Vísir - 03.06.1975, Page 2

Vísir - 03.06.1975, Page 2
2 Vísir. Þriðjudagur 3. júni 1975 visnsm: — Takið þér mark á stjörnuspám? Hörður Rafnsson, smiður: — Takmarkað. Ég les stjörnuspár, en trúi ekki á þær. Af hverju ég lesi þær? Ég hef gaman af þeim. Guðmundur Jóhannesson, félags- ■nálaráðunautur: — Já. Ég les þær næstum alltaf. bær hafa stundum staðizt. Ekki fer ég þó sérstaklega eftir þeim. Les þær mest af forvitni. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, hús- móðir: — Nei. Les þær að visu stundum. Þó ekki til að taka mark á þeim. Lit bara á þær eins og hvað annað efni i blaðinu. Jóhanna Jóhannesdóttir, hús- móðir: — Nei. Ég les þær sjaldan. Til hvers þær séu þá skrifaðar? Nú til að leyfa manni að lesa eitt- hvað. Ilelga Kysteinsdóttir, bónda- kona: — Að vissu marki. Hef gaman af spám. Ég tel, að stjörnumerkin hafi sitthvað að segja varðandi lif okkar. Arni Benediktsson, nemi: — Nei, ég les þær ekki. Þeir sem skrifa stjörnuspár byggja ekki á réttum forsendum til slfkra skrila. íslenzk húsgögn og erlend í baróttu ó markaðnum: „VIÐ ERUM ÓSMEYKIR" — rœtt við tvo forráðamenn staðlaðra húsgagnaverksmiðja #/Það er af og frá að erlenda framleiðslan geti keppt að gagni við okkar vöru," sagði Þór Ingóifs- son, húsgagnasmíða- meistari, framleiðandi Víkureldhúsa. „Ég sá í Vísi, að innflytjandi einn heldur öðru fram. Sjálfur hef ég fengið pöntun frá fólki, sem hafði áður fengið tilboð frá þessu fyrirtæki. Við gátum boð- ið fimmtungi lægra verð, og betri kjör varðandi af- borganir," sagði Þór. Þegar hann var spurður um gæði islenzku vörunnar, sagði hann, að um þau þyrfti ekki að efast. „Gæði okkar framleiðslu, sem framleiðum staðlaðar inn- réttingar, eru ekki siðri en þeirrar innfluttu, ég ætla nú ekki að fara að likja þvi sam- an,” sagði Þór. Þór kvaðst hafa byrjað að framleiða staðlaðar eldhúsinn- réttingar fyrir 5 árum, og nú framleiða nokkrar verksmiðjur staðlaðar innréttingar hér á landi á likan hátt og erlendar verksmiðjur gera. „Við sitjum ekki við sama borð og erlendu framleið- endurnir. Þeir framleiða i stórum og fullkomnum verk- smiðjum. Þeir fá greiðari að- gang að lánastofnunum, sem taka aðeins litinn hluta af þeim vöxtum, sem við verðum að borga. Hjá okkur i Vikureld- húsum er ástandið eins og viða i samskonar verksmiðjum, hús- næðið löngu orðið ófullnægj- andi, sýningaraðstaða litil sem engin. Núna getum við framleitt 8 eldhúsinnréttingar á viku og höfum nóg að gera. Hins vegar erum við búnir að panta vél, sem kostar 1.6 milljónir, og þá verður hægt að framleiða minnst 8 innréttingar á dag,” sagði Þór. Hann kvað sölumál innlendu framleiðendanna hafa verið i ólestri viðast hvar. 1 raun væri nóg aö hugsa um framleiðsluna einvörðungu. Iðnval, nýtt fyrir- tæki, hefur tekið að sér að sjá um sýningu á vörum ýmissa innlendra aðila og leysir stórt vandamál, sagði hann. Ingvar Þorsteinsson, hús- gagnasmiðameistari, helming- urinn af Ingvar og Gylfi sf. á Grensásvegi, var sammála Þór um það, að það væri út i bláinn að segja staðlaða smiði okkar smiða dýrari en erlenda framleiðslu. Okkar smiðir væru einnig vandvirkari og smiðuðu LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Ég mótmœfi fœkkun víst- manna ó elfi- heimílunum" S.H.O skrifar „Ég vil vekja athygli á hinu slæma ástándi, já réttara sagt neyðarástandi, sem rikir i mál- efnum aldraðra. A sama tima og tslendingar þeytast til sólar- landa er þessum málum litið skeytt. Og nú er það nýjasta að „grisjað” skal bæði á Hrafnistu og á Grund og hætt að taka á móti pöntunum fyrir nýja vist- menn, þvi að svo margir eru á biðlista að það er tilgangslaust. Það er svona og svona að vita til þess að fólkið sem byrjaði á uppbyggingu þjóðlifsins eftir hundrað ára kyrrstööu, og hefur lagt til hliöar sparifé til elliáranna, skuli verða eins illa úti og raun ber vitni. Þessi króna ætti raunar ekki einu sinni að heita króna heldur auðkennast með bókstöfum eftir verði og þegar bókstafnirnir væru þrotnir væri kannski hægt að finna eitthvert nýtt nafn á krónuna. Hvað skyldu það vera mörg gamalmennin i þessum bæ, sem hreinlega liggja ein og ósjálf- bjarga og hafa ekki einu sinni sima?Eða hvað skyldi lögreglan koma að mörgum sem liðið lík, eftir að hefa legið i einhverju herbergi svo dögum skipti án þess að nokkur tæki eftir að eitt- hvað væri athugavert; Hjá mér er það þannig, að ég er einhleypur og á aldraða móður, sem er rúmliggjandi. Ég hef heimilisaðstoð frá 9-4. Þess á milli verð ég alltaf að vera heima og get mig ekki hreyft. Ég bý til matinn og hleyp með.bekken'hvenær sem er sólarhringsins og er stundum svo syfjaður, að ég get varla stundað vinnu á daginn. Ég vil mótmæla þessari fækkun á elliheimilunum. Það þarf þvert á móti að taka á móti fleirum. Og hvaöa rök eru það, að það fari betur um þá sem fyrir eru meðan hinir fá að deyja drottni sinum?” BEZTA RÁÐIÐ Arelius Nielsson skrifar: „Bindindisráð norska rikisins hélt ársþing sitt i Osló i marzmánuði slðastliðnum. Þar flutti aðalræðuna einn af þekktustu læknum Noregs, Thorbjörn Kjelstad. Hann taldi trúarleg áhrif, trúarlegt aftur- hvarf hafa ómetanlega þýðingu fyrir drykkjusjúkt fólk, „Krjúpa á kné og biðja.” „Þessi staðreynd er óhrekjanleg,” sagði þessi lærði yfirlæknir, „þótt ekki læknist allt með kné- falli,” bætti hann við. Hann taldi einnig nauðsynlegt að taka drykkjusjúkling til læknismeðferðar sem allra fyrst eftir að alvarleg sjúk- dómseinkenni koma i ljós. „Þar má ekki miða eingöngu við eigin vilja og ákvarðanir sjúklingsins,” sagði Kjölstad, „suma verður að þvinga til heilsu.” Hvert fylki i landinu þarf að eiga hæli þar sem unnt er aö taka drykkjusjúka til athugunar og visindalegrar meðferðar með öllum tiltækum ráðum til „afvötnunar” og endur- hæfingar. Og svo þarf helzt að fylgjast með þeim og veita heimilum þeirra vernd og sér- stakt eftirlit,” sagði hann. Væri ekki full ástæöa til að ihuga hvað þessi sérfræðingur segir. Hann ætti ekki að vera hlutdrægur ofstækismaður. Hefur sennilega „pappira” sina um fullt vit i lagi. En meðal annarra orða: Væri ekki rétt fyrir þá drykkju- sjúklinga, sem sjá ofsjónum yfir kirkjubyggingunum, sem trú- rækið fólk i borginni hér við sundin byggir að mestu fyrir persónuleg framlög og fórnir án lána og styrks frá riki og bæ, að koma i kirkjurnar og læra af þvi, sem þar fer fram. Kannski kæmist einhver á hné, sem annars hefur heila sinn i „bleyti” og allt færi að ráðum norska yfirlæknisins með afturhvarfið.” EIGI HVER SEM VILL Brotin stoð i stafni og skut stýrisárin brotin. Krefur þó iim heilan hlut hálfdrættingaskarinn. Ranki

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.