Vísir - 23.05.1975, Síða 8
2 tímum slöar
7Engan vantar,
herra. Drengnum
hefur skjátlast
11-29
islendingar og Frakkar mætast
I sjöunda skipti I landsleik I knatt-
spyrnu á sunnudag á Laugardals-
vellinum og veröur sá leikur
miklu meira I sviösljósinu, en
hinir sex — aö minnsta kosti er-
lendis og er það vegna góörar
frammistöðu islenzka landsliös-
ins I fyrri tveimur leikjum sínum
i sjöunda riðli Evrópukeppni
landsliöa. Naumt tap fyrir Belg-
um á Laugardalsvellinum i fyrra-
sumar og svo jafntefli viö Austur-
Þjóöverja i Magdeburg I fyrra-
haust, 1-1 — úrslit, sem vöktu
heimsathygli.
Frakkar hafa fimm sinnum
sigraö tslendinga i landsleikjum
— tvivegis með atvinnumannaliði
sinu — þrisvar með áhugamönn-
um sinum. Fyrsti landsleikurínn
var i Nantes 2. júni 1957 i sam-
bandi við heimsmeistarakeppn-
ina I Sviþjóð 1958. Frakkar unnu
stórsigur 8-0, en þegar liðin mætt-
ust 1. september i Reykjavik i
HM-keppninni stóð islenzka liðið
sig betur, tapaði þó með 1-5.
! Sjaldan eða aldrei hafa spunnizt
jafn miklar deilur i sambandi við
landsleik hér á tslandi og þá,
sællar minningar, þá var heitt i
kolunum — Albert Guðmundsson
var ekki valinn I islenzka lands-
liðið og þeir, sem furðuðu sig
mest á þvi voru auðvitað Frakk-
ar. 1 heimsmeistarakeppninni i
Sviþjóð 1958 stóð franska liðið sig
mjög vel — sigraði i 2. riðli, siðan
trland i átta-liða úrslitum, en i
undanúrslitum tapaði Frakkland
fyrir Braziliu, verðandi heims-
meisturum, með 2-5. I keppninni
um 3ja sætið vann Frakkland
góðan sigur á Vestur-Þýzkalandi
6-3 og átti markahæsta leikmann
keppninnar, Fontaine. En þessi
árangur Frakka 1958 er einsdæmi
næstum þvi i franskri knatt-
spyrnu — siðan hefur landið ekki
komizt á blað i alþjóðlegri knatt-
spyrnu.
Leikir tslands og Frakklands
(áhugamannalið) hafa vakið litla
athygli — jafnt heima sem er-
lendis. Fyrsti leikurinn var I
Reykjavik 1966 og Frakkar unnu
2-0. t París 1969 unnu þeir 3-2 og
einnig i Reykjavik 1970 1-0, en
jafnteflivarðO-OiReykjavik 1971.
Engan veginn minnisstæðir leikir
— nema þá helzt leikurinn i Paris
enda fimm mörk skoruð þar.
En við skulum ekki dvelja leng-
ur i fortiðinni — það er leikurinn á
sunnudaginn, sem nú er i sviðs-
ljósinu. tslendingar og Frakkar
eru með Belgum og Austur-Þjóð-
verjum i sjöunda riðli i Evrópu-
keppninni og staðan eftir leikina i
fyrrasumar var þannig — það er
staðan eins og hún er nú i riðlin-
um.
Belgia 3 2 1 0 4-1 5
A-Þýzkaland 3 0 3 0 3-3 3
Frakkland 2 0 113-41
ísland 2 0 111-31
Frakkar hafa leikið tvo leiki.
Þeir töpuðu fyrsta leik sinum i
riðlinum i Belgiu 2-1, en gerðu svo
jafntefli við Austur-Þjóðverja i
Frakklandi 2-2 eftir að austur-
þýzkur sigur virtist i höfn, En
þýzka liðið gaf eftir i lokin og
Frökkum tókst að vinna upp
tveggja marka mun.
Franska liðið hefur búið sig
sæmilega undir leikinn við tsland.
Meðal annars lék það á miðviku-
dag við enska 1. deildarliðið QPR
i Rouen og sigraði með 3-0. Litið
Fjórðu Reykja-
víkurleikarnir
Fjórðu Reykjavikurleikarnir I
frjálsum Iþróttum fara fram á
Laugardalsveliinum 2. og 3. júli
og hefst keppnin kl. 20 bæði kvöld-
in. Keppt verður I eftirtöldum
greinum:
Fyrri dagur: karlar, 200 m, 800
m, 3000 m, 400 m grindahlaup,
4x100 m boðhlaup, kúluvarp,
spjótkast, langstökk, hástökk —
konur: 100 m grindahlaup, 200 m,
8 m, hástökk og kúluvarp.
Síöari dagur: karlar, 100 m, 400
m, 1500 m, 5000 m, 110 m grinda-
hlaup, stangarstökk, þristökk,
kringlukast, sleggjukast. Konur:
100 m, 400 m, 4x100 m boðhlaup,
kringlukast og langstökk. Lág-
mörk til þátttöku eru þau sömu og
I Meistaramóti Islands.
Þátttöku ber aö tilkynna stjórn
FRt, pósthólf 1099, Reykjavik I
siðasta lagi 25. júni. Þátttöku-
gjald fyrir hverja grein er kr. 100
og fyrir boðhlaup kr. 200 og fylgi
þátttökutilkynningu.
Sigurður Dagsson, markvöröur-
inn snjalli i Val, fær þaö hlut-
verk að verja landsliðsmarkið
Islenzka gegn Frökkum á
sunnudaginn. Þaö veröur tiundi
landsleikur Sigurðar — og oft
hefur hann staöiö sig með mikl-
um ágætum i fyrri leikjum sin-
um, sérstaklega þó i forkeppni
heimsmeistarakeppninnar 1971.
A myndinni til hliöar er Sigurö-
ur aö gripa knöttinn öruggum
höndum — en þaö var I leik
Keflavikur og Vals I vikunni. Sá,
sem stokkiö hefur upp meö hon-
um, leikur einnig I landsliðinu —
Grétar Magnússon, Keflavik,
sem klæöist Islenzka landsliðs-
búningnum I sjöunda sinn á
sunnudag. Ljósmynd Bjarnleif-
Þrtr frægir — menn, sem hafa oröiö heimsmeistarar I þungavigt I hnefaleiknum. Myndin var tekin I
boöi blaöamanna, sem skrifa um hnefaleika i New York fyrir nokkrum dögum, og þaö vantar ekki aö
Muhammad Ali steyti hnefann gegn Joe Frazier. A milli þeirra er Joe Louis, sá maöurinn, sem lengst
var heimsmeistari. Joe Frazier fær ekki tækifæri á Ali strax — fyrst mun heimsmeistarinn keppa viö
Evrópumeistarann Joe Bugner I Kualalumpur og kannski einhverja fleiri áöur en kemur aö Frazier.
Týndist eftir að hafa
misst landsliðssœtið!
Enski landsliösmaöurinn
kunni, Kevin Kcegan, hvarf
tveimur klukkustundum fyrir leik
Englands og Wales á Wembley á
miövikudagskvöld. Hann var ekki
valinn I enska landsliöiö — átti
auövitaö aö vera meö landsliös-
hópnum — en stakk þá af.
1 gær hafði hann hins vegar
samband við Don Revie, enska
landsliðseinvaldinn — og i gær-
kvöldi ræddu þeir saman. Eftir
samtal þeirra sagði Revie: —
„Við töluðum saman i 30 minútur
og þar var ekkert dregið undan.
Kevin er ánægður að vera aftur I
hópnum og ég er ánægður að hafa
hann. Hann mun keppa að sæti i
landsliðinu gegn Skotlandi á laug-
ardag og mun ekki hljóta neina
refsingu fyrir þetta frumhlaup
sitt.”
Wales, sem góða möguleika
hefur á að hljóta brezka meist-
aratitilinn, varð fyrir áfalli i jafn-
teflisleiknum við England. Tveir
af beztu mönnum liðsins meidd-
ust það illa i leiknum að þeir geta
ekki leikið gegn Norður-Irlandi á
laugardag. Það eru John Tos-
hack, fyrirliði liðsins — leikmað-
urinn kunni frá Liverpool, sem
var „sendur heim” eftir leikinn
vegna meiðsla á ökkla, og John
Roberts, miðvörður Birming-
ham. Hann varð þrisvar að yfir-
gefa völlinn um tima á miðviku-
dag vegna meiðsla —en kom allt-
af inn á aftur. Svo mikil var hark-
an — þaö átti aö vinna enska. En
meiðslin eru það slæm, að
Roberts getur ekki leikið á laug-
ardag. Liklegt er að David
Roberts taki stöðu hans sem mið-
vörður — og sennilega verður
hann einnig fyrirliði. —hsim.
Dómaranómskeið hjó FRÍ
Dómaranámskeið FRI hefst á
skrifstofu sambandsins I Iþrótta-
miðstöðinni i Laugardal næst-
komandi laugardag kl. 15. Nám-
skeiðið heldur siðan áfram á
sunnudagsmorgun kl. 10 og lýkur
á þriðjudagskvöld. Kennari
verður Guömundur Þórarinsson,
Iþróttakennari.
Ennþá geta fleiri komist að og
væntanlegir þátttakendur hafi
samband við skrifstofu FRl I
Laugardal kl. 5-7 i dag simi 83386.
er hægt að leggja upp úr þeim úr-
slitum — QPR var beinlinis með
varalið sitt þar. Fjölmargir leik-
menn liðsins — auövitað þeir
beztu — bundnir heima við brezku
meistarakeppnina. Franska
meistaraliðið St. Etienne hefur
náð athyglisverðum árangri i vet-
ur og margir leikmanna franska
landsliðsins nú eru úr þvi liði. St.
Etienne komst i undanúrslit
Þotan fer
fram á tvo
vegu..................
Hiö árlega stórmót þeirra
Hafnfiröinga I golfi — þotukeppn-
in — fer fram á Hvaleyrarvellin-
um um helgina og er aö vanda öll-
um opin, sem áhuga hafa á þvi at
keppa.
Hún verður nú meö nýju fyrir-
komulagi, þannig aö þeir, sem
hafa forgjöf 13 eöa lægra, leika 36
holur á sunnudeginum, en þeir,
sem eru meö hærri forgjöf, leika
18 á laugardag og 18 á sunnudag.
Þeir, sem eru meö lægri for-
gjöfina, geta þó tekiö þátt i for-
gjafakeppninni báöa dagana, ef
þeiróska. Skráning i keppnina er
hafin I golfskálanum á Hvaleyri.
—klp—
Evrópubikarsins, en tapaði þar
fyrir Bayern Munchen eftir að
hafa gefið þýzku Evrópumeistur-
unum mikla keppni. Það er þvi
greinilegt að frönsk knattspyrna
er á uppleið á ný.
íslenzka landsliðið hefur æft að
undanförnu undir stjórn Tony
Knapp. 1 gærkvöldi lék það „létt-
an” æfingaleik við Keflavikurlið-
ið. önnur æfing verður I kvöld á
Valsvellinum og siðan haldið til
Þingvalla, þar sem landsliðshóp-
urinn mun dvelja fram að lands-
leiknum.
Landsleikurinn verður kl. tvö á
sunnudag og þá er stóra spurn-
ingin. Kemst tsland úr neðsta
sæti sjöunda riöils eða vinna
Frakkar sinn fyrsta sigur þar.
Þegar atvinnumenn leika við
áhugamenn eru úrslit oftast á
einn veg — sigur atvinnumann-
anna. En Frakkar eru engan veg-
inn öruggir um sigur gegn is-
lenzka landsliöinu á sunnudag
minnugir úrslitanna i Austur-
Þýzkalandi sl. haust, og jafnvel
ekki síður úrslitanna við Belgiu i
fyrrasumar. Þar lentu belgisku
leikmennirnir i erfiðleikum með
islenzka liðið, þó þeir sigruðu. Og
nú höfum við fjóra leikmenn i liði
okkar, sem talsverða reynslu
hafa fengið með erlendum liðum i
vetur og vor — atvinnumanninn
Asgeir Sigurvinsson, Elmar
Geirsson, Guðgeir Leifsson og Jó-
hannes Eðvaldsson. Þessir leik-
menn eru I góðri æfingu og koma
til með að setja mikinn svip á is-
lenzka liðið — og eitt er vist, að
tsland stefnir að sigri.
—hsim.
Sigurvegarar I firmakeppni KR I badminton óskar Guömundsson og
Óskar Bragason. Ljósm: Rafn Viggósson
Nýr Óskar vann
með Óskari...
— í firmakeppni KR í badminton
Þetta sjáum viö sjaldan á is-
lenzkum Iþróttaslöum eöa I sjón-
varpi — rugby, sem enskir kalla
fótbolta, football, en knattspyrn-
una, sem viö þekkjum soccer.
Þessi mynd er frá úrslitaleiknum,
sem nýlega var háöur á Wembley
I Lundúnum milli Warrington og
Widnes. Það er John Bevan hjá
Warrington, sem kastar sér
þarna á Eric Hughes, en nr. átta
er David Chisnall, fyrirliöi
Warrington, feitur og pattaraleg-
ur. Widnes sigraöi I leiknum meö
14-7.
Brauðbær, Gull og Silfur hf,
Marco hf, Slippfélagið hf, og
Sveinn Egilsson hf Fordhúsið.
Fyrirtækið Bandag hf fór með
sigur af hólmi, en keppendur þess
voru Óskar Guömundsson hinn
kunni badmintonmaður og nafni
hans óskar Bragason, efnilegur
leikmaöur aðeins 14 ára. And-
stæðingar þeirra I úrslitaleiknum
voru margfaldir unglingameist-
arar, þau Svanbjörg Pálsdóttir og
Jónas Þ. Þórisson, sem léku fyrir
Blóm og ávexti. Úrslitin voru
fyrst ráöin eftir oddaleik, en þá
léku þeir nafnar vel saman þrátt
fyrir mikinn aldursmun.
Sigurlaunin, fagur bikar var gjöf-
frá Skósölunni Laugavegi 1.
KR-ingar munu efna til móts þ.
24. mai kl. 13 I tviliðaleik karla og
kvenna svo og tvenndarkeppni.
Þess er að vænta aö allt bezta
badmintonfólk landsins mæti til
leiks, svosem Islandsmeistararn-
ir Haraldur Korneliusson og
Steinar Petersen, Lovisa Sigurð-
ardóttir og Hanna Lára Pálsdótt-
ir.
Stýrimaður, athugaöu farþega-J)
og skipverjalistann.Hvern
Laugardaginn 14. mai var leik-
iö til úrslita i firmakeppni bad-
mintondeildar KR i iþróttahúsi
félagsins viö Frostaskjól. Keppt
var I tvlliöa- og tvenndarleik meö
þátttöku badmintoniðkenda á öll-
um aldri.
Allmörg fyrirtæki voru skráö til
keppni, og léku eftirtalin átta til
úrslita: Andersen & Lauth hf,
Bandag hf, Blóm og ávextir,
Komast fslendingar úr
neðsta sœti riðilsins?
— eða hljóta Frakkar sinn fyrsta sigur í sjöunda riðli Evrópukeppni landsliða í
landsleiknum ó sunnudag á Laugardalsvelli. Frakkar með eitt stig eins og við
Tífalt verð á
svartamarkaði
„Viö heföpm getaö selt 200-300 þúsund
aðgöngumiöa á úrslitaleikinn, en leikvangur-
inn rúrnar aðeins 50 þúsund”, sagöi forsvars-
maöur franska knattspyrnusambandsins I
Parls I gær, en á miövikudag leika Bayern
Munchen og Leeds þar til úrslita I Evrópu-
bikarnum.
En tekjur af leiknum veröa miklar — nýtt
met á leik i Frakklandi cöa 2.250.000 frankar,
þaö er um 100 milljónir islenzkra króna og
þaö aðeins I aögangseyri. Verð á miöum er
frá 15 upp 1130 franka —-en á svörtum mark-
aði er búizt viö tfföldu veröi. Reiknaö meö, aö
200 milljónir islenzkra króna gangi þar
manna á milli. Langmest aösóknin I aö-
göngumiöa er frá Englandi.
—hsfm.
Verður
metaregn hjá
þeim sterku?
Hiö árlega kraftlyftingamót KR veröur
haldið i KR-heimilinu við Frostaskjól á
sunnudaginn kemur og hefst það kl. 15,30.
Allir okkar bcztu kraftlyftingamenn verða
meðal þátttakenda, og verður fróðlegt aö
vita, hvernig þeim vegnar.
1 kraftlyftingum er keppt I þrem greinum
— bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu.
Siðast nefnda greinin veröur oft mjög
skemmtileg, enda er þá ekki neitt smáræöi á
stönginni.
—klp—
,Gullbjörnmn'
Jack Nicklaus er aftur kominn I efsta sætiö
á listanum yfir þá menn, sem hafa unnið
mesta peninga I atvinnumannamótunum I
golfi frá áramótum.
Hann fór fram úr Johnny Miller I slöustu
keppni, og er nú kominn með 153 þúsund
dollara. Miller fylgir honum fast eftir, og
verður baráttan Hklega á milli þeirra um
hvor vinnur meir af aurum I sumar.
1 þriöja sæti kemur Tom Weiskopf meö
165,500 dollara, A1 Geiberger er meö 106,500
dollara og Lee Trevino er meö 101,000 doll-
ara.
Þar á eftir koma: Bob Murphy, Hale Irwin,
Gene Littler, Jerry McGree og Tom Kite.
Litlu munaði
Ný-sjálenzku hlaupararnir frægu, Stuart
Melville, Rod Dixon, Dick Quax og Johnny
Walker, reyndu aö setja nýtt heimsmet I
4x1500 m boöhiaupi nýlega i Auckland, en
mistókst — aðeins munaöi 1.2 sekúndum.
Þeir hlupu á 14:50.2 min. en heimsmetiö er
14:49.0 mln. sett af franskri sveit fyrir 10 ár-
um. — hslm.
Rivera fékk
ekki að
kaupa Milan
Italska knattspyrnukóngnum Gianni Ri-
vera tókst ekki að ná yfirtökunum I félagi
slnu Milan, eins og hann ætlaði sér, þegar
forráöamenn þess ákváðu aö selja hann til
annars félags.
Rivera fór þá á stúfana og ætlaöi að kaupa
félagið meö öllu, sem þvi tilheyröi. Haföi
hann fengiö mann til aö standa viö bakiö á
sér og pcningarnir voru fyrir hendi.
En Rivera náöi aldrei þeim tökum, sem
hann ætlaöi sér — klúbbstjórnin vildi ekki
selja félagiö, en Rivera vildi hún fyrir alla
muni losna viö. En hætta er á, að hún fái ekki
mikinn pening út úr þcirri sölu, þvi i kiásúlu I
samningnum, sem Rivera gerði viö félagiö
fyrir mörgum árum, gat hann fundið gat,
sem gaf honum leyfi til aö hætta hjá félaginu
— á fullum launum — eftir þetta margra ára
þjónustu, og hana er hann löngu búinn meö.
—klp—