Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Miðvikudagur 7. mai 1975. 7 cTVLenningarmál Sigurjón Ólafsson, myndin er tekin á yfirlitssýningu á verkum hans fyrir nokkru. eftir Aðalstein Ingólfsson Það er heldur óuota- legt að hugsa til þess að i nær 30 ár hefur ekki komið fram á íslandi meiri háttar arftaki þeirra Ásmundar Sveinssonar og Sigur- jóns ólafssonar i högg- myndalist. ótrúlegt er að ástæðurnar séu ein- göngu hinir miklu yfir- burðir þessara tveggja og þeirra vegna þjáist ung myndhöggvaraefni af einhverskonar minnimáttarkennd. Tilvera rótgróinna og Lifandi form mikilhæfra listamanna hvetur oft hina yngri listamenn til dáða, til að gera uppreisn og kanna aðra vegu innan sömu listgreinar. Þvi hefur oft veriö haldið fram hér að höggmyndalistin væri vart „islenskt list” og hefði aldrei verið og mun eðlilegra væri fyrir islenska listamenn að tjá sig með pensli eða penna. En höggmyndalistin, i formi tré- skurðar, er llklega eins gömul hérlendis og ritlist og I raun er litill munur á hinum gömlu út- skornu borðum I hringarikisstil og t.d. lágmynd Sigurjóns Ólafssonar á Búrfellsvirkjun. Bæði eiga þaö sameiginlegt aö vera ,,um” taktfasta hrynjandi óhlutbundinna forma eftir Ilöngum fleti. Asmundur segir einnig einhversstaðar að Island sé eitthvert mest „skúlptúr”- iska land sem hann þekki, fullt af fjölbreyttum og stórbrotnum formum. Mikið af drasli Líklegt er að skortur á að- stöðu, hráefnum og skilningi yfirvalda hafi samt skelft margt gott myndhöggvaraefnið á síðari árum. Barátta þeirra As- mundar og Sigurjóns til aö koma sér upp þessari aðstöðu hlýtur bæði að hafa hrifið og hrætt marga unga menn og smekkleysi þeirra sem valið nokkrum ofviða að koma sér upp járnsuöutækjum. Úr röft- um, segldúk og plasti, úr göml- um bifreiða „boddium” og ótal öðrum efnum má skapa skúlp- túr sem kannar form og efni á hugmyndarikan og spennandi hátt. Engar leiðir eru lokaðar þeim sem hefur reglulegan áhuga. Á undanförnum árum hafa að visu komið fram margir lista- menn sem lagt hafa hönd á skúlptúr (og hér neyðist maður til að nota það orð, þvi orðið „höggmynd” segir ekki lengur neitt um vinnumáta allflestra ungra listamanna á þessu sviði...) listamenn eins og Jó- hann Eyfells, Gerður Helga- dóttir, Jón Gunnar Árnason, Magnús Tómasson, Hallsteinn Sigurðsson og fleiri, en enginn þeirra hefur enn sem komið er sýnt þá miskunnarlausu ástund- un, hugarflug og festu sem ein- kennir feril Ásmundar Sveins- sonar og Sigurjóns Ólafssonar. En þetta er allt tiltölulega ungt fólk og ástæöulaust er að gefa upp alla von. Tilfinningar og hugdettur Það er þvi eðlilegt að maður liti á hverja sýningu Asmundar og Sigurjóns sem stórviöburð og I þetta sinn er það hinn siðar- nefndi sem i hlut á. „Loftið” á Skólavörðustignum hefur boðið honum að sýna nokkur smærri verk sin þar, og er þessi boðleið sú eina sem „gallerl” getur far- iðán þess að tapa sjálfsvirðingu sinni og smekk. Sigurjón sýnir hér milli 15-20 verk frá undan- Sigurjón Ólafsson: Dans. (Frauðplast). hafa opinberar styttur getur varla hafa kætt nokkra sái. En einhvernveginn hafa As- mundur og Sigurjón þraukað og unnið I stein, leir, steinsteypu, við og járn og þrautseigja þeirra ætti að hafa hvatt aðra til dáða. Þar fyrir utan eru nú svo margar leiðir opnar I högg- myndalist, leiðir sem ekki alltaf þurfa að vera dýrar, — að ungir listamenn ættu að geta hafist handa. Mikið magn af járna- drasli liggur nú á vlð og dreif um borgina og varla er það förnum 15 árum og sóma þau sér merkilega vel i þessum litlu herbergjum. Sigurjón hefur löngum valið sér margskonar efnivið og þvi er þessi litla sýn- ingfjölbreytthvaðsliktsnertir : járn, plast, eir og margar tegundir viöar. Sigurjón hefur aldrei verið harðlógiskur og stefnufastur myndhöggvari, heldur hefur hann jafnan lát- ið tilfinningar augnabliksins, slysnina og hugdettur ráða framvindu verks. Afleiðing- in er sú að erfitt er að ræða Sigurjón Ólafsson: Blómið.íEir og tré). um verk Sigurjóns sem heild og að finna heildarsvip en aft- ur á móti býður hvert verk^ upp á nýja myndræna upplifun og verður að skoðast sem sjálf- stæð lausn. Samt held ég að verk hans séu I grundvallar- atriðum frá llfrænum rótum runnin, þ.e. hið frjálsa, óút- reiknanlega og órökræna er undirstaða flestra þeirra. Er þessi tilhneiging jafn sterk I elstu verkunum á þessari sýn- ingu, sem eru járnmyndir og I þeim nýjustu, trémyndunum og frauðplast „skissunum”, en Sigurjón hefur unnið einna mest i þau efni á siöustu árum. Verk eins og „Járndýrið” virðist I fyrstu vera afskaplega rökvist uppbyggt stykki með sterkum láréttum og lóðréttum áherslum beinskorinna járnþynna, en við nánari athugun sést að I verkinu er fjöldinn allur af lifrænum hugdettum, hvelfdum formum og útskornum. Sú staðreynd að Sigurjón vinnur æ meir I tré, við að tálga og höggva beint, eins og forðum daga, sýnir að sllk vinnubrögð hafa ávallt verið honum hugleiknari, þrátt fyrir hin mörgu járn og eirverk hans. Leikur að jafnvægi Frjálsleg hrynjandi er ein- kennið á nær öllum myndunum hér og kemur einna best fram I lágmyndunum. Frauöplast- myndin „Dans” er óreglulega mótaður flötur þar sem að hreyfing byrjar I horni hægra megin og vikkar og dansar svo yfir allan flötinn I oddhvössum formum. I lágmyndinni úr afriskri hnotu er samskonar hreyfing I misstórum Ibjúgum formum þvert yfir myndflöt. I lágmynd þeirri sem Sigurjón er að vinna að um landnámsmann- inn Garðar Svavarsson notar listamaðurinn aftur óreglulegt útlinuform sem leggur áherslu á órökrænt jafnvægi og áhorfandi hefur ekki fastan miðjupunkt til að styðja sig við, heldur verður að fylgja eftir formum skil- yrðislaust. Frjálsleg hrynjandi og leikur með jafnvægi einkennir sömu- leiðis mörg, ef ekki öll stand- andi verkin á þessari sýningu. „Blómið” úr eir og tré hlykkjast og liðast I margar áttir og er þetta einna næst þvi sem Sigur- jón kemst I þvi að leyfa fundnu náttúruformi, þ.e. trjágrein, að „starfa” innan verks án mikilla breytinga á þvi. „Gróandi” úr eir og járni sprettur sömuleiðis upp á nær náttúrlegan hátt og margar af hinum nýlegri tré- myndum Sigurjóns stjórnast einnig af löngun listamannsins til að kanna hversu langt hann getur gengið með mismunandi opin form og jafnvægi án þess að verkið tapi inntaki. Andspænis þvi markvissa hugarflugi og margþættu leit sem einkennir höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar væri það nær drumbslegt að kvarta yfir skorti á heildarsvip eða stöðugu lögmáli á férli hans. Sýning hans á „Loftinu” stendur fram að helgi. cTVIenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.