Ástraliu á fölsku vegabréfi. Hann sagði i sjónvarpsviðtali i gær, að hann hefði skrifað þing- nefndinni og skýrt henni frá þvi, að hann ætlaði að snúa heim. — En þessa dagana er I athugun, hvort áströlsk yfirvöld verði við beiðni brezkra yfirvalda -um að framselja Stonehouse. 1 bréfi sinu segir Stonehouse, að hann ætli að gefa yfirlýsingu I þinginu, þegar hann komi heim.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 102. Tölublað (07.05.1975)
https://timarit.is/issue/239065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

102. Tölublað (07.05.1975)

Aðgerðir: