Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Miftvikudagur 7. maf 1975. 2 „Þessi er frá Héraösvötnum og þaö sér I Drangey,” segir Gunnar og sýnir eina af myndunum, sem er á sýningu hans á Mokka. —Ljósm: Bragi. Notor gull í vínnutímanum. — Um sextugt, en viðhalda ennþó vinskapnum við jafnaldra sína í Fœreyjum síðan í skólaferðalagi „Viö erum aö búa okkur undir aö taka á móti tólf Færeyingum, sem viö kynntumst fyrir 40 ár- um, þegar viö fórum 25 skóla- krakkar saman til Færeyja,” sagöi Guömundur Guömundar- son, framkvæmdastjóri Lindu-umboösins f Reykjavfk, I stuttu viötali viö Visi i morgun. „Þetta upphófst alltsaman meö bréfaskriftum á milli okk- ar, nemenda 12 ára bekkjar Austurbæjarskólans áriö 1932 og jafnaldra okkar I barnaskólan- um i Þórshöfn,” útskýröi Guö- mundur. „Ariö eftir fórum viö svo i skólaferðalag til Færeyja. Fyrsta skólaferðalagiö, sem héöan var fariö út fyrir land- steinana.” „Færeysku krakkarnir tóku vel á móti okkur og bjuggum við á heimilum þeirra i góöu yfir- læti. Arið eftir komu Færeying- arnir svo i heimsókn til okkar,” sagöi Guömundur. „Þaö tókst mikil og góö vin- átta á milli okkar, sem hefur veriö viöhaldiö meö bréfaskrift- um og heimsóknum einstakra úr hópnum,” hélt hann áfram. „Þaö var svo I fyrra, aö viö Is- lendingarnir tókum okkur sam- an og fórum til Færeyja, til aö heimsækja þessa gömlu vini okkar. Þeir tóku mjög vel á móti okkur og hýstu okkur á heimil- um sinum og fóru með okkur á þá sömu staöi og viö höföum skoöað 40árum áöur með þeim. Viö fórum tólf saman, skóla- félagarnir gömlu úr Austurbæj- arskólanum, og núna eru Fær- eyingarnir sem sé aö endur- gjalda okkur heimsóknina,” sagöi Guömundur loks. „Þeir koma hingaö á uppstigningar- dag og veröa hér framyfir helgi. Þeir munu búa á heimilum okk- ar og fara með okkur i stuttar feröir út úr bænum.” Þess má til gamans geta, aö Sigurö Simonsen, annar Færey- inganna, sem hér voru fyrir skemmstu aö semja um viöskipti færeysku ferjunnar viö Island, er úr þessum vinahópi. —ÞJM Axarfjarðarmiðum Sjö bátar hafa fengið heimild til rækjuveiöa f Axarfiröi út þennan mánuö. Leyfin taka gildi þegar i staö, en vinnsiuieyfum hefur ekki verið úthiutaö og ekki fullséð, aö neins staðar á þessum slóöum sé tilbúin aöstaða til aö taka á móti rækjunni, og getur það haft áhrif á, hvenær verður byrjað að veiöa. Þessir sjö bátar eru af fjórum stöðum, einum við Axarfjörö, Kópaskeri, 1 bátur, og þremur við Eyjafjörð, Ólafsfirði 2 bátar, Ar- skógsströnd 3 og 1 frá Dalvik. Hafrannsóknastofnunin lagði til, aö leyfi yrðu veitt allt að 10 bát- um, svo hugsanlega fá þrir enn leyfi til rækjuveiða á Axarfiröi. Samtimis leyfinu á Axarfiröi hefur aftur verið leyft að veiða rækju á Grimseyjarmiðum, en bæði þessi leyfi eru með venju- legum fyrirvara um afturköllun leyfa, ef þörf krefur. A Grimseyj- armið sækja Siglfirðingar og eitt- hvað af Húnaflóabátum. Fiskifræðingar eru ekki vissir um, hve lengi rækjan muni hald- ast á Axarfjarðarmiðum, en nóg er af henni eins og er. Hún er sögð góð og skelföst, en meðan rækju- veiöi til dæmis á Húnaflóa var ekki bundin kvóta, þýddi ekki að veiða hana þar, þegar komiö varþettafram á áriö, þvi hún var þá farin að losna i skelinni og ekki nógu góð. Nyröra velta menn þvi nú fyrir sér, hversu mikill akkur sé i raun og veru af rækjuveiðunum, þar sem rækjan er ekki i háu verði, selst illa og geymist illa. —SHH „Byrjaði alltsaman með skólaferðalagi 1932!" Hópur hermanna I Reykjavfkur- flokki Hátíðahöld hersins á íslandi „Jón Kristófer, kadett I hernum / I kvöld verður samkoma háð / og lautlnant Valgerður vitnar / um veginn og Drottins náö,” var einu sinni kveðið. Nú er það meira en eitt tiltekið kvöld, þvi á morgun, uppstigning- ardag, hefjast fjögurra daga há- tlðahöld eina islenzka hersins, Hjálpræðishersins, til minningar um 80 ára starfsemi hans hér. Aöalstöðvarnar i Noregi hafa sent hingað fulltrúa sinn, sem verður stjórnandi hátiöahaldanna, majór Guðfinna Jóhannesdóttir, sem fædd er og uppalin i Hafnar- firöi. Þá koma 24 gestir frá Færeyj- um, en aðrir gestir verða að mestu innlendir. Hátiðin hefst með fagnaðar- samkomu i sal Hersins, en á föstudag er samkvæmi fyrir her- menn og heimilasambandssyst- ur. A laugardaginn ná hátiða- höldin hámarki með aðal-hátiðar- samkomu, sem haldin verður I Dómkirkjunni kl. 20.30. Þar verða forsetahjónin viðstödd og biskup Islands flytur ávarp, ásamt borg- arstjóra og dómprófasti. Á sunnudeginum eru tvær samkom- ur, en á mánudag verður heimila- sambandsmót, sem lýkur. með almennri samkomu um kvöldið. —SHH Fengu leyfi til rœkjuveiða ó Grímseyjar- og Enginn endir sést á verkfallinu „HVAÐ ER TAP, ÞEGAR REKIÐ ER MEÐ TAPI?/# stúdentadragtir IHi og pappír í frítímum Gunnar Hjaltason gullsmiöur I Hafnarfirði notar fleira en gull til listsköpunar, hann notar liti og pappir af jafn miklum áhuga. Gunnar er nú búinn að setja upp sýningu í Mokka við Skólavörðu- stig, en þar hefur hann sýnt einu sinni áður. Fyrsta einkasýning Gunnars var i Hafnarfirði. Það var árið 1964, en siöan hefur hann sett upp tiu sýningar, flestar i Hafnarfiröi. Auk þess hefur hann tekið þátt i samsýningum Myndlistarfélags- ins og samsýningu hafnfirzkra málara. Hóf Gunnar nám við teikniskóla þeirra Björns Björnssonar og Marteins Guðmundssonar árið 1933 og var við nám hjá þeim i nokkur ár. Einnig hefur hann tek- ið þátt i nokkrum námskeiðum á vegum Handiða- og myndlista- skólans i teiknun og grafik. A sýningu Gunnars á Mokka er 31 mynd. Eru það myndir unnar með pastel, vatnslitum og acryl. —ÞJM Verið er að athuga ýmsar leiðir til að leysa togaraverkfallið, en enginn endir sést á þvi. Yfirmenn hafa ekki svarað hugmyndum, sem eru I athugun hjá togaraeig- endum og undirmönnum um fækkun I áhöfn. „Ég get ekki sagt, að neitt hafi gengið á siðustu fundum, en verk- föll eru þess eðlis, að staðan getur breytzt á skömmum tima,” sagði einn samningamanna i gær. I @irt> oaf iiihii Uífjast Í85D ftjrir ass ísláritm er bjci jsigf reyndinni er erfitt að segja, hverju útgerðin tapar á verkfall- inu. „Hvað er tap, þegar rekið er með bullandi tapi?” svaraði út- gerðarmaður einn spurningu um þetta. Hann sagði, að auðvitað væri hreint tapfyrir það fólk.-sem hefði misst vinnu vegna verk- fallsins, en enginn gæti sagt, hver aflabrögð hefðu orðið og svo framvegis, ef togararnir hefðu haldið áfram veiðum. Þá yrði að sjálfsögðu að leggja út fyrir ýms- um kostnaði, þótt skipin væru bundin. Dæmið um, hvað tapast, er næsta óútreiknanlegt, sagði út- gerðarmaðurinn. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 102. Tölublað (07.05.1975)
https://timarit.is/issue/239065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

102. Tölublað (07.05.1975)

Aðgerðir: