Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 07.05.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Miðvikudagur 7. mai 1975. Vlsir. Miðvikudagur 7. mai 1975. • jjSB ; 4 -■ •“ • 'í. 3' ^ , _ - V,í _ * - }C ■HHhatÉaMÉHH BÉaMWMfctiM A FRANSKA STIGAKERFIÐ ORÐIÐ ERINDI HINGAÐ? Þeirra svar við minnkandi aðsókn ó knattspyrnuleiki var aukastig fyrir 3:0 sigur eða meir — Svíar og Italir íhuga að taka það upp til að auka aðsóknina aftur Við sögðum frá þvl I gær, að mjög lé- leg aðsókn hefði verið að leikjunura I Reykjavikurmótinu I knattspyrnu I vor, og kenndum þvi um, að I flestum leikjunum hefði verið leiðindaveður — rok og rigning, ef þá ekki var frost og Benfica meist- ari í 18. sinn! Bcnfica tryggði sér á laugar- daginn portúgalska meistaratitil- inn I knattspyrnu I átjánda sinn. Þá lék Benfica við Sporting Lissabon og náði jafntefli 1:1. Sporting var eina liðið, sem gat ógnað Benfica, sem nú er með 47 stig, þegar ein umferð er eftir, en Sporting er með 44 stig. —klp— Svigið ó morgun Svigkeppni Reykjavikurmóts- ins, sem fresta varð á dögunum, fer fram á morgun, uppstign- ingardag, og hefst kl. tvö. Keppt verður í Bláfjöllum. snjókoma — og að fólk hefði engan áhuga fyrir að sjá knattspyrnu I sllku veðri. Nokkrir góðir knattspyrnuunnendur höfðu samband við okkur I gær út af þessu og sögðu, að við hefðum ekki sagt nema hálfa sögu með þessu. Hinir erlendu þjálfarar, sem hér starfi séu búnir að innleiða svo stifan varnarleik hjá liðunum, að ekkert væri lengur gaman að þvl að horfa á þau leika. Ef ekki yrði gerð breyting á þessu I ís- landsmótinu, mætti eins búast við þvi, að aðsóknin yrði svipuð og I Reykja- vlkurmótinu og öðrum mótum, sem hefðu farið fram I vor — áhorfenda- fjöldinn yrði þetta frá 20 og upp I 500 manns. Flest Islenzk lið hafa á undanförnum árum — og þaö löngu áður en þessir þjálfarar komu — leikið stifari varn- arleik en sóknarleik, svo ekki má kenna þeim um allt. Að vlsu hafa verið undantekningar með eitt og eitt lið, en I heildina hefur varnarleikurinn sett meiri svip á leiki okkar beztu liöa en fjölbreyttur og skemmtiiegur sóknar- leikur. En hvað er hægt að gera til að lag- færa þetta og um leið að fá betri að- sókn? Um það eru eflaust skiptar skoðanir eins og margt annað. — En ef að er gáð, er til eitt ráð, sem ekki er of mikil fjarstæða, og vel þess virði að reyna það. Það er að gefa aukastig fyrir 3:0 sigur eða meir. Þetta fyrirkomulag var tekið upp I Frakklandi I fyrra og hefur gefizt mjög vel. Þar hefur aðsókn að kpatt- spyrnuleikjum aukizt verulega og frönsk lið aftur farin aö vekja athygli I öðrum Evrópulöndum. Þeim hefur lika vegnað vel — eins og t.d. I slðustu Evrópukeppni meistaraliða, þar sem St. Etienne komst I undanúrslit — og það eingöngu á mjög skemmtilegum og vel útfærðum sóknarleik, aö sögn sérfræðinga. Sviar hafa sýnt þessu „franska fyrirkomulagi” mjög mikinn áhuga, og var um það rætt að taka það upp 11. deildarkeppninni I ár, en úr þvl varð ekki, þar sem tillaga um það kom ekki fram I tæka tlð. ítalir — en þeir eru frægir fyrir sinn varnarleik — hafa einnig hug á að taka þetta fyrirkomu- lag upp, og það jafnvel á næsta keppnistimabili. f viðtali I sænsku blaði fyrir skömmu sagði Svlinn Leif Eriksson, sem leikur með franska liöinu OFG Nice, að þetta „aukastigskerfi” gerði knattspyrnuna miklu skemmtilegri, bæði fyrir áhorfendur og leikmenn. Það hefði komið glöggt I ljós I Frakk- landi I fyrra og enn betur I ár, eftir að kerfið var örlitið endurbætt. Hann sagði, að áður fyrr hefði það verið segin saga, að þegar lið komst I 2:0, lagðist það I vörn til að halda þvl. En nú væri keyrt á fullu til að skora 3ja markið og fá aukastig og aldrei slegið af allan leikinn. Mælti hann eindregiö með þvl, að landar slnir tækju þetta kerfi upp. Við könnuöum úrslit I leikjum I 1. deild tslandsmótsins I fyrra og kom þá I ljós, að aðeins fimm leikjum hafði lokið með 3:0 eða stærri sigri..... tBK—ÍBA 3:0, tBK—KR 5:1, ÍA—IBA 4:0, ÍBV—ÍBA 3:0 og Fram—IBA 4:1. Þetta hefði þýtt eitt aukastig handa Fram, tA og ÍBV en 2 aukastig fyrir IBK. Aftur á móti hefði þetta kerfi þýtt 5 aukastig fyrir FH I 2. deild og eitt til tvö stig fyrir flest hin liðin I þeirri deild. Nú er skammur tlmi þar til islands- mótið hefst og llklega of seint að gera breytingu eins og þessa, en þó er það hægteins og allt annað, ef vilji er fyrir hendi. Ef ekki, má kanna þetta betur og koma þá með þetta athygiisverða kerfi inn I knattspyrnuna hjá okkur næsta ár. Sumum finnst það kannski orðið of seint — fólk sé þegar búið að fá nóg af varnarleiknum og að aðsóknin verði öll I öfuga átt eins og I mótunum I vor, ef ekkert verði að gert strax. En Frakkar gátu unnið hana upp aftur með þessu kerfi, og þvl ættum við þá ekki að geta það llka...—klp— Hafa œft á hverjum degi í heilan mánuð En gera sér samt litlar vonir um að komast langt í b-deildinni í Evrópumótinu í körfuknattleik, sem hefst á mánudaginn í Vestur-Þýzkalandi Islenzka landsliðið I körfu- knattleik heldur utan á föstudags- morguninn til að taka I fyrsta sinn þátt I keppninni I b-deild Evrópu- mótsins I körfuknattleik, sem hefst á fjórum stöðum I Vestur- Þýzkalandi á mánudaginn. Evrópulöndunum er skipt I tvær deildir — a- og b-deild, og keppa löndin i a-deildinni um Evrópumeistaratitilinn. Neðsta liðiö iþeirrideild fellur i b-deild á hverju ári, en i stað þess kemur svo sigurvegarinn i b-deild og leikur þar næsta ár. Þetta sama fyrírkomulag á nú að fara að taka upp 1 HM-keppninni i handknatt- leik karla. Eins og fyrr segir fer Island I keppnina í b-deild, en þar er lið- unum skipt i 4 riðla. í sama riðli og Island er Albania, Grikkland, Pólland, Sviþjóð og Luxemborg. Þetta er einn sterkasti riðillinn I þessari keppni, og eru litlar vonir um að Island verði framarlega i honum. I islenzka landsliðinu eru 12 ieíkmenn, og er reyndastí maður liðsins Agnar Friðriksson IR. Er hann með flesta landsleiki af öll- um i hópnum — 33 samtals. „Ég vil engu spá um árangur okkar,” sagði Agnar, er við rædd- um aðeins við hann i gærkvöldi, en þá var hann að koma af æfingu með landsliðinu. „Róðurinn verð- ur erfiður, það er eitt sem ég veit. Liöin, sem við leikum við, eru hvert öðru sterkara og pró- grammið mjög erfitt. Við leikum fyrsta leikinn á mánudagskvöldið við Pólland. Morgunin eftir mætum við Unglingasundmót Ármanns: Sonjo bœtti metið um þrjór sekúndur Ekki varð mikið metaregn á unglingamóti Armanns I sundi, sem háð var I Sundhöllinni á sunnudaginn. Tvö met sáu þó dagsins ljós, og voru þau bæði sett af hinni efnilegu stúlku úr Njarö- vikum, Sonju Hreiðarsdóttur, sem er aðeins 12 ára gömul, og setti þvl metin I telpnaflokki 12 ára og yngri. Hún synti 100 metra bringusund á 1:24,4 min, og bætti þar sitt eig- iö met um heilar 3 sekúndur. Metiö hennar var 1:27,4 min. Hún sigraði I þessari grein, en Þórunn Alfreðsdóttir varð önnur á sama tima. Þá setti Sonja nýtt met i 100 metra baksundi er hún kom I mark á 1:24,6 min. Gamla metiö, sem hún átti sjálf var 1:25,8 min. Bróðir hennar, Karvel Hreiðars- son, sigraði I 100 metra baksundi sveina á 1:16,4 min., sem er mjög þokkalegur timi. Sigurvegarar I öðrum greinum á mótinu urðu þessir: 200 metra bringusund sveina, Steingrimur Daviðsson UBK. Hann sigraði einnig I 200 metra fjórsundi á 2:31,4 min., sem er ágætur timi. Brynjólfur Björnsson sigraði I 100 metra skriðsundi drengja á 1:00,8 min., og I 50 metra skrið- sundi sigraði Þröstur Ingvarsson. Þórunn Alfreðsdóttir sigraði I 100 metra skriðsundi stúlkna, en var nokkuðfrá sinum bezta tima. Hún komimarká 1:06,6mln. 50metra skriðsund telpna — 12 ára og yngri — vann Guðný Guðjónsdótt- ir á 34,8 sek. Hún er mikið sund- konuefni, og á heldur ekki langt að sækja það, þvi að hún er dóttir Ágústu Þorsteinsdóttur, fyrrver- andi sunddrottningar. Bæði boðsundin i mótinu voru unnin af sveitum frá Ægi, en tim- ar þeirra voru ekkert sérstakir. Næsta sundmót — IR mótið — verður I lok þessa mánaðar, og þá liklega I Laugardalslauginni. —klp— Opinn tví- liðaleikur Þessi mynd er af sigurvegurun- um með og án forgjafar i fyrsta opna golfmótinu — Uniroyal keppninni hjá GK I Hafnarfirði. Til vinstri er sigurvegarinn án forgjafar, Magnús Halldórsson, GK, en til hægri er Sveinn Sveins- son GN, sem sigraði með forgjöf. 1 þessari keppni tóku þátt um 80 kylfingar, og I þeirri næstu, sem verður á sunnudaginn, er búizt við öðrum eins hóp. Er það opin tvlliðakeppni hjá Golfklúbbi Suðurnesja, eða svonefnd „Mixed Fouresome” og er hún án forgjaf- ar. Þá leika tveir og tveir saman eftir ákveðnum reglum, sem er mjög skemmtilegt að leika eftir. Báðir slá af teig, en siðan skipta þeir um bolta sitt á hvað. Það er móðir Polla... Það er rétt að Lolli verðf) arkitekt ... en leyfðu honum að leika unmuins Grikkjum, á miðvikudaginn Svi- um, leikum við Albani á fimmtu- daginn og Luxemborg á föstudag- inn. Þetta verða þvi fimm leikir á fimm dögum, og það allir erfiðir. Við höfum æft alveg geysilega vel fyrir þetta mót. Við höfum veriö að á hverjum degi i nær heilan mánuð og verðum að þar til kvöldið áður en við förum. Ég er mjög ánægður með liðið einsog það er, en þó gæti það ver- ið sterkara. Þrir af okkar beztu mönnum, Jón Sigurðsson Ár- manni, Kolbeinn Pálsson KR og Þorsteinn Hallgrimsson SISU gátu ekki verið með okkur, en þeir heföu örugglega allir styrkt liðið mjög mikið. Að visu kemur Kolbeinn með okkur sem farar- stjóri, en hann getur ekki leikið vegna meiðsla.” Auk Agnars Friðrikssonar eru I landsliðshópnum þessir menn: Kristinn Stefánsson KR, Bjarni G. Sveinsson IS, Jón Jörundsson 1R, Jóhannes Magnússon Val, Sfmon Ólafsson Armanni, Þórir Magnússon Val, Gunnar Þor- varðarson UMFN, Jón Björgvins- son Ármanni, Kári Mariasson Val, Kolbeinn Kristinsson 1R og Kristinn Jörundsson 1R. Kristinn verður fyrirliði liðsins, en Agnar varafyrirliði. Tveir ný- liðar eru i hópnum, Jón Jörunds- son 1R og Jón Björgvinsson Ar- manni. —klp— Atvinnumannakörfuboltinn: Bullets eðo Boston Celtic í úrslit? Úrslitakeppnin I bandarlska at- vinnumannakörfuboltanum stendur nú sem hæst, og er geysi- lega spennandi að vanda. Milljón- ir fylgjast með þessari keppni út um allan heim, og túristar alls staðar að úr heiminum koma tii Bandarikjanna gagngert til að fylgjast með henni. Vitað er a.m.k. um einn Islend- inga, sem fór utan til að fylgjast með Boston Celtic, sem er komið langt i keppninni. Leikið er á vestur- og austur- ströndinni, og er deildarkepþn- inni löngu lokið. Úr henni fara 4 lið úr hverri deild i úrslit og leika 7 leiki. Þaðan koma 2 lið sem siðan berjast um að komast I sjálfan úrslitaleikinn. A austurströndinni komust I úr- slit Chicago Bulls og Golden Stade úr þessum 4ra liða úrslit- um, og er staðan hjá þeim eftir þrjá leiki 2:1 fyrir Chicago. A vesturströndinni sigraði Boston Celtic Huston 4:1 — þurfti Efa það ekki, en hvað um hamingju^—^ Lolla? Ég er fátæk kona og þaöskiptir ^ ekk i máli hvað Polli vinnur sér inn... J-,hamingja hans er mér allt! Samræður þeirra halda áfram og úti fyrir J Það verður enginnM árangur J Biddu við, þú þekkir ekki mömmu! ekki 7 leiki — og Washington Bull- ets sigraði Buffalo 4:3. 1 keppn- inni milli Boston og Bullets er staðan2:lBulletsivil fyrir fjórða leikinn, sem verður i kvöld, og lýst er i Keflavikurútvarpinu um miðnættið. —klp— Fiskurinn tefur fyrir Ólafsvíkur-Víkingum ÓlafsvIkur-VIkingar, sem nú I sumar leika I fyrsta sinn I 2. deild, búa sig vel undir keppnistlmabil- ið — þó erfitt hafi verið um æf- ingasókn leikmanna, þar sem vertlð stendur enn, og margir leikmenn stunda sjóinn. Fyrst er að telja, að Ólafsvik- ingar hafa tryggt sér landsliðs- manninn Ásgeir Eliasson sem þjálfara og hann mun leika með liðinu I 2. deildinni. Missir þó þrjá fyrstu leiki liðsins i 2. deild, þar sem hann má ekki leika með Vik- ing fyrr en 11. júni vegna félaga- skiptanna úr Fram. En Ásgeir fór vestur um siðustu helgi og lék æfingaleiki með Vik- ing gegn Viði úr Garði. Fyrri leik- urinn var á laugardag og Ásgeir var ekki lengi að setja mörk sin á Víkingsliðið — skoraði fyrsta mark leiksins með virkilegum þrumufleyg af 30 metra færi. Vik- ingur sigraði I leiknum með 2-1. Á sunnudag mættust liðin aftur á vellinum i ólafsvik, sem er undir snjó. Þá gekk heimaliðinu enn betur — sigraði með 5-0. Ásgeir byrjar að þjálfa Vikinga hinn 1. júni og eiginkona hans Soffia Guðmundsdóttir, sem einnig er iþróttakennari að mennt, mun kenna handknattleik vestra. Þjálfari liðsins frá i fyrra. Gylfi Þ. Gislason, sem lék einnig með Viking i fyrrasumar, er nú aftur kominn i raðir sinna gömlu félaga á Selfossi — og fyrsta viöureign hans þar verður við lið- ið,sem hann kom upp i 2. deild sl. haust — Viking i Ólafsvik. Gylfi er nú orðinn þekktari leik- maður en hér áður fyrr og enn gengur sagan fræga manna á meðal, þegar Gylfi var eitt sinn i leik og braut eitthvað af sér. Dóm- arinn sneri sér að honum og sagði. „Hvað heitir þú, pilt- ur minn”, og hinn svaraði rétt og samvizkusamlega, Gylfi Þ. Gislason. — Dómarinn rak hann samstundis af leikvelli, sann- færður um að piltur væri að skýla sér bakvið þáverandi mennta- málaráðherra. —RM/hsIm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.