Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 7. mai 1975. Nœturgestir á veitingahúsi Veitingahúsið að Laugavegi 28 er ekki opið á næturnar, en engu að siður komu þangað gestir i mat I nótt. Þeir munu hafa brotið sér leið inn I veitingahúsið bakatil, spennt upp útihurð og skemmt og brotið rúðu f millihurð til að kom- ast á vcitingahúsið. Er inn kom var mikið rótað, farið i mat, brotinn upp peninga- kassi og sfðan haldið upp á loft og þar brotnar upp tvær hurðir. Fjöldamargt annað var skemmt. Gestimir fengu sér eitthvað að borða, en munu ekki hafa greitt fyrir þjónustuna. Þvert á móti tóku þeir með sér um 4000 krónur I skiptimynt, er þeir yfirgáfu veit- ingastaðinn. Um klukkan hálfþrjú i nótt varð lögreglan vör við gestagang á veitingahúsinu og tók hún konu og mann til fanga, sem grunur lék á að heföu sótt veitingahúsið heim. Málið var i rannsókn i morgun. —JB Innbrot í Grímsbœ Það var ekki i fyrsta sinn og ekki i annað, sem sjoppan I Grimsbæ við Bústaðaveg fékk heimsókn að nóttu til. Farið var inn um glugga og stolið skipti- mynt úr kassanum og ef til vilt einhverja af sælgæti og tóbaki. Ekki lá ljóst fyrir I morgun, hversu þýfið var mikið i heild. —JB „Gerum okkur engar sér- um að sigra" „Einn okkar hefur auðvitað spenntir, en farið utan áður, ekki við gerum okkur engar við hinir. Jú, við erum sérstakar vonir um að sigra,” sögðu þeir Kol- beinn, Oddur, Hafni og Helgi, 12 ára strákar, sem héldu i morgun til Kaupmannahafnar til þess að taka þátt i al- þjóðlegri hjólreiða- keppni. Við hittum þá I Vogaskólanum I gær, þar sem þeir voru að æfa sig á hjólum fyrir keppnina með fararstjóra sinum, Sigurði Ágústssyni. Þetta er I fyrsta sinn, sem ís- land tekur þátt i þessari keppni, en hún var siðast haldin i Paris. Nú. verður hún haldin I Kaup- mannahöfn. Keppnin fer öll fram innan- húss og er I þremur liðum. Fyrst er fræðilegt próf, siðan er hjólað um og umferðarreglum fylgt, og loks verða mjög strangar jafn- vægisþrautir. Eru keppendur þá t.d. látnir hjóla svo hægt, að þeir næstum standa kyrrir og ýmsar fleiri þrautir verða þeir að leysa. Umferðarráð sá um að velja keppendur I keppnina. Var um- ferðarpróf lagt fyrir öll 12 ára börn I Reykjavlk, Kópavogi, og Akureyri og siðan voru þau beztu úr þeirra hópi valin I und- ankeppni fyrir skömmu. Það kom svo i hlut þeirra Helga Ómars Pálssonar, Hafna Más Rafnssonar, Odds Kristjánssonar og Kolbeins Gunnarssonar að halda utan I keppnina. Hafni er úr Kópavogi, Helgi frá Akureyri, en hinir tveir úr Reykjavlk. Þetta er I 13. sinn sem þessi hjólreiðakeppni er haldin og Þeir voru að æfa sig fyrir hjólreiðakeppnina I Kaupmannahöfn strákarnir, þegar við hittum þá I Voga- sækja hana fulltrúar frá 15 þjóð- skólanum i gær. F.v: Hafni Már Rafnsson, Kolbeinn Gunnarsson, Oddur Kristjánsson og Helgi Ómar um. Pálsson. Ljósm: Bragi. —EA stakar vonir segja fjórir 12 óra strókar sem héldu út í morgun á alþjóðlega hjólreiðakeppni í Kaupmannahöfn Logandi rafmagnstafla Eldur sklðlogaði i stórri raf- magnstöflu hússins að Armúla 19, er slökkviliðið kom þar að I gær- kvöldi. Húsið er nýbygging blikk- smiöjunnar Grettis. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan niu og tókst slökkvi- liðinu fljótlega að ráða niðurlög- um hans. Rafmagnstaflan er gjörónýt, en aðrar skemmdir eru ekki teljandi. —JB HREÐA- VATNS- SKÁLI OPNAR EFTIR VIKU „Við ætlum að reyna að opna fyrir hvltasunnuna,” sagði Leó- pold Jóhannesson, veitingamaður I Hreðavatnsskála, I viðtali við VIsi i morgun. „Við stefnum að þvi að opna á miðvikudaginn kemur. Til aö byrja með verður hér allt með gamla sniðinu, en eftir hvita- sunnu stendur til að reyna að gera dálitlar breytingar og koma upp vlsi að kaffiteriu. En ennþá er nokkrum erfiðleikum bundið að fá hér iðnaðarmenn og sömuleiðis nauðsynleg áhöld. Hvað snertir bensinsölu mun- um við reyna að koma til móts við gesti okkar yfir hvitasunnuna, en framhaldið er algerlega óráðið. En það er búið að ná samkomu- lagi frá Hvalfjarðarbotni I Varmahlið um að reyna að fá ein- hverja lagfæringu á þvl máli, en þar er algerlega við verðlags- eftirlitiö að eiga, og þeir eru ekki bjartsýnir á skjóta og góða lausn.” —SHH Vottarnir koma sér fyrir „VARÐTURN" 16 á morgun. Meðal gesta verður York og flytur hann vigsluræð- Mr. Milton G. Henschel frá aðal- una. stöövum Votta Jehóva I New —EA Safnaðarheimili Votta Jehóva verður vigt á morgun. Safnaðar- heimilið er við Sogaveg 71 og var byrjað á byggingunni I mai 1972. Margir sjálfboðaliðar úr söfn- uðinum tóku þátt I að vinna við húsið, og i janúar 1974 gat söfnuö- urinn byrjað að nota salinn fyrir starfsemi sina. 1 salnum eru sæti fyrir um 230 manns og auk salarins eru tvær kennslustofur, sem eru notaðar i sambandi við bibliukennslu, sem fram fer i söfnuðinum. A neðri hæð hússins er heimili fyrir samtals 8 trúboða og þar að auki er skrifstofa Varðturns- félagsins i húsinu. í tilefni af vigslu hússins verður samkoma i safnaðarheimilinu kl. Árangurslaus leit ó Reykjanesi Leitin að Sigurði Þ. Agústssyni hefur enn engan árangur borið. Flogið var yfir leitarsvæðið I gær, án þess nokkurs yrði vart. Leitinni verður haldið áfram, og á morgun, uppstigningardag, hefur verið ráðgert að kalla saman mikinn hóp Ieitarmanna. Forstjóri Landhelgisgœzlunnar nýkominn að utan EKKI RÆTT UM NEIN FLUGVÉLAKAUP ,, Nei, flug vélakaup voru ekki á dagskrá að þessu sinni,” sagði Pétur Sigurðsson for- stjóri Landhelgisgæzl- unnar i viðtali við Visi i morgun. Pétur er ný- kominn af viku ráð- stefnu i New York. „Þetta var björgunarmála- ráðstefna haldin á vegum bandarisku strandgæzlunnar. Ráöstefnuna sóttu auk min full- trúi frá Loftleiðum og flugmála- stjóra. Þarna var rætt um, hvernig bezt sé að bregðast við hinum og þessum vanda, er að getur steðjaö, og fjallað um nýjungar ibjörgunartækni. Bæði var rætt um björgun skipa og flugvéla, sem þurfa að nauðlenda á hafi,” sagði Pétur. „Við eigum töluverð viðskipti viö bandarisku strandgæzluna vegna þyrlanna okkar. Ef okkur bráðliggur á varahlutum i þær, getum við snúið okkur til strandgæzlunnar, sem þá miðl- ar okkur af sinum birgðum. Þannig var það til dæmis hér um daginn, er skrúfublöð stóru þyrlunnarskemmdusti roki, þá fengum við ný blöð i fyrstu ferð með aðstoð strandgæzlunnar”, sagði Pétur. „Ætlunin var ekki að skoða flugvélar og athuga kaup á þeim ”, sagði Pétur. „Ef ákvörðun verður tekin um flug- vélakaup, verður það gert hér á landi, en slik ákvörðun hefur ekki verið tekin ennþá.” —JB vism VIÐ SOGAVEG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.