Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. MiOvikudagur 7. mai 1975. 13 Tónieikar i Kópavogi Margrét Bóasdóttir, sópran, heldur slna fyrstu tónleika i sal Tónlistarskóla Kópavogs, Alf- hólsvegi 11, I kvöld kl. 20.30. Undirleikari er Guðmundur Jóns- son. Margrét er annar nemandinn frá skólanum, sem lýkur ein- söngsnámi, Ólöf Harðardóttir varð fyrst til þess. 1 Tónlistar- skóla Kópavogs voru um 320 manns I vetur, og fara fram hljómsveitartónleikar i skólanum 11. mai n.k. Átján kennarar starfa við skólann. Háteigskirkja. Messa á morgun, uppstigningardag kl. 2. e.h. Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja. Messa á uppstigningardag kl. 2. e.h. Séra Guðmundur Þorsteinsson prestur I Árbæjarprestakalli. Að guðs- þjónustu lokinni hefst kaffisala kvenfélasins I Sigtúni við Suður- landsbraut. Sóknarprestur. siðustu þátttakendur i keppninni um Vorstúlkutitilinn, sagt er frá Silfurtúnglinu i Þjóðleikhúsinu I máli og myndum, grein er um stórkostlegt mengunarhneyksli I litilli iðnaðarborg i Japan og grein um hljómsveitina Fjólu I poppþætti. Og svo siðast, en ekki sist: Sigurvin Gunnarsson yfir- matreiðslumaður i Grillinu sér um matinn i Vikunni að þessu sinni, fjóra gómsæta rétti úr Grillinu. -K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-ki Eg vildi nú frekar vitna fyrir and- stæðing yðar, hann er meira min tipa....!! VIKAN 19. tbl. Klemenz Jónsson leikari er enginn nýgræðingur i leikhúsinu, þvi að sitt fyrsta hlutverk lék hann hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1942, en nýlega tók hann við starfi leiklistarstjóra útvarpsins og er þar með orðinn leikhússtjóri I stærsta leikhúsi landsins. 1 tilefni af þessu nýja starfi heimsótti Vikan Klemenz og ræddi við hann um gamla daga og nýja. Viðtalið birtist I 19. tbl. 1 sama blaði birtist grein sem fjallar um þá margumtöluðu visi- tölu og visitölufjölskylduna, sem allir hafa heyrt um, en fáir vita kannski raunverulega, hvað er. Auk þessa eru svo kynntir tveir UTVARP 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Bak við steininn” eftir Cæsar MarValdimar Lárusson les ■ (3). 15.00 Miðdegistónleikar John Williams leikur Gitarsónötu f A-dúr eftir Nicolo Paganini. Sænski visna- söngvarinn Peder Svan syngur visur eftir önnu Mariu Lenngren/Stanislav Duchon og Sinfóniu- hljómsveitin i Prag leika óbókonsert I F-dúr op. 37 eftir Frantisek Krommer- Kramár: Václav Neumann stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson Hjalti Rögn- valdsson les (13). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Spurtog svaraðErlingur Sigurðarson leitar svara við spumingum hlustenda. 20.00 Kvöidvaka a. Einsöngur Anna Þórhallsdóttir syngur Islensk þjóðlög i útsetningu Hallgríms Helgasonar, sem leikur undir á pianó. b. Var tsland hertogadæmi fyrstu áratugina eftir þjóðveldið? Jónas Guðlaugsson flytur erindi. c. „Ber þú mig þrá” Snæbjörn Einarsson les frumort kvæði, prentuð og óprentuð.d. Frá Vopnafirði og Smjörvatnsheiði Gunnar Valdimarsson og Guðrún Birna Hannesdóttir lesa kafla úr óprentaðri ævisögu Benedikts frá Hofteigi, svo og Vörðuvisur. e. Eiginlega var það dauðadómur Sigurður Þorbjörnsson bóndi á Geitaskarði les frá- söguþátt eftir Þorbjörn Björnsson. f Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur islensk lög undir stjórn Guð- mundar Jóhannssonar. 21.30 útvarpssagan: „öll er- um við imyndir” eftir Simone de Beauvoir Jó- hanna Sveinsdóttir les þýð- ingu sina (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Leiklist- arþáttur I umsjá örnólfs Árnasonar. 22.45 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. V * spa m Nt Ir^ Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 8. mai Hrúturinn, 21. marz-20. april. Gerðu ekki of miklar kröfur til sjálfs þin og annarra I dag. Reyndu að bregða sem minnst út af venjunni. Taktu þvi rólega I kvöld. Nautið,21. april-21. mai. Það er hætt við að allt gangi á afturfótunum um morguninn. Sýndu þolinmæði á hverju sem gengur. Láttu sem minnst bera á þér I dag. Tvlburarnir,22. mai-21. júni. Vinir þinir eru eitt- hvað að flækjast fyrir þér og þér finnst það ekki gott. Haltu þig frá öllum vafasömum samning- um. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Farðu þér hægt um morguninn og hugsaðu þig vel um, áður en þú framkvæmir. Reyndu að vera stundvis. Hafðu samband við vini þina. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þú verður fyrir ein- hverjum töfum fyrri hluta dagsins, og þér hættir til að gleyma ýmsu. Geröu ekki neitt sem striöir á móti samvizku þinni. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Það er hætt við að allt gangi á afturfótunum hjá þér fyrri part dagsins. Notaðu daginn til að vinna upp það sem þú hefur trassað að undanförnu. Vogin, 24. sept.-23. okt. Aætlun þin stenzt ekki alveg I dag, gerðu ráð fyrir ýmsum töfum. Þú verður fyrir talsverðum þrýstingi um aö fram- kvæma ákveöið verk. Drekinn,24. okt.-22. nóv. Reyndu eins og þú get- ur að halda öllu gangandi I dag. En það er mikil hætta á hvers konar bilunum. Störf þin eru ekki þökkuö sem skyldi. Bogmaðurinn, 23. r:óv.-21. des. Faröu varlega I dag, þér er hætt við alls konar óhöppum og slys- um. Þú þarft á öllu þinu umburðarlyndi að halda. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Gættu þin sérstak- lega vel i umferðinni, og vertu ekki fastheldin(n) á rétt þinn. Snyrtu til I kringum þig. Vatnsberinn,21. jan.-19. feb. Málin ganga hægt fyrir sig um morguninn, og þaö er hætt viö að það fari örlitið I taugarnar á þér. Reyndu að missa ekki af neinu. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Einhver efnir ekki loforð sitt við þig i dag. Reyndu að hafa meiri stjórn á útgjöldum þinum. Gefðu þér góðan tima til alls seinni partinn. ! I ★ I i ★ 1 * I 4 1 4 4 i 4 4 1 t 4 4 4 4 4 4 l I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 *********************************************** n □AG | Q KVÖLD | Q □AG | Q □ J ■Q > Q □AG | Nýr framhaldsmyndaflokkur klukkan 18.45 I sjónvarpinu: Hið spennandi œvintýri um ívar hlújórn sem á þess ekki von, að fá að sjá bróður sinn Rikharð ljónshjarta á ný, býr sig undir að ná Eng- landi á sitt vald. Inn i miðja valdabaráttuna, sem einkennist af hatri og undirferli, slæðist svo ívar hlú- járn, sem er ungur engilsax- neskur riddari, sem er nýkom- inn úr krossferð til Landsins helga. Sjö ár eru liðin frá þvi faðir Ivars, Siðrikur, rak hann á brott I reiöi sinni yfir þvi að ívar skyldi hafa orðið ástfanginn af Róvenu, engilsaxiieskri prins- essu, sem er langt fyrir ofan það að vera ívari samboðin en elsk- ar hann samt. 1 baráttu fyrir endurheimt landareigna sinna, er Normenn hafa tekið traustataki i fjarveru Ivars, verður hann aðalpersón- an I röð spennandi ævintýra. Jafnframt reynir ívar að fá Róvenu, sem enn elskar hann. tvari stafar hætta af óvinum sinum til dæmis musteris- riddaranum Brjáni frá Bósagili og þar sem hann er yfirlýstur stuðningsmaður Rikharðs ljónshjarta, er hann Jóhanni landlausa og fyl^ismönnum hans þrándur i götu. En tvar á einnig góða vini, eins og hinn dularfulla svarta riddara, sem bjargar honum oftar en einu sinni úr greipum dauðans og hinn hugaða bónda Húnboga, og kemur I ljós að hann er enginn annar en útlag- inn frægi Hrói höttur. En ívar á þó lif sitt einkum að þakka faliegu Gyðingastúlkunni Rebekku, sem með þvi að hætta eigin lifi bjargaði tvari frá dauða eftir að hann hafði særzt á burtreiðum. Þar sem hún hjúkrar ívari verður hún ástfangin af honum, þótt hún viti að hann muni aldrei ganga að eiga hana, þótt ekki væri nema fyrir þá ástæðu eina að trúarbrögð þeirra heyra ekki saman. tvari er ekki kunnugt um ást Rebekku, en hún er aftur á móti heitt elskuð af Musteris- riddaranum, sem vill gera allt, jafnvel láta smána sig, til að fá hann til að giftast sér. Á meðan æsingurinn og spennan og ráðabrugg Jóhanns landlausa eru að ná hámarki undir yfirborðinu, tekst tvari hlújárn að endurgjalda Re- bekku nokkuð af skuld sinni. Rebekka hefur verið numin á brott af Musterisriddaranum og siðan dæmd til dauða fyrir galdrakukl. Hún krefst þess að gert verði út um örlög hennar með vopnum. Hún kveður tvar hlújárn til einvigisins fyrir sina hönd gegn Musterisriddaranum, mannin- um sem hann hefur sigrað tvis- var áður i orustu. En að þe^su sinni er tvar þjakaður af fyrri sárum og gerir sér þvi litla von um sigur en fellst þó á að berj- ast fyrir Rebekku. Þrátt fyrir ofureflið tekst tvari að vinna sigur á Musterisriddaranum Brjáni frá Bósagili og við dauða hans hlýtur Rebekka frelsi sitt á ný- Svarti riddarinn sér til þess að ráöabrugg Jóhanns landlausa fer út um þúfur og það kemur I ljós að umgetinn riddari er eng- inn annar en.., nei, það er ekki vert að svipta hulunni af þvi leyndarmáli. Nema hvað Róvena og tvar hlújárn ganga i Eftir skáldsögunni um tvar hlújárn hafa bæði veriö gerð leikrit, kvikmyndir og nú sjónvarpsþættir. Þessi mynd er úr kvikmynd er MGM lét gera eftir þessari frægu sögu Sir Walther Scott og sýnir hún burtreiðar. hjónaband i sögulok og Rebekka og faðir hennar tsak riða á brott. Þetta er i grófum dráttum efni þátta þeirra er hefjast i sjónvarpinu i dag og eru gerðir eftir hinni frægu sögu Sir Walth- er Scott, tvari hlújárn. Þátturinn sem sýndur verður klukkan 18.45 i dag er sá fyrsti af 10 þáttum. Næsti þáttur verð- ur á dagskrá á laugardaginn. — JB

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 102. Tölublað (07.05.1975)
https://timarit.is/issue/239065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

102. Tölublað (07.05.1975)

Aðgerðir: