Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Miövikudagur 7. mai 1975.
visir
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórna rfulltrúi:
jVuglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Skúii G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Slmi 86611
Slðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 40 kr.eiptakið. Biaðaprent hf.
Sjálfsafgreiðslan mikla
Enginn þrýstihópur i efnahagskerfinu hefur
náð þvilikum árangri sem þrýstihópur land-
búnaðarins. Forsvarsmönnum þessarar sögu-
frægu atvinnugreinar hefur tekizt að ná hinu
bezta úr hinum mörgu tækjum rikisins til að hafa
áhrif á gang efnahagsmála.
Landbúnaðurinn er ekki i miðri þráskák þrýsti-
hópanna eins og sjávarútvegurinn. Forustu-
mönnum landbúnaðarins hefur tekizt að lyfta
landbúnaðinum upp úr þessari þráskák. Fyrir-
greiðsla hins opinbera til handa landbúnaðinum
er orðin svo að segja alveg sjálfvirk.
Bændur fá sjálfvirk afurðalán út á framleiðslu
sina, hversu mikil sem hún er. Allar afurðir
þeirra eru sjálfkrafa keyptar af þeim á verði,
sem tryggir þeim ákveðnar lágmarkstekjur i
samanburði við ýmsar aðrar stéttir þjóðfélags-
ins. Þeir geta þvi aukið búrekstur sinn án nokk-
urra markaðsáhyggja.
Hið sama er uppi á teningnum i fjárfestingu i
landbúnaði. Ef bóndi vill stækka tún sin, lengja
girðingar eða byggja útihús, fær hann styrki og
lán með sjálfvirkum hætti.
Landbúnaðurinn er eini stóri atvinnuvegurinn,
sem nýtur beinna styrkja. Og lánakjör hans eru
að mörgu leyti enn hagstæðari en lánakjör út-
gerðarinnar, einkum að þvi er varðar vexti og
lánstima.
Engin arðsemisjónarmið liggja til grundvall-
ar þessari fyrirgreiðslu. Þrýstihópi landbúnaðar-
ins hefur tekizt að gera siaukna landbúnaðar-
framleiðslu að almennu trúaratriði.
Fyrir bragðið erum við enn á þvi stigi, að 10%
af starfsorku þjóðarinnar fer i landbúnað, meðan
auðþjóðir heims leggja aðeins 2,5% starfsorku
sinnar i landbúnað og með meiri árangri.
Þetta kerfi hlýtur að leiða til offramleiðslu á
rándýrum afurðum og gerir það. Til þess að gera
sem mest af þessari lúxusvöru seljanlega á inn-
lendum markaði er rikissjóður látinn greiða nið-
ur mikilvægustu og viðkvæmustu afurðirnar.
Þær afurðir, sem enn eru afgangs, þrátt fyrir
niðurgreiðslurnar, eru svo gefnar til útlanda á
kostnað rikisins. Nefnist sú hagsnilld útflutnings-
uppbætur.
Þetta undursamlega fyrirgreiðslukerfi mundi
samt ekki virka, ef ekki væri bannað að flytja inn
þær landbúnaðarafurðir, sem gætu keppt við is-
lenzkar afurðir.
Landbúnaðurinn er þannig tryggður i bak og
fyrir i fyrsta lagi með fjármagnsforgangi, i öðru
lagi með óhemjulegum greiðslum af almannafé
og i þriðja lagi með þvi að banna neytendum að fá
ódýrari vörur frá öðrum löndum.
Aðeins sá hluti fyrirgreiðslukerfisins, sem
varðar fé skattgreiðenda, kostar landsmenn um
sjö þúsund milljónir króna á þessu ári. Þar af
fara 1000 milljónir i útflutningsuppbætur, 700
milljónir i ýmsa beina styrki, 500 milljónir i óbein
framlög til eflingar landbúnaðar, 800 milljónir i
áburðarniðurgreiðslu og 4000 milljónir i niður-
greiðslu á afurðum landbúnaðarins.
Þetta hrikalega ástand, sem á sér enga hlið-
stæðu i þróuðum rikjum, ber vott um, að. þrýsti-
hópur landbúnaðarins er öflugasti þrýstihópur
landsins. Vald hans er svo mikið, að alþingi og
stjórnvöld eru nánast aðeins afgreiðslustofnanir,
þegar landbúnaðarmál ber á góma.
— JK
Ford boðar
nýja stefnu
í Austur-
löndum nœr
Kissinger var lengi I förum milli Rabins og.
\ Sadats I viðleitni sinni til þess að koma á friði I ðföngum, en sneri heim
til húsbónda slns........
Fords forseta og varð að segja honum slnar farir ekki sléttar. Afleiöing
in var boðun nýrrar stefnu.
/ Ford Bandaríkjafor-
) seti lumar á nýjum hug-
(myndum um stjórn-
/ málalausn á deilum
) Araba og ísraela, en
) enginn veit enn sem
( komið er, nema hann og
/ utanrikisráðherra hans,
) Henry Kissinger, út á
) hvað þær ganga.
\ Menn vita einungis, að ýmsar
I stjórnarstofnanir og embætti
\ hafa undirbúið að undanförnu
) stefnubreytingu stjórnarinnar i
\ Washington, en það boðaði Ford,
) þegar ráðherra hans, Henry
\ Kissinger, kom frá Austurlöndum
/ án þess að hafa getað hrundið I
\ framkvæmd fyrirætlunum sínum
) um frið til handa þjóðunum þar.
\ Aö þessu undirbúningsstarfi
) standa varnarmálaráðuneytið,
\ CIA (leyniþjónustan), fjármála-
) ráðuneytið og fleiri ráðuneyti og
stofnanir stjórnarinnar. Þessi
áætlanagerð mun vera svo langt
komin, að ekki þarf til annað en
samþykki Fords, sem fer þar eins
og i flestu öðru viðkomandi utan-
rlkismálum að ráðum Kissingers.
En þegar lokaákvörðunin hefur
verið tekin og smiðshöggið rekið
á nýju stefnuna, er Ford tilbúinn
til viðræðnanna 1. og 2. júnl við
Anwar Sadat Egyptalandsfor-
seta. Þær eiga að fara fram I
Salzburg I Austurriki. Siðan er
ráðgerður fundur hans og Yitzhak
Rabin, forsætisráðherra ísraels
um miðjan júnímánuð.
Forsetinn, ráðherra hans, dr.
Kissinger, og Joseph Sisco, að-
stoðarutanríkisráðherra, hafa
allir marglýst því yfir opinber-
lega og I einkasamræöum, að þeir
muni ekki horfa aðgerðalausir
upp á það, að sama ástand skap-
ist i Austurlöndum nær og á árun-
um 1967-’73. A þeim árum þurru
áhrif Bandaríkjanna á stjórnir
Arabaríkjanna og dró til aukins
fjandskapar milli ísraels og ná-
granna þess.
Illlllllllll
■ »■»»■»£
Umsjón: G.P.
Þetta sagði Ford forseti meðal
annars við Hussein, Jórdaníukon-
ung, sem sótti hann heim i Hvlta
húsið núna I vikunni.
Hins vegar lét hann ekkert uppi
um það, til hvaða ráða hann
hygðist gripa til þess að fyrir-
byggja þetta. Það eina sem Ford
vildi um slikt segja, var að leitað
væri rétta svarsins við því. — ,,En
þessum málum verður að vinda
fram,” sagði Ford loðmæltur að
hætti stjórnmálamanna.
I augum Fords kemur aðallega
þrennt til greina. Eitt er að halda
áfram stefnu Kissingers um að ná
friði i áföngum, sem virðist
strönduð I bili. Annáð er að reiða
sig á ráðstefnuna i Genf.
„Það væri hægt að halda áfram
viðræðunum, án þess að aðilarnir
skuldbyndu sig til að fara til
Genfar,” sagði Ford I sjónvarps-
ræðu. „Það væri lika hægt að fara
til Genfar I von um að komast að
samkomulagi, sem bæði þykir
flókið við að eiga, og ekki sérlega
liklegt.”
„En meðan slikar viðræður
ættu sér stað, væri i þriðja lagi
unnt að reyna að ná innbyrðis
samkomulagi milli tveggja aðil-
anna, eins og t.d. ísraels og
Egyptalands,” bætti Ford við.
Og margir spá þvi, að Ford
velji þessa þriðju leið með þvi að
samþykkja, að Genfarráðstefnan
byrji aftur I lok júni eða byrjun
júli.
Ef setzt yrði að ráðstefnuborð-
inu I Genf aftur, mundi það þykja
vottur um vilja allra aðila til þess
að reyna áfram að koma á friði,
þrátt fyrir skipbrot tilrauna
Kissingers. Það mundi koma á
heppilegum tima, einmitt áður en
friðargæzla Sameinuðu þjóðanna,
sem skilur að heri Egypta og
Israela I Sinaieyðimörkinni,
hættir, sem verður 24. júli.
Það mundi um leið veitaSovét-
mönnum tækifæri til þess að láta
að sér kveða við þessar friðarum-
leitanir. En leiðtogar Sovétrikj-
anna hafa látið I ljós, að þeim
sárni, að ekki skuli vera til þeirra
leitað I þessu máli.
Bregði Ford á þetta ráð, leiðir
af því að hefja verður á nýjan leik
samninga að tjaldabaki milli
tsraels og Egyptalands, þar sem
Bandarikjamenn mundu annast
milligöngu og hlutverk sátta-
semjara.
Þar verður þó ekki eins létt um
vik og þegar Kissinger gekk á
milli þeirra Sadats og Rabins. I
Genf mundi vera við lægra setta
embættismenn að eiga, sem jafn-
harðan yrðu að bera málin undir
ráðamenn sina. Nokkuð tafsam-
ari vinnubrögð.
Ef slikar viðræður yrðu teknar
upp, leikur ekki vafi á því að þær
mundu fyrst I stað snúast að
mestu um, hvað Egyptar bjóða
Israel i staðinn fyrir hin
hemaðarlega mikilvægu skörð i
Sinaieyðimörkinni, Giddi og
Mitla, sem ísraelsmenn hafa boð-
izt til að láta af hendi eða fyrir
Abu Rudeis-olíusvæðin, sem
Israelsmenn hafa mjólkað, siðan
þeir hertóku þau frá Egyptum.
Israelsmenn hafa farið fram á, að
Egyptar lýsi þvi yfir, að þeir
muni ekki ráðast á ísrael eða
sýna þvi fjandskap, eins að
Egyptar láti af áróðri og aðgerð-
um gegn Israel. — Vilja þeir, að
slikur ekkiárásarsamningur hefði
sem allra lengstan gildistima.
Egyptar hafa á hinn bóginn
ekki viljað ganga lengra, en lofa
þvi að fara ekki með ófrið á hend-
ur Israel i eitt ár, eftir að þessir
hemaðarlega mikilvægu staðir I
Sinai-eyðimörkinni hafi verið
látnir af hendi. Enda ætlast þeir
til þess, að á þvi eina ári verði
timanum varið til að koma á
varanlegum friðarsamningum.
Eitt ár þykir Israelsmönnum
hins vegar skammgóður vermir.
Þeir hafa fengið sig fullsadda af
þessum skammtlmasamningum.
Þeir eru minnugir samninganna,
sem giltu um veru gæzluliðs Sam-
einuðu þjóðanna við Súez, en það
var kallað burt, þegar ófriðar-
blikur voru á lofti.